Alþýðublaðið - 24.08.1984, Side 2

Alþýðublaðið - 24.08.1984, Side 2
Föstudagur 24. ágúst 1984 ? ■RITSTJÓRNARGREINÍ .. ....... .......... Alþýðubandalagið fyrr og nú Alþýðubandalagið er sá flokkur islenskur sem ábyrgðarlausastur er. í áróðrinum eru öll brögð leyfileg þar á bæ. Tilgangurinn helgar meðalið. Kinnroðalaust ganga forystumenn Al- þýðubandalagsins fram fyrir skjöldu o.g gagn- rýna harölega og með þungum áherslum verk núverandi ríkisstjórnar í efnahags- og kjara- málum, enda þótt aðeins séu liðin nokkur misseri frá því Alþýðubandalagið sjálft sat í rík- isstjórn og greip til sömu og svipaðra aðgerða. Er ekki vert að Alþýðubandalagsmenn rifji aðeins upp „frægðarferilinn" ( rikisstjórn Gunnars Thoroddsen áðuren lengraer haldið? Skyldi íslenskt launafólk sakna tímabilsins 1980-1983? Skyldi það minnast þess tíma sem ára uppgangs og framþróunar (Islensku þjóð- lífi? Nei, hann er ekki glæsilegur stjórnarferillinn sem Alþýðubandalagið getur státað sig af. Þrátt fyrir góðarytri aöstæður’80og ’81 þáskil- aði það séralls ekki I betri kjörum fyrir almenn- ing né heldur stöðugra efnahagsástandi. Þegar ríkisstjórn sjálfstæðismanna, Fram- sóknarflokks og Alþýðubandalagsins fór frá í maí í fyrra var verðbólgan í kringum 130%. Kjör launafólks voru að vonum lök við þær aðstæð- ur, því launin fylgdu ekki verðlagsþróun — langt því frá. Það var undantekning fremur en regla i stjórnarsetu Alþýðubandalagsins að verðbætur væru greiddar á laun eins og um- samið var milli aðila vinnumarkaðarins. Ekki sjaldnar en 14 sinnum á valdatima Alþýðu- bandalagsins ( rfkisstjórn voru launin skert með einhliða ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalags- ins var félagsmáiaráðherra í jöeirri ríkisstjórn sem hér er gerð að umtalsefni. Hann stóð á rústum hins opinbera húsnæðislánakerfis, þegar hann lét af því embætti fyrir ári síðan eft- irþriggjaára ráðherrasetu. Hlutfall húsnæðis- lánanna hafði hrokkið niður í 12% af raunvirði staðalíbúða og hafði aldrei áður verið jafnlágt. SvavarGestsson hefurekki beinlínis miklavið- spyrnu, þegar hann nú gengur fram fyrir skjöldu og gagnrýnirnúverandi rfkisstjórn fyrir lakaframmistöðu í húsnæðismálunum. Víst er það rétt að núverandi rlkisstjórn hefur svikið flest þau loforö sem hún gaf um róttækarend- urbæturáhúsnæðismálunum, en þaðerengin staða fyrir formann Alþýðubandalagsíns að gagnrýna það háttalag. Hann fór nákvæmlega eins að, þegar hann sat sjálfur í rlkisstjórn. Hjörleifur Guttormsson safnaði skýrslum og álitsgerðum þann tima er hann sat f ráðu- neytinu. Þær skýrslur, þau nefndaálit, eru vafa- iaust til ennþá. En skýrslubunkinn leiddi ekki til hækkunar raforkuverðs hjá ÍSAL. Þær urðu ekki til þess aðframsækin iðnaðaruppbygging ætti sér stað. Pappírsflóðið I iðnaðarráðuneyt- inu, þegar Hjörleifur Guttormsson sat þar á veldisstóli, leiddi ekki til eins eða neins. Ragnar Arnalds fyrrum fjármálaráðherra var klókur þegar hann lagði fram fjárlagafrumvörp sfn. Að sumu leyti litu þau ekki illa út á pappirn- um. En í framkvæmd gengu fjáriögin aidrei upp. Þau stóðust engan veginn. Voru byggð á sandi. Hallinn á rfkissjóði var gegndarlaus í tfð Ragnars Arnalds f fjármálaráðuneytinu. Þannig má rekja lengi þann þráð er Alþýöu- bandalagsmenn ófu, þegar þeir fóru með völd í ríkisstjórninni 1980-1983. Þeir hafa ekki af miklu aö státa. Sú rfkisstjórn hefur sennilega verið sú næstversta sem við íslendingar höf- um haft um langt árabil. Aöeins núverandi stjórn, ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar skákar henni f því tilliti. Þessi orð eru hér ekki sett