Tíminn - 13.04.1967, Page 3

Tíminn - 13.04.1967, Page 3
FIMMTUDAGUR 13. apríl 1967. Oft er um það rætt, að ís- lenzkur búskapur sé fábreytt- ur og það er hann að vissu leyti, borið saman við búskap ná- grannaþjóðanna. Við höfum hér enga akuryrkju og fóðurræktun situr alveg í fyrirrúmi. Búfjár afurðirnar eru nær einu sölu vörurnar hjá öllum þorra bænda. Hlunnindi voru áður mörg og vel nýtt á fjölda jarða. Þeim hefur fækkað, sem þykja þess verð að nýta þau, en ein- stöku hafa aukizt mjög að verð mæti, sérstaklega lax- og sil- ungsveiði. Rétt er að líta á nýtingu hlunninda sem búgrein ar, því að það eru kostir lands- ins, sem nýttir eru. Eðlilegt er, að það séu sem mest sömu aðil ar, bændurnir, sem nýta þá alla. Það mun hægt með flest hlunnindi að hlúa að þeim á einn eða annan hátt, og auka gildi þeirra. Má þá segja, að breytt sé yfir í ræktunarbúskap og horfið frá hreinu veiði- eða söfnunarstigi. Nú sáðustu ár hefur farið mjög saman ört vaxandi áhugi fyrir allri veiði, stangveiði á laxi og silungi sérstaklega, og eygðir hafa verið miklir mögu leikar á fiskrækt í víðasta skiln ingi hér á landi. En fiskrækt táknar þá hvers konar aðgerðir sem ætla má að skapi eða auki fiskmagn veiðivatns (sbr. skil greiningu í lögum um lax- og silungsveiði). Hvort tveggja er þetta mjög ánægjulegt. Veiðigleði er mann inum í blóð borin, og það má sjálfsagt segja það sama um þann unað, sem menn finna til við það að komast í snertingu við móður náttúru, eins og það er kallað. Með aukinni velmeg un verða það fleiri og fleiri af þeim, sem í bæjunum búa, sem geta veitt sér slíka ánægju, og fjöldi vill einnig fóma fé og erfiði til að taka þátt í ræktun- arstarfinu. Vonandi verður hægt að veita þetta hvort tveggja, sem flestum. Er engin ástæða til að ætla annað en að þetta tengi saman bæja- og sveita- búa. En eðlilegast er, að það séu í sem flestum tilfellum bændurn ir sjálfir, sem standa að fisk- TÍMINN ræktuninni, eins og annarri ræktun landsins. í mörgum til- fellum er það lífsnauðsynlegt fyrir byggðina, að ekki séu skildir að möguleikar jarðanna. Á nýafstöðnu Búnaðarþingi voru þessi mál tekin til með- ferðar. Veiðimálastjóri, Þór Guðjóns.son, flutti þar mjög fróðlegt yfirlitserindi um mál ið og til þingsins bárust erindi, bæði frá Búnaðarsambandi Suð ur-Þingeyinga og Þórarni Kristj ánssyni, fulltrúa Norður-Þing- eyinga. Þessi erindi afgreiddi þingið með eftirfarandi álykt un: „Búnaðarþing felur stjórn Búnaðarfélags íslands að vinna að því við ríkisstjórn og Alþingi að tryggt verði nægilegt fjár- magn til að efla framfarir í fiskræktarmálum í landinu með því að: a) Veiðimálastofnuninni verði veitt stóraukið starfsfé og þannig gert kleift að sinna marg háttuðum verkefnum á sviði rannsókna og leiðbeiningaþjón ustu. b) Framlög samkvæmt gild- andi lögum til styrktar bygging ar klak- og eldisstöðva og ann arra framkvæmda við fiskrækt og fiskeldi, verði veitt á hverj um tíma, svo sem þörf krefur. c) Stofnlánadeild landbúnað arins verði efld, svo að hún verði fær um að gegna hlut- verki sinu um lánveitingar til fiskræktarframkvæmda og fiskeldisstöðva. í greinargerð með ályktun- inni segir: „Það er eðlilegt eins og sakir standa nú, að menn gefi gaum að nýjum búgrein um, sem unnt væri að taka upp eða efla, til þess að auka fjöl breytni í landbúnaðarframleiðsl unni. Öllum, sem kunnugastir eru veiðimálum straumvatna og stöðuvatna hér á landi, ber saman um, að þar bdði merkir möguleikar ónotaðir. Skortir þar einkum stóraukið fjármagn. Fyrst til þess að framkvæma undirbúningsrannsóknir á fiski vötnum landsins, því fráleitt virðist á þessum tímum hag- nýtra vísinda að leggja fé og fyrirhöfn í dýrar framkvæmdir nema undirbúa þær með rann- sóknum, sem á megi byggja leiðbeiningastarf. Þess vegna þarf að auka mjög starfshð við rannsóknir og leiðbeiningastörf á þessu sviði. Ríkissjóður veiti mjög aukið fé til þessarar starfs semi. í öðru lagi þurfa þeir, sem í framkvæmdir ráðast, að eiga kost á fjárhagslegri aðstoð í formi lána auk lögmætra styrkja. Virðist eðlilegast, að stofnlánadeild landbúnaðarins verði efld í því skyni að lána eftir þörfum til fiskræktarmann virkja.