Tíminn - 18.05.1967, Blaðsíða 8

Tíminn - 18.05.1967, Blaðsíða 8
FIMMTUDAGUR 18. maí 1967. TÍMINN Tómas Katisson, ritstjórnarfulltrúi: Fyrirtækin, „flokkur einka- framtaks" og stjórnarstefnan Atvinnufyrirtækin eru undir- staða hvers þjóðfélags. Þar fer fram sú verðmætasköpun, sem allir þjóðfélgasþegnar fá beint eða óbeint lífsframfæri sitt af. Vel rekin og öflug fyrirtæki eru því forsenda velmegunar þjóð- félagsþegnanna í heild. Aukin velmegun fæst ekki nema með eflingu fyrirtækjanna, bættum rekstri þeirra, aukinni verð- mætasköpun, þar sem verðmæta aukningin er meiri en aukning tilkostnaðarins við framleiðsl- una, þ. e. aukinni framleiðni. Aðeins þannig kemur meira til skipta á hverja vinnandi hönd. Framleiðniaukningin í nútíma- fyrirtækjum byggist fyrst og fremst á aukinni tækni, vélvæð ingu og hvers konar hagræð ingu í rekstri. Þennan undir stöðuþátt þjóðfélagsins kepp- ast nú þjóðirnar við að efla sem mest með hvers konar ráð- um. Áróðurinn gegn fyrirtækjunum urs gegn eigendum þeirra. Hag ur launþega á íslandi mun ekki batna við það og hann verður ekki bættur nema með betri og öflugri rekstri fyrirtækjanna og réttlátari skiptingu þjóðar tekna. Til þess að tryggja það verður að knýja fram stefnu- breytingu því núverandi stjórn arstefna er að sliga atvinnu- fyrirtækin. Það verður að taka upp nýja stefnu, þar sem ríkis valdið hafi foxystu um samstarf við einkaframtakið og félags- framtakið og launþegasamtök um skipulega og markvissa aukningu framleiðni í fyrir- tækjunum og uppbyggingu nýrra arðvænlegra atvinnu greina og ríkisvaldið tryggi síð an fjármagn, fyrirgreiðslu og forgangsstuðning við það, sem samkomulag verður um að í fyrirrúmi eigi að sitja. Það er þessi stefna, þessi knýjandi og jákvæða stefnu- breyting, sem Framsóknarflokk urinn vill beita sér fyrir, sem Morgunblaðið kallar nú hafta- stefnu. Það, sem hér hefur verið sagt eru að vísu augljós sann- indi, sem flestum ætti ekki úr minni að falla, þegar um at- vinnu- og efnahagsmál er rætt. Byrðar á bök launþega Æ fleirum verður það nú Því miður virðist þetta þó oft gleymast í hita baráttunnar hér á landi og á það sjálfsagt sín- ar orsakir. Hér á landi liafa kommúnist- ar og til skamms tíma Alþýðu flokkurinn rekið heiftúðugan áróður gegn atvinnufjTÍrtækjun um og eigendum þeirra al- mennt. Rætur þessa áróðurs standa í stjómmálastefnum þessara flokka, sem eiga upp- runa sinn og orsök í lénsskipu- laginu. Kommúnistar hafa stefnt að byltingu. Þeir hafa viljað velta í rúst til að skapa grundvöll hennar og alveldi ríkisins. Sósíal demókratar hafa til skamms tíma stefnt að víð- tækum ríkisrekstri fyrirtækja. Áróður þessara flokka hefur því beinzt um áratugi gegn einka- fyrirtækjum og eigendum þeirra. Framsóknarflokkur- inn og fyrirtækin Þessi áróður, svo og lygaáróð- ur gegn Framsóknarflokknum af hálfu Sjálfstæðisflokksins vegna stuðnings hans við sam- vinnufélögin, hefur valdið því, að mönnum, sem komizt hafa yfir atvinnutæki, hefur þótt allt að því óhugsandi annað en skipa sér undir merki Sjálfstæð isflokksins —• og það jafnvel þótt það hafi verið fyrir atbeina og áhrif Framsóknarflokksins á atvinnumála- og efnahagsmála löggjöf landsins, að þeim var «fært að eignast fyrirtæki. Af þessu stafa m. a. ócðlilega mikil áhrif Sjálfstæðisflokksins á ís- landi borið saman við t. d. íhaldsflokkana á Norðurlönd- um. Atvinnufyrirtækin á íslandi þurfa svo sannarlega annars frekar við nú en hatursáróð ljóst, að standi fyrirtæki lands- manna höllum fæti og fái þau ekki eðlilega og sjálfsagða fyr- irgreiðslu af ríkisvaldsins hálfu, versnar hagur þjóðarinnar. Fyr- irtækin geta þá ekki greitt það kaup, sem fólkið þarf að fá og verður að fá og gjaldþol fyrir- tækjanna til opinberra gjalda, skatta og útsvars, minnkar- Þar sem ákveðnum upphæðum til opinberra þarfa þjóðarinnar er jafnað niður á einstaklinga