Tíminn - 20.04.1967, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.04.1967, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUK 20. april 1967. TIMINN 7 Otgofandl: FRAMSÖKNARIFLOKKURINN FrajnkvœmdastJórl: Krlatján Benediktsson. Ritstjórar: Pórartnn Þórarlnsson (áb), Andrés Krlstjánsson, Jón Helgason og IndriSI G. Þorsteinsson Fulitrúi ritstjómar: Tómas Karlsson Aag- iýsingastj.: Stelngrtmur Gíslason Ritstj.sfcrifstofur i Kddu- húslnu, simar 18300—18305. Sfcrlfstofur: Bankastræö J. Af. grelOsluslmi 12323. Auglýsingasiml 19523 Aðrar sfcrlfstofur, siml 18300 Asfcrlftargjald fcr 105.00 á mán innaniands. — 1 lausasðlu kr. 7.00 elnt — Prentsmlðjan EDDA h. f. Walter Lippmann ritar um alþjóðamál: Vietnam stríðið spillir sambúð Bandaríkjanna og V-Evröpu Sumrinu heilsað Sumarið heilsar fremur Kuldalega. Fyrir hálfum mánuði brá til bráðaþeys um aJJt land, og hélzt það veður- lag á aðra vilku. Miklir snjóar runnu sundur á skömmum tíma, og vorvextir komu í ár og fljót, svo að víða olli sköðum. Snjólítið var orðið í fcyggð, og flest benti til vorkomu. En veður skipaðist i lofti á skammri stundu svo sem oft vill verða, og grimmdarfrost varð um allt land og snjókoma norðan lands, og með þá grímu heilsar nú landið sumrinu, þótt mildara sé síðasta dægrið. Vorboðinn ljúfi hefur samt ekki látið á sér standa. í hlýviðrinu á dögunum sáust ýmsir farfugjar komnir á sumarslóðir. Liðinn vetur má vafalaust telja með harðara móti Frost voru allmikil með köflum víða um land og sums staðar snjóþyngsd mikil og gjafafrekt. Hey- birgðir voru í naumara lagi eftir s.l. sumar og svo mun nú komið um þessi sumarmál, að hey eru mjog- upp gefin, og fáar sveitir þola harðindakafla eftir sumarmálin. Þorskvertíð fyrir Suður- og Vesturlandi hefur orðið með rýrara móti, og ber fleira en eitt til. Gæftir hafa verið stirðar, færri bátar stunduðu veiðar og óvissa um útgerðarkjör ríkti lengi. íslendingar eru mikil sumarþjóð, og fáir iinunu halda supiardaginn fyrsta eins hátíðlegan eða fagna honum bet- ur.’ Sigurður Einarsson, skáld í Holti orðaði sumarfögnuð þjóðar siifnar eitt sinn svo í Jióðlínum: „Enginn er sá fögnuður og feginleikur hja-.vans, þótt fagurt hljómi margt eitt unaðslag, sem jafnast við, er sál vor úr sólar- stöfum les sumarkomu eftir vetrardag“. Orsakir hins háa íbúðaverðs Það er hárétt, sem fram kom í yfirlýsingu Meistara- sambands byggingamanna á dögunum, að það er umfram eftirspum og verðhólgan, sem eru meginorsakavaldar hins uppsprengda íbúðaverðs og einnig byggingakostn- aðar í Reykjavík. Þessi umframeftirspurn á íbúðum stafar af tvennu, að of fáar íbúðir eru byggðar 1 borginni á ári hverju, og því er hér húsnæðisskortur, og einnig stafar þetta af verðbólgunni, sem veldur kappiilaupi þeirra, sem peningana hafa, um að koma þeim í fasteignir. Stjórnarblöðin halda því síf rllt fram, að íbúðaskortur- inn í borginni stafi af því, að fóix þyrpist sífellt til Reykja- víkur og fjölgunin þar sé svo mikil, en við nánari athugun sést, að þetta eru falsrök ein. Nýútkomin kjörskrá sýnir, að fólki á kjörskrá hefur fjöigað á landinu um 9,5% síðan 1963, eða síðustu fjögur árin, en í Reykjavík hefur fjölgað á kjörskrá um 9,2% á þessum líma. Reykjavík gerir því ekld betur síðustu iiögur árin en að halda hlutfalli sínu í Jiinni almennu fjölgun á landinu. Öll raunveruleg fjölgun eða tilflutmngar fólks hafa verið til