Alþýðublaðið - 14.12.1984, Síða 4
alþýðu-
■JjhT'JTVM
Útgefandi: Blad h.f.
Stjórnmálaritstjóri og ábm.: Guðmundur Árni Stefánsson.
Kitstjórn: Kriðrik Þór Guðmundsson og Sigurður Á. Friðþjófsson.
Skrifstofa: Helgi Gunnlaugsson og Halldóra Jónsdóttir.
Auglýsingar: Eva Guðmundsdóttir.
Kitstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Rvík, 3. hæð.
Sími:81866.
Setning og umbrot: Alprent h.f., Ármúla 38.
Prentun: Blaðaprent, Siðumúla 12.
Áskriftarsíminn
er 81866
Jóhanna Sigurðardóttir, varaformaður Alþýðuflokksins:
Þjóðarátakum krabba-
meinslækningadeild
„Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að stofna til
þjóðarátaks til að fullgera megi krabbameinslækninga-
deild á Landspítalalóð á næstu 3—4 árum. Fjár verði
aflað með eftirfarandi hætti: Gefinn verði út sérstakur
skuldabréfaflokkur að upphæð a. m. k. 125 millj. kr. til _
6 ára með verðtryggðum kjörum og á vöxtum sem Seðla-
bankinn ákveður. Skuldabréfin skulu undanþegin skatt-
skyldu. Ríkissjóður leggi til árlega þá fjárhæð sem á
vantar til að ljúka megi krabbameinslækningadeiidinni
á næstu 3—4 árum. Ríkissjóður skal þegar í upphafi
leggja fram það fjármagn, sem þarf til þess að örva sölu
skuldabréfa með skipulegri upplýsingamiðlun í fjöl-
miðlum um nauðsyn þess þjóðarátaks sem til er stofnað.
Upplýsingar þessar skulu unnar í samráði við læknaráð
Landspítalans.“
Þannig hljóðar þingsályktunar-
tillaga um fjármögnun krabba-
meinslækningadeildar, sem
Jóhanna Sigurðardóttir cr lyrsti
flutningsmaður að og var tekin til
umræðu á Alþingi nú í vikunni.
Meðflutningsmenn tillögunnar eru
nokkrir þingmenn úr stjórnarand-
stöðunni: Stefán Benediktsson,
Guðrún Agnarsdóttir, Guðrún
Helgadóttir, Kjartan Jóhannsson,
Guðmundur Einarsson, Helgi
Seljan og Sigríður Dúna Krist-
mundsdóttir. I framsöguræðu um
tillöguna sagði Jóhanna Sigurðar-
dóttir að yegna fjárskorts hefði
framkvæmdum við krabbameins-
lækningardeild á Landspítalalóð
ekkertmiðaðáframogekkigert ráð
fyrir neinu fé til framkvæmda í
fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinn-
ar fyrir 1985. Síðan segir Jóhanna
meðal annars:
„Ég tel óþarft að fara hér
nákvæmlega út í það hve brýnt er
orðið að koma hér upp krabba-
meinslækningadeildinni, enda var
ítarlega rætt um það á síðasta þingi.
M. a. kont þá til umræðu greinar-
gerð stjórnar Læknaráðs Land-
spítalans frá því í nóv. 1983 en þar
kom fram að það kóbaittæki sem
notað hefur verið til krabbameins-
iækninga er orðið úrelt og svarar
ekki lengur kröfum tímans. í því
sambandi má benda á að ég hef þær
upplýsingar nú að þeir sem gerst
þekkja til varðandi kóbalttæki telja
að það endist ekki mikið Iengur og
sé í raun að verða ónýtt, það muni
í allra mesta lagi endast kannski í
3—4 ár til viðbótar, þá þurfi það að
fara í mjög dýra viðgerð sem áætlað
er að kosti a. m. k. helming af verði
tækisins. í mörg undanfarin ár hef-
ur stjórn Læknaráðs Landspítalans
leitað eftir því að fá að festa kaup á
nauðsynlegu geislameðferðartæki,
línuhraðli, en línuhraðlar þurfa
mjög miklar geislavarnir og ekkert
húsnæði á Landspítalalóð uppfyllir
þærgeislavarnakröfursem slíkttæki
þarf. Kom fram í greinargerð
Læknaráðsins að ef ekki verður
leyst úr vanda deildarinnar sé Ijóst
að geislameðferð muni falla niður
vegna úreltrar aðstöðu. Margir
krabbameinssjúklingar sem á sl. ári
hafa notið geislameðferðar á þess-
ari deild Landspitalans verða þá til-
neyddir til þess að leita Iækninga
erlendis. Því fylgir mjög mikiil
kostnaður og fram kom á sl. þingi
að á árinu 1979—1983 hafði þurft
að senda út 144 sjúklinga til
krabbameinslækninga vegna að-
stöðuleysis hérlendis. Heilbrigðis-
ráðherra upplýsti á Alþingi sl. vetur
að frá 1. jan. 1983 til 28. nóv. 1983
eða á 11 mánnaða tímabili hefðu
fjórtán sjúklingar farið utan til
Ekkert hefur miðað í framkvœmdum
við upphyggingu krabbameinslœkn-
ingadeildar á Landspítalalóðinni og
ekki gert ráð fyrir fjárveitingum í
fjárlagafrumvarpinu.
