Alþýðublaðið - 15.08.1984, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.08.1984, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 15. ágúst 1984 3 r Astæðulaus ótti yið Amalgam Magnús K. Gíslason, yfirtann- læknir, sendi Alþýðublaðinu eflir- farandi bréf vegna greinaskrifa í dagblöðum um skaðsemi tannfyll- ingarefnisins amalgams: Undanfarið hafa birst í dagblöð- unum greinar um skaðsemi tann- fyllingarefnisins amalgams. Til að koma í veg fyrir misskiln- ing og hræðslu, sem af þessum skrifum getur Ieitt, telur heilbrigð- is- og tryggingamálaráðuneytið nauðsynlegt að taka eftirfarandi fram: Amalgam er blanda af silfri, tini og fleiri efnum, sem eftir að hafa verið hrært saman við kvikasilfur, myndar hart silfurlitað efni. Það hefur þá eiginleika er gera það í flestum tilfellum langhentugasta tannfyllingarefnið sem völ er á fyrir jaxla. Efnið hefur verið notað leng- ur en nokkuð annað fyllingarefni i tennur eða í rúm 150 ár. Mikil og löng reynsla hefur því fengist á notkun þess. Auðvitað væri best, ef ekki þyrfti að setja fyllingarefni í tennur, en á meðan okkur tekst ekki að koma í veg fyrir tannskemmdir verður amalgam enn um sinn í flestum til- fellum besta tannfyllingaefnið. Við getum verið óhrædd við að nota það, enda hefur það fáa ókosti eða aukaverkanir. Eftir að blandan hefur harðnað er ekki talin hætta á að hin ýmsu efni, sem eru í henni geti leyst upp í svo miklu magni að af því geti staf- að kvikasilfurseitrun eða hættuleg- ir rafstraumar eins og sumir hafa viljað halda fram. Meiri likur eru á að kvikasilfur geti valdið skaða á starfsfólki tann- læknastofa á meðan verið er að hræra amalgamið. Með sífellt vand- aðri vinnuaðferðum hefur sú hætta, sem af því gæti stafað, minnkað. í munni flestra mun ætíð vera smárafstraumur sem getur aukist t.d. þegar sett er nú amalgamfylling við hliðina á gulli. Mestur er straumurinn á meðan amalgamfyll- ingin er að harðna, eða fyrstu 24 tímana. Óþægindi, sem af þessu gætu stafað fyrir sjúklinginn er þó hægt að rninnka með því að lakka fletina eða pússa vel fyllingarnar. Með bættri tækni við gerð uppbygginga með amalgami hefur aftur á móti þörfin fyrir gulluppbyggingar minnkað mikið undanfarin ár og þar með hugsanleg óþægindi vegna rafstraums í munni. Það er þó samdóma álit flestra sem rannsakað hafa þessa raf- strauma, að þeir séu ekki hættuleg- ir heilsu viðkomandi einstaklings. Ekki hefur verið sýnt fram á slikt og óþægindi sem þeir hafa verið taldir valdir að, hafa sýnt sig að hafa aðr- ar orsakir. Ofnæmi vegna amalgams þekk- ist, en er ákaflega sjaldgæft. Reynt hefur verið að nota tvö önnur efni í staðinn fyrir amalgam, svonefnd plastefni og gull. Á vegum sænsku heilbrigðis- stjórnarinnar var gerð athugun á því hvort hægt væri að nota svo- nefnd plastefni í staðinn fyrir amal- gam. Professor Lars Granath sá um rannsóknina í samvinnu við amer- íska, norska og sænska sérfræð- inga. Þegar niðurstöðurnar voru birtar í febrúar s.l. kom í ljós að það reyndist ekki hægt. Áætlað er að fyrst eftir 10-20 ár megi búast við að þessi efni hafi náð sömu gæðum og amalgamið. Helstu ókostir plastfyllinganna eru taldir, að þær geta breyst í lögun og slitnað og því erfitt að fá vand- aða varanlega snertifleti, sem eru mjög mikilvægir. Einnig er