Tíminn - 13.04.1967, Síða 12

Tíminn - 13.04.1967, Síða 12
12 TÍMINN FBIMTUDAGUR 13. apríl 1967. EFNAHAGSMÁLANEFND Framhald aí bls 9. segja, að um ’langt skeið hafi viðskiptanefnd ECE raunveru- lega verið sá eini alþjóða vett- vangur þar sem fulltrúar „Aust- urs!‘ og „Vesturs“ hittust til viðræðna um viðskiptamiál. Þýð- ing þessa samstarfs kemur nú með ári hverju betur í Ijós og lýsir sér í auknum viðskiptum og frjálsari viðskiptaháttum þessara svæða, sem búa við ólík hagkerfi. Ástæðan fyrir því, að ísland hafði sérstaka ástæðu til að fylgjast með þessum þætti í starfsemi viðskiptanefndar ECE er auðsæ. Lengst af þeim tíma, sem nefndin hefur starfað, hefur fsland haft þýðingarmikil við- skipti við löndin í Austur-Evr- ópu. Um tima námu þessi við- skipti einum þriðja hluta af allri utanríkisverzlun okkar eða stærri hluta að tiltölu en nokk- urt annað vestrænt land. Einn er sá þáttur í starfi við- skiptanefndar ECD, sem vert er að geta hér í þessu sambandi, en það eru hinar svokölluðu tvíhliða viðræður, sem stofnað er til meðan fundir standa yfir. Er þar átt við, að einstakar sendinefndir „Austurs“ og „Vest urs“ ræðast við um vandamál sín. Þannig hfefur íslenzka sendinefndin (að vísu oft aðeins einn maður) jafnan rætt við nefndir frá Sovétríkjunum, Pól- landi, Tékkóslóvakíu, Ungverja- landi, Rúmeníu og stundum fleiri aðila. Hafa viðræður þess ar oftlega komið að verulegu gagni, enda eðli þeirra að skýra í fullri hreinskilni frá þeim vandamálum, sem skapazt hafa í viðskiptum við viðkomandi land og bera fram óskir eða kröf ur um leiðréttingu eða breyt- ingu. hagfræðingur, sem mikið hefur bomið við sögu í alþjóða sam- starfi. Éins og áður segir er í dag minnst 20 ára starfs ECE. Mikið hefur ’áunnizt — en fjöldi vgxk- efna bíða enn úrlausnar. Er 'þess að vænta, að gifta fylgi starfi samtakanna enn um ókom in ár. Oddur Guðjónsson. ÁBENDINGAR Framhald af bls. 8. gera það að einhverju leyti, er mér ekki Ijóst. En ef svo væri, að ríkið ætti að eiga þar hlut að máli, er það vinsamleg ábending mín til nefndarinnar, að hún beiti sér fyrir því, að útgáfu þeirra heimildarrita, sem enn eru í deigl- unni og áður eru nefnd, verði látin sitja í fyrirrúmi. Ennfrem- ur reyni hún að hafa áhrif í þá átt, að þjóðskjalaverði og lands- bókaverði verði gert kleift að koma í kring fullkominni skráningu skjaiasafna landsins. Hvort tveggja þetta mundi auðvelda það, að ekki þyrfti að dragast óheyrilega á langinn, að unnt verði að semja Íslandssögu, sem söguþjóðinni | væri sam'boðin og hún mætti vera , stolt af að hafa látið rita og gefið út. Ég vona, að þjóðhátíðanefnd taki til góðviljaðrar athugunar á- bendingar mínar, því að minni hyggju miða þær að því að auka á reisn þess minningarhalds, sem fyrirhugað er í sambandi við ellefu hundrað ára búsetu hér á landi. En jafnframt vii ég, að hún gefi því fyllsta gaum, hvað unnið er /ið það að gefa út 58 binda ! ritverk með þeim hætti, sem það virðist hugsað. Það má geta >þess hér, að ein- mitt í þessum tvíhliða viðræð- um, árið 1953, var stofnað til viðskipta okkar við Sovétríkin í þeirri mynd, sem þau eru nú. Þess má ennfremur geta, að í sambandi við þessar tvíhliða við ræður í Genf og í framhaldi af þeim hefur einnig verið gengið frá viðskiptasamningum við önnur Iþnd. Má þar t.d. nefna j samninga íslands við Búlgaríu og i við fsrael, sem. að vísu sótti I fundi viðskiptanefndarinnar sem I áheymarfulltrúi. Hér hefur verið stiklað á stóru í sambandi við tuttugu ára starf i ECE og undirnefnda þeirrar, stofnunar. Mörgu