Alþýðublaðið - 14.12.1984, Síða 1

Alþýðublaðið - 14.12.1984, Síða 1
Föstudagur 14. desember 1984 220. tbl. 65. árg. Jóhanna Sigurðardóttir og fleiri: Þak á tæki- færisgjafir „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að setja reglur sem kveða á um að takmarka notkun al- mannafjár til tækifaerisgjafa hjá stofnunum í eigu ríkisins." Þannig hljóðar þingsályktunar- tillaga sem Jóhanna Sigurðardóttir, Guðrún Helgadóttir, Eiður Guðna- son og Kristín Halldórsdóttir hafa lagt fram á Alþingi. Tillaga þessi var einnig flutt á síð- asta þingi. í greinargerð með tillög- unni segir meðal annars: „Þær upplýsingar, sem fram hafa komið opinberlega, að opinberum starfsmanni sé af almannafé gefin tækifærisgjöf fyrir nokkur hundruð þúsund krónur er fuli- komlega óeðlileg og óverjandi. Ekki síst ber að fordæma slíkt á sama tíma og rekstur ríkisstofnana er fjármagnaður með erlendunt lántökum. í þeim tilgangi að koma í veg fyrir slíkt í framtíðinni er þessi tillaga flutt“ Þá fylgja með tillögunni upplýs- ingar um reglur sem settar hafa ver- ið í Noregi og Danmörku um notk- un almannafjár til slíkra hluta. Rannveig Guðmundsdóttir, Kópavogi Mikil áhersla á félagslegar framkvæmdir „Við í Kópavoginum liöfum um árabil verið með algjöra eða hlut- fallsbundna niðurfellingu á fast- eignaskatti ellilífeyrisþega og öryrkja, en nú hefur að vissu leyti orðið sú lciðrétting á að þetta hækkar í samræmi við hækkun tekjutryggingar, svo fólk sé ekki að sveiflast frá einu afsláttarbilinu til annars. Þetta fólk hefur skilað sinu til þjóðfélagsins og þessi afsláttar- eða niðurfellingarmöguleiki hefur verið stefna okkar til margra ára.“ Framhald á bls. 3 Jón Baldvin í Stapanum Þessar myndir voru teknar sl. mánudagskvöld á fundi Jóns Bald- vins Hannibalssonar í Stapanum i Njarðvík. Fundur þessi var í alla staði mjög glœsilegur. Mikið fjöl- menni var, hátt á þriðja hundraö manns og greinilegt var á undirtekt- um fundarmanna, að málflutning- ur formanns Alþýðuflokksins vek- ur mikla athygli. Myndirnar tók Helgi Hauksson. Leiðrétting — / blaðinu í gœr urðu þau mistök. að Jón Árntann Héðinsson var sagður á leið á landsþing franska jafnaðarmannaflokksins. Hið rétta er, að um þing spænskra jafnaðar- rnanna er að ræða. Er beðist vel- virðingar á þessu. Karvel Pálmason í umrœöum um fjárlagafrumvarp: Skipbrot stjórnariimar blasir hvarvetna við í umræðum á þingi um frumvarp ríkisstjórnarinnar til fjárlaga 1985 gagnrýndi Karvel Pálsson frum- varpið harðlega, það væri langt frá því að vera raunhæft. Benti hann á vantalin útgjöld 1984 væru áætluö um 2,2 milljaröur króna, rekstrar- halli ríkissjóðs næmi 1900 milljón- um króna og reynist heildarfjár- vöntun vera um 2,7 milljaröar. Þetta leysti ríkisstjórnin með rösklega tveggja milljarða króna nýjum erlendum lánum, þar af 1,2 milljarður til ríkissjóðs. „Þannig fór um hina fyrstu sjóferð ríkis- stjórnarinnar við afgreiðslu ríkis- fjármála!' Karvel benti á að neyðarástand blasi við hundruðum alþýðuheim- ila. Hin dauða hönd stjórnarinnar leg.