“ í erindi veiðimálastjóra komu fram mörg mjög mikilvæk at- riði og væri full ástæða til að það væri birt í heild. Hann lagði m. a. áherzlu á það, að möguleikarnir eru hér miklir, við höfum mikið af góðu vatni, en það þarf bæði rannsóknir og leiðbeiningar, til að menn fari ekki rangt af stað, og leggi í skakka fjárfestingu. Silungsrækt við sveitabýli ætti að geta orðið mikil framtíðar- búgrein, en það þarf margs að gæta, áður en alrhenn reynsla er fengin fyrir henni í fram kvæmd. Þegar er fengin reynsla fyrir, að gönguseyði af laxi, sem sleppt er, skila sér vel aftur. Á s.l. sumri voru 12 að- ilar, sem höfðu lax og silungs- Framhald á bls. 12 Þýzkt skemmtiferðaskip siglir með íslendinga á vegum Sunnu Ferðaskrifstofan SUNNA hefur tekið á leigu austur-þýzka skemmti ferðaskipið Fritz Heckert og efnir hinn 18, apríl næstkomandi til 15 daga siglingar til Bergen, Ósló ar, Kaupmannahafnar, Amsterdam London og aftur heim til Reykja vikur Er þetta í fyrsta sinn, sem | íslendingar fá tækifæri til að taka j þátt í skemmtisiglingu með nýtízku | lúxusskipi. Fritz Heckert er 8.115 tonn að | stærð og var skipinu hleypt af stokkunum árið 1961. Það tekur! um 350 farþega og veitir 1801 manna áhöfn farþegum hina full i komnustu þjónustu. Um borð eru rúmgóðir samkomu j salir, þar sem hljómsveitir leika á | hverju kvöldi og áherzla lögð á j fjölbreyttar veitingar og skemmt j anir. Þá eru rúmgóðar setustofur, \ spilastofur og í Sunnuferðinni verð i ur um borð gott, íslenzkt bókasafn j í lesstofu. Kvikmyndasýningar eru ! haldnar og fararstjórar Sunnu ann ast fjölbreytt skemmtanalíf um borð og aðstoða fólk í ótal kynnis og skoðunarferðum í landi. 260 manns hafa þegar keypt far miða. Um borð í Fritz Heckert eru tvær sundlaugar, önnur inni en hin úti, hárgreiðslustofa, lítið sjúkrahús með lækni og hjúkrun arkonu, svo og tollfrjálsar verzl anir- Um 260 manns hafa þegar keypt farseðla í Sunnuferðina með Fritz Heckert til Norður-Evrópu dagana 18 apríl til 2. maí. Þegar er búið að ráðstafa flestum tveggja manna klefum, en nokkuð er eftir af þriggja manna klefum. Fritz Heckert kemur til Reykja víkur n. k. mánudag og leggst þá að bryggju. Farþegar eiga að mæta milli kl. 6 og 7 á þriðjudagsmorgun en kl. 8 leysir skipið landfestar og heldur fyrst til Bergen í Noregi, þaðan er svo farið hina fögru sigl ingaleið innan skerja áleiðis til Osló. Síðar til Kaupmannahafnar, um Kílarskurð til Ámsterdam og loks til London og Reykjavíkur. Á öllum viðkomustöðum er efnt til margvíslegra skoðunar- og skemmtiferða í landi og verzlað í einhverjum eftirsóttustu verzlun arborgum Evrópu, svo sem Amster dam, þar sem verðlag er einstak lega hagstætt. Frægir skemmtistað ir eru heimsóttir á kvöldin, m. a. í Kaupmannahöfn og Amsterdam. Sérstök álherzla er lögð á það i um borð í Fritz Heckert að hafa j gnægð gómsætra rétta á borðum i og má geta þess, að matseðlar | verða á íslenzku .