Alþýðublaðið - 13.11.1984, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 13.11.1984, Qupperneq 1
Formannskjör á flokksþingi Alþýðuflokksins Jón Baldvin í formannsf rambo ð Þriðjudagur 13. nóvember 1984 197. tbl. 65. árg. Jón Baldvin Hannibalsson al- þingismaður hefur ákveðið að gefa Kjartan sækist eftir endurkjöri „í lýðræðislegum flokki eins og Alþýðuflokknum koma vitanlega fram mismunandi sjónarmið, bæði hvað varðar áherslur í stefnu- miðum og eins gagnvart þeim mönnum er veljast til trúnaðar- starfa. Slík dæmi eru gerð upp á flokksþingum. Það er hlutverk flokksþinga" sagði Kjartan Jó- hannsson formaður Alþýðuflokks- ins í samtali við Alþýðublaðið í gær. Kjartan sagði að framboð Jóns Baldvins Hannibalssonar til for- manns hefði ekki komið sér sér- staklega á óvart. „Það breytir í engu þeirri skoðun minni, að ég sé reiðu- búinn.til að gegna stöðu formanns flokksins áfram. Á það mun reyna á flokksþinginu, hvað flokksþing- fulltrúar telja farsælast og árang- ursríkast fyrir Alþýðuflokkinn. Jón Baldvin metur framboð sitt þannig að það geti gert flokknum gagn. Flokksþingið mun kveða upp sinn dóm“ Síðan sagði Kjartan Jóhannsson: „Ég og margir flokksmenn erum þeirrar skoðunar að réttara sé að snúa sér að öðrum aðkallandi verk- efnum í flokksstarfi og stefnumót- un, frekar en að skipta um for- mann. Ákveðin endurnýjun á for- ystusveit stjórnmálaflokka er út af fyrir sig sjálfsögð, en á móti kemur að ýmsir ókostir fylgja of örum umskipturn í þeim efnum. Með þessi sjónarmið að baki hef ég ákveðið að gefa kost á mér áframý sagði Kjartan. Ströng dagskrá á flokks- þingi Alþýðuflokksins Flokksþing Alþýðuflokksins hefst næstkomandi föstudag með setningu í Gamla bíói kl. 17. Þar verður fluttsamfelld dagskrá.gestir flytja ávörp og formaður flokksins, Kjartan Jóhannsson, flytur setn- ingarræðu. Eftir kvöldmat flyst þingið að Hótel Loftleiðum og hefst þar að nýju kl. 20:30. Eftir kosningu for- seta og ritara þingsins, svo og starfsnefnda þess, verða flutt ávörp fyrir hönd Sambands Al- þýðuflokkskvenna og sambands ungra jafnaðarmanna. Að því loknu verða skýrslur framkvæmda- stjórnar og gjaldkera til umfjöllun- ar. Á laugardeginum, 17. nóvember, hefst þingfundur kl. 9, en eftir há- degi verður starfað í þingnefndum. Um klukkan 17 er gert ráð fyrir kosningum. Þá fer fram kjör til for- manns Alþýðuflokksins, varafor- manns, ritara, gjaldkera og for- manns framkvæmdastjórnar. Um kvöldið verður síðan flokksþings- hóf í Víkingasal. Þingfundi verður síðan fram- haldið klukkan 10 á sunnudeginum Kennarar safna fj öldauppsögnum Á fulltrúaþingi Kennarasam- bands Islands sl. vor var gerð sam- þykkt um að Kennarsambandið safnaði uppsögnum kennara um allt land ef hlutur kennara yrði ekki bcettur í kjarasamningunum nú í haust. Það var augljóst, strax að afloknum aðalkjarasamningi BSRB og ríkisins, að kennarar voru ekkisáttir með hlutskiptisitt. Laug- ardaginn 10. nóvember varþvi sam- þykkt á fundi fulltrúaráðs KI að fela stjórn sambandsins að safna þegar í stað uppsagnarbréfum frá kennurum og Ijúka því fyrir 24. nóvember. Fyrr í haust fór fram könnun á vegum kennarasamtakanna á því hver yrði þátttaka þeirra í allsherj- aruppsögnum og í þeirri könnun kom í ljós mjög mikil samstaða. Með þessum fjöldauppsögnum ætla kennarar að knýja á um 1) Bætt kjör kennara, 2) Endurmat á störfum kennara með tilliti til menntunar og ábyrgðar, 3) Lög- verndun starfsheitisins kennari og 4) Sjálfstæðan samningsrétt fyrir stéttarfélög kennara. í fréttatilkynningu frá fulltrúa- ráðinu segir að fulltrúaráðið telji að í nýgerðum