Alþýðublaðið - 10.11.1984, Síða 4
Útgefandi: Blað h.f.
Stjórnmálaritstjóri og ábm.: Guómundur Árni Stefánsson.
Ritstjórn: Kriðrik Þór Guðmundsson og Sigurður Á. Friðþjófsson.
Skrifstofa: Helgi Gunnlaugsson og Halldóra Jónsdóttir.
Auglýsingar: Eva Guðmundsdóttir.
Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Rvík, 3. hæð.
Sími:81866.
Setning og umbrot: Alprent h.f., Ármúla 38.
Laugardagur 10. nóvember 1984 Prentun: Blaðaprent, Siðumúla 12.
alþýðu-
inni’irij
Askriftarsíminn
er 81866
Friðsamlegt málæði eða uppgjör?
Hvað gerist á ASI-þingi:
35. þing Alþýðusambands íslands er framundan. Það verður
haldið dagana 26r30. nóvember, en sem kunnugt er eru þessi þing
haldin á fjögurra ára fresti. Rétt til setu hafa um 500 fulltrúar.
Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá síðasta Alþýðusambands-
þingi árið 1980. Það árið kom til valda ríkisstjórn Gunnars
Thoroddsens og í skugga hennar féllust í faðma innan verkalýðs-
hreyfingarinnar alþýðubandalagsmenn og sjálfstæðismenn. Út-
koman varð sú að Asmundur Stefánsson var kjörinn forseti Al-
þýðusambandsins en Björn Þórhallsson varaforseti, en hann er sem
kunnugt er sjálfstæðismaður.
Frá síðasta þingi Alþýðusambands íslands, árið 1980.
Á þessum fjórum árum hefur
það gerst að skipt hefur verið um
ríkisstjórn og nú situr við völd ein
hatrammasta ríkisstjórn sem verka-
lýðshreyfingin hefur þurft að glíma
við. í upphafi ferils ríkisstjórnar-
innar voru helgustu réttindi verka-
lýðshreyfingarinnar afnumin með
einu pennastriki, samningsréttur-
inn var látinn fjúka og laun máttu
ekki lengur vera tryggð gegn verð-
hækkunum. Síðan hefur kaup-
máttur launa sigið þannig að hann
hefur verið færður áratugi aftur í
tímann. Þessi mál öll verða vafa-
laust mjög til umræðu á komandi
Alþýðusambandsþingi, en ekki síð-
ur nýgerðir samningar ASÍ og VSÍ,
sem eru mjög umdeildir og færðu
fram allt aðra útkomu en vonast var
eftir og stefnt að. Þó samið hafi ver-
ið um vænar launahækkanir, um
24% á samningstímabilinu, liggur
fyrir það sem margir óttast: Að
þetta verði allt saman tekið aftur
með stjórnvaldsaðgerðum.
„Málæði“ sagði einn viðmæl-
enda Alþýðublaðsins úr forystu
verkalýðshreyfingarinnar er hann
var spurður hvað hann héldi að
myndi einkenna komandi þing ASÍ.
„Ég hygg að menn rifji upp þró-
un launamálanna á þessum fjórum
árum og komist vafalaust að þeirri
niðurstöðu að lítið hafi áunnist.
Kjaramálin verða auðvitað stærsta
málið, en þess fyrir utan á ég von á
því að framhaldssagan góða, skipu-
lagsmálin, skipi veglegan sess nú
sem áður. Menn hafa undanfarna
áratugi verið sammála um að það
þurfi að koma til breytinga, en um
leið hafa menn verið sammála um
að halda í hið „gamla góða“ kerfi,
hvernig sem útskýra má þessa þver-
sögn. En vel á minnst, það er alveg
útilokað að mögulegar breytingar
verði í anda tillagna Bandalags
jafnaðarmanna, þær eru þess eðlis
að veikja stöðu verkalýðshreyfing-
arinnar. Til eru ýmsar leiðir er gætu
styrkt hreyfinguna, stærri heildir
og staðbundnari til dæmis, en þá
þannig að dragi úr miðstýringunni í
Reykjavik.
Nú, menn hljóta að skoða stefnu-
skrána vel. Ég á nú ekki von á því að
mikið verði rætt um pólitíska stöðu
hreyfingarinnar, það er eins og að
minnast á snöru í hengds manns
húsi. Ég á ekki von á því að valda-
hlutföllin breytist mikið, það er
helst að búast megi við því að
menntamönnum fjölgi á toppnum.
