Tíminn - 13.04.1967, Síða 8
8
FIMMTUDAGUR 13. aprö 1967.
TBMINN
Lúðvik Kristjánsson:
Abendingar til Þjóð-
hátíðarnefndar 1974
Eins og þegar er orðið alþjóð
kunnugt hefur nýlega verið skipuð
nefnd til þess að hafa með hönd-
um undirbúning að minningu um
ellefu hundruð ára búsetu á ís-
landi. í þessa nefnd hafa valizt
ágætismenn og er ekki að efa, að
þá muni alla fýsa þess að leysa
verk sitt svo af hendi, að þjóðin
megi hafa af sem mest gagn og
jafnframt sæmd. — En í þessu
sambandi ber að mörgu að hyggja,
og þvi má ekki gleyma, að ís-
lendmgar eru fámenn þjóð og
fremui vanefnum búin, svo ekki
sé meira sagt, en svo að segja að
á hverju strái blasa við óleyst
verkefni, vitanlega misjafnlega
mikiivæg. Af þeim sökum langar
mig til þes's að koma á framfæri
nokkrum þönkum mínum í sam
bandi við fyrirhugað minningar-
hald.
Mattháas Johannessen ritstjóri,
sem er formaður nefndarinnar, hef
ur að nokkru leyti reifað í sjón-
varpi, hvað nefndin hefði helzt
á prjónunum, eða öllu heldur
væri varfærnislegra að orða það
svo, að hann hefði í höfuðdrátt-
um drepið á, hvað nefndin hefði
látið sér koma til hugar í hverju
þessi minning ættjl að vera fólgin.
Þessi skýrslugerð Matthíasar í
sjónvarpinu var þó engan veginn
tæmandi.
í Tímanum föstudaginn 7. apríl
síðastl. er skýrt frá eftirfarandi:
— „Þjóðhátíðarnefndin 1974 gerir
í tillögum s'ínum, sem lagðar voru
fram á Alþingi í dag, m.a. ráð
fyrir, að út verði gefið í samtals
58 bindum sýnishorn íslenzkra
bókmennta frá upphafi og fram
til ársins 1974. Er gert ráð fyrir,
að sérstök ritstjórn sjái um val
verkanna, en komið verði á fót
samstarfi útgáfufyrirtækja um út-
giáfuna.
Þjóðhátíðarnefndin gerir tillög-
ur um, að útgáfan skiptist £ 8
flokka: fornrit 12 bindi, ljóð 10
bindi, skáldsögur 12 bindi, smá-
sögur 4 bindi, þjóðsögur og sagna
þættir 4 bindi, ævisögur og end-
urminningar 6 bindi og ræður og
ritgerðir 6 bindi“.
Nú má í fyrsta lagi spyrja, get-
ur ckki minna gagn gert. Og í
öðru lagi má varpa fram þeirri
spurningu, hvar ætlar nefndin í
efniniiðurröðun sinni rúm fyrir
það, sein ritað hefur verið af sagn
fræði á íslandi, eins og skilgreina
á það orð á strangvísindalegan
hátt?
í sunnudagsblaði Morgunblaðs-
ins 9. apríl síðastl. er leiðari í
blaðinu, sem heitir: „Hugmyndir
um þjóðhátíð“. Ég get mér þess
til, að höfundur hans sé Matthías
Johannessen ritstjóri og formað-
ur pjóðhátíðarnefndar. Ég hirði
ekki um að rekja efni þessa leið-
ara, en vil einungis geta þessa:
— „Ýmsar fleiri hugmyndir koma
fram í tillögum þjóðliátíðarnefnd-
ar. Þar er rætt um útgáfu á sam-
felldri fslandssögu, sem aðgengi-
leg væri fyrir almenning".
Sjalfsagt mundi ekki óvinnandi
vegur að vinna slíkt verk, þar sem
það á að vera, að mínum skiln-
ingi; yfirlitsrit. — En mér er
spurn, hvers vegna alltaf þetta
h^lfkák með saimningu íslands-
sogu, úr því að nefndin ætlast til
að út komi fyrir hennar atbeina
58 bindi bóka í sambandi við af-
mælið?