hætta á að smábil verði á milli tannarinnar og plastfyllingarinnar, ekki síst vegna þess hve erfitt er að vinna efnið svo að vel fari við erfiðar að- stæður. Á það ekki síst við um þurrkun tannarinnar áður en fyll- ingin er sett í, sem er nauðsynleg til að fyllingin falli vel að tönninni. Hér er aðeins verið að bera saman gæði amalgamfyllinga, en þær eru nær eingöngu settar í jaxla,'og svo- nefndra plastfyllinga. Góður árangur hefur aftur á móti náðst við notkun plastfyllinga í framtennur, sem kemur til af því að þar eru fyllingarnar yfirleitt minni og auðveldara að vinna þær. Helstu ókostirnar við að nota gull í staðinn fyrir amalgam, sem tannfyllingarefni, eru hve dýrt það er og kostnaðarsamt í vinnslu. Einnig verður oftast að fórna meiru af sjálfri tönninni við að koma fyrir gulluppbyggingum heldur en þegar amalgam er notað. Niðurstaða er sú að við þurfum ekki að óttast það amalgam sem er í ntunni okkar og útlit er fyrir að við verðum að bíða enn í 10-20 ár þar til á markaðinn komi jafnvönduð efni, sem falli betur inn í litasam- setningu tannanna, en litur amal- gam fyllinganná er þeirra ókostur. Tekið saman af Magnúsi R. Gísla- syni, yfirtannlækni. Sóley, hinn nýstárlegi stóll Sóley vekur heimsathygli SÓLEY — stóll Valdimars Harð- arsonar arkitekts — hef ur vakið svo niikla athygli víða um Iönd, frá því að hann var fyrst sýndur opinber- lega fyrir rösklega hálfu ári, að ljóst er, að Valdimar hefur nú haslað sér völl sem virtur hönnuður á alþjóð- legum vettvangi. Stóll Valdintars hefur verið sýndur á þremur stærstu húsgagnasýningum heims og tugir erlendra biaða og tímarita hafa birt greinar unt hann. Fyrst var stóllinn sýndur á al- þjóðlegri húsgagnasýningu í Köln í Vestur-Þýskalandi í janúar á þessu ári og síðan á alþjóðasýningunt I London og Chicago í júní I sumar. í haust verður Sóley á alþjóðlegri húsgagnasýningu í Köln. Á þriðja tug blaða og timarita hafa þegar fjallað um Sóley. Hvar- vetna er i þessunt greinum farið lof- samlegum orðum um Sóley fyrir nýstárlega hönnun ogglæsilegt útlit og mikið notagildi. Stóllinn verður seldur I a.m.k. nítján löndum víða um heim. Þeirra á meðal eru Vestur-Þýska- Dregið í Happdrætti Sjálfsbjargar Hinn 9. júlí síðastliðinn var dreg- ið í Happdrætti Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra. Aðalvinn- ingurinn, bifreið af gerðinni Mitsu- bishi Space Wagon, árgerð 1984, kom á miða númer 49176. Miðinn reyndist vera i eigu Arnar Jenssonar og Rögnu Bjarkar Þor- valdardóttur, Vesturbergi 138, Reykjavík. Meðfylgjandi mynd sýnir Vikar Davíðsson, gjaldkera landssam- bandsins, afhenda Arnari og Rögnu bifreiðina, 26. júlí s.l. land, Bretland, Frakkland, Italia, Belgía, Sviss, Austurríki, Svíþjóð, Noregur, Finnland og Danmörk og þessa dagana er verið að kynna hann á íslandi með sýningu í Epal, Síðumúla 20 í Reykjavík. Sóley er ennfremur kominn á markað í Bandaríkjunum, Kanada og Japan. Sala er nú að hefjast af krafti og eru nú framleiddir nokkur þúsund stólar á mánuði. Búist er við því, að framleiðsla og sala eigi þó enn eftir að aukast, því að samkvæmt reynslu framleiðandans líða að jafnaði unt tvö ár, frá því að kynn- ing hefst, þar til verulegur skriður kcmst á söluna. Fyrirtækið, sem framleiðir Sóley, er vestur-þýskt. Þetta fyrirtæki, Kusch