hefur verið j sleppt, eins og t.d. þeim skerf, er ECE hefur lagt fram í sam- bandi við málefni þróunarland- anna og þeirra samtaka, sem komið hefur verið á'fót (TDB : og UNCTAD) til að helga sig, þeim málum sérstaklega. En bet ur má í þeim efnum, ef duga skal. Þátttökuriki ECE gera sér þó i vaxandi mæli grein fyrir því, að friðsamleg þróun milli- ríkjaviðskipta 1 heiminum er lítt hugsanleg án sanngjams skilnings hinna efnameiri þjóða á vandamálum og aðstöðu hinna sem skammt eru á veg komin í efnahagslegu tilliti. Að lokum skal þess getið, að hið mikla starf, sem unnið hefur verið á vegum ECE og undir- nefnda þeirrar stofnunar, er borið uppi af skrifstofu eða „sekretariati“ samtakanna. Eru í hópi starfsliðs hennar færustu starfskraftar, sem völ er á. Til forystu hafa og valizt menn, er mikils álits hafa notið á alþjóða vettvangi. Af aðalframkvæmda- stjómm ECE má t.d. nefna Sví- ann Gunnar Myrdal, fyrrverandi ráðherra, og Finnann Sakare S. Tuomioja, fyrrum ráðherra, og aðalbankastjóra Finnlandsbanka. Núverandi aðalframkvæmda- stjóri samtakanna er Vladimir Velebit, þekktur júgóslavneskur BÓNDINN OG LANDIÐ Frámhald af bls. 3 „seiði í eldi. Á þessu vori verða ca. 120—130 þús. seiði tilbúin til að sleppa í árnar. Á tveirn næstu árum ættu þá að skila sér 10—12 þúsund laxar af þeim seiðum. En öll laxveiðin hefur verið ca. 25 þús. laxar á ári. Það gefur því auga leið hvílíkir möguleikar eru hér á ferðinni. Ekki þurfum við að óttast svo mjög samkeppni íj þessari framleiðslu, því þó að ; ýmsar þjóðir leggi mikla' • áherzlu á fiskrækt, þá er það j staðreynd, að góðum laxveiði ■ ám fækkar stórlega í heimin; um, og að þetta „sport“ verð ur æ eftirsóttara, eftir því sem ■ rímar liða. Pátt er þVi örugg- j ara til að draga að ferðamenn,1 og með því að selja þeim hér alla þjónustu, má fá margfaldar heildartekjur af laxinum. Vakn ar þá spurningin um það, hvort við séum við því búnir að taka á móti þeim stórlöxum, sem hingað mundu svo gjarnan vilja koma til að veiða þá laxa, sem við örugglega gætum ^æktað handa þeim. Til þess þarf þó nokkurn undirbúning með bygg ingu veiðihúsa og svo almennr ar ferðaþjónustu o- fl. ÍÞRÓTTIR Framhald af bis. 13. búningunum sé keppnisför til Syí- þjóðar, Austur-Þýzkalands og ís- lands í ágúst. Englendingar leika 8. ágúst í Svíþjóð gegn sænska unglingalandsliðinu. 10. ágúst, munu þeir leika gegn austur- þýzka landsliðinu, og 14. ágúst munu þeir mæta íslc izka lands- liðinu í Reykjavík. Eins og kunnugt er, leikur ís- land gegn Spánverjum í fyrstu um- ferð Olympíuleikanna (undanrás- ir) og þegar þ. sar línur eru rit- jaðar, hafa leikdagar ekki enn þá verið ákveðnir. Á VÍÐAVANGt hann sæti ekki lengur sem hefði tekizt betur, einmitt vegna þess veðs, eða þá að verðbólguþjónn í ráðherrastóln um, og nýtt viðnám hefði ver- ið reynt. Kjósendur ættu ein- mitt að bera þetta saman. Laadhelgismál ÍÞRÓTTIR Fram'hald af bls. 13. og KR og á Njarðvíkurvellinum Keflaví'k og Akureyri. Keppnin í 2. deild á að hefjast 29. maí með leik Þróttar og Breiðabliks (sjá frétt annars staðar á síðunni um riðlaskiptinguna í 2. de'ild). Auk þessara leikja fyrst á keppnis- tímabilinu, má geta um bæja- keppni Reykjavíkur og Akraness 4. maí og keppni Reykjavíkur og Keflavíkur skömmu síðar. ÍÞRÓTTIR Framhald af bls. 13. það af eigin raun hvernig þeir taka tilsögn. Þess óskaði ég, að sonarsynir mínir, gætu ver- ið í 'hópi glímudrengja, en því er ekki að heilsa. Þeir búa og nema á skólasetrinu á Laugar- vatni. Áður fyrr var þaf ..ennd