Tíminn - 18.05.1967, Blaðsíða 16
19 togaraskipstjórar skora á ríkisstjórnina að hindra ekki innflutning á veiðarfærum togara:
GETUR SKIPT MILLJÖNUM AÐ TOGARAR HAFIRÉTT NET
EJ-Reykjavík, miðvikudag.
Blaðinu barst í dag eftirfar-
andi áskorun, sem 19 togara
skipstjórar hafa sent sjávar
útvegsmálaráðherra, Eggert
G. Þorsteinssyni, varðandi inn
flutning á veiðarfærum til tog
aranna, en þar segir m. a., að
„það getur skipt milljónum í
afla að togararnir hafi þau
net, sem bezt reynast á hverj
um tíma.
„Viegna fenginnar reynslu
imargra togaraskipstjóra ós'k-
ium við þess eindregið að Rík
lisstjórnin hindri ekki inn-
flutning á þeim veiðarfærum
til togaranna, sem bezt reyn-
ast á bverjum tíma.
Reynslan hofiur sýnt að
Ilampiðjunetin hafa ekki
líkt því sama styrkleika í
notkun og portúgölsk net, sem
togararnir hafa almennt notað
undanfarið.
Við erum ekki á móli því að
íslenzkur iðnaður sé styrktur,
en mótmæluim því eindregið
að það sé gert á kostnað tog-
aranna, þar sem það getur skipt
milljónum í afla að togararnir
hafi þau net, sem bezt reyn-
Framnald a tð slðu
J
Bær brann
í Hrútafirði
JJ-Meliun, miðvikudag.
f gær kom upp eldur í íbúða-
húsinu á Fögrubrekku í Hrúta-
firði. Eldsins varð vart um kl. 17
í gærdag. Var þegar hringt á næstu
bæi og sömuleiðis í slökkviliðið
á Hvammstanga og Borðeyri. Einn
ig var komið með brunadælu frá
Reykjaskóla. Dreif brátt að
margt manna og voru þrjár bruna
dælur í gangi.
Eldurinn ko.m upp í rislhœð
hússins og eyðiiagðist hún al-
gjörlega. Loftplatæ hússins var
steypt og því tókst að verja hæð
ma með harðfylgi .manna við
slökkviistarfið. Þó skemmdist hún
mikið bæði af vatni og réxk.
Innanstokfcsmunum á neðri
hæð tókst að bjarga óskemmdum
að mestu, en af rishæðinni var
engu bjargað. Var þar margt
verðmætt, því hluti rislhæðar var
notaður sem gieymsla. Brann þar
bæði fatnaður, álhöld ýmiskonar
og fleira. Innbú mun hafa verið
lágt vótryggit og því tjón hús-
ráðanda tilfinnanlegt.
Að Fögrubrekku búa hjónin
Framhald á 13. sífiu
Hér er ærin hans Sigurðar Guðmundssonar í V(k, og öll lömbin fjögur
í kringum hana, en þau dafna vel. (Tímamynd SÁÞ)
Frjósamar
æríVík...
MK-Vík, Mýrdal, miðvikudag.
Átta vetra ær, sem Sigurð
ur Gunnarsson í Vík á, átti
nú fyrir nokkru fjögur lömb
sem öll lifa, og dafna vel.
Áður hefur hún þrisvar verið
þríleind, þrisvar tvílembd og
aðeins einu sinni einlemd. Alls
befur hún því átt 20 lömb, og
má tclja það mikla frjósemi.
Sjálf er ærin þrílembingur.
og Ólafsvík
AS-Ólafsvík, miðvikudag.
Nokkuð sérkennilegur at-
burður varð í gær hjá einum
sauðfjáreiganda hér. Fjögurra
velra ær, sem bar áttundá
maí s. 1. tveimur lömbum, átti
önnur tvö I gær! Lömbin voru
öll stór og vel vaxin. Annað
lambið, sem fæddist 8. maí, dó
í morgun.
Á þessi heitir „Hetja“ og er
eign Ara Bergmanns hér í bæ.
Heíur ærin alltaf verið tví-
lembd.
TILLÚGUR UM SLÖKKVILIDSBUNAD
OG GATNAHREINSUN í BORGARST J.
AK-Reykjavík, miðvikudag.
Á fundi borgarstjórnar Reykja
yíkur á morgun eru á dagskrá
fyrirspurnir um gatnaviðgerðir
frá Einari Ágústssyni og um sum
ardvöl barna frá Kristjáni Bene
diktssyni.
