Alþýðublaðið - 13.11.1984, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 13.11.1984, Qupperneq 2
2 Þriðjudagur 13. nóvember 1984 -RITSTJÓRNARGREIN—'■ l»l" , Kosningar til formanns Það liggur nú fyrir aö kosningar munu fara fram til umræður upp á sfðkastið um það hvernig snúa beri flokkanna um að mikill styrkur yrði f þvl að fá Alþýð- formanns Alþýðuflokksins á flokksþinglnu um þeirri þróun við. Mikil málefnaumræða hefur farið flokkinn inn ( rfkisstjórnina sýna að ríkisstjórnin, næstu helgi. Núverandi formaður, Kjartan Jóhanns- son^hefurlýstþví yfiraðhann muni leítaeftirendur- ‘ kjöri. Þá hefur Jón Baldvin Hannibalsson þingmað- ur Alþýðuflokksins í Reykjavfk gert opinbert að hann bjóði sig fram til formanns. Þess bera að geta að kjör til formanns Alþýðu- flokksins eróhlutbundið, þannig að strangt til tekið eru allir flokksmenn í framboði. Fyrir hinu er þó hefð, að ákveðnir aðilar hafa fyrirfram lýst yfir fram- boði. Svo er nú. Andstæðingar Alþýóuflokksins hafa á slðustu vik- um lagt sig f Ifma um það að láta svo llta út að deil- urog illindi séu milii hópa í Alþýðuflokknum. Aliur sá fréttafiutningur pólitfskra andstæðinga hefur verið út f hött og byggður á Gróusögum. Vissulega hafa Alþýðuflokksmenn áhyggjur af stöðu flokksins eins og hún hefur birst f nýlegum skoðanakönnunum. í flokknum hafa verið miklar og ræddar ymsar hugmyndir ( þvf sambandi. Kosningar f opnum og lýðræðislegum stjórn- málasamtökum eru eðliiegar. Því er langurvegurfrá þvf aó sú staðreynd að kosningar fara fram á milli Kjartans Jóhannssonar og Jóns Baldvins Hanni- balssonar á fiokksþinginu, sé merki þess að djúp- stæður klofningur sé á ferðinni f flokknum. Vitan- lega eru menn ekki ævinlega sammála um öll á- hersluatríði f stefnu flokksins eða leiðir að markinu. Sömuleiðis getur fólk greint á um það hvaða ein- staklingar eiga aó fara með forystu f það og það skiptið. Það væri f raun óeðlilegt ef svo væri ekki. Andstæöingar flokksins hafa reynt að koma þvf inn hjá fólki aó Alþýðuflokkurinn standi einkar veikum fótum nú. Þær fullyrðingar koma ekki heim og sam- an við þær fréttir að stjórnarflokkarnir vilja fá Al- þýðuflokkinn inn I rikisstjórnina til að efla hana og styrkja. Vfirlýsingar forystumanna beggja stjórnar- sem stendur æði höllum fæti, sér Iffsljós f þvf að eflastjórninameð þátttökcrAlþýðuflokksins. Hift er svo annað mái að formleg tilboð I þessa veru hafa ekki borist alþýðuflokksmönnum og formaöur flokksins hefur kveðið á um að Alþýðuflokkurinn færi ekki inn f rfkisstjórnina miðað við núverandi stfl hennar og stefnu. Alþýðublaðið vill undirstrika að á flokksþinginu um næstu helgi mun fara fram ítarleg málefnaum- ræða. Þar munu 250 fulltrúar koma saman og marka starfið og stefnuna til næstu tveggja ára. Kosningar til formanns eða annarra trúnaðarstarfa eru hluti af þeirra heildarúttekt, þar sem flokksfóik horfir um öxlogmeturreynslu liðinnaáraogekkisfðurmarkar spor til framtfðar til eflingar jafnaðarstefnunni og um leið til heilbrigðari og réttlátari þjóðfélagsgerðar hérálandi. - GAS. Tiikynning til launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að gjalddagi launaskatts fyrir mánuðina ágúst, sept- ember og október er 15. nóvember n.k. