Tíminn - 18.05.1967, Blaðsíða 5
FKWBtTUDAGUR 18. mai 1967.
TÍMINN
Sjötugur í dag:
Jens Hólmgeirsson
Einn þeirra ungu manna sem
mér eru minnisstæðastir frá æsfu
árum rnínurn heima í Önundarc::3i
er Jens Hólmgeirsson. Hann mun
hafa verið rétt um tvítugt er ég
sá hann fyrst og heyrði tala á
ungmennafélagsfundi, líklega þeim
fyrsta, sem ég kom á. Hann var
glæsilegur maður, bjartur yfirlit- j
um, djarfmæltur og festulegur á
svip. Hann talaði af eldmóði og
mælsku um eitt aðalhugðarefni og
stefnumál ungmennafélaganna, að
,.klæðu landið“ skógi. Hann var
hinn dæmigerði „vormaður ís-
lands' aldamótakynslóðarinnar, —
maðurinn, sem hugsaði og starf-
aði samkvæmt kjörorði ungmenna
félaganna: „íslandi allt“. —
f dag er Jens sjötugur, og enn
í dag, þrátt fyrir þennan aldur,
hugsar hann og hrærist í þeim
anda hugsjóna og trúar á landið,
sem einkenndi frumherja ung-
mennafélagsskaparins á íslandi.
Jens Hólmgeirsson er fæddur
að Vöðlum í Önundarfirði 18. maí
1897, sonur Hólmgeirs Jenssonar
bónda þar og dýralæknis, og konu
(hanis Sigríðar Halldórsdóttur, en
hún var systir Jóns Halldórsson-
ar trésmíðameistara í Reykjavík,
sem flestir eldri Reykvíkingar
kannast við sem forystumann
iðnaðarmanna um langa hríð.
Barn að aldri fluttist Jens með
foreldrum sínum að Þórustöðum,
í Önundarfirði, þar sem þau'
bjaggu síðan. Hólmgeir faðir hansi
var mikill jarðræktarmaður, enda I
verfð i bidnaðarskóla Torfa í Ólafs |
daL Jens fékk þvi þegar í föður-'
húsnm mikil kynni ai jarðabót-:
mn og álhuga á jarðrækt. Að loknu ■
eins vetrar námi í Samvinnuskól ■
anum fór hann í bændaskólann
á Hvanneyri og útskrifaðist þaðan
sem búfræðingur vorið 1921. Að
því lcknu vann Jens aðallega að
búi feður síns og ræktunarstörf
um í sveitinni.
Um vorið 1927 ákvað bæiar-
stjórn ísafjarðarkaupstaðar að
hefja búskap og nýrækt á tveim
jörðum er bærinn átti rétt innan
við kaupstaðinn, Seljalandi og
Tungu. til þess að bæta úr þeim
mikia mjólkurskorti sem lengi
hafði verið í bænum. Jens Hólm-
geirsson var ráðinn bústjóri.
Tók hann nú til óspilltra mál-
anna við nýrækt á þessum iitlu
og hrjóstugu býlum og ræktaði
á ótrúlega skömmum tíma, allt
það land sem ræktanlegt var og
kom þarna upp stærsta kúabúi
á Vestfjörðum, með milli 20 og 20
mjó.kurkúm.
Fyrir áeggjan Vilmundar Jó',s-
sonar. landlæknis, sem þá var
héraðslæknir á ísafirði, og mest-
ur ráðamaður þar um langa tíð,
réðst Jens sem bæjarstjóri Isa-
fjarðar í febrúar 1935. Rækti naun
hið erfiða bæjarstjórastarf af
einstökum dugnaði og fórnfysi
um ö ára skeið. Þegar Jens hætti
i bæjarstjoras’tarfinu 1940 flu'tist
hann til Reykjavíkur og varð fram
kvæmdastjóri Framfærslusjóðs rík
isins. En vegna breyttra aðstæðna
var sú stofnun lögð niður 1946.
;Um það leyti hugðist Hafnarfjarð
arbær hefja stórfelldar ræktunar
framkvæmdir í Krísuvík og- var
j Jens ráðinn sem framkvæmda-
‘ stjóri þeirrar nýræktar og jpp-
, byggingar er þar skyldi veröa.
