Alþýðublaðið - 14.12.1984, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.12.1984, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 14. desember 1984 rRITSTJÓRNARGREIN* Tilfærslan á skattbyrðinni ökattamálin hafa mjög verið ( brennidepli í allri þjóðmálaumræðu á íslandi að undan- förnu. í þeirri umræðu hefur frumkvæði al- þýðuflokksmanna verið afgerandi. Alþýðu- flokksmenn hafa itrekað bent á hriplekt skatta- kerfi og lagt fram skilmerkilegar tiliögur til úr- bóta. Stjórnarliðar hafa hins vegar forðast það sem heitan eld að stoppa upp í götin og hafa þvert á móti beitt sér fyrir auknu misrétti í skattamálum, meó því að beita sér fyrir til- færslu á skattabyrðinni. Tilfærslan felst í því, að skattbyrðin hefur þyngst hjá þeim sem hafa minnstu greiðslugetuna, en hún hefur verið létt á þeim sem mesta hafa greiðslugetuna. Nú í vikunni fóru fram á þingi umræður um frumvarp ríkisstjórnarinnar, sem gerir ráð fyrir frádrætti vegna fjárfestingar í atvinnurekstri. I umræðunum benti Jón Baldvin Hannibalsson, formaóur Alþýðuflokksins, áaö æ fleirum væri nú að verða Ijóst að allt tekjuöflunarkerfi ríkis- ins væri meira og minna svo hriþlekt og gallað að ekki verði við unaö lengur. Síðan sagði Jón: „ .. .það sem veldur fóiki ekki hvað síst reiði og vonieysi, er sú staðreynd að fólk sem vinnur í þrælabúðum á borð viö t.d. ullar- og skinna- fatnað SÍS norður á Akureyri, sem ég kalla nú þrælakistuna, nú og reyndarvítt og breitt í fisk- vinnslunni um landið, þar er fólk aö rétta fram launaseðla enn í dag eftir launahækkun, sem að vísu er búið að taka aftur við undirskrift, og enn í dag er það svo, aö fólk er með t.d. viku- launaseðla uþþ á 3.300 krónur og kemur samt á daginn að það er verið að taka af þessu fólki útsvar og tekjuskatta, umtalsverðar upþhæðir. Þaö sem veldur fólki reiði er fyrst og fremst það, að á sama tíma og skattalögin virka svona á almenna launