Tíminn - 22.03.1967, Page 12

Tíminn - 22.03.1967, Page 12
12 TÍMINN MIÐVIKUDAGUR 22. marz 1967 BORGARNES Frambaid al t-ls. ö mönnum í kir'kjusjóðinn og sneri sér jafrrvel til sjálfs konungsins, þegar hann gaf færi á sér svo norðarlega í ríki 'sínu. Magnús Jón asson var orðinn bílakóngur hér- aðsins, og Jón Þorsteinsson, Þor kell Teitsnon og Jón Guðmundsson brutust vegleysur til þess að sanna, að ekki vantaði nema herzlumun- inn til þess að bifreiðar kæmust héraða og landsfjórðunga á milli. En það var betra, að þeir væru hvorki veifiskatar né æðikollar, bílstjóramir í Borgarnesi, fram eftir þriðja tug aldarinnar. Svo var eins og allt greiddist með snöggum hætti: „Hafnargerð í Borgarnesi, brú á Hvítá, vegagerð uppi um allar heiðar. Allar leiðir opnuðust nálega samtímis. Nú var kreppan mikla á næsta leyti. Fljótlega harðnaði á dalnum, og margar verkamannafjölskyldur áttu í vök að verjast. Viðbrögðin voru þau, að ræktun var aukin sem verða rfaátti, svo að þeir ér skepnur áttu, gætu fjölgað fénaði sinum. Hitt var þó meira . átak, að nú v.ar hafizt handa um útgerð. Eldborg)in var fyrsta veiðiskip Borgnesinga og lengi nafntogað aflaskip. Ólafur skipstjóri Magn ússon var karl í krapinu, og þegar hann kom til var fyrst farið að leggja í Borgarfjörð, hversu sem veðri var háttað og hvenær sólar- hrings sem var, og á meðan síldar gengd var norðan lands, var hann fremstur í flokki hinna ágætustu aflamanna. Eitt sumarið færði Eldborgin svo mikla síld að landi, að aldrei hefur neitt skip af þeirri stærð komizt í námunda við það með þeim hjálpartækjum og þeirri aðstöðu til löndunar, er þá var. En þrátt fyrir síldarafla Eld borgarinar gekk útgerð skrykkjótt. Línuveiðarnar gáfust illa, og þeg ar skipum Borgnesinga fjölgaði, komu síldarleysi9árin. Þar á ofan steðjuðu að ýmis konar óhöpp. Út gerð Borgnesinga lyktaði með hörmungum, þó að enginn sé á hinn bóginn þess umkominn að segja, að hún hafi orðið Borgnes ingum fjötur um fót. Þótt tap yrði að lyktum og eitt útgerðarfé- lagið með öllu gjaldþrota, er á hitt að líta, hvaða fjármunir höfðu flotið til kauptúnsbúa á löngu ára- bili. Á þessu sama árabili _ þrengdi mæðiveikin að bændum í hérað- inu. En þrátt fyrir alla erfiðleika var lagður grundvöllurinn að nýj um vexti. Þórður Pálmason rétti hag kaupfélagsins til fulls, og mjólkursamlagið, sem síðan hef ur verið eitt af haldreipum hér- aðsins og kauptúnsins, komst á i legg. Það var arftaki niðursuðu- , verksmiðjunnar Mjallar, sem upp- i hafléga hafði verið stofnuð á ! Beigalda, þar sem hinn józki braut ryðjandi á sviði mjólkurvinnslunn ar, Hans J. Grönfeldt, bjó um all- langt skeið, en var flutt niður , í Borgarnes eftir eldsvoða, sem varð á Beigalda. Stjórnmálaátökin voru hörð sem fyrr. Hervald Björnsson var enn helztur forvígismaður Fram sóknarmanna í orrahríðunum, en Sjálfstæðismenn eignuðust nýjan foringja, er tók við af Magnúsi sparisjóðsstjóra og Stefáni hrepp stjóra — Friðrik