1 Fjárskortur hamlaði því að sú upp
bygging, sem þar var gert ráð fy ir
gengi eins fljótt og vel og æ,iað
var, og hætt var við ýmsar fram
I kvæmdir sem fyrirætlaðar voru.
Hvarf Jens þá frá þeim störfum,
fluttist á ný til Reykjavíkur og
réðst 1. júní 1952 sem fulltrúi
hjá Iryggingarstofnun ríkisins, r.g
þar nefur hann starfað síðan.
Það sem hefur verið einkenn-
andi fyrir Jens í öllum hans stö-f-
um, er dugnaður hans og vilja-
festa. löngun til þess að láta golt
af störfum sinum leiða, samfara
stakri reglusemi og trúmennsku
í öllum störfum.
Jens er tvíkvæntur. Þann 11.
júní 1927 kvæntist hann fyrri
konu sinni Önnu Rósinkranzdotlur
frá Xröð í Önundarfirði, æsk.iviu-
konu sinni og sveitunga, mjög
vel gefinni. En hún veiktist n o ikr
um vikum eftir brúðkaupið og dó
tveim árum síðar. Var það mikið
áfall fyrir þennan hjartahlýja og
trölltrygga mann. Fimm árum síð-
ar svæntist Jens í annað sinn,
Olgu Valdimarsdóttur frá Æð’j.
mestu ágætiskonu. Eig;. þau eina
dóttur, Önnu, stúdent og kennar^
að mennt, gift Sigurði lónssvni
héradslækni á Hólmavík.
Þó ég þykist vita að það sé
ekki gleðiefni fyrir vin minn
Jens, svo starfsglaðan mann og
þrekrr.ikinn, að komast nú yfir
marKið. samkv. reglum ríkisins
um starfsaídur manna og í hóp
starfsleysingja, þá óska ég honum
innilega til hamingju sjötugum og
flyt honum þakkir mínar og bróð-
ur míns Júlíusar, fyrir órofa
tryggð og vináttu, allt frá því er
við tyrst kynntumst og störfuðum
saman að sameiginlegulh hugðar
mál tm á æskustöðvunum heima
í Önundarfirði.
Guðl. Rósinkranz.
MINNING
Guörún Magnúsdóttir
Brekku, laigjaldssandi
í dag verður til moldar borin
ifré Sælbóls'kirkju frú Guðrún
Magnúsdóttir fyrrverandi hús
freyja að Brekku á Ingjaldssandi,
en hún andaðist á sjúkralhúsi ‘ísa
‘ f jiarðar 9. þ. m.
Guðrún var borgfirzk að ætt
og uppruna, dóttir hjónanna Hall
dóru Guðmundsdóttur og Magnús
ar ‘Eggertssonar, búenda að Eyii
í Flókadal, og þar var Guðrún
fædd 2. júlí árið 1877, og hefði
því orðið níræð nú í eumar. Guð
rún fluttist ung með foreidrum
sínum að Tungufelli í Lundar-
reykjadal, og ólst þar upp tii
tvítúgisaldurs í foreldrahúsum.
Um Tungufell lók jafnan í huga
‘hennar andblær vors og æsku.
Á vordögum 1899 fór Guðrún
úr föðurgarði vestur til Önundar
fjarðar, og giftist 10. sept. Guð-
mundi Einarssyni frá Heggstöðum
í Andakílshreppi í Borgarfjarðar-
sýslu, en hann hafði tveim árum
áður ráðist að hvalveiðistöð Hans
Ellefsen á Sólbakka í Önúndar-
firði. Guðmundur Einarsson varð
seinna þekktur sem ein slyngasta
refaskytta hér á landi og um
hann sem slíkan hefur margt og
mi'kið verið skrifáð. Guðrún og
Guðmundur ‘hófu svo búsikap í
Neðri-Hjarðardal í Dýrafirði alda
mötaárið, og voru þar í tvö ár,
en fluttust þá að Litla-Garði í
sömu sveit. og bjuggu þar í 6
ár. '/orið 1909 höfðu þau fengið
ábúð á kirkjujörðinni Brekku á
Ingjaldssandi, og fluttust þá þang
að og bjiuggu þar samfellt í 38
ár eða ti‘1 ársins 1947, en þá
tóku synir þeirra, Ragnar og
Kristjlán við ‘búi.