og Co., er eitt.af tíu stærstu fyrirtækjum i vestur-þýskum hús- gagnaiðnaði. Kusch og Co. framleiðir einkum húsgögn til ýmissa opinberra nota, svo sem skrifstofuhúsgögn og borð og stóla til notkunar i samkomusöl- unt og veitingahúsum. Öll húsgögn frá þessu fyrirtæki eiga það sam- fnerkt að vera í hæsta gæðaflokki og gildir það jafnt um efnisgæði og hönnun. Hugmyndin að Sóley kviknaði 1979, á námsárum Valdimars í Lundi í Svíþjóð. Eftir þrotlausar eigin tilraunir með stólinn í nokkur ár, sýndi Valdimar íslenskum Irant- leiðendum frumgerð hans, en þeir reyndustekkihafaáhuga. Valdimar hafði hins vegar þá trú á Sóley, að hann vildi ekki gefast upp við svo búið. Hann sendi því skeyti til Diet- er Kusch, eiganda og framkvæmda- stjóra Kusch og Co. í Vestur-Þýska- landi, þar sem hann spurði, hvort fyrirtækið hefði áhuga á stólnum. Ástæðan fyrir því, að Valdimar leit- aði til þessa fyrirtækis var sú, að húsgögn frá því höfðu vakið athygli hans á sýningum, sem hann hafði sótt erlendis, og hann taldi sig þar hafa séð, að forsvarsmenn þess myndu vera óragir við að koma með nýjungar á markað. Það varð svo úr, að Valdimar fór utan I janúar 1983 með frumgerð Sóleyjar I pakka undir hendinni. Dieter Kusch hafði ekki fyrr séð stólinn en hann kvaðst fús.til þess að hefja framleiðslu á honum og var samið um framleiðslurétt á staðnum. Jafnframt var ákveðið, að stóllinn skyldi fyrst sýndur á al- þjóðlegu húsgagnasýningunni I Köln ári síðar, þ.e. í janúar á þessu ári. j : 1 \ UJ ~—. Valdimar Harðarson, arkitekt, hönnuður klappstólsins Sóley Þegar var hafist handa um það i verksmiðjum fyrirtækisins í Vestur- Þýskalandi að þróa stólinn og fín- slipa ýmis atriði í gerð hans. Um eins árs skeið Itafa einn til tveir starfsmenn Kusch og Co. unnið að •þessu verki í samvinnu við Valdi- ntar. Auk þróunarstarfsins og þess kostnaðar sem því fylgdi, þurfti að láta smiða sérstaka vél til þess að búa til stálgrindina í Sóley. Þessi vél ein kostaði jafnvirði um tólf mil- jóna islenskra króna. Alls nam kostnaður fyrirtækisins vegna Sól- eyjar 15 til 18 milljónum króna, áður en hægt var að byrja fram- leiðslu og sölu. Eins og Ijóst er af þessu væntir vestur-þýska fyrirtæk- ið sér mikils af Valdimar. Valdimar hefur að undanförnu unnið að felliborði, sem nota á með Sóley. Sú vinna er nú á lokastigi og er búist við því, að borðið verði til- búið til frantleiðslu í haust eða í byrjun næsta árs. Seint á næsta ári er einnig væntanlegur á markað nýr stóll eftir Valdimar, sem Kusch og Co. mun lika framleiða. Auk þess hefur fyrirtækið farið þess á leit við Valdimar, að hann taki að sér ýmis verkefni önnur á vegum þess. Sumarferð jafnaðarmanna 25. ágúst Á fundi formanna flokksfélaga, FUJ félaga og kvenfélaga Alþýðu- flokksins í Reykjavík og á Reykja- nesi, sem haldinn var í Keflavík sl. fimmtudag var ákveðið að efna til sameiginlegs sumarferðalags Al- þýðuflokksfólks í þessum kjör- dæmurn tveimur. Sett var á laggirn- ar nefnd, sem þessa dagana vinnur að undirbúningi ferðarinnar. Þegar liggur fyrir að sumarferðin verður farin þann 25. ágúst næst- komandi, sem er laugardagur. Á- formað er að ferðast verði um Suð- urnesin. Allar nánari upplýsingar á flokksskrifstofunni í síma 29244.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.