Tíminn - 13.04.1967, Side 1
Gerizt áskrifendur a5
Tímanum.
Hrmgið í síma 12323
Auglýsing 1 Tímanum
kemur daglega fyrir augu
80—100 þúsund lesenda.
83. tbl. — Fimmtudagur 13. apríl 1967. — 51. árg.
r
Ályktun um bókhlöðu
undir Landsbóka- og
Háskólabókasafnið:
Stefna verður
markvisst að
iausn þessara
húsnæðismála
Félag íslenzkra fræða hélt
fund s.l. föstudagskvöld
7. apríl, þar sem rætt var
um safnamál. Frummælend-
ur voru dr. Finnbogi GuS-
mundsson Iandsbókavörður
og dr. Björn Sigfússon há-
skólabókavörður. Umræður
urðu miklar á fundinum, og
var eftirfarandi ályktun sam
þykkt samhljóða;
Fundur um safnamál, hald
inn í Félagi íslenzkra fræða
7. apríl 1967 beinir þeirri
áskorun til ríkisstjórnarinn-
ar og Alþingis, að ekki verði
lengur en orðið er látið reka
á reiðanum í húsnæðismál-
um tveggja stærstu rann-
sóknarbókasafna þjóðarinn-
ar, Landsbókasafns og Há-
skólabókasafns, svo og Þjóð
skjalasafns íslands.
Fundurinn leyfir sér að
minna á ályktun Alþingis
29. maí 1957 um samein-
ingu Landstoókasafns og Há
skólatoókasafns og tillögu •
bókasafnsnefndar þeirrar er
núverandi menntamálaráð-
herra skipaði haustið 1956,
Framtoald á bls. 15.
FRÁ AÐALFUNDI SAMVINNUBANKANS:
Heildarinnistæður námu
453 millj. í árslok 1966
i _ • - • •« ......■
* *
Hús Samvinnubankans í Bankastræti.
Tímamynd—GE.
Rúm 15% barnakennara
í dag eru réttindalausir
EJ-Keykjavík, miðvikudag.
Aðalfundur Samvinnubank-
ans var haldinn laugardaginn
8. apríl síðastl. Heildarinni-
stæður í Samvinnubankanum
í árslok 1966 voru 452,5 millj.
króna, en útlán 371,2 millj.
Fundarstjóri var kjörinn Ing-
ólfur Ólafsson, kaupfélagsstjóri,
en fundarritari Agnar Tryggvason
framkvæmdastjóri.
Erlendur Einarsson, formaður
bankaráðs, flutti skýrslu um starf
semi bankans, hag hans og afkomu
á s.L. ári og kom þar fram að
veruiegur vöxtur var í allri starf
semi bankans, og að innstæðu-
aukning á s.l. ári nam 50,9 millj.
króna.
Einar Ágústsson, bankastjóri,
lagði fram endurskoðaða reikninga
bankans fyrir árið 1966 og skýrði
þá. Heildarinnstæður í Samvinnu
bankanum námu í árslok 452,5
millj. kr. en útlán 371,2 millj. kr.
Bankinn hefur nú sjö útibú á
eftirtöldum stöðum: Akranesi, Pat
reksfirði, Sauðáikróki, Húsavík,
Kópaskeri, Keflavík og Hafnar-
firði og auk þess umboðsskrifstof
ur í Grafarnesi og á Stöðvarfirði.
Á fundinum kom fram að banka
ráð vinnur að því að stofnlána-
deild verði komið á fót við Sam-
vinnubankann.
Framhald á bls. 15.
EJ-Reykjavík, miðvikudag.
í ályktun, sem fundur í
Stéttarfélagi barnakennara í
Reykjavík samþykkti nýlega,
segir að á þessu skólaári séu
148 barnakennarar réttinda-
lausir, eða 15V2%. Segir í á-
lyktuninni að geigvænlegur
kennaraskortur sé nú í land-
inu, og sé það afleiðing óvið-
unandi launa íslenzkra barna-
kennara.
Alyktun fundarins fer hér á
eftir:
„Þróunin í þjóðfélaginu er sú,
að skólarnir þurfa sífellt að ann-
ast meiri þátt í uppeldis- og
fræðslumálum þjóðarinnar. Mennt
un xennara hlýtur því að vera
ein af máttarstoðum menningar-
innar og verður að aukast m'eð
vaxandi fjölbreytni í þjóðlífinu,
svo að við drögumst ekki aftur
Brezka þingið í uppnám
er kynbombu laust niður!
Jayne Mansfield
NTB-Lundúnum, miðvikudag.
Bombu laust niður í neðri
deild brezka þingsins í dag,
meira að segja kynbombu, eins
og það er orðað í fréttum. —
Þokkadísin Jayne Mansfield
birtist öllum á óvart á áheyr-
endapöllum þingsins, klædd
bæði samkvæint „stuttu tízk-
anni“ og þeirri „topplausu'*
i fréttum er svo skýrt frá
yiðbrögðum þingmanna, að
margar sekúndur hafi liðið þar
t.il þeir komu til meðvitundar
afcii sýnina. En þá hafi þeir
vaknað með slíkum ósköpum,
að þingforseti varð að grípa
til fundarhamarsins til þess að
koma á friði og spekt meðal
hinna virðulegu þingmanna.
Þegar þingmenn höfðu að
tullu jafnað sig, var svo tekið
til við á ný að ræða varnamál-
efni og vandamálin í Aden
Mansfield var i fylgd T. P.
Kitson, þingmanm íhaldsflokks
ins og hlýddi með athygli á um
-æður þingmanna
úr öðrum menningarþjóðum meira
en nú er.
Það er staðreynd, að hjá öllum
þjóðum haldast í hendur, almenn
og góð menntun og góður efna-
hagur. Enda almennt viðurkennt
af íorystumönnum fræðslu- og
fjármála, að engin fjárfesting sé
hagkvæmari en sú, sem fer til upp
eldis- og skólamála.
Laun íslenzkra barnakennara
eru óviðunandi og í engu sam-
Framhald á bls. 15.
DAVÍÐ 0LAFSS0N
SEÐLABANKASTJÓRI?
TK-iteykjavík, miðvikudag.
í upphafi fundar Sameinaðs
þings í dag, las forseti bréf
frá Davíð Ólafssyni, fiskimála
stjó-a. þar sem hann lýsti því
yfir, að hann segði af sér þing
mennsku, vegna þess að hann
tæki við starfi, sem seta á Al-
þing: samrýmdist ekki.
Sæti Davíðs á Alþingi tekur
Rag.iai Jónss-on i varamaður
Framnalö a ots 15
Adenauer.
Adenauer
fárveikur
NTB-Bonn, miðvikudag.
Konrad Adenauer, fyrrver
andi kanzlari Vestur-Þýzka-
lands, liggur nú þungt hald-
in vegna bronkitis, sem hef
ur áhrif á allt heilsufar sjúk
lingsins, eins og það er orð-
að í læknatilkynningu. —
Adenauer liggur rúmfastur
á hcimili sínu í Rohendorf
við Rín og annast hann Iækn
ar frá liáskólasjúkrahúsinu i
Bonn. Börn Adenauers eru
við sjúkrabeð hans.
Talsmaður stjórnarinnar í
Bonn sagði fyrr í dag, að
ekki væri ástæða til að ótt-
Framhald á bls. 15.