Tíminn - 13.04.1967, Blaðsíða 14
FIMMTUDAGUR 13. april 1967.
9
14
TÍMINN
BONNIE
Frambald af bls. 16
ekki, þar sem konunni -hafði tek-
izt að selja hér ávísanir sem út-
fylltar voru með ísl. kr. á banda
rískan bankariekning, og virtust
kaupmennirnir ekkert hafa við það
að athuga.
Síðasta ávísunin, sem Bonnie
Parker seldi hér var greiðsla fyrir
flugfari til Kaupmannahafnar og
þangað var hún komin þegar rann
sóknarlögreglunni fóru að berast
fölsuðu ávísanirnar.
Hið síðasta sem fréttist af kon-1
unni var að hún bjó í vellysting- j
um praktuglega á einu dýrasta
hóteli Kaupmannahafnar, þar til
í dag að Tímanum bárust örugg-
ar heimildir fyrir að nú væri
konan komin til heimalands síns
og væri þar á geðveikrahæli. Af
kunningja hennar er það að segja
að hann reyndist ekki eiga neina
sök á prettum vinkonu sinnar en
góðar konur skutu yfir hann skjóls
húsi hér, þar til hann komst aft-
ur til Bandaríkjanna.
ÍSLENZK ÁRBÓK 1967
OÓ-Reykjavík, mánudag.
Út er komin íslenzk áfbók fyr-
ir árið 1967. Bókin er rituð á
ensku og nefnist Directory og
Iceland. Er þetta 37. útgáfa bók-
arinnar. Þarna er að finna fjöl-
margar upplýsingar uhi landið,
sérstaklega hvað snertir verzlun,
innflutning og útflutning. Rit-
stjórar Árbókarinnar eru Einar
Sveinsson og Bjarni Sigtryg^sson.
í formála segir að Árbókin hafi
fyrst komið út 1907, og var Sveinn
Björnsson, síðar fonseti, þá rit-
stjóri hennar. Síðan hefur bókin
komið úr 36 sinnum. Núverandi
útgefandi er íslenzk áribók h.f. og
er þetta í annað sinn sem það
fyrirtæki gefur bókina út, og mun
hún eftirleiðis koma ,út árlega.
Jafnframt mun fyrirtæMð gefa um-
beðnar upplýsingar um ísland og
sér í lagi um enahagsmál og við
skiptalif.
Maður slasast /
hörðum árekstri
OÓ-Reykjavík, miðvikudag.
Mjög*-harður árekstur varð á
Laugaveginum í dag. Einn maður
slasaðist og tveir bílar skemmd-
ust mikið og er annar nánast ó-
nýtur.
Áreksturinn átti scr stað milli
kl. 3 og 4 á móts við Laugaveg
176. Tildrögin voru, þau, að ame-
rískum stationbil' var ekið út af
bílastæðinu, sem er við fyrr-
greint, hús, út á Laugaveginn og
beygði bíllinn í austurátt. Úr
þeirri átt komu tveir vörubílar,
hver á eftir öðrum og óku frem-
ur hægt og ók bílstjóri station-
Auglýsið i
TBfVBANUM
bílsins fram fyrir þá til að kom
ast á gangstæða akrein. En þá ók
amerískur fólksbíll fram úr vöru-
bílunum og lenti á stationbílnum,
sem kastaðist í hálfhring á veg-
inum og rakst á strætisvágn sem
var að taka upp farþega og var
því kyrrstæður.
Ökumaður stationbílsins kastað
ist til hægri og braut framrúðu
bíls síns þeim megin með höfð-
inu. Skarst hann mikið á höfði
og var fluttur á Slysavarðstofuna.
Var hann einn í bíl sínum og
sömuleiðis ökumaður hins bíls-
ins, en hann slapp ómeiddur.
Báðir bílarnir skemmdust mik-
ið og er talið að ekki taíki að
gera við stationbílinn enda var
hann mun venr útleikinn eftir á-
reksturinn.
í upphafi bókarinnar er grein
um land og þjóð. Er þar fjallað
um landshætti og atvinnulif.
Skrá er yfir helztu stofnanir
þjóðarinnar og önnur skrá um
sendiráð íslands og ræðismanns-
skrifstofur erlendis og um erlend
sendiráð hér á laiidi. Skrá er yfir
öll helztu fyrirtæki á landinu og
greint frá hvers konar starfsemi
hvert um sig rekur. Sérstakur
listi er yfir útflytjendur. Að lok-
um er listi yfir innflutningsvör-
ur landsmanna og hvað tollur af
hverri þeirra fyrir sig nemur.