Þórðarson. í flokki sósíalista, sem gerðust all- liðsterkir í Borgamesi á þessum árum, var Jónas bifreiðarstjóri Kristjánsson mest til fyrirsvars. Kreppunni var nokkuð tekið að léfcta og almannahagur batnandi, er heimstyrjöldin síðari skall á. Vornótt eina var ísland hernumið, og hermannaflokkur tók sér ból- festu í Borgarnesi. Hernámið var hafið. Þá var snögglega sem allt gengi úr skorðum. Borgarnes hafði að jafnaði verið kyrrlátt þorp, þar sem margvísleg félagsstörf voru rækt af dugnaði og fólk átti nógar tómstundir til þess að sinna hugnaðarefnum sínum. Nú hófst önn mikil, kapphlaup um stríðs- gróðann, vinna frá morgni til kvölds. Peningar streymdu í vasa margra, sem áður höfðu haft lítið handa á milli, en félögin, sem bæði höfðu verið til gagns og gleði, dóu drottni sínum eða urðu aðeins svip ur hjá sjón. Loks var lokið manndrápum á vígvöllum veraldarinnar og drek inn illi, nazisminn, að velli lagður — í bili að minnsta kosti. Lifið í Borgarnesi færðist smám sam an í eðlilegar skorður. Enn sem fyrr var kauptúnið sem segull, er dró að sér fleira og fleira fólk. Snemma árs 1955 var stjórn sveit arfélagsins orðin svo umfangsmik il, að nauðsyn bar til að ráða sér stakan sveitarstjóra, þar eð odd- viti gat ekki lengur annað störf unum í hjáverkum. Halldór E. Sig urðsson, bóndi á Staðarfelli, var ráðinn í þetta nýja starf. Því hef ur hann síðan gegnt fram á þenn an dag. Á þeim árum, sem liðin eru síð an, hefur margt gerzt. í rauninni hefur Borgarness breytzt úr sveita þorpi í bæ eða kaupstað á þessu tímabili. Sveitarfélagið sjálft, fyrir tæki, ríkisstofnanir og einstakling- ar hafa byggt hverja stórbygging- una af annarri. Skólinn, kirkjan, stórbyggingar kaupfélagsins við Egilsgötu og í Brákey, verzlunar hús Verzlunarfélags Borgarfjarðar, símstöðin, sparisjóðshúsið, lyfja búðin — allt er þetta svo til nýtt af nálinni og flest einungis fárra ára. Stórfé hefur verið varið til þess að steypa nokkrar helztu göt urnar og vatnsleiðslan sunnan yfir ir Borgarfjörð hefur verið endur nýjuð og um allt betur búið en ftð- ur sunnan fjarðar. En umfram allt hefur þó gífurlegum fjármunum verið varið til þes að undirbúa nýj ar götur og byggja við þær falleg og myndarleg hús, og á því starfi er ekkert lát. — Nú eru það helzt litlu fallegu gripahúsin hans Sig urðar Guðmundssonar, sem minna á þann tíma er var. En það gera þáu notalega. Margir hinna gömlu Borgnes- inga hljóta að verða þeim hugstæð ir, er kynna sér líf þeirra og hætti. Það má nefna nokkur nöfn hinna ólíkustu manna að allri gerð: Þorberg gamla, sem níðzt hafði verið á í bernsku, en bar þó allt fyrir brjósti, er hann hugði horfa til m,annbóta og mannúðar. — Einar F. Jónsson, sem barðist í vök fyrir hag stéttarbræðra sinna og varð að þola, að þeir snerust oft gegn honum. — Halldór Sig- urðsson sparisjóðsstjóri, hinn fóm fúsa og ótrauða vin söngs og tóna og allra fagurra mennta og hárra hugsjóna — Vigfús Guðmundsson, gestgjafann