og fyrirtæki þýðir slæmur hagur fyrirtækjanna það, að meira af gjaldabyrðinni færist af þeim yfir á bök launþeganna eins og glöggt kom fram við síðustu útsvarsálagningu hér í Reykja- vík. Efling fyrirtækjanna ir því ekki síður hagsmunamál launþegans og hins almenna skattgreiðenda en atvinnurek- andans og þar skiptir aukin framleiðni öllu og hví skyldi einbeittri forystu ríkisvaldsins ekki takast að laða þessa aðila til raunhæfs samstarfs um að auka hana, þar sem tryggt yrði, að báðir fengju sína réttmætu hlutdeild í hinum aukna arði? „Flokkur einkafram- taksins og stjórnar- stefnan Frá 1927 allt fram til 1959 hafði Framsóknarflokkurinn mikil áhrif á stjóm landsins. Framsóknarflokkurinn átti mik inn þátt í þeirri margháttuðu löggjöf, sem sett var á þessum áram til að styðja að uppbygg- ingu íslenzkra fyrirtækja. Stefna Sjálfstæðisflokksins í atvinnu- og efnahagsmálum hef ur ekki kornið ómenguð fram í stjórn landsins fyrr en síðustu árin. 1960 gerist Alþýðuflokkur inn hækja Sjálfstæðisflokksins og stefna Sjálfstæðisflokksins Tómas Karlsson sem, hefur haldið því fast fram og fengið menn til að trúa, að hann væri eini flokkurinn, sem styðja vildi framtak einstakl- inganna, hefur loks nú fengið að sýna sig áþreifanlega í fram kvæmd. Menn skyldu ætla að hagur fyrirtækjanna stæði með einstökum blóma éftir þennaii 7 ára reynslutíma stefnu „flokks einkaframtaksins". Nú hafa menn rekið sig á, og vonandi ekki til að reka sig á aftur, því að sú reynsla, sem fengizt hefur, hefur reynzt fyr- irtækjunum og landsmönnum öllum dýrkeypt. Hvernig er nú komið? Eitt iðnfyrirtækið af öðru hrynur. Sjávarútvegur og fisk iðnaður, undirstaða útflutnings- verzlunarinnar, á heljarþröm. Stjómlaus óðaverðbólga ríkir þótt reynt sé nú að leyna straumþunga hennar um stund arsakir eða fram yfir kosning- ar með sjónhverfingum svokall aðrar verðstöðvunar. fslenzk fyrirtæki eru látin búa við miklu lakari aðstoð og fyrir- greiðslu frá ríkisvaldi og banka kerfi en fyrirtæki nágranna- þjóða sem íslenzkum fyrirtækj um er ætlað að keppa við á innlendum og erlendum mörk uðum. íslenzkt fyrirtæki búa við vaxtaokur og stranga rekst- urslánaskömmtun. Sérstakar ráðstafanir til að stuðla að auk inni framleiðni eru nær engar gerðar af ríkisvaldsins hálfu og ódýrt fjármagn til þessa vaxtar brodds efnahagslífsins er lítið sem ekkert fáanlegt ólíkt þvi, sem hjá nágrannaþjóðum ger- ist. En hvernig stendur á því, að „flokkur einkaframtaksins“ leikur „sína menn“ svona grátt? Ástæðan Svarið er tvíþætt. f fyrsta lagi er það fáránleg oftrú á gömul íhaldsmeðul í stjórn pen lnga- og efnahagsmála, sem stjórnar forystumönnum Sjálf stæðisflokksins. f öðru lagi eru það hagsmun ir áhrifamestu mannanna inn- an Sjálfstæðisflokksins. Mann- anna, sem eiga og gera út Sjálf stæðisflokkinn og hafa jafnan yfirhöndina, þegar hagsmunir einstakra hópa innan flokksins rekast á við þeirra hagsmuni. Þeir hafa borið sigur úr býtum í skiptum við iðnrekendur, út- gerðarmenn, frystihúsaeig- endur og launþega. Það eru vissir stórir innflytj endur og eigendur fjármagns, sem ráða ferðinni og þeir hagn ast af ófremdarástandinu, með an gjaldeyririnn lirekkur til. Augu fjölda atvninurekenda eru nú að opnast fyrir því, að með Sjálfstæðisflokknum geta þeir ekki átt samleið að ó- breyttri stefnu. Ungir menn í atvinnurekstur Framsóknarflokkurinn er í rauninni eini flokkurinn, sem styðja vill hið almenna og frjálsa einstaklingsframtak fjöldans og það sýnir reynslan og áhrif Framsóknarflokksins á löggjöf undanfarna áratugi, er beinzt hefur í þessa átt. Fram sóknarflokkurinn vill búa þann ig um hnúta, að ungum og efni legum dugnaðarmönnum, sem hafá yfir þekkingu og tækni- kunnáttu að ráða, sem er lyk- illinn að framförum I nútíma- þjóðfélagi, verði gert kleift að hefja rekstur Iífvænlegra fyrir tækja, þótt þeir hafi ekki full- ar