Einnig flytja borgarfulltrúar
Framsóknarflokiksins tiUögu varð
andi búnað slökkviliðsins þar sem
lagt er til að gaumgæfileg at-
hugun fari fram á honum og
nauðsyn endurnýjunar og öflun
nýrra tækja. Einnig flytur Krist-
ján Beneiliktsson tillögu um
gatnahreinsunina, sem ekki er
nógu góð, og er þar bent á ýmsar
leiðir til úrbóta.
í fyrirspurnuTn þeirra Einars
Dafnar vel
Fyrir um það bil ári síðan
birtum við mynd af nýfæddu
þrífættu folaldi, í eigu Mar-
mundar Kristjánssonar á
Svanavalni í Austur-Landeyja-
hreppi. Nú eru mæðginin,
tryppið og hryssan komin hing
að suður og var myndin tekin
af tryppinu í nágrenni Reykja
víkur nú fyrir skömmu. Er
ekki annað að sjá en tryppið
dafni vel þrátt fyrir að einn
fótinn vanti, og geti brugðið
undir sig betri fætinum ef svo
ber undir. (Ljósmynd S.S.).
og Kristjáns er vifcið að málium, I að aufca moguleifcia borgarbarna
sem nú eru mjög á dagskrá, við til þess að komast í sweit í sum
gerðir hinna miklu gatnaskiemmda ar. Nánar verður sagt frá þessum
í borginni og riáðstöfunum sem méluim eftir umræðurnar og með
nauðsynlegt er að gera til þess I ferð þeirra í borganstjórn.
Félag ísl. veg-
farenda stofnað
Fundur Fram-
sóknarmanna í
Vestm.eyj‘um
Framsóknarmenn í Vest
mannaeyjum boða til al-
mcnns fundar, laugardag-
inn 20. maí kl. 4 í Alþýðu
húsinu. Frummælendur:
Helgi Bergs, Sigurgeir
Kristjánsson og Ágúst Þor-
valdsson.
EJ-Reykjavík, þriðjudag.
Snemma í aprílmánuði s. 1.
komu nokkrir atvinnubifreiða-
stjórar saman á fund í Reykjá
vík til þess að ræða „liið ískyggi
lega ástand sem ríkir í umferða
málum bæði í höfuðborginni og
annars staðar á landinu“, — að
því er segir í fréttatilkynningu,
cr blaðinu barst í dag. Varð
þessi fundur til þess að stofnuð
hafa verið samtök, „Félag ís-
lenzkra vegfarenda". Var stofn-
fundurinn haldinn 4. maí s. 1.
og er félagssvæðið landið allt.
Tilgangur félagsins er: a. vinna,
að bættri umferðamenningu veg
farenda á þann hátt að hún verði
sem áhættuminnst, án slysa og
F'ramba'ld a 13. slðu.
Samkomur ungra Framsóknarmanna
í Norðurlandskjördæmi eystra
Fyrstu samkomur Sambands
ungra Framsóknarmanna á
Norðausturlandi verða í
Tjarnarborg í Ólafsfirði laug
ardaginn 20. maí kl. 21 og
Freyvangi, Eyjafirði, sunnudag
inni 21. maí kl. 21. ÁvÖrp
flytja Björn Teitsson, Jónas
Jónsson, Sigurður Jóhannes-
son. Þá muuu Omar Ragnars-
son og Jóhann Konráðsson
skemmta í Ólafsfirði og Ómar
og Jóhann Daníelsson og Eirík
ur Stefánsson skemmta í Frey
vangi. Dansað verður að lokn
um skemmtiatriðum og leikur
hljómsveitin Póló ásamt Bjarka
fyrir dansinum.
Bjarni M. Gíslason
heiðursfélagi Fél
ísl. rithöfunda
Aðalfundur Félags íslenzkra rit
liöfunda var haldinn þriðjudag-
inn 9. þessa mánaðar. Á fundin
um var einróma samþykkt að
kjósa Bjarna M. Gíslason heiðurs
félaga í viðurkenningar og þakk
lætisskyni fyrir starf hans að
lausn handritamálsins.
Töluverðar umræðiur urðu um
úlihlutun iistamiannalauna. Guð
mundur Gíslason Hagalín taldi
að áherzlu bæri að leggja á starfs
styrki til rittoöfunda. Helgi tæ-
mundsson lýsti þeirri skoðun
sinni að frumvarp það, sem ný-
lega hefur. verið samþykfct á al-
þingi um breytta skipun lista-
mannalauna, yrði til mifcilla bóta
í framtíðinni.
Starf félagsins hefur verið
blómleg't í vetur. Tvær kvöldvök
ur voru haldnar fyrir félagsmenn
og gesti þeirra. Eftirfarandi rit-
höfiundar lásu úr verkum sínum
FramhiaM á 15. síðu.