og æfð glíma og kappglímur voru þar háðar, en nú er þjóð- aríþrótt okkar, íslenzka glíman með öllu vanrækt á Laugar- vatni. Bikarglíma Víkverja þessa árs, var háð 18. marz s.l. í í'þróttahúsinu við Lindar- götu, sú þriðja í röðinni. Slátur fé'lag Suðurlands gáf þann fagra bikar, sem keppt var um. Árin tvö fyrstu vann sami mað- ur bikarinn, Gunnar R. Ingv- arsson, sem er ágætur glímu- maður. í þessari þriðju glímu vann Hjálmur Sigurðsson, Sig- urjónssonar, sem fyrr var nefnd ur'bikarinn, Hjálmur er aðeins 17 ára og þegar skæður glímu- maður. Eftir að þetta gerðist sigraði hann í Landsflokkaglím unni í sínum aldursflokki — Unglingaflokki. f bikarglímunni féll Hjálrn- lur aðeins fyrir Ingva iGuðmundssyni, en Ingvi varð annar í Skjaldarglímu Ár- manns í vetur. Næstir Hjálmi og jafnir ao vinningum, í fyrri umferð, urðu þeir Gunnar R. Ingvarsson, hann vann bikar- inn eins og fyrr segir 1965 og 1966, Hannes Þorkelsson vel þekktur glímumaður og Ingvi Guðmundsson höfðu þeir sex vinninga hver, þessir vel vöxnu ágætu glímumenn urðu því að glíma til úrslita. Sá leikur end- aði með sigri Gunnars, annar varð Ingvi, þriðji Hannes. Loka úrslit urðu því þessi: vinn. 1. Hjálmur Sigurðsson 7 2. Gunnar R. Ingvarsson 6 3. Ingvi Guðmundsson 6 4. Hannes Þorkelsson 6 5. Ágúst Bjarnason 4 6. Helgi Árnason 3 7. Gunnar Tómasson 3 8. Barði Þórhallsson 1 9. Magnús Ólafsson 0 Gunnar Ingvarson hlaut svo 2 vinninga í aukaglímu og Ingvi Guðmundsson 1. Formaður afhenti bikarinn og þrjá verðlaunapeninga. Svo sem fyrr var getið glímdu drengir æfingaglímu milli kapp glímnanna. Þeir gengu brosandi og svip hýrir til leiks. Drengirnir kunna þegar mörg brögð og sumir beittu þeim furðu. vel og virtust skilja að aldrei mætti glíi.iumaður ýta eða þrýsta viðfangsmanni sín- um til falls, aðeins skyldi varpa honum á hreinu glímubragði. Aðalkennari félagsins er Iijart- an Bergmann Guv., jnsson. Hann kann glímuna allra manna bezt, enda form. Glímu Það hefur vakið áthygli almenn- ings, hvað margir bátar hafa verið teknir yið ólöglegar togveiðar í íslenzkri landhelgi undanfarna mánuði. Aðallega hafa Vestmanna eyingar orðið þar fyrir barðinu á Landhelgisgæzlunni, þar sem nún er búin betri tækjum til gæzlunn ar, með tilkomu flugvéla. Þeir sem veiðar þessar stunda, við Vestmannaeyjar, telja sig verða fyrir ofsóknum stjórnarvaldanna, vegna þess að þeir álíta sig vinna þjóðnytjastarf með togveiðunum. Fyrst og fremst með aflanum til aukningar þjóðarframleiðslu og hins vegar verndun nytjafiska í landhelgi íslands. En um það mun almenningi ekki kunnugt og eiga þessar línur að upplýsa það mál. Vestmannaeyingar hafa verið mjög áhugasamir um landhelgis- varnir. Þeir voru fyrstir til þess að kaupa skip til landhelgisvarna og var það b- v. Þór, og ráku þeir hann fyrstu árin fyrir sinn reikn ing og fórnuðu til þess miklu fé. Nú á síðari áruin hafa þeir marg- endurtekið áskoranir á ríkisstjóm og Alþingi og ákveða friðun hrygningarsvæða fyrir nytjafiska og hafa viljað fórna verulegum hluta fiskimiða sinna í þeim til- gangi. En það bar engan árangur, hið lengsta sem náðist var að málið væri tékið í athugun, eins og mörg þjóðþrifamál, sem vísað hef ur verið til núverandi ríkisstjóm ar. Fiskifræðingar hafa lengi vit að, að aðalhrygningarsvæði ís- lenzku síldarinnar, er við Vest- mannaeyjar, og allt til Reykja ness, og hafa þeir varað fiskimenn með botnvörpuveiðarfærj að fara yfir hrygningarsvæðið á hrygningartímanum, þar sem stóreyðing gæti orðið á af þeim sökum. Hins vegar hefur því