á blað til að bera blak af stjórnarháttum núverandi ríkisstjórnar. Langt þvf frá. Hins vegar er vert að almenning- ur átti sig á því að Alþýðubandalagið hefur ekki úr háum söðli að detta, þegar foringjar þess hrópa á torgum og gagnrýna hitt og heimta þetta. Þeirfengu sitt tækifæri í fyrri ríkisstjórn. Þvf tækifæri klúðruðu þeir. —GÁS. Kjarneðlisfrœðingur heldur erindi:_ Mengun af völdum kjarnorkuslyss Föstudaginn 24. ágúst kl. 18.00 mun kjarneðlisfræðingurinn Dr. Michio Kaku frá Bandaríkjunum halda erindi í Ráðstefnusal Hótels Loftleiða. Erindið nefnist „MENGUN AF VÖLDUM KJARNORKUSLYSS" og verður flutt á ensku. Erindið er flutt í tengslum við friðarráðstefnuna sem haldin er á Hótel Loftleiðum dagana 24r26. ágúst á vegum frið- arhreyfinga frá Noregi, Danmörku, Bretlandi og íslandi. Dr. Kaku er prófessor í kjarneðl- isfræði við Háskóla New York borgar. Hann hefur ritað fjölda fræðilegra greina í bækur og tíma- rit og haldið erindi og fyrirlestra á Álver________________________1 slíkum rekstri. í sama streng tók forsætisráðherra á þriðjudaginn, þegar hann tók við undirskriftum andstæðinga álversins. Óþarfi er að rekja hér rök og gagnrök í þessu álversmáli. Þeim hafa verið gerð góð skil í fjölmiðl- um, m.a. hefur Jórunn Sæmunds- dóttir bæjarfulltrúi Alþýðuflokks- ins á Akureyri rætt þessi mál hér í blaðinu út frá sínu sjónarmiði, en hún styður uppsetningu álvers og byggir fyrst og fremst á atvinnu- sjónarmiðum afstöðu sína; segir nauðsynlegt að hleypa auknum krafti i atvinnulíf svæðisins. Eins og kunnugt er hefur atvinnuástand verið með lakasta móti fyrir norðan um nokkurt skeið og hefur orðið vart brottflutnings í bænum vegna þess ástands. Það er athugunarefni, hvort ekki sé nauðsyn á allsherjaratkvæða- greiðslu á Akureyri og því svæði, sem hlut á að máli, hvað varðar þetta álitamál. Undirskriftalistar segja ákveðið, en þó ekki nærri alla söguna. Ef vilji íbúanna á svæðinu skiptir sköpum í þessu máli, eins og forráðamenn Alcan og forsætisráð- herra hafa látið í veðri vaka, hví þá ekki að spyrja íbúa svæðisins álits í allsherjar könnun — leynilegri at- kvæðagreiðslu um mál þetta? eðlisfræðiþingum og við háskóla víða um heim. Samtök íslenskra eðlisfræðinga gegn kjarnorkuvá hvetja félaga samtakanna og aðra sem áhuga hafa til þess að fjölmenna á erindið. ÖKU- LJOSIINI Ökuljósin kosta lítið og þvi er um að gera að spara þau ekki í ryki og dimmviðri eða þegar skyggja tekur. Best af öllu er aö aka ávallt með ökuljósum. ||^ðferðar^ Kröfugerð BSRB:___________ Dæmi um launakjör BiFREIÐAEETIRLITSMENN. 12. Mánaóarlaun: 14.141 Krafa BSRU: 18.383 lfl. VERÐIAGSEFTIRLIT. 14. Mánaöarlaun: 15.311 Krafa BSRB: 19.904 lfl. LAXELDISMAÐUR. 6. lfl. fÉnaöarlaun: 11.581 Krafa BSRB: 15.055 f Félagstíðindum Starfsmannafélags ríkisstofnana, sem kom út 16. ágúst sl., eru tekin dœmi um launakjör opinberra starfsmanna og er þar jafnframt tekið fram hversu mikið laun þessa starfsstétta hœkka, nái kröfur BSRB, sem Albert býsnast nú mikið yfir, fram að ganga. Tæpast verða þetta taldar óeðlilega háar kröfur. Við birtum hér mynd af síðu úr Félagstíðindunum, svo lesendur geti sjálfir dœmt. TÆKNITEIKNARI. 10. lfl. Mánaöarlaun: 13.o72 Krafa BSRB: 16.993 AFGREIÐSLUMAÐUR. 9. lfl. Mánaóarlaun: 12.787 Krafa BSRB: 16.623 ÞTOTTAMAÐUR. 5. lfl. Mánaóarlaun: 11.358 Krafa BSRB: 14.765 RDNTGtl'JTÆKNIR. 13. lfl. Mánaóarlaun: 14.681 Krafa BSRB: 19.085 RITARI/GAGNASKRANING. 8 lfl. AÐSTOÐARMAÐUR. 5. lfl. Mánaóarlaun: 12.460 ítínaöarlaun: 11.358 Krafa BSRB: 16.198 Krafa BSR3: 14.765

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.