Áhöfnin hefur i reynzlu í að þjóna farþegum af 1 ýmsu þjóðerni og hafa m. a. Sví ar, Bretar, Frakkar og Austurríkis menn leigt það til skemmtiferða. Fritz Heckert kemur aftur til Reykjavíkur með fanþega Sunnu að kvöldi 2. maí. 3 hópar sigla utan með Fritz Heckert — fljúga heim. Frá Reykjavík fer skipið daginn eftir áleiðis til Gautaborgar. Um borð verða þátttakendur í þremur hópferðum á vegum Sunnu. Þeir sigla utan, en fljúga heim. Frá Gautaborg aka ferðalangarn ir til Kaupmannahafnar. Einn hópurinn dvelzt ytra í 12 daga, í Svíþjóð, Kaupmannahöfn, Ham- borg. Flogið er heim frá Kaup mannahöfn. Annar hópurinn dvelst ytra í 14 daga, í Kaupmannahöfn, Ham- borg og Amsterdam og flýgur það an heim. Þriðji hópurinn dvelzt ytra í 23 daga, í Kaupmannahöfn, Hamborg Rínarlöndum, París og Amsterdam og er flogið þaðan heim 25. maí. Flugvélin, sem sækir þann hóp, kemur tóm frá Majorka frá því að flytja þangað fyrsta Sunnuhóp sumarsins. Þess vegna er unnt að hafa þessa 23 daga ferð sérstak lega ódýra. Kostar hún aðeins um 15 þúsund krónur. 3 Á VÍÐAVANGI „Berið saman við- brögðin þá og nú" Það var ömurlegt að heyra Bjarna Benediktsson lýsa þrá- setu sinni í feni óðadýrtíðar- innar sem einhverju afrcks- verki í eldhúsdagsumræðunum i fyrrakvöld. Hann játaði, að „víðreisnarstjórninni" hefði skki tekizt það yfirlýsta stefnu hlutverk að ráða við dýrtíðina og halda verðbólgunni í skefj- um. En það hefur engri ríkis- stjórn tekizt, sagði Bjarni. — Ailar ríkisstjómir hér á Iandi hafa farið halloka fyrir verð- bólgunni. En engin þeirra hef- ur flúið af hólmi nema vinstri stjórnin, sagði forsætisráðherr- ann með sigurhreim. „Berið saman viðbrögðin þá og nú“, bætti hann við enn sjálfglað- ari. AS þora að setja tryggingu Og það ættu kjósendur sann arlega að gera. Reynslan hef- ur sýnt það fyrir löngu hér og í r.ágrannalöndunum, að alger forsenda þess að ríkisstjórn geti haldið verðbólgu í skefj- um, er að hún þori að setja sjálfa sig í veð fyrir því, að verðbólga vaxi ekki nema til- tekin og hófleg prósent á ári og það liggi skýlaust fyrir að ríkisstjórnin muni segja af sér, ef verðbólgan fer fram yfir hið tiltekna mark, og að sú stjórn sé reiðubúin að standa við það. f þessu er fólgiún munur á ábyrgð og ábyrgðárleysi. Þetta er raunar orðin ský- laus lýðræðisskylda í löndun- um hið næsta okkur. Þetta skildi Hermann Jónasson, „g þegar verðbólgan ætlaði að geysast fram úr því, sem nokk- urt hóf gat talizt á, þá sagði hann af sér, svo að unnt væri að efna til nýrrar varnarstöðu. Fyrirfram tapað stríð „En berið saman viðbrögð þá og nú“, sagði Bjarni. Hermann sagði af sér, þegar um var að tefla 17 visitölustig. f tíð nú- verandi stjórnar hefur vísitalan ekai aðeins hækkað um 17 vísi tölustig, heldur fimm- eða sex- faida þá upphæð, en Bjarni situr sem fastast. Munurinn er sá, að Hermann gegndi lýð- ræðisskyldu sinni, en Bjarni virðir hana að vettugi. Hann situr, og forsætisráðherra, sem situr eftir að hann hefur misst stjórn á verðbólgunni, hann er ekki lengur varnarmaður þjóð- ar sinnar gegn henni, heldur liðhlaupi, sem hlaupið hefur yfir í verðbólguherinn, og með þrásetu sinni er hann marg- efldur liðsmaður verðbólgunn- ar, því að hann kemur með þessu í veg fyrir, að þjóðin geti efnt til nýrra varna. Meðan ríkisstjórnir hafa við- horf Hermanns Jónassonar um að setja sjálfar sig í veð gegn hóflausum verðbólguvcxti, þá er von um viðnám og sigur, en þegar ríkisstjórnir sitja í anda Bjarna Benediktssonar að sitja og sitja, hversu sem verðbólg- an geysist áfram, þá er stríðið gegn henni fyrirfram tapað. Engum þarf að blandast hug- ur um það, að betur væri nú ástatt, ef Bjarni hefði þorað að setja sjálfan sig og stjórn sina í veð fyrir því, að honum tæk- ist yfirlýst ætlunarverk. Annað hvort hefði þá skeð, að honum Framhald á bls. 12.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.