Guðrún og Guðmundur eign-
uðust 17 börn. Fimrn barnanna
dóu i bernsku, en hin eru öll
á lífi, og nýtir þjóðfólagsþegnar,
hvert á sínu sviði: Helgi búsettur
á Brekku á Ingjaldssandi. Hall-
dqra húsfreyja á Sæbóli ; á Ingj
aldssandi, Þóra fyrrum Ijósmóð-
ir á Flateyri, nú búsett i Hafnar
firði, Guðmundur Óskar bóndi á
Seljalandi við Skutulsfjörð, Guð
rún húsfreyja í Fagrahvammi við
Skutulsfjörð, Jón Halldór skóla
stjóri Digranesskólans í Kópa
vogskaupstað, Guðríður hús-
freyja á Flateyri, Magnúsína hús-
freyia á Flateyri, Kristján bóndi
á Brekku á Ingjaldssandi, Ragnar
starfsmaður fasteignamatsins í
Reykjavík, Guðdís húsfreyja á
Sæbóli II á Ingjaldssandi ag
Guðmunda Jónína húsfreyja á
Álfadal á Ingjaldssandi. Hjá
þeim hjónum ólst einnig upip
Einar, elzta barn Guðmundar, er
hann átti áður en hann kvænitist
Guðrúnu. Einar bjó fyrst á Sæ-
bóli á Ingjaldssandi, en síðar á
Bakka í Þingeyrarhreppi. Hann
lézt í Reykjavík á síðasta ári.
Ennírtmur ólu Brekkuhjónin upp
eitt barnabarn sitt, Asgeir Bjarna
son, efnispilt, sem dó fyrir aldur
fram 16 ára gamall. Ásgeir var
sonur Guðríðar og Bjarna Þórð
arsonar trésmíðameistara á Flat
eyri. Þetta er stór hópur, sem
nú hefur verið talinn, en móður
faðmur Guðrúnar Magnúsdóttur
var en'nþá stærri. Á hverju sumri
dvöldu hjá þeim Brekkuhjónum,
í lengri eða skemmri tíma, fjöldi
barna og unglinga. Öllu þessu
ungviði reyndist Guðrún hin
ágætasta móðir, nærgætin og
umhyggjusöm, hlý og góð, en
jafnframt stjórnsöm. ákveðin ->g
skapföst. Guðrún var vel gefin
kona, hæglát og prúð í framgöngu
en umfram allt ástrík móðir.
Hjónaband Guðrúnar og Guð-
mundar var til fyrirmyndar. Guð
rún var mikil dugnaðar- og sitarfs
kona og mjög samhent manni
sínurn. Þau hjónin báru gagn-
kvæma virðingu hvort fyrir öðru
og sigruðu með sameiginlegu á-
taki hverja þraut. Húsfreyjustarf
sitt rækti Guðrún af slíkum
myndarbrag að athygli vakti.
Hún var veglynd og veitul, hver
sem í ‘hlut átti. Á heimili hennar
ríkti reglusemi og hreinlæti,
nýtn: og snyrtimennska. Fyrr á
árum m-eðan börnin voru ung,
‘hvíldu vorstörfin oft með fúll
um þunga á herðum húsfreyj
unnar, þ.egar bóndinn var á
fjarlægum stöðum á refaveið
um. Nágrönnum sínum voru
hjónin á Brekku hjiálpsöm, hvort
sem beðið var um handtak eða
einhwern htút að láni, Foreídr
ar mínir voru í 18 ár nágrannar
Guðrúnar og Guðmundar og er
mér óhætt að íullyrða að hjálp
samara og betra nábýlisfólk er
vart hægt að hugsa sér.
Afkomendur Guðrúnar á Brekku
eru í dag á annað hundrað
manns. Allt þetta fólk ber svip
mót og eiginleika ættar sinnar
í ríkum mæli. Það er stórt fram
lag, er slík ættmóðir sem Guð
rún Magnúsdóttir leggur þjóð
sinni til. Það verður aldrei metið
með neinum venjulegum mæli
stikum, en engu að síður nýfur
þjóðfélagið þess í ríkum mæli
í nufið og framtíð í dugnaði og
manndómi afkomendanna.