ógleymanlega, óbrigð ulan vin vina sinna og þeirra mál- efna, er hann hafði tekið tryggð við, en að sama skapi óvæginn and stæðingur. Allir fóru þessir menn sína götu, fyrirfram ráðna og fast markaða í samræmi við skap gerð þeirra, lífsreynslu og lífs- | draum. Ég hygg,- að Borgarnes hafi löngum verið um margt hinn skemmtilegasti staður. Ég hef hvað eftir annað heyrt burtflutta Borgarnesinga tala um æsku sína þar með miklum söknuði. Raunar er sæmilegu fólki í brjóst borin eðlislæg ast á bernskustöðum sín um,, ef þær hafa ekki reynzt þeim mun verr. En aðdáun þessara gömlu Borgnesinga hefur mér virzt sönn og einlæg, að ég held, að hún hljóti að styðjast við gild rök. • >!æ. •#.****' .{ ■ ■ X.ý’t I muuMmm&ms ia.JOHNSOI\l SMMS NY KAFFIBRENNSLA - NÝJAR KAFFITEGUNDIR VAPIII IMPAKKAfl ÚRVALS BLONDUR V nUU UEIES fll\IVf\U MED LANGVARANDI GEYMSLUÞOLI MOKKA KAFFI JflVfl KAFFI 06 RIO KAFFID -<;.i blá röndóttu pokunum veröuraö sjalfeögöu eftir 8em éöur framleitt —og selt i öllum verzlunum. UflilRINN ER INDÆLL 06 RRAGDID EFTIR ÞVI KAFFIBRENNSLA 0. J0HNS0N & KAABER HF. En auðvitað hefur lífið í Borgar nesi ekki ævinlega verið dans á rósum. Þar hefur oft syrt í álinn með margvíslegum hætti. En hitt sé ég líka, að margir hafa Borgnes ingar enzt vel. Guðjón Bachmann vegaverkstjóri gekk til vinnu á hverjum degi fram yfir nírætt. Magnús Ólafsson, sem áreiðanlega hefur reynt mörgum meira vos um ævina, er enn á faraldsfæti og minnið næsta trútt^ Júlíana Sigurð ardóttir, sem byrjaði að vinna við símann í Borgarnesi árið 1913, svaraði mér um daginn, þegar hringdi á símstöðina þar, Gísli skósmiður Magnússon hefur enn lítt látið ellina buga sig og dund- ar jafnvel við bókband á níræðis aldrinum, Helga Björnsdóttir er ótrúlega létt í spori, stórveitul sem fyrr og kveður gesti sína með gjöfum, Ásmundur í Dal gengur enn að störfum heima í Borgar nesi. Oddný Jónsdóttir lét seint bugast af aldurdómi sínum, þótt mörg og þung holskeflan skylli á henni um dagana, og Halldóru Ól- afsdóttur hefur ekki heldur verið fisjað saman. Ragnhildur Björns son og Magnús Jónsson sparisjóðs stjóri eru ekki enn öll, þótt fölnað ur s'é þeira fífill, og Guðrún frá Valbjarnarvöllum og gamla sýslu mannsfrúin, Þóra frá Klömbrum, eru nýlátnar. En Guðríður Sigurð ardóttir, létt í máli og margminn ug, er komin heim á æskustöðv arnar á Ákranesi, eftir langa sögu í Borgarnesi. Enn mætti nefna nokkra fleiri því til sönnunar, að þrekið hefur enzt þeim vel, gömlu Borgnesingunum. En ekki stoðar að þylja fleiri nöfn, og skal hér staðar numið. J.H. Afeð uppþvottarefni fáií þér alltaf skínandi hreint leirtau. í allar tegundir uppþvottavéla JÖRÐIN ÁREYJAR í Reyðarfirði, er laus á1 ábúðar á komandi vori. Ágætis bújörð, vel húsuð og mikið ræktað land. Jörðin er 7 km. frá kaupstaðnum. Lysthafendur snúi sér til Þorsteins fónssonar. Reyðarfirði, eða Thulin Jöhansen, Útliiíð 8, Reykjavík.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.