Afslátsbréf
hin nýju
Enn á ný tökum við upp þráð-
inn þar sem frá var horfið um af-
látsbréfin, sem seld eru á 1000 kr.
stykkið, svo hægt sé að kaupa 15
milljón króna orgel í Hallgríms-
kirkju.
Allt fyrirkomulag þessarar
söfnunar er með eindæmum. í
fyrsta lagi er ekki hægt að gefa
minna en 1000 kr. í söfnunina og
varð okkur þá hugsað til þess, sem
Kristur kenndi á sínum tíma, að
stundum gefi sá mest sem gefi
minnst, og átti hann þá við að 100
kallinn frá fátæku ekkjunni væri
meira virði en andvirði heillar
pípu í orgelið. En í orgelsöfnun-
inni er fátæka ekkjan útilokuð.
Hins vegar fær sá sem gefur and-
virði heillar pípu nafn sitt greipt í
pípuna. Hvort það verður greipt í
pípuna með upphleyptum gull-
stöfum fylgir hins vegar ekki sög-
unni.
Þetta er nú hið kristilega hugar-
far þeirra, sem að söfnuninni
standa. Annað dæmi um hugar-
far þessara manna er að þessari
söfnun er hrundið af stað um
sama leyti og Hjálparstofnun
kirkjunnar og Rauði kross ís-
lands, eru með söfnun til að
bjarga þúsundum íbúa Eþíópíu
frá hungurvofunni. Nú verður
fólk að gera það upp við sig hvort
er. mikilvægara; að bjarga rnanns-
lífi, eða láta himneska tóna stór-
meistara tónlistarinnar fylla hug-
ann sálarfriði, svo hörmungar
raunveruleikans gleymist um
stundarsakir. Það er kannski lóð á
vogarskálina að gefi maður til
orgelsins er nafn manns skráð á
bók og lesið upp yfir söfnuðinum,
en bjargi maður mannslífi er það
gert í kyrrþey, því hjálparstofnun-
in hefur það fyrir reglu að gefa
aldrei upp nöfn gefenda.
Aflátsbréf páfadóms á sínum
tíma, sem gefin voru út til að reisa
Péturskirkju, eru einhver um-
deildustu bréf sem um getur og
hafa verið kirkjunni til háðungar
æ síðan.
—Sáf.
Eiga hljómar hins nýja orgels að hjálpa okkur að gleyma hörmungum
raunveruleikans
Jóhanna Sigurðardóttir
lækninga og hefði kostnaðurinn
numið 5 millj. 585 þús. kr. eða tæp-
lega 400 þús. kr. á hvern sjúkling.
Upplýst er að í geislameðferð komu
á árinu 1983 289 sjúklingar og talið
var að um helmingur eða Vi hluti
þeirra þyrfti á geislameðferð i línu-
hraðli að halda, sem enn er ekki fyr-
ir hendi hér á landi. Af því má sjá
að ef um helmingur þeirra sjúklinga
sem þarf á sérstakri geislameðferð
að halda verði sendur til útlanda til
krabbameinslækninga þá þýddi
það miðað við þessa forsendu
57—58 millj. kr. árlega.
Til samanburðar má geta þess að
til að fullgera krabbameinslækn-
ingadeildina þyrfti árlega næstu
fjögur árin um helmingi lægri upp-
hæð til framkvæmdanna"
Lífsnauðsynleg þjónusta.
„Það er Ijóst að mjög nauðsyn-
legt er að hraða framkvæntdum til
að fullgera megi krabbameinslækn-
ingadeildina sem ekki aðeins hefur
sparnað í för með sér til lengri tíma
litið heldur og gerir kleift að veita
krabbameinssjúklingum þá lífs-
nauðsynlegu þjónustu hér á landi
sem þeir þurfa. Af því sem hér hef-
ur verið rakið má ljóst vera að mjög
brýnt er orðið að leita allra ráða til
þess að fullgera megi krabbameins-
lækningadeildina á sem skemmst-
um tíma og ef ekkert fjármagn
verður veitt til framkvæmda á
næsta ári er einsýnt að verulegur
dráttur verður á að þær hefjist.
Þessi tillaga sem hér er mælt fyrir
var fyrst og fremst fram borin þar
sem ekki var gert ráð fyrir neinu
fjármagni á fjárlögum til þessa
verkefnis. Hér er vissulega farin
önnur leið en vanalega er farin en
það er ekki ólíklegt að miðað við
hvað dregist hefur úr hömlu að
hefja framkvæmdir, að þessi tillaga
gæti stuðlað að því að fyrr en ella
yrði unnt að taka krabbameins-
lækningadeildina í notkun þannig
að nútímameðferð í geislalækning-
um geti hafist hér á landi. Jafnvel
þó að nú við fjárlagaafgreiðslu yrði
veitt fjármagni til krabbameins-
lækninga, sem fastlega verður að
vona, miðað við að það samkomu-
lag sem heilbrigðisráðherra og fjár-
málaráðherra hafa gert með sér þá
mætti einnig samhliða fara þá leið
sem hér er lögð til, enda er ráð fyrir
því gert í tillögunni að auk þess sem
gefinn yrði út sérstakur skulda-
bréfaflokkur þá kæmi einnig fé á
framkvæmdatímanum úr ríkis-
sjóðiþ sagði Jóhanna.