Sðustu ár ævinnar var heilsa
Guðrúnar mjög farin, sérstaklega
eftir slæmt lærbrot, sem hún
hlaiuit fyrir nokkrum ánurn. Þessi
ár átti hún öruggt og gott athvarf
Framhald á 15. síðu.
5
Á VfÐAVANGI
„ ... og atvínna verður
tryggð með tilkomu
stóriðju"
Valur atvinnufyrirtækjanna
úr átta ára stríði „viðreisnar-
innar“ er orðinn mikill og vcx
svo að segja með degi hverjum.
Heilar iðngreinar hafa liðið
undir lok, iðngreinar, sem voru
traustar stoðir undir sjálf-
stæðu atvinnu- og efnahagslífi
þjóðarinnar. Önnur fyrirtæki
vinna með hálfum afköstum
eins og hrörleg gamalmenni.
f stærstu vélsmiðju landsins
eru allar nýsmíðar hættar,
margar deildir hennar lagðar
niður, en aðrar vinna með
minnkuðum afköstum að við-
gerðum. Skóiðnaður lands-
manna er svo að segja niður
lagður. Ullariðnaðurinn aðeins
svipur hjá sjón miðað við það,
sem áður var. Fyrir nokkrum
dögum lauk einn stærsti iðn-
rekandi í fatagerð við að segja
upp starfsfólki sínu. Sumir hafa
sagt, að kraftblokkin hafi
raunverulega haldið „viðreisn-
inni“ á floti síðustu ár. Nú
treystir ríkisstjómin sér ekki
til þess að taka á móti því eða
verðleggja það, sem kraftblokk
in dregur úr sjó í maímánuði
eins og undanfarin ár.
Enginn getur lifað eða fram
fleytt fjölskyldu sinni af dag
vinnutekjum einum. ÖII af-
koma hefur byggzt á gegndar-
lausri yfirvinnu, sem nú fer
óðum þverrandi þegar at-
vinnufyrirtækin dragast sam-
an.
Þetta veit Bjarni forsætisráð
herra, og þegar hann ávarpar
þjóð sína og biður um endur-
kosningu, veit hann að ein-
hverju atvinnuöryggi verður
að lofa. f nýútkomnu hirðis-
bréfi sínu gerir hann það með
þessiun orðum:
„ . og atvinna verður
tryggð með tilkomu stóriðju".
Óttizt ekki
Þannig segir Bjarni: Óttizt
ekki, fyrir þessu mun verða
séð. Þó að hætt verði öllum
járniðnaði í landinu, þó að við
hættum að gera föt okkar sjálf
ir, þó að togaraútgerð leggist
niður, þó að sfldveiðar borgi
sig ekki, þó að við hættum að
rækta kartöflur, þó að iðnfyr
irtækin segi upp starfsfólki
sínu eitt af öðm, þá sjáum við
ykkur samt farborða — „at-
vinna verður tryggð með til-
komu stóriðju". Hverju skiptir
það, þó að þessi stóriðja sé
eign erlends auðhrings? Hverju
skiptir það, þótt arðurinn af
rekstri og vinnu renni út úr
landinu? Hverju skiptir það,
þ^>tt íslenzk fyrirtæki týni töl-
unni. Fólkið nýtur þeirrar
náðar að fá að vinna hjá er-
lendri stóriðju. Fyrir pening
ana kaupum við svo gæði heims
ins frá útlöndum, og góðir
menn á íslandi græða á inn-
flutningnum.
Og í samræmi við þetta ger
ir Sjálfstæðisflokkurinn 10 ára
áætlun um eflingu atvinnuveg
anna og fyrsti liður þeirrar
áætlunar er að ganga í fríverzl
unarbandalagið.
Þetta er sú framtíðar-„við-
reisn“, sem Bjarni boðar þjóð
inni nú. Það er framtíðarhús
ið, sem Jóhann Hafstein boðar
að rísa muni á gmnni „við-
reisnarinnar".
Valköstur íslenzkra fyrir-
tækja skal hækka, og fólkið
Framhiald á 15. síðu.
i