Reykjaneskjördæmis, en þar nefur fjölgað um 24%. Það sem íbúðaskortinum veJdur eru hömlur þær, sem rílrisstjórn og borgaryfirvöld nafa sett á í Reykjavík beinlínis í því skyni að sprengja upp íbúðaverð. Tölur um íbúðabyggingar svna þetta óvéfengjanlega. Á vinstri stjórnar árunum 1956—58 voru fullgerðar 810 íbúðir á ári til jafnaðar, og var það mjög nærri því að fullnægja þörf miðað við eðlilegan vöxt borgarinnar. En síðan var hemill lagður á, og ann 1960—66 voru aðeins byggðar 630 íbúðir á ári til jafaaðar, eða um 200 íbúðum minna en þurfti. Þetta er orsök háa íbúðaverðsins og einnig veruleg orsök til hás bvggingakostnaðar. Hver verður árangurinn af Evrópuför Humphreys varaforseta? MÓTTÖKUBNAR, seim Hum- pihrey varaforsetá hlaut í Evr- ópu, voru góðar o| réttar, en spegluðu engan sérstakan á'huga. Hafi aðaltilgangur far- arinnar verið að fá Þjóðverja og ítali til að gangast inn á samning við kjarnorkutilraun- um, er eigi að síður skynsam- legt að gera ráð fyrir, að 'þeir verði að lotoum við þeim til- mælum. En aðild verður samlþykkt með nokkurri tregðu af þeirra háílfu og breytir vissulega litlu um skoðanamuninn milli nú- tímamanna í Evrópu og sam- tímamannanna í Bandaríkjun- um, en þeir fjarlægjast óðum hvorir aðra í stefnu og viðhorf- um til heimsmálanna. Evrópumenn efa hvorki né vanmeta mátt Bandaríkjanna bæði í faermálum og efnahags- málum. Þessi máttur nýtur fullrar viðurkenningar í Evr- ópu. En stjórnmála- og siðferð- isáhrif Bandaríkjan..a hafa rén að stórkostlega síðustu árin og vilji Evrópumanna til að fyl'gja forustu leiðtoganna I Washing- ton hefur minnkað að sama skapi. TIL ÞESS iiggja tvær megdn ástæður að Evrópumenn og Bandaríkjamenn fjarlægjast hvorir aðra. Sú ástæðan, sem hærra ber, er sýnilega styrjöld- in í Vietnam. Andúðin á henni er það mikil hvarvetna í Evr- ópu, að ekki getur orðið um neitt verulegt traust í samskipt um þjóða að ræða meðan hún varir. Hafi varaforsetinn ekki orðið þessa áskynja, þá hafa gestgjafar hans ekki verið nægi lega hreinskilnir. Vissulega eru til fáeinir embættismenn og tignarmenn, sem taka í heyranda hljóði mál HUMPHREY stað Bandaríkjanna í umræð- um um átökin í Vietnam. En fjarri fer, að þeir séu í meiri- hluta og vörn þeirra fyrir mól- stað okkar er tregðu blandin, afsakandi og jafnvel dálítið vandræðaleg. Þjóðaihagsmunir Breta velta tii dæmis á því að þóknast valdlhöfunum í Banda- ríkjunum, en þeir eru síður en svo f-agnandi og virðast eiga mjög erfitt með að verja aukn ar loftárásir á Norður-Vietnam. KIN meginástæða skoðana- munar Evrópumanna og Banda- ríkjamanna liggur í því, að leysing fanna kalda stríðsins er mi-klu lengra á veg komin í Evrópu en í Bandiaríkjunum. Af þessu leiðir, að opinberir málsvarar okkar tala eklri leng- ur þá tungu, -sem samtím-amenn í Evrópu skilja. Ræður Hum- phreys varaforseta virðast und arleg-a úreltar í eyrum Evrópu- manna. Varaforsetinn lýsti því yfir í Evrópu, og -hefur efl-aust gengið gott eitt til, að við Bandaríkjamenn aðhylltumst Atlantshafssamfélag og bætta samhúð við þjóðir Austur-Evr- ópu. í au-gum samtímamanna í Evrópu eru þessi tvö markmið ósamþýðanleg, hversu góður, sem tilgangurinn með þeim kann að vera. Hver og einn, sem ætlar að efla Atlantshafsbandalagið, hlýt ur um leið að þjappa Varsjár- bandalaginu bet-ur saman en áður að áliti Evrópumanna. Tvö andstæð hernaðarbandalög g-eta ekki orðið til -þess að bæta sambúðina. Saga Atlantshafs- bandalagsins og Varsjárbanda- lagsins að undanförnu sannar, að þau þurf-a bæði á ótta og andúð að halda til að efla sam- heldni sína innbyrðis. Af þessu leiðir, að sú sambúðarbót, sem Evrópumenn vonast eftir o-g vinna stöðugt að, gerir ráð fyr- ir upplausn og afnámi banda- lagssáttmálanna beggj-a. Að svo komnu móli er enginn þess umkomin-n að fullyrða, hvort -upp úr þessu geti sprott- ið einhvers konar víðtækara Evrópusam-félag en áður. V ARANGUR Evrópufarar vara forsetans fer eftir því, Ihivort h-ann hefur hlustað og hvers hann hefur orðið áskynj-a. End urrei-sn og endurfæðing sam- skipta okkar við Evrópumenn verðiír að hefjast í höfði for- ustum-anna okkar og hvergi ann ars staðar. Allt veltur á svarinu við þeirri spurnin-gu, hve mikið þeir hafa lært og að hve miklu leyti þeim hefur tekizt að sveigj-a stefnu sfn-a fró því, sem við átti milli 1950 og 1960 og í það horf, sem hæfir ástandd samtímans síðla á sjöunda ára- tug aldarinnar. EJ-Reykjavík, laugardag. f greinargerð, sem Meistarasam band byggingamanna hefur sent frá sér í sambandi við bygg-! ingakostnað og söluverð fbúða,! segir m. a. að fjármálamenn, sem j kaupi íbúðir ófullgerðar af byggj ingameisturum, selji þær aftur, j jafnvel áður en þær eru afhentar, l fyrir verulega hærra verð en byggingameistarinn seldi þær upp haflega fyrir. Segir, að þessir menn eigi ótrúlega stóran þátt í umfram eftirspuminni eftir íbúðum, en meginorsök umframeftirspumar- innar sé verðbólguþróunin . 1 greinargerðinni, sem Timanum hafði ekki borizt í dag, en önnur blöð birt segir m. a. um hagnað af sölu íbúða: „En hvert hefur hagnaðurinn þá farið? Til við skiptamanna byggingameistarans sem seldi á föstu verði. Og hverj ir eru þessir viðskiptamenn? Það eru annars vegar þeir, sem vantar húsnæði ■ . Hins vegar eru það fjármálamenn, sem komið hafa auga á, að þeir geta hagnazt á 1 MEISTARASAMBAND BYGGINGAMANNA: Verðbólgan og ,fjármálamenii‘ er aðalorsökin fyrir hinu háa söluverði á húsum og íbuðum vinnu byggingaiðnaðarmanna og vaxandi verðbólgu. Ef nákvæm athugun færi fram á íbúðaviðskipt um undanfarinna ára, mundi koma í Ijós hversu ótrúlega stóran þátt þessir menn eiga í umframeftir- spurninni eftir íbúðum. Bygginga menn þekkja þess fjölmörg dæmi að þeir sem keypt hafa íbúðir í smíðum af byggingameisturum, hafa selt þær aftur, jafnvel áður en þær voru afhentar, fyrir veru lega hærr.a verð en byggingameist arinn seldi þær upp-haflega fyrir.“ Síðan segir, að fleiri slíkir að- ilar en byggingameistarar byggi til að selja, og segir m. a. — „Við úthlutun lóða undir fjölbýlishús í Árbæjarhverfi sumarið 1965 fengu byggingameistarar og fyrir tæki þeirra lóðir undir 46 stiga- hús, en aðrir aðilar, félög og ein- staklingar, lóðir undir 58 stigahús. Það er síðan orðið ljóst, að þessir einstaklingar og félög fengu lóð- irnar eingöngu til þess að selja íbúðirnar, sem þar voru byggðar. Það er óþarfi að geta þess, að þær íbúðir voru að öðru jöfnu ekki seldar ódýrar en liliðstæðar íbúð ir, sem byggingameistarar höfðu byggt. Við úthlutun lóða undir fjölbýlishús við Kleppsveg árið 1964 fengu nokkrir einstaklingar lóðir undir stigahús . Vitað er, að þær í-búðir hafa verið boðnar til sölu og seldar á sízt lægra verði en hliðstæðar íbúðir byggðar á sömu lóðum af byggingameistur um.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.