Alþýðublaðið - 08.09.1984, Síða 8

Alþýðublaðið - 08.09.1984, Síða 8
alþýðu- nmrj Laugardagur 8. september 1984 Útgefandi: Blart h.f. Stjórnmálaritstjóri og ábm.: Guómundur Árni Stefánsson. Ritstjórn: Friörik Þór Guómundsson og Siguróur Á. Friðþjófsson. Skrifstofa: Helgi Gunnlaugsson og Halldóra Jónsdóttir. Auglýsingar: Eva Guömundsdóttir. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Rvík, 3. hæð. Sími:81866. Setning og umbrot: Alprent h.f., Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent, Síðumúla 12. Áskriftarsíminn er 81866 „Þú getur ekki iifað eins og Repúblikani í Banda- ríkjunum nema þú greiðir atkvæði eins og Demó- krati“. Kosningabaráttan í Bandaríkj- unum er hafin fyrir alvöru. Augu manna hafa einkum beinst að fram- bjóðanda Demókrataflokksins í embætti varaforseta, Geraldine „Gerry“ Ferraro, en hún hefur mik- ið til skyggt á forsetaefni flokksins, Walter „Fritz“ Mondale. í byrjun þótti það mjög svo heilladrjúgt skref hjá Mondale að velja kven- mann sem varaforsetaefni, en síðan leit um tíma út fyrir að fjölmiðlar ætluðu að eyðileggja þann leik með því að fjalla ítarlega um skattamál hennar og eiginmanns hennar. Ferr- aro svaraði fullum hálsi og varðist svo vel að þetta mál er ekki talið munu hafa mikil áhrif á útkomu Mondales og hennar í kosningun- Áhugaleysið á undan- haldi? Undirritaður varð fyrir þeirri fróðlegu reynslu að fara á útifund í Seattle í Washington-fylki þar sem Gerry Ferraro kom við fyrir skömmu í kosningabaráttunni. Bandaríkjamenn þykja ekki allt of áhugasamir um stjórnmál og fyrir- fram var mér sagt að búast mætti við í mesta lagi um 5000 manns á fundinn, það þætti gott. Það kom því mér og samferðamönnum mín- um verulega á óvart þegar í ljós kom að um 20.000 manns voru mættir til að hlýða á þessa vösku konu flytja barátturæðu. Það var greinilegt að Washingtonbúar voru einhuga orðnir í kosningabarátt- unni og kunnu vel að meta að það skyldi vera kona sem í framboði var. í prófkjöri Demókrata vann Hart yfirburðasigur í fylkinu. Þegar Ferraro steig upp í pontu kvað við geysilegur fögnuður. Ótal spjöld voru á lofti með hinum ýmsu slagorðum. Skammt frá þar sem ég stóð voru nokkrir Reagan-sinnar með sín spjöld á lofti þar sem þeir reyndu að láta til sín heyra. Spjöld Reagan-sinnanna voru fljótlega rif- in niður, en ekki kom þó-til óláta. Reagan-sinnarnir Iæddust hljóð- lega burt, þetta var ekki þeirra tími. „Eigum við að veita Bandaríkj- unum þá stjórn sem þessi þjóð á skilið og heimurinn b'íður eftir?l‘ spurði Gerry Ferraro í inngangsorð- um sínum og áheyrendur svöruðu svo undir tók í allri miðborginni. Þeir vildu það svo sannarlega. Ferr- aro sagði að á ferðalagi sínu um vesturströnd Bandaríkjanna hefði hún fengið þau skilaboð frá kjós- endum að það væri kominn tími til að skipta um stefnu hjá bandarísk- um stjórnvöldum, kominn tími til að hætta að taka að láni frá fram- tíðinni og að byrja að byggja upp framtíðina. Reagan-stjórnin væri komin úr snertingu við þjóðina og hefði svikið bandarískar hefðir. Allir forsetar, nema R.R. „Allir forsetar frá Franklin Roosevelt hafa af einlægni trúað á gildi félagslegs öryggis — en ekki Ronald Reagan. Allir forsetar frá Teddy Roosevelt hafa verndað um- hverfi Bandaríkjanna í þágu fram- tíðarinnar í stað þess að gjörnýta það í þágu dagins í dag, nema Ron- ald Reagan. Allir forsetar frá John F. Kennedy og Lyndon Johnson hafa skilið að fjárfesting í menntun er fjárfesting í framtíð okkar, nema Ronald Reagan. Allir forsetar síð- astliðin 50 ár hafa vitað að þjóð okkar getur ekki þrifist vel ef bændurnir þrífast ekki vel, nema RonaldjReagan. Hver einasti forseti sem hefur verið í snertingu við bandarísku þjóðina hefur Iátið ___________Friðrik Þór Guðmundsson:_____________ Þeir grínast um kjarnorkustríð í Hvíta húsinu Af fjölmennum fundi Geraldine Ferraro í Seattle í Bandaríkjunum fjölskyldumálin til sín taka, nema Ronald Reagan. Og enginn forseti frá byrjun kjarnorkualdarinnar hefur viðhaft kærulausari afstöðu til kjarnorkustyrjaldar þar til