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til inn- heimtumanns ríkissjóðs, í Fteykjavíktollstjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytiö. Jón Baldvin 1 þýðuflokkurinn vísa á bug öllum kenningum um Alþýðubanda- lagið sem sameiningar- eða for- ystuafl vinstri manna, þó ekki væri nema vegna hörmulegrar reynslu þjóðarinnar af ríkis- stjórnarþáitlöku þess flokks ár- um saman. 5. Undir minni forystu mun Al- þýðuflokkurinn leita samstarfs um að mynda forystuafl jafnað- armanna og frjálslyndra afla vinstra megin við miðju í íslensk- um stjórnmálum. Markmiðið er að auka áhrif jafnaðarstefnunn- Heilsuræktarnámskeið Y.R. Streita - fyrirbygging og meðferd Starfsstöður og líkamsbeiting Leiðbeinandi: Dr. Eiríkur Örn Arnarson Til hvers? Tilgangur námskeiðsins er að upp- lýsa hverjir eru helstu streituvaldar daglegs lífs, hver eru viðbrögð lík- ama og hugar við streitu, veita upplýsingar um fyrirbyggjandi að- gerðir og meðferð streitu. Hvað er gert? M.a. verður leiðbeint um hvernig bregðast má við streitu og kennd verður slökun. Hverjir geta verið með? Námskeiðið er ætlað ölium félagsmönnum VR úr öllum starfsgreinum. Hvenær? Námskeiðið er 14 stundir alls og fer fram laugardagana 17. nóv. og 24. nóv. kl. 10.00-17.00 báða dagana. Leikfími á vinnustaö Leiðbeinandi: Þórey Guðmundsdóttir, leikfimikennari Til hvers? Tilgangur námskeiðsins er að auðvelda fólki að láta sér líða vel líkam- lega, við vinnu sína. Hvað er gert? Kenndar verða léttar líkamsæfingar, sem hægt er að stunda á vinnustað, í sæti sínu eða standandi. Einnig er fræðsla um vöðva- byggingu líkamans. Hverjir geta verið með? Námskeiðið er ætlað öllum félagsmönnum VR úr öllum starfsgreinum. Hvenær? 6 stundir alls, mánudaginn 19. nóv., miðvikud. 21. nóv. og fimmtudaginn 22. nóv. kl. 10.00-12.00 f.h. Leiðbeinendur: Unnur Guttormsdóttir, sjúkraþjálfari Anna Kristjánsdóttir, sjúkraþjálfari Til hvers? Tilgangur námskeiðsins er að draga úr þreytu og vöðvaverkjum vegna of mikils álags á líkamann við dagleg störf. Hvað er gert? Kenndar verða starfsstöður og lík- amsbeiting, ásamt léttum, styrkj- andi, liðkandi og slakandi æf- ingum. Hverjir geta verið með? Námskeiðið er ætlað öllum félagsmönnum VR sem vinna sitjandi störf. Hvenær? 10 stundir alls, kennt verður tvisvar í viku á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17.00-19.00 í fimm skipti alls og hefst þriðjudaginn 20. nóvember. Næring og fæöuval Leiðbeinandi: Dr. Laufey Steingrímsdóttir Til hvers? ITilgangur námskeiðsins er að leiðbeina fólki um val réttrar fæðutegundar til neyslu yfir starfsdaginn. Hvað er gert? Fjallað verður um nær- ingarþörf einstaklingsins, næringargildi ýmissa fæðu- tégunda og neysluþörf lík- amans. Hverjir geta verið með? Námskeiðið er ætlað öllum félags- mönnum VR úr öllum starfsgreinum. Hvenær? 