Fjölmargar myndir eru í bók-
inni, bæði í litum og svart-hvítar.
Þá eru þar einnig mikið af aug-
lýsingum frá innlendum aðilum.
Fagna launajöfnuði
karla og kvenna
Fundur Kvenréttindafélags Is-
lands, haldinn 21. marz 1967, fagn
ar því, að síðasta áfanga laganna
um launajöfnuð karla og kvenna
var náð 1. janúar 1967.
Fundurinn telur tímabært, að
framkvæmt verði mat á þeim
störfum á hinum almenna vinnu
markaði, sem eingöngu konur
vinna.
Fundurinn lýsir eindregnum
stuðningi sínum við þá réttmætu
kröfu talsímakvenna, að þær verði
hækkaðar úr 7. í 9. launaflokk,
þar sem ýmsir aðrir og betur laun
aðir starfshópar hjá landssímanum
hafa fengið tveggja launaflokka
hækkun, svo sem talsímakonur við
útlönd, sem hækkuðu úr 9. í 11.
launaflokk.
Námskeið haldið í
CPM áætlanagerð
Dagana 1.—3. apríl s.l. var hald
ið í húsakynnum Iðnaðarmálastofn
unar íslands í Reykjavík nám-
skeið í CPM áætlunargerð, sem
efnt var til í samvinnu miíli Stjórn
unarfélags íslands og Sambands
íslenzkra sveitarfélaga. Námskeið
þetta sóttu, auk starfsmanna nokk
urra sveitarfélaga utan Reykja-
vákur, hagfræðingarráðunautar
þeir, sem ráðnir hafa verið til
starfa hjá samtökum vinnumark-
aðarins. Þetta er 13. námskeiðið,
sem haldið er í CPM áætlunar-
gerð og annað sérnámskeiðið, en
í fyrra mánuði var efnt til nám-
skeiðs fyrir starfsmenn Reykjavik
urborgar.
í avarpi, sem Páll Líndal, sem
Jarðarför
Björns Einarssonar,
trésmíSameistara, Blönduósi
fer fram frá Blönduóskirkju, laugardaginn 15. apríl kl. 14.
Vandamenn.
Sonur okkar og bróSir,
Jón Ingi Magnússon,
Hvamml, Eyjafjöllum,
er andaðist 8. þ. m. verður jarðsunginn laugardaginn 15. apríl.
Athöfnin hefst f Ásólfsskálakirkiu kl. 11 árdegis.
Blórff og kransar afþakkað.
Sigríður Jónsdóttir,
Magnús Sigurjónsson og systkini
hins látna.
gegmr formennsku í Sambandi ís-
lenzkra sveitarfélaga, flutti, er
námskeiðinu var slitið, gát hann
þess, að til athugunar væri, að
Stjórnunarfélag íslands og Sam-
band íslenzkra sveitarfélaga efndu
sameiginlega til námskeiða í CPM
áætlunargerð í öðrum landshlut-
um, svo sem á Akureyri, Vestfjörð
um ug á Austurlandi, ef þátttaka
yrði næg.
Samtals hafa liðlega 300 manns
sótt i.ámskeið Stjórnunarfélagsins
'í CPM áætlunargerð. Aðferð þessi
sem kölluð er CPM er notuð við
skipuiagningu framkvæmda, hvort
sem nm er að ræða mannvirkja-
gerð eða almenna stjórnun verka.
GJAFA-
HLUTA-
BRÉF
FERÐAMÁLA-
RÁÐSTEFNAN
EJ—Reykjavík, miðvikudag.
Ferðamálaráðstefnan verður að
þessu sinni haldin í Reykjavík og
stendur yfir dagana 27.—28. apríl
næstkomandi. Ráðstefnan hefur
verið haldin tvisvar sinnum áður,
fýrst á Þingvöllum og í fyrra á
Akureyri.
Búast má við að um 70—80
manns sæki ráðstefnuna. Nánar
verður frá henni skýrt síðar.
LISTKYNNING
N.k. sunnudag, 16. apríl kl. 14,
efnir Iðnnemasamband íslands til
listkynningar í Lindarbæ. Björn
Th. Björnsson, listfræðingur, flyt
ur erindi um málverkasafn ASÍ,
og Hörður Ágústsson, listmálari
flytur erindi um íslenzka húsa-
gerðarlist, forna og nýja. Fyrir-
lesararnir múnu nota litskugga-
myndir máli sínu til skýringar.