kom að Ronald Reagan“ Hér kváðu við gífuleg fagnaðar- læti, áhéyrendur vissu hvað Ferraro var að fara. Skömmu áður hafði Reagan viðhaft þau fleygu orð frammi fyrir þjóðinni í útvarpi: Að búið væri að afskrifa Sovétrikin og byrjað yrði að sprengja eftir fimm mínútur. - „Og þeir grínast með kjarnorku- stríð í Hvíta húsinu“, sagði Ferraro. „En bandamenn okkar í Evrópu, sovéska þjóðin og okkar fólk hér heima — hlæja ekki. Bandaríska þjóðin vill ekki lélega brandara um stríð. Hún vill raunhæfa þróun í átt til friðar. Bandaríska þjóðin vill ekki nýja vopnavæðingu í himin- geimnum, hún vill stöðva vopna- væðinguna hér á jörðu niðri. Ög ef þessi stjórn getur ekki hætt að Geraldine Ferraro á fullu. skiptast á móðgunum og byrjað að ræða tillögur þá er kominn tími til að skipta á þessari stjórn fyrir aðra sem vill..“ Undirritaður var þegar hér var komið farinn að skilja vel hvers vegna Ferraro hefur skyggt á for- setaframbjóðandann Mondale. Hann hefur ekki þótt mikill ræðu- maður, þó batnandi fari. En Gerry Ferraro hreif áheyrendur með sér í hverju orði. Næst vék hún að því hvort Reagan-stjórnin gæti talist í sanngjarnara lagi. Er það sanngjarnt? „Þegar efnahagsleg stefnumörk- um byggist á því að byrja á því að ræna fólk vinnu sinni og síðan að fjármagna efnahagslegan bata með gífurlegum fjárlagahalla, er það sanngjarnt? Þegar 6 milljón fleira fólki 'er þrýst undir fátækramörk frá því þessi stjórn tók við, er það sann- gjamt? Þegar þessi stjórn reynir að koma á (kynþáttalega) aðskildu skólakerfi með skattpeningum okkar, sem síðan sker niður náms- lán barna okkar, er það sann- gjarnt? Þegar litið er á félagsleg út- gjöld sem sjálfsagða niðurskurðar- liði, en það kemur á óvart að her- gagnaiðnaðurinn gefi út 9600 doll- ara reikninga fyrir einfaldan bolta og ró, er það sanngjarnt?“. Hér kvað við hláturblandaður fögnuður. Skömmu áður hafði komið í ljós í umræðum um glatað fé í hernaðarútgjöldunum að fyrir- tæki nokkurtí hergagnaiðnaðinum hafði á grófan hátt svikið út úr hinu opinbera 9600 dollara með því að senda reikning sem þegar til alls kom var aðeins fyrir nokkrum bolt- um og róm. Þetta dæmi hefur sann- fært marga um að ekki sé allt með felldu með hin gífurlega miklu hernaðarútgjöld Bandaríkjanna. Er nema von, því frá því Reagan- stjórnin tók við hafa hernaðarút- gjöld vaxið um það bil jafn mikið og búið er að skera niður félagsleg útgjöld. Hætt er við því að einhverj- ir stjórnarsinnar í ríkisstjórn og á þingi hafi fengið martraðir um bolta og rær þegar þetta dæmi var rakið ítarlega í fjölmiðlum. íbúar Washington-fylkis taka svona mál alvarlega, sérstaklega Seattle-búar, sem margir hverjir vinna hjá Bo- eing-verksmiðjunum, sem eru einna stærsti hergagnaverktakinn þar vestra. „Ég hef trú á því að bandaríska þjóðin vilji að leiðtogar sínir hlíti leikreglum er gildi fyrir alla. Bandaríska þjóðin vill efnahags- lega velgengni, en ekki bara fyrir suma, heldur alla. Bandaríkjamenn vilja sterkasta varnarkerfi í heimi, en þeir vita einnig að það verður að grundvallast á hæfasta efnahags- kerfi í heiminum. Og Bandaríkja- menn vilja að leiðtogar sínir hætti að tala eintóma þvælu og byrji að tala af viti um hvað gera þurfi til að koma taki á óstjórnlegan fjárlaga- halla“. Hið stóra gat Þó götin séu stór hjá honum A1 bert okkar Guðmundssyni þá eru þau enn stærri hjá Reaganstjórn- inni þegar tekið er mið af hinni frægu höfðatölu. Útgjöldin vestra eru 200 milljörðum dollara meiri en tekjurnar. Næst víkur Ferraro að skattamálunum sem hafa verið Reagan-stjórninni erfið: „Við höfum orðið vitni að fyrstu tveimur kosningarökræðum þess- arar kosningabaráttu. Fyrst reifst herra Reagan við herra Bush. Herra Reagan sagði að þeir myndu ekki hækka skatta.en síðan sagði herra Bush að svo géSU farið. í þeim rök- ræðum trúði ég herra Bush... Síðan skiptist herra Reagan á skoðunum við herra Reagan. Hann sagði að hann hefði engar áætlanir uppi um að hækka skatta, en þó gæti svo Framhald á 7. síðu

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.