hendur f jár. Framsóknarflokkurinn er hins vegar andvígur því, að stórfyrirtæki, sem úrslitaþýð- ingu geta haft fyrir afkomu þjóðar eða byggðarlaga séu í höndum fárra auðmanna og flokkurinn vill styðja að því að sett verði skynsamleg löggjöf er tryggi beilbrigða samkeppni á innanlandsmarkaði og setji hömlur við hvers konar einokun artilhneigingum eða samtökum um að halda uppi verðlagi. Framsóknarflokkurinn trúir því, að með því að styðja ein- staklingsframtak fjöldans, séu leyndir kraftar leystir úr Iæð- ingi er auki þjóðarframleiðsl- una, stuðli að meiri hagkvæmni í rekstri og þar með aukinni framleiðni og betri nýtingu at- vinnutækjanna. Stefna Framsóknarflokksins finnur nú æ sterkari hljóm- grunn með öllum stéttum þjóð- félagsins. Aukin velmegun fæst aðeins með eflingu og bættum rekstri fyrirtækjanna og rétt- látri MutdeOd launþeganna í auknum arði. Menn gera sér nú æ fleiri ljóst, að Framsóknar- Hokkurinn hefur möguleika til að verða það afl, er laðar laun þega og atvinnurekendur til samstarfs um heObrigða mark- vissa stefnu, sem líklegust er til að skila sem mestum og skjótustum arði til beggja að- ila. EfnahagsbandalagiB En þegar rætt er nú um fyrir tækin og íslenzkt einstaklings- og félagsframtak, verður ekki komizt hjá að gera að umtals- efni það mál, sem kann að verða hið örlagaríkasta fyrir íslenzkan atvinnurekstur og ís- Ienzka þjóð í þeim kosningum, sem nú fara í hönd. Það er efna hagsbandalagið. Það er nær víst, að þeir menn, sem nú eru að brjótast í atvinnurekstri á fslandi, munu ekki kemba hærumar sem íslenzkir atvinnu rekendur, ef ekki verður farið með fullri gát í þeim málum. Stjórnarflokkarnir hafa nú ákveðið að sækja um aðUd að EFTA, fríverzlunarbandalaginu. Um það var m. a- ályktað á ný- loknum landsfundi Sjálfstæðis flokksins þvert ofan í þá vitn- eskju, er þá' lá fyrir, að Bretar myndu sækja um aðild að Efna hagsbandalaginu og aðeins væri spurning um tíma hvenær þeir fengju fulla aðUd, — en vitað er að nær öll EFTA-ríkin munu fylgja í kjölfar Breta inn í Efna liagsbandalagið og EFTA þar með leysast upp. De GauUe hefur nú lýst því yfir, að hann, muni ekki beita neitunarvaldi gegn aðUd Breta og önnur um mæli hans bera aðeins vott um hygginn samningamann, sem setur ítrustu kröfur sínar fram áður en hann seri;£fiað samningaborðinu. Með slíkri ályktun og gerð var á lands- fundi Sjálfstæðisflokksins virð ist því eiga að smygla íslandi inn í EBE með því að láta það tengjast EFTA áður en EFTA- ríkin gerast aðilar og við látnir fljóta þannig með. Þannig á að smeygja okkur inn bakdyrameg in á næsta kjörtímabili, ef þjóð in heldur ekki vöku sinni í kosn ingunum 11. júní. Að bera okkar iðnað og at- vinnurekstur eins og nú er að honum búið, iðnað, sem aðeins hefur þróazt í tvo til þrjá ára tugi, saman við báþróaðan iðn- að þeirra þjóða, sem hyggjast taka þátt I Efnahagsbandalag- inu og eru tugfallt og hundrað n faUt stærri en við, er hreinn tí barnaskapur. 1 Bjartsýni og kjarkur | Ef við höldum á utanríkis- 9 málum okkar af einbeitni, stað festu og hyggindum, er engin ástæða til að ætla annað en við inunum fá þá viðskiptasamn- inga við þá viðskiptaheild, sem nú er í mótun I Evrópu, sem okkur munu henta sem sjálf- stæðri þjóð. Meðan þessum samruna er ekki að fullu lokið í Evrópu verðum við að sýna þolgæði og stillingu og umfram allt bjartsýni og kjark og ganga ejjki uudir samstjórn í nokkurri mynd eða takmörkun á fullveldi okkar fyrir ímyndaða efnahags lega ávinninga. Þann tíma, sem líður meðan þjóðir Evrópu eru að sameinast í eina viðskipta- heild, eigum við einmitt að nota til þess að vél- væða og tæknibúa okkar iðnað sem bezt, m. a. með hverskon- ar ráðum og fyrirgreiðslu af ríkisvalds og löggjafa hálfu, til þess að við verðum þess umkomin að standast sam- Framhald á 15. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.