aðalkjarasamningi BSRB og ríkisins hafi ekki náðst leiðrétting á kjörum kennara og því neyðist kennarastéttin til að grípa til svo alvarlegra aðgerða sem upp- sagnir eru. Fulltrúaráðið kemur aftur saman sunnudaginn 25. nóvember og þá verður tekin ákvörðun um hvort uppsagnirnar verði lagðar fram 1. desember. Verði úr að kennarar segi upp 1. desember kemur sú uppsögn til framkvæmda 1. mars, því uppsagn- arfrestur er þrír mánuðir hjá kenn- urum einsog öðrum opinberum starfsmönnum. Mun þá kennsla leggjast niður í öllum skólum. Nú hefur ríkið heimild til að fram- lengja uppsagnartímann um þrjá mánuði þegar um fjöldauppsagnir er að ræða. Alþýðublaðið hefur hins vegar hlerað að kennarar muni hundsa slíka framlengingu, enda verði uppsagnirnar vita máttlausar komi þær ekki til framkvæmda fyrr en í lok skólaársins. Það er því allt útlit fyrir að skóla- hald verði með minnsta móti þetta skólaár, því verkfall BSRB gerði það að verkum að stór hluti nem- enda missti úr allan októbermánuð og taki stjórnvöld ekki sjálfum sér kverkatak og komi til móts við rétt- mætar kröfur kennara, blasir sú hætta við að kennsla leggist niður í og hefst með kosningu 6 fulltrúa í framkvæmdastjórn flokksins. Því næst hefjast almennar umræður um álit starfsnefnda . Um klukkan 15 fer fram kosning til flokksstjórn- ar. Kjörnir verða 30 fulltrúar í flokksstjórn, en hineinstöku kjör- dæmisráð hafa að undanförnu kos- ið alls 31 fulltrúa á fundum sínum í flokksstjórnina. Einnig fer fram kjör til verkalýðsmálanefndar flokksins. Að kosningum afstöðnum heldur almenn umræða áfram og afgreidd- ar verða ályktanir flokksþingsins. Þingslit verða síðan á óákveðnum tíma á sunnudagskvöldinu. Meðal þeirra gesta er ávarpa þingið við setningarathöfnina í Gamla bíói, er forseti Alþýðusam- bands íslands, Ásmundur Stefáns- son. f stuttu viðtali við Kristínu Guð- mundsdóttur framkvæmdastjóra Alþýðuflokksins kom fram að viðamikill undirbúningur liggur að baki þessa flokksþings. Sagðist hún eiga von á frjórri og málefnalegri umræðu á þinginu. Um 250 fulltrú- ar munu sækja þingið. Eins og fram kemur annars stað- ar í blaðinu, þá Iiggur það fyrir að tveir aðilar hafa boðið sig fram til formanns Alþýðuflokksins. Það eru Kjartan Jóhannsson og Jón Baldvin Hannibalsson. Þá hefur Jóhanna Sigurðardóttir lýst fram- Framhald á bls. 3 kost á sér í formannskjör Alþýðu- flokksins, en það fer fram á 42. flokksþingi flokksins um næstu helgi. 1 samtali við Alþýðublaðið um þessa ákvörðun sagði Jón Baldvin að hann fyrir sitt leyti kviði því ekki að framboð sitt til formanns myndi valda átökum er yrði flokknum til skaða. „Ég minni á, að þegar núverandi formaður bauð sig fram fyrir fjór- um árum gegn Benedikt Gröndal, lagði hann áherslu á að ekki væri um ágreiningsatriði að ræða, held- ur væri framboð hans persónulegt. Að í lýðræðislegum flokki gætu menn ekkert haft á móti því að fram færi lýðræðislegt val. Ég er að vísu ekki sammála því að kjósa eigi bara til þess að kjósa. En að mínu mati búum við nú við gerbreyttar að- stæður. Fram hafa farið ítarlegar umræður í flokknum um stefnu, stöðu og starf flokksins. Vegna þess hversu illa er komið fyrir flokkn- um er augljóst að eitthvað er að. Það er hreyfing innan flokksins sem telur að breytingar séu nauð- synlegar. Mitt framboð gefur mönnum kost á að fylgja eftir þessum kröf- um um breytingar. Mitt framboð er málefnalegt, ekki persónulegt og það er við þessar aðstæður sem ég tel eðlilegt að fram fari kosning, er snúist um hvort tveggja menn og málefni" sagði Jón. Jón Baldvin tilkynnti þessa ákvörðun sína á fundi með alþýðu- flokksfólki í félagsmiðstöð jafnað- armanna síðastliðinn laugardag. Þar kynnti hann einnig fréttatil- kynningu um ástæður framboðs- ins, en þar segir: „Ég tilkynni hér með þá ákvörð- un mína, að gefa kost á mér við for- mannskjör á flokksþingi Alþýðu- flokksins. Ákvörðun þessi hefur verið tilkynnt Kjartani Jóhanns- syni, formanni Alþýðuflokksins. 