ðist meðæmeiriþungaáundir- stöðuatvinnuvegina og kreisti lífs- markið úr því fólki sem við þær vinna. Ríkisstjórnin hefur valdið gífurlegum búsifjum í þeim byggð- arlögum og landshlutum sem byggja svo til eingöngu allt mannlíf á auðæfum úr hafinu. Ríkisstjórnin heldur ríkisbú- skapnum á floti með erlendum lán- tökum, viðskiptahalli verður í ár 3500 milljónir kr. í stað 100 millj- óna sem þjóðhagsspá gerði ráð fyrir og svo kölluðum sparnaði og að- haldi væri beitt fyrst og fremst gagnvart framkvæmdum til félags- legra framkvæmda. Áætlað er að heildarútgjöld ríkissjóðs nemi samkvæmt nýjum verðlagsforsendum fyrir árið 1985 25.500 millj. kr. og aukist um 29% frá raunútgjöldum á árinu 1984 á sama tíma og launaútgjöld og al- mennur rekstrarkostnaður er talinn hækka um 24%. Hækkun heildarútgjalda ríkis- sjóðs á næsta ári umfram almenna veröhækkun jafngildir 1.200 millj. kr. sem er um þrefalt hærri upphæð en áætlað er að verja til bygginga grunnskóla, hafnarframkvæmda, dagvistarheimila, iþróttamann- virkja, sjúkrahúsa og heilsugæslu- stöðva á árinu 1985. Við afgreiðslu núgildandi fjár- laga var það sérstaklega tekið fram af málssvörum rikisstjórnarinnar að meginstefna ríkisstjórnarinnar væri: 1. Að láta minnkandi þjóðartekjur nægja fyrir útgjöldum. 2. Að hætta eyðsluskuldasöfnun erlendis. 3. Að ná jöfnuði í viðskiptum og þjónustu við útlönd. Ekkert af þessum markmiðum hefir náðst: Stefnt er að því að afgreiða fjár- lög með verulegum halla. Almenn rekstrarútgjöld ríkissjóðs hafa hækkað umfram verðlagsbreyting- ar. Heildarútgjöld ríkissjóðs hafa aldrei verið hærri að raungildi en þau eru áætluð á næsta ári. Á sama tíma og þjóðarfram- leiðsla hefir dregist saman um 1% á árinu 1984, en það jafngildir um 670 millj. kr. hafa erlend lán aukist um 3.055 millj. kr. eða 4.5 sinnum meira en nemur samdrætti í þjóðar- framleiðslu. Erlendar lántökur ríkissjóðs voru í fjárlögum 1984 áætlaðar 1.653 millj. kr. Vanáætlun útgjalda á fjárlögum var sl. vor mætt með stórfelldum nýjum erlendum lán- tökum og erlendar iántökur ríkis- sjóðs á næsta ári eru í fjárlaga- frumvarpinu áætlaðar 2.600 millj. kr. Samkvæmt framsetningu Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins á lántök- um ríkissjóðs 1984 og 1985 á sama grundvelli bæði árin hækka erlend- ar lántökur ríkissjóðs um 75.9% á næsta ári. Það er því ekki ófyrirsynju að formaður Sjálfstæðisflokksins sagði á fundi í Olafsfirði sl. sumar samkvæmt heimildum blaðsins ís- lendings að í fyrsta skipti hafi nú verið tekin erlend lán í beinan rekst- ur ríkissjóðs. Það hafi valdið mis- mun milli atvinnugreina, upp- sveiflu í þjónustu, verslun og bygg- ingariðnaði en komið niður á sjá- varútvegi. Gera verði því gangskör að því við undirbúning fjárlaga að útgjöld ríkissjóðs verði ekki meiri en tekjurnar. Nú stefna stjórnar- flokkarnir að því að afgreiða fjár- lög fyrir næsta ár með 600-700 millj. kr. rekstrarhalla á ríkissjóði og auknum erlendum lántökum. Viðskiptahalli verður um 3.500 millj. kr. á þessu ári í stað 100 millj. kr. í þjóðhagsáætlun fyrir árið 1984. Það er því ljóst að afgreiðsla fjár- laga fyrir árið 1985 er enn ein stað- festing á því skipbroti stjórnar- stefnunnar sem blasir hvarvetna við í þjóðfélaginu. Karvel fór ítarlega í einstök atriði frumvarpsins og mun Alþýðublað- ið greina nánar frá þeim á næstu dögum, en meðal þess sem hann benti á er eftirfarandi: Það vantar a.m.k. milljarð í hús- næðismálakerfið, það á að hækka söluskattinn, en horfa framhjá því að þúsundir milljón króna skila sér þar aldrei, öll niðurgreiðsluupp- hæðin er fengin að láni, sem og framlög til æðri menntunar og til samgöngukerfisins. Vextir ríkis- sjóðs samsvara upphæðinni til allra vegaframkvæmda, framlög til verkalýðshreyfingarinnar eru skor- in niður um að minnsta kosti 6 milljónir og þannig mætti lengi telja.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.