Hér er um algjöra nýjung að
ræða í starfsemi sambandsins, sem
miða á að því að auka skilning
og glæða áhuga félagsmanna á ís-
lenzkri menningu og listasögu. Ef
listkynning þessi mælist vel fyrir
er t’yrirhugað að halda áfram á
sömu braut á næstu mánuðum.
Eins og fyrr segir hefst list-
kynningin kl. 14,00 í Lindarbæ
og er fólk beðið að mæta stund-
víslega. Öllum er heimill aðgang
ur á meðan húsrúm leyfir.
k!%«|
URA- OG
SKARTGRIPAVERZL
K0RNELÍUS
JÓNSS0N
SKÖLAVORÐUSTÍG 8 - SÍMI: 18588
Þökkum Innilega auðsýnda samúö við fráfall og jarðarför
Svanborgar Oddsdóttur.
Sérstaklega þökkum vlð þeim, sem heimsóttu hana og glöddu
hennar löngu legu.
Fyrir hönd okkar systkinanna og annarra ættingja.
Nanna Magnúsdóttir.
Eiginmaður minn og faðir okkar,
Páll Björgvinsson,
Efra-Hvoli Rangárvallasýslu,
verður jarðseftur frá Stórólfshvolskirkju laugardaginn 15. þ. m.
kl. 2 e. h. Kveðjuathöfn verður í Fossvogskirkju sama dag kl. 10,30
f. h. og verður henni útvarpað.
Ingunrt Ósk Slgurðardóttir,
Ragnheiður Sigrún Pálsdóttir, Helga Björg Pálsdóttlr
Jórs Grétar Sígurðsson
néraðsdómslögmaður
Austurstræti 6.
Sími 18783.
Hallgrímskirkju
fást hjá prest-
um landsins og í
Reykjavík hjá:
Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar,
Bókabúð Braga Brynjólfssonar,
Samvinnubankanum, Bankastræti,
Húsvörðum KFUM og K og hjá
Kirkjuverði og kirkjusmiðum
HALLGRÍMSKIRKJU á Skólavörðu-
hæð. Gjafir til kirkjunnar má draga
frá tekjum við framtöl til skatts.
Þriðja afhending For-
setamerkis B.Í.S.
Þriðja afhending Forsetamerkis
skáta fer fram í Bessastaðakirkju
n.k. laugardag.
Hér er um að ræða æðsta próf-
merki skáta og er það veitt ung-
lingum á aldrinúm 17—19 ára.
Forseti íslands er verndari ísl.
skáta. Ásgeir Ásgeirsson hefur af
hent merkið tvö undanfarin skipti,
en vegna veikinda hans mun skáta-
höfðingi, Jónas B. Jónsson afhenda
merkið að þessu sinni.
Fjölmargir dróttskátar hafa
unnið til merkisins að þessu sinni.
eða 68 dróttskátar alls. Er hér
um að ræða dróttskáta frá Hafnar
firði, Kópavogi, Reykjavík og
Akureyri, en dróttskátastarf hefur
iaukizt mjög á þessum stöðum und
| anfarin tvö ár.
; Margir skátar og skátaío.-.igjar
; verða viðstaddir afhendinguna í
I Bsesastaðakirkju, þar sem þessa
í helgi verður einnig haldin.. fundur
í félagsforingja víðs vegar um
i landið.
: Á islandi eru nú starfandi skáta
jfélög á 30 stöðum, en skátastarf
jer að byrja á fleiri stöðum.
Almenn fjársöfnun
stendur nú yfir tO
Háteigskirkju.
Kirkjan verður opin næstu daga fei.
ö—7 og 8—9 é Kvöldin Siml Rirk]
unnar er 12407. Einnlg má tilkynna
gjafir I eftirtalda slma: 11813, 15818.
12925, 12898 og 20972
Sóknarnefnd Háteigskirkju.
BAZAR
Fj-iröflunarnefnd Hallveigar-
staða heldur bazar og kaffisölu
þ. 20. apríl kl. 2,30 1 félagsheimili
HalÞ eigarstaða, inng. frá Tún-
götu. Þeir, sem styðja vildu fjár-
öflunarnefndina er fyrirfram
þakitaö. Öllu, seir inn kemur. er
varið ti! kaupa á húsgögnum i fé-
lagsheimili Hallveigarstaða. Félög
innar Bandalags kvenna í Reykia
vík, ?em ekki nú þegai hafa a
kveðið framlös til húsmunakaupa
snúi sér sem allra fyrst til frú
Guðrúnar Heiðberg, sími 2043S
og frt’ Henny Kristjánsson. sínú
40433.
Fjáröflunarnefndin.