4 stundir alls, kennsla fer fram mánudaginn 19. nóvember og þriðjudaginn 20. nóvember kl. 20.00- 22.00. Hægt er að sækja eitt eða fleiri námskeið samtímis. Sjúkrasjóður VR stendur fyrir öllum þessum námskeiðum og þau eru endurgjaldslaus fyrír félagsmenn Verzlunarmannafélags Reykjavík- ur. Námskeiðin eru haldin í húsakynnum VR í Húsi verslunarínnar á 9. hæð. Látið skrá ykkur strax í síma 68-71-00 því þátttaka er takmörkuð. ar og jafnaðarmanna á stjórn landsins. 6. Undir minni forystu mun Al- þýðuflokkurinn taka af tvímæli um, að við erum ekki gamaldags kerfisflokkur, heldur róttækur umbótaflokkur, sem vill breyta þjóðfélaginu í átt til valddreif- ingar og virkara lýðræðis, — gegn miðstjórnarvaldi og ríkis- forsjá. Alþýðuflokkurinn mun lýsa sig reiðubúinn til samstarfs um stjórn landsins með þeim öfl- um, sem vilja leggja þessari stefnu lið. Ég hef fullan hug á að hrinda í framkvæmd nýjum hugmyndum um róttækar breytingar á vinnu- brögðum í innra starfi fiokksins: Upplýsingastreymi innan flokks, útgáfu- og útbreiðslumálum, fræðslu- og uppeldisstarfi og fjár- öflun. Gerð verður nánari grein fyrir þessum málum á flokksþingií* í samtali við Alþýðublaðið sagði Jón Baldvin enn fremur að hann þekkti engan alþýðufiokksmann sem nú gæti mætt til flokksþings til að staðfesta með ánægju óbreytt ástand, þegar flokkurinn væri bú- inn að tapa 2 af hverjum 3 kjósend- um sínum. „Menn fara ekki á flokksþing til þess að kveða upp dauðadóm yfir sjálfum sér. Ég held að það sé út- breidd skoðun innan flokksins að nú séu seinustu forvöð til að snúa vörn í sókn!‘ Hvað er í þvi sambandi mikil- vægast að þínu mati? „Þetta gerist ekki nema með rót- tækum breytingum, afdráttalausari stefnu, virkari þátttöku flokks- manna, gerbreytingum á innra starfi, uppstokkun á útgáfumálum flokksins og sérstaklega er nauð- synlegt að skipuleggja strax uppeld- is- og fræðslustarf með ungu fólki.“ í ljósi alls þess, hverja telur þú möguleika þína til sigurs? „Ég vil svara þessu sem svo að ég renni blint í sjóinn með það. Fram- boð mitt er fyrst og fremst málefna- legt, ég kem til með að taka úrslit- unum með bros á vör á hvorn veg sem þau fara. Ef menn óttast átök og illindi þá verða þau ekki af minni hálfu“ sagði Jón Baldvin að lok- um. Listaverkakort frá Listasafni íslands Undanfarin 20 ár hefur Listasafn íslands látið gera eftirprentanir af verkum íslenskra myndlistarmanna í eigu safnsins og eru þau tilvalin sem jólakort. Nú eru nýkomin út þrjú litprent- uð kort á tvöfaldan karton af eftir- töldum verkum: Flugþrá, 1935-54, eftir Jóhannes S. Kjarval, Tveir sjómenn á báti, eftir Gunnlaug Scheving, Á hest- baki, 1978, Louísu Matthíasdóttur. Kortin sem eru mjög vönduð að allri gerð eru til sölu í safninu. Félagsfundur Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur félags- fund um nýgerðan kjarasamning á Hótel Sögu (Átthagasal) miðvikudaginn 14. nóvember kl. 20:30. Dagskrá: Nýr kjarasamningur Félagsmenn hvattir til að fjölmenna. Verið virk í V.R. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjalddagi söluskatts fyrir októbermánuð er 15. nóvember. Ber þá að skila skattinum til inn- heimtumanna ríkissjóðs ásamt söluskatts- skýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.