Aikunna er, að Mennnigarsjóð-
ur hefur verið með á döfinni út-
gáfu á Sögu íslendinga. Henni var
í öndverðu ætlað að vera 10 bindi,
en sú bindatala hefur farið úr
skorðum. Saga þessi átti að ná til
ársins 1918. í ritstjórn verksins
völdust þessir menn í öndverðu:
Árni prófessor Pálsson, Barði
þjóðskjalavörður Guðmundsson og
ÞÓrKell bókavörður Jóhannesson,
síðar háskólarektor. Nú vita allir,
að þessir menn voru ágætlega
gefnir, prýðilega menntaðir og
fjölfróðir. Ég kann ekki skil á
því, á hve löngum tíma þeir hafa
áætlað að þetta verk væri unnið,
en mig hefur alltaf furðað á pví,
að þeir skyldu áræða að forma
þetta vérk með þeim hætti, sem
þeir gerðu, vel vitandi þess, hví-
lík ókjör þurfti að kanna af frum-
gögnum og jafnvel gefa út, áður
en samin væri Íslandssaga, sem
samiDóðin væri þjóðinni, en það
hafa þeir sjálfsagt ætlast til, að
verk það yrði, sem þeir höfðu
tekið að sér að annast ritstjórn
á. Af íslandssögu Menningarsjóðs
1 hafa þegar komið út sjö bindi, og
birtist það seinasta 1958. Margt
er í þessari sögu byggt á könnun
frumgagna, er leiða furðu margt
í ljós, sem áður var ókunnugt um,
en hitt vita allir, sem grannt hafa
kynnt sér þetta verk, að tekizt
hefur að forklúðra það svo, að
héðan af getur það aldrei orðið
barn í brók, aldrei orðið að þeirri
Sögu íslendinga, sem upphafs-
menn hennar munu hafa gert ráð
fyrir.
Aikunnugt er, að reist verður
handritahús, það er einnig jafn
kunnugt, að talsverður hluti Árna-
safns verður afhentur íslenzku
þjóðinni. Þótt íslenzkar ritaldar-
bók.nenntir hafi varpað mestum
ljóma á bókiðju fslendinga, má
ekki gleyma því, að margt hefur
verið ritað fyrr og síðar á íslandi,
er mikilvægt gildi hefur fyrir þjóð
menningu okkar og sögu. Nú er
handritastofnuninni ætlað miklu
víðtækara starfssvið en að gefa
út og rannsaka íslenzk fornrit og
er það vel. Störf þessarar stofn-
unar eru þegar að líta sitt fyrsta
ljós, og má vænta þess, að smám
saman sjái þess greinilegri merki,
þegar fram líða stundir. Forstöðu-
maður stofnunarinnar er sem kunn
ugt er dr. Einar Ólafur Sveins-
son, víðkunnur vísindamaður, og
hefur hann við hlið sér hið prýði-
legasta starfslið.
Hafnarstræti
Lúðvík Kristjánsson
Þá er að víkja að Orðabók há-
skólans, sem er undir öruggri for
ustu dr. Jakobs BenediktssonaÉ
og að henni er sleitulaust unnið.
Þegar þar að kemur, að hún birt-
ist, verður um slíkan Stórasjó að
ræða, að óbornar kynslóðir munu
sennilega seint fá hann þurraus-
inn.
Öll könnun á sögu hlýtur að
byggjast á rannsókn frumgagna,
svo fremi sem þau eru til eða
þá á rétt prentuðu afriti þeirra.
Að sjálfsögðu hafa verið prentuð
mörg rit, sem geyma fimin öll
1 af efni um íslenzka sögu, og verð-
,ur ekki hirt um að geta annarra
|en þeirra, sem enn eru á döfinni
og míkil nauðsyn er á, að lokið
verði útgáfa á sem fyrst.
Verður þá fyrst fyrir mér i
nefna íslenzkt fombréfasafn.
Fyrsta bindi þess kom út 1857
—1876, og annaðist Jón Sigurðs-
son útgáfu þess. Var ætlan Jóns,
að út væru gefin öll fornbréf fram
að 1000. Bindi II—X gaf dr. Jón
i Þorkelsson þjóðBkjalavörður úit
og að nokkru leyti það XI. En
þá tók dr. Páll Eggert Ólafsson
við ug gaf út 4 bindi. Með 15.
bindi er komið fram að árinu
1570, en dr. Jón Þorkelsson hafði
afritað bréf fram að 1600, og eru
þau afrit hans varðveitt í Þjóð-
skjalasafni. Björn Þorsteinsson
ságnfræðingur hefur gefið út það,
sem komið er af 16. bindi Forn-
bréfasafns, og fjailar það að mestu
leyti um viðskipti íslendinga og
Englendinga. — Engum blöðum
er um það að fletta, að íslenzkt
fornbréfasafn er gullnáma fyrir
rannsóknir á íslenzkri sögu. Próf.
Maguús Már uárusson er sá maður,
sem gerzt hefur kynnt sér hana,
og að sjálfsögðu hefur hann í
samanburði við frumrit rekið sig
á ýmsan mislestur hjá dr. Jóni,
en hvað sem því líður er starf
dr. Jóns að útgáfu Fornbréfa-
safnsins stórvirki. Sá vísindamað-
ur a Norðurlöndum, sem einna
nánast yfirlit hefur yfir fornbréfa
söfn allra þeirra landa, hefur lát-
ið svo ummælt í mín eyru, að
íslenzka fornbréfasafnið sé að
sýnu aðgengilegast til notkunar.
