Alþýðublaðið - 10.11.1984, Síða 2
2
Laugardagur 10. nóvember 1984
rRITSTJÓRNARGREIN
Hvar er herferðin
gegn skattsvikum?
A síðasta þingi náðist fram
meirihluti fyrir tveimur tillög-
um alþýðuflokksmannaer lutu
að herferð gegn skattsvikum.
Opinberlega er viðurkennt að
skattundandráttur nemi millj-
örðum króna á ári hverju.
Þannig leiddu alþýðuflokks-
menn að þvi Ifkur að framhjá
rlkissjóði færi vegna skatt-
svika upphæð sem næmi hart
nær þriðjungi fjárlaga, en mið-
aðviðfjárlög 1984erhérum að
ræða yfir 5 milljarða króna og
eru söluskattsvik undanskilin.
Samþykktar tillögur alþýðu-
flokksmanna lutu annars veg-
ar að rannsókn á umfangi
skattsvikaog hins vegarað aö-
gerðum stjórnvalda gegn
skattsvikum. Fyrir fáeinum
dögum lagði Jóhanna Sigurð-
ardóttir fyrir fjármálaráðherra
og dómsmálaráðherra fyrir-
spurn um afdrif þessara til-
lagna. í þeim umræðum komu
fram merkilegar uppiýsingar
sem ekki verður horft framhjá.
Hjá embætti skattrannsókn-
arstjóra hafa þær upplýsingar
fengist að samkvæmt fram-
töldum tekjum launþega á ár-
inu 1983 hafi launatekjur 133
þúsund launþega numiöalls
rúmlega 26 milljörðum króna.
Það gera að meðaltali um 195
þúsund krónur í árstekjur. Þeg-
ar hins vegar reiknuð laun ein-
staklinga við eigin atvinnu-
rekstur eru skoðuð kemur í
Ijós að rúmlega 21 þúsund ein-
staklingar hafi talið fram um
2.5 milljarða króna. Það gera
að meðaltali um 116 þúsund
krónur ( árstekjur. Samkvæmt
þessu hafa launþegar talið
fram að meðaltali um 70%
hærri tekjur en einstakiingar i
eigin atvinnurekstri.
Munurinn er reyndar meiri
ef aðeins eru tekrir inn í
dæmið giftir karlmenn.
Þannig reynast meðallaun
þeirra ( launþegastéttum vera
á árinu 1983 um 309 þúsund
krónur, en reiknuö laun giftra
karla í eigin atvinnurekstri að
meðaltali um 157 þúsund
krónur. Með öðrum orðum er
munurinn þarna orðinn hart
nær tvöfaldur.
Þessar tölur hljóta að sýna
okkur að ekki er allt með felldu
i skattamáium þjóðarinnar.
Leiddar hafa verið ilkur að þvi
að um 10—11% af þjóðartekj-
um séu sviknar undan skatti.
Þó stöndum viö frammi fyrir
þvi aó mikill misbrestur er á
þvi að skattrannsóknir séu
Útboð
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í STYKKIS-
HOLMSVEG, Vogsbotn — Stykkishólmur.
Helstu magntölur:
Lengd ................................... 3,2 km.
Fylling og burðarlag................... 28000 m3
Verkinu skal lokið 10. maí 1985.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins, Borg-
artúni 7, Reykjavík og Borgarbraut 66, Borgarnesi f rá og
með 13. nóv. 1984. Skila skal tilboði fyrir kl. 14:00 hinn
26. nóv. 1984.
Vegamálastjóri.
Rannsóknarstofnun
Fiskiðnaðarins
óskar að ráða útibússtjóra á Neskaupstað frá og.
með áramótum.
Menntun í efnafræði, efnaverkfræði eða mat-
vælafræði áskilin.
Upplýsingar veitir forstjóri í síma 20240.
ALÞÝÐUFLOKKSINS
Aðalfundur
Aðalfundur Alþýðuflokksins í Njarðvfk, verður
haldinn í Stapa, litla sal, laugardaginn 10. nóvem-
ber 1984, kl. 14:00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Kosning fulltrúa á flokksþing.
3. Umræður um bæjarmál.
4. Önnur mál.
Stjórnin.
Borgarmálaráð
Alþýðuflokksins í Reykjavík
Borgarmálaráð er hvatt saman til fundar að Austur-
stræti 16 efstu hæð, þriðjudaginn 13. nóv. n.k. kl. 17.00.
Vinsamlegast mætið stundvislega.
Formaður.
Óður
steinsins
Nk. mánudag, 12. nóvember,
verður flutt í Norræna húsinu verk-
ið ÓÐUR STEINSINS fyrir píanó,
upplestur og litskyggnur. Jónas
Ingimundarsson leikur á píanó tón-
list Atla Heimis Sveinssonar, Sig-
rún Björnsdóttir les upp ljóð Krist-
jáns frá Djúpalæk og sýndar verða
litskyggnur Ágústar Jónssonar af
steinþynnum.
Verkið er tilraun til að fella sam-
an tónlist, ljóðlist og myndlist og er
hugsað sem ein heild. Kveikjan að
því voru ljósmyndir Ágústar Jóns-
sonar af örþunnum sneiðum, sem
Kristján frá Djúpalæk orti Ijóð við,
eitt um hverja mynd, alls 30 ljóð.
Atli Heimir Sveinsson samdi síðan
píanólög við ljóðin og myndirnar.