1. Alþýðuflokkurinn hefur að undanförnu tapað fylgi og áhrif- um í þjóðfélaginu. Jafnaðar- mönnum er það sérstakt á- hyggjuefni, að flokkurinn hefur ekki náð þeim árangri í stjórnar- andstöðu, sem efni standa til. 2. Alþýðuflokkurinn gerir strangar kröfur til annarra um árangur í starfi. Við flytjum vantraust á ríkisstjórn, sem skilar ekki árangri. Við gerum sömu kröfur í atvinnulífinu. Við hljótum að gera sömu kröfur til sjálfra okk- ar. Ekki minni. Nái ég kjöri mun ég taka af öll tvímæli um stefnu og stöðu Al- þýðuflokksins í íslenskum stjórn- málum. Til þess að ekkert fari milli mála og flokksmenn og kjósendur velkist ekki í vafa um, hver sú stefna er, skal eftirfarandi tekið fram: 1. Alþýðuflokkurinn á að hasla sér völl afdráttarlaust vinstra megin við miðju í hinu íslenska flokka- kerfi. 2. Við eigum að gera íslendingum ljóst að við erum róttækur um- bótaflokkur í efnahags- og fé- lagsmálum og i stjórnsýslu. 3. Við eigum að vera íhaldssamir á farsæla og ábyrga stefnu í örygg- is- og varnarmálum, — stefnu, sem forystumenn flokksins frá fyrri tíð áttu drjúgan hlut í að móta og nýtur stuðnings yfir- gnæfandi meirihluta þjóðarinn- ar. 4. Undir minni forystu mun Al- Framhald á bls. 2 Magnús H. gefur ekki kost á sér „Ástæðan fyrir því að ég gef ekki kost á mér til endurkjörs í varafor- mannsembættið er sú og sú ein að ég er í þannig stöðu að ég get ekki af neinu viti sinnt þessu starfi, bú- andi og starfandi í Vestmannaeyj- um“, sagði Magnús H. Magnússon í samtali við Alþýðublaðið um þá ákvörðun sína að gefa ekki kost á sér áfram á komandi flokksþingi. Magnús sagði að það væri miður að hann gæti ekki sinnt þessu sem skyldi, en það væri staðreynd að þó hann vildi halda hlut dreifbýlisins sem mestum þá gæfi það auga leið að varaformaður þarf að mæta á marga fundi, allt að 3 fundi viku- lega yfir vetrartímann, en hver þess- ara funda taki 1—2 vinnudaga. Það væri einfaldlega of mikið. Aðspurður um flokksþingið og væntanlegt formannskjör sagði Magnús: „Ég vona að hvor sem það verður sem tapar, þá taki hann því vel og íþróttamannslega og að það verði engin eftirköst. Það vill brenna við að menn taki ósigri ekki nógu vel, en ef menn verða sáttir við úrslitin þá er ekki ástæða til að vera svart- sýnn. Ég tel nú ekki rétt af mér að lýsa yfir opinberlega stuðningi mín- um við ákveðinn frambjóðanda í kjörinu til formanns", sagði Magnús. Jóhanna í kjöri til varaformanns Jóhanna Sigurðardóttir alþingis- maður tilkynnti á fundi með full- trúum Reykvíkinga á flokksþingi Alþýðuflokksins síðastliðinn laug- ardag, að hún gæfi kost á sér í kjör til varaformannsembættis flokks- ins. í samtali við Alþýðublaðið sagði Jóhanna að það lægi nú fyrir að nú- verandi varaformaður, Magnús H. Magnússon myndi ekki gefa kost á sér áfram. „Undanfarnar vikur hef ég feng- ið fjölmargar áskoranir og hvatn- ingu um að gefa kost á mér í for- ystusveit Alþýðuflokksins og ég hef talið rétt að skorast ekki undan ábyrgð í þessum efnum. Ég hef íhugað þessi mál vel að undanförnu og mér fannst það réttur vettvangur að tilkynna þessa ákvörðun mína á fundi með flokksþingsfulltrúum Reykvíkinga síðastliðinn laugar- dag“, sagði Jóhanna.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.