Sögufélagið hóf að gefa út Al-
þingisbækur 1912, og eru þegar
komnar af þeim niu bindi, en enn
er eftir að gefa út af þeim átta
bindi, 40 arkir hvert. Sama er s
segja um Aliþingisbækurnar og
Fornbréfasafnið, að þær eru ís-
lenzkri sagnfræðl hinn frjósam-
asti ak-ur.
Bókmenntafélagið byrjaði að
gefa út íslenzka annála 1400—
1800 árið 1922, og eru þegar kom-
in ut af þeim 4 heil bindi og
5 hefti af því fimmta. Þessu verki
er ólokið, en hversu mikið er
eftir af annálum, sem menn hafa
hugsað til að taka í þetta safn,
veit ég ekki. Um hitt þarf >:kki
að villast, að annálasafn þetta
hlýtur alltaf að verða mikilsvirði
við íslenzkar sögurannsóknir.
Loks kem ég að síðustu ábend-
ingu minni til þjóðhátíðarnefndar
1974, en hún varðar skjalasöfn-
íslenzk,^ önnur en handritastofn-
unina. f skjalasöfnum þessum hef
ég verið viðloða með annan fót-
inn i rösk þrjátíu ár, svo að ég
tel mig þar ekki með öllu ókunn-
ugan. Skjalasafn Landsibókasafns
er geysimikið að vöxtum, og væri
með öllu ógerlegt að vinna þar,
ef ekki væri til handritaskrá dr.
Páls E. Ólafssonar og viðaukar
Lárusar H. Blöndals. Handrita-
skrá dr. Páls er stórvirki, sem
aldrei verður metið svo sem vert
væri og skylt. En þrátt fyrir þess-
ar skrár skortir enn mikið á, að
skráning safnsins sé að öllu leyti
komin í það horf, að það sé vís-
indamönnum, sem þar vilja starfa,
nægilega aðgengilegt.
Skráning Þjóðskjalasafns er miklu
skemmra á veg komin. Dr. Jón
Þorkelsson vann því safni stór-
merkilegt starf, og þegar á það
er litið, hvað eftir hann liggur
af fræðistörfum og vinnu í þágu
safnsins, má næstum heita óskilj-
anlegt. hvað sá maður hefur kom-
izt yfir að gera. Ég tel mig taka
vægilega til orða, þegar ég segi,
að enn er nær ógerlegt að vinna
að vísindastörfum í Þjóðskjala-
safni, sökum þess hve skráningu
þess hefur seint miðað. Ég get
nefnt sem dæmi, að fyrir allmörg-
um árum vissi ég, að í Þjóðskjala-
safni var allmerkilegt plagg, er
varðaði þjóðfundinn 1851. Skjala-
verðimir voru allir af vilja gerðir
að hjálpa mér til að hafa upp á
því, en þeim bara lánaðist það ekki
Nú þurfti ég ekki á plaggi þessu
að halda í svipinn, enda kom það
sér betur, þvi að þrjú ár liðu frá
því að ég hóf að leita að því og
þangað til það barst upp í hendur
mér og þá fyrir hreina tilviljun.
Það þarf ekki að vera neitt
launungarmál, að í skrifborði mínu
hafa í allmörg ár legið aðdráttar-
föng að allstóru riti um síðasta
ævisprett Jóns Sigurðssonar for-
seta, eða nánar til tekið um ör-
skotshelgina að því marki að við
fengum stjórnarbótina 1874. Þessi
aðdráttarföng eru að verulegu
leyti nýjar heimildir, sem enginn
veit deili á, en ég hef á snuddi
mínu á söfnum hér og erlendis
hirt eins og upp af götu minni.
En vegna þess að ég hef verið að
sinna öðru starfi, sem ég tel mikils
verðara að gera skil, hafa aðdrátt-
arföngin um störf Jóns legið ó-
snertí Og hamingjan má vita, hvort
mér endist heilsa og ævi til að
telgja til þann efnivið.
Nú er mér fullkunnugt um það,
að dr. Finnbogi Guðmundsson,
landskjalavörður og Stefán Péturs
son, þjóðskjalavörður, hafa ríkan
skilning á þeirri brýnu nauðsyn að
koma skráningu safna sinna í sem
bezt horf, en til þess að það geti
gerzt á sem skemmstum tíma.brest-
ur sennil. hvort tveggja aðstöðu og
fjármagn. Sjálfur hefur Stefán
Pétursson búið svo um bréfasafn
Jóns Sigurðssonar að stórsómi er
að, en þau lágu undir áföllum,
þótt ekki sé um eldri gögn að
ræða.
í upphafi þes-sa máls var að því
vikið, að þjóðhátíðarnefnd 1974
hygðist koma því í kring, að gefið
væri út 58 binda ritsafn. Hvort
hún ætlar að láta bókaútgefendur
standa straum af kostnaði við þá
bókaútgáfu eða hvort ríkið á að
Framhald á bls. 12.