ÓÐUR STEINSINS var frum-
flutt á Akureyri 8. okt. 1983 og
skömmu síðar var það flutt í Nor-
ræna húsinu í Reykjavík og víðar
um landið. Sl. sumar hefur Jónas
Ingimundarson einnig flutt það er-
lendis: — I hinu nýja og glæsilega
Norðurlandahúsi í Færeyjum, þar
sem færeyska leikkonan Beritta
Mohr las ljóðin á íslensku, og í Fin-
landia-húsinu í Helsinki, en þar las
Borgar Garðarsson upp ljóðin í
sænskri þýðingu. Báðar þessar
ferðir voru farnar fyrir tilstilli Nor-
ræna hússins í Reykjavík. í júlí sl.
var verkið flutt á ráðstefnu EPTA
— Sambands píanóleikara í Evrópu
— en þar voru ljóðin lesin í enskri
þýðingu af Jónínu Ólafsdóttur, ís-
lenskri leikkonu sem starfar í Lon-
don. Verkinu var hvarvetna vel tek-
ið og vakti verðskuldaða athygli.
Flutningurinn í Norræna húsinu
er sá 8. í röðinni og hefst hann kl.
20.30.
Tökum að okkur
hverskonar
verkefni
í setningu,
umbrot og
plötugerð, svo
sem:
Blöð í dagblaðaformi
Tímarit
Bækur
o.m.fl.
Ármúla 38 —
Sími 81866
sem skyldi. Þannig hefur kom-
iö fram aö innan við 1% af
framtölum félaga og einstakl-
inga (atvinnurekstri hljóti Itar-
lega skoðun skattyfirvalda.
í urrrræöunum á Alþingi
varð fátt um svör hjá fjármála-
ráðherra, aö öðru leyti en því
að hann dró i efa þessar niöur-
stööur þó hann viðurkenndi aö
þarna væri brotalöm sem
þyrfti aö athuga. Hins vegar
kemurlljósaðenginn pólitísk-
ur vilji er fyrir því innan ríkis-
stjórnarinnar aö taka þessi
mál öll sérstaklega fyrir.
Þannig kom fram I máli dóms-
málaráðherra þegar hann svar-
aöi öörum fyrirspurnum
Jóhönnu Sigurðardóttur, aó
vlö undirbúning fjárlagafrum-
varpsins heföi nánast öllum
tilmælum um aukið fjármagn
og aukinn mannaflatil eflingar
skattrannsókna veriö vísað
frá.
Þrátt fyrir að átak í skattsvika-
málum gæti fært rlkissjóöi
marga milljarða króna upp í
fjárlagagötin margfrægu virð-
ist enginn pólitískur vilji vera
fyrir hendi hjá stjórnarherrum
landsins. Þeir kjósa fremur aö
lækkalaun, skeraniðurfélags-
lega þjónustu, níöast á sjúkl-
ingum og kaffæra landsmenn í
erlendum iántökum, en að
sauma aö skattsvikurum
þessa lands. fg.
Félagsfundur
verður haldinn í Iðnó sunnudaginn 11. nóv. kl.
14.00.
Fundarefni:
Kj arasam n i n garn i r.
Stjórn Iðju.
Útboð
Rafmagnsveitur rfkisins óska eftir tilboðum f eftirfar-
andi:
RARIK 84019 raflínuvír 320 km.
RARIK 84020 Þverslár 1070 stk.
Opnunardagur: þriðjudagur 11. desember 1984 kl. 14.00
Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkis-
ins, Laugavegi 118,105 Reykjavík, fyrir opnunartíma og
veröa þau opnuö á sama staö aö viðstöddum þeim
bjóöendum sem þess óska.
Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna
ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með
mánudeginum 12. nóvember 1984 og kosta kr. 200,00
hvert eintak.
Rafmagnsveitur ríkisins,
Laugavegi 118,105 Reykjavík.
Hugmyndasamkeppni
um skipulag
Víðistaðasvæðis
Hafnarfjarðarbær auglýsir hér með hug-
myndasamkeppni um skipulag Víðistaða-
svæðis.
Keppnin fer fram eftir samkeppnisreglum
Arkitektafélags íslands, þátttökurétt hafa all-
ir íslenskir ríkisborgarar og erlendir ríkis-
borgarar sem búsettir eru á íslandi og hafa
hér fasta atvinnu.
Tilgangur þessarar hugmyndasamkeppni er
að fá fram heildarskipulag Viðistaðasvæðis
sem miði aðallegaað því að svæðiðverði nýtt
sem íþrótta- og útivistarsvæði fyrir almenn-
ing.
Heildarverðlaunafé er kr. 250.000 og innkaup
fyrir allt að kr. 65.000.
Dómnefnd skipa:
Sigþór Jóhannesson, verkfræðingur, for-
maður, Gunnar S. Óskarsson, arkitekt, ritari,
Bjarni Snæbjörnsson, arkitekt, Einar E.
Sæmundsen, landslagsarkitekt og Snorri
Jónsson, fulltrúi.
Keppnisgögn eru afhent hjá trúnaðarmanni
dómnefndar, Þórhalli Þórhallssyni, Freyju-
götu 41 (Ásmundarsal), 101 Reykjavík, sími
11465 og heimasimi 16788.
Fresturtil að skilatillögum rennurút 31. janú-
ar.