Ég á sem sé von á friðsamlegu mál-
æði og það kæmi mér á óvart ef um
átök yrði að ræða“
Fleiri viðæmlendur blaðsins
tóku undir það að ekki væri líklegt
að til átaka kæmi um embætti, þó
menn kynnu sjálfsagt að deila um
ýmis mál. Skipulagsmálin voru þó
mjög ofarlega í hugum manna og
einn viðmælandi taldi alls ekki
ólíklegt að rykið yrði dustað af
þeirri tillögu sem áður hefur komið
fram, að varaforsetar sambandsins
yrðu tveir. „Ég hygg að nú sé mikill
vilji til breytinga og þá á þeim nót-
um sem samþykktar voru 1958.
Kjaramálin verða auðvitað mjög til
umræðu og reikna ég með að fram
komi mikil umræða, þannig vildu
iðnaðarmenn ekki skrifa undir síð-
asta samning vegna óánægju með
hann, þó þeir hafi tekið fullan þátt
í viðræðunum"
„Það þyrfti svo sannarlega að
breyta til á toppnum. Mér hefur
aldrei fundist rétt að hafa Björn
Þórhallsson í lykilembætti á vegum
sambandsins, ég Iit á hann sem at-
vinnurekanda. En ég á ekki von á
því að þetta verði átakaþing. Ég
hygg að menn reyni að halda sínu
fólki fyrst og fremst," sagði einn
viðmælenda blaðsins. Sá átti von á
því að starfsgreinaskiptingin yrði
mikið mál á þinginu.
Það var mál manna að kjaramál-
in og skipulagsmálin myndu skipa
stærsta sessinn á þinginu. Kjara-
málin væru nú mjög viðkvæm inn-
an hreyfingarinnar.
Ýmsir óhressir
„Þeir hjá Verkamannasamband-
inu eru mjög óhressir um þessar
mundir og margir óánægðir með að
hinn nýi samningur skuli vera nán-
ast bundinn til áramóta, 1985.
Ófaglærðir eru óhressir með hversu
fagf élögin hafa sýnt lítinn skilning
á sínum kjörum, að þau hafi nánast
í engu hjálpað til við að breyta
launahlutföllunum innan hreyfing-
arinnar. Það hefur því miður ekki
komist á að Alþýðusambandið hafi
mótað ákveðna og skýra launa-
málastefnu, heldur hafa menn verið
að semja í einskonar frumskógi þar
sem hver hefur tekið það sem hann
er í stöðu til að taka“ sagði einn for-
ystumaður í hreyfingunni. Sá átti
þó ekki von á miklum breytingum á
forystu sambandsins, en lagði þó
áherslu á að nú væru miklir svipti-
vindar í þjóðfélaginu og aldrei að
vita um endanlega útkomu.
Þegar hafa verið samþykkt í mið-
stjórn ASÍ drög að dagskrá þings-
ins. Af mörgu er að taka. Á fyrsta
degi flytur Ásmundur Stefánsson
skýrslu forseta, en sama dag er ætl-
unin meðal annars að fjalla um
tölvumál og vinnuverndarmál. Á
öðrum degi hefst fyrsta umræðan
um kjaramál, atvinnu- og efna-
hagsmál og þann dag verða lífeyris-
málin einnig tekin fyrir. Það er síð-
an miðvikudaginn 28. nóvember
sem forseta- og varaforsetakjör fer
fram, kosningar í miðstjórn og
stjórn Menningar- og fræðslusam-
bands alþýðu. Þann dag verður
einnig fjallað um fræðslu- og
menningarmál, atvinnulýðræði,
málefni aldraðra og fatlaðra og
fleira. Daginn eftir verður kosið í
sambandsstjórn ASÍ og skipulags-
nefnd og siðasta daginn fer fram
önnur umræða um kjaramál, at-
vinnu- og efnahagsmál með meiru.
Til sölu eru:
tvær 40.8m2 einstaklingsíbúðir
tvær 60.1 m2 2ja herbergja íbúðir
fjórar 66.4m2 2ja herbergja íbúðir
þrjátíu 70.0m2 2ja herbergja íbúðir
sex 89.0m2 3ja herbergja íbúðir
tíu 98.6m2 3ja herbergja íbúðir
sex 99.3m2 3ja herbergja íbúðir
Hér er um að ræða netto stærðir íbúða, án
hlutdeildar í sameign.
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur auglýsir:
Til sölu 60 íbúðir fyrir aldraða
félagsmenn VR við Hvassaleiti 56-58.
Þeir félagsmenn VR sem orðnir eru 63 ára
eiga rétt á að kaupa íbúð, þó þannig að fé-
lagar 67 ára og eldri eiga forgangsrétt á
íbúðunum. Miðað er við að þessum aldurs-
mörkum sé náð um áramótin 1985/1986.
Þeim félagsmönnum, sem áhuga hafa á að
kaupa þessar íbúðir, er bent á að koma á
skrifstofu félagsins, í Húsi verslunarinnar
8. hæð, og kynna sér teikningar og fá upp-
lýsingar um verð íbúðanna.
Skilafrestur umsókna er til 7. desembern.k.