minni gaum ur gefinn að í landhelgi fs- ■lands elst upp ránfiskur á síldar- stofninum. Sá ránfiskur getur eytt heilum árgöngum af síld, þeg ar sfldarstofninn er orðinn svo lítill að aðeins er tímaibundinn forði fyrir þennan ránfisk, sem nær eingöngu lifir á síldanhrogn um um hrygningartíma. Fiskur iþessi er ýsan, sem heldur sig í stórum torfum austur í bugtum og þegar síldartorfurnar koma austan með landi til að hrygna vestur að Vestmannaeyjum, elta ýsutorfurnar hana á hrygningar- ! stöðvarnar! Og þess meira, sem jgengur á síldarstofninn af ofveiði ! er enn meiri hætta á að ýsunni i J ----------------------------- — j sambands fslands (G.L.f.) og eitt sinn glímukóngur íslands. i Hann er þolinmóður og ljúf- ! mannlegur og enginn andmæl- j ir boði hans né banni. Án efa aðstoða hinir ágætu meðstjórn- ! endur Kjartans við kennsluna á kvöldin, svo kunnáttusamir, sem þeir eru. Um leið og ég þakka fyrir góða skemmtun þessa kvöld- stund og þá hugulsemi að bjóða mér á glímuna óska ég Vikverja góðs gengis og heilla. Að lokum vil ég geta þess, að þarna hitti ég minn ágæta kunningja og glímusnilling, Emil Tómasson. Hann var þarna með bókina sína: .íslenzka glíman gamlar minningar og nýjar.“ Ég hefi áður minnzt þeirrar bókar í Tímanum. Enginn mun mis virða þó að ég noti þetta tæki færi til að leiðrétta óskiljan- legar villur, sem voru í grein minni um bók Emils. Þarna er æsku'heimfli hans nefnt 'Jlfsstaðir og síðar Nefs- staðir, en í bæði skiptin átti að standa Úlfsbær. takist að útrýma heilum árgöngum. Ég álít þar af leiðandi að þeir útgerðarmenn í Vestmannaeyjum, sem stunda togveiðar vinni meira þjóðnytjastarf en flestir aðrir fiski menn á fslandi. Og ég nruwdi telja, að þeim bæri frekar Fálkaorðan en tugthúsdómar fyrir landhelgis brot. Á Fiskiþingi 1962 og 1964, bar ég fram tillögu um skiptingu veiði svæða og taldi ég þar eitthvert mesta nauðsynjamál fyrir flest byggðarjög þessa lands, sem fisk veiðar hafa að atvinnu og taldi ég leyfi fyrir togveiðibáta á ákveðn um svæðum t. d. við suðurland frá Ingólfshöfða að Skógasandi, því að á þvi svæði er lítil sem engin hrygning vegna sandburðar. Yrði gerð fiskveiðasamlþykktir fyrir svæðin með takmörkun bátafjölda og veiðarfæraskipulags. Tillaga þessi var felld bæði árin. Og afleið ingin er komin í ljós og á eftir að sýna sig að eyðing íslenzka síldar stofnsins er framundan af ofveiði síldarskipanna og lögvernduðum ránfiski í íslenzkri land'helgi. Síðan um aldamót, hefur síldin verið örugg og staðbundin hér við suður- og vesturland vissa tíma ára. Og áttu útgerðarmenn vísan afla til beituforða útgerðar innar og það jafnvel þó að hún væri stundum mikiL Auk þess hina síðari áratugi var síld stór hluti í útflutnin'gsframleiðslu salt — og frystitoúsa á þessu svæði. Og þar að auki sú framleiðsla, sem veitti mikla atvinnu sérstaklega við frystihúsin. En nú er ofveiði í þorskstofninum og sfldarstofninum og er vís tortíming éf ekkert er að gert. Úrræði á því sviði eru helzt með því að draga úr eða hætta alveg að bræða suðurlands síld nema úrgang frá frystihúsum eða söltun og veita leyfi til tog báta til ýsuveiða á ákveðnum svæð um, þar sem öruggt er að ekki er hrygningarsvæði nytjafiska. Helgi Benónýsson. PIANÓ - FLYGLAR Steíinway & Sons Grotrin-Steinwag Ibácb Schimme] Fiölbreytt. úrval. 5 ára ábyrgö. PÁLMAR ÍSÓLFSSON 6 PALSSON, Símar 13214 og 30392. Pósthólí 136. JÓN AGNARS FRlMERKJAVERZLUN Sími 17-5-61 kl 7,30—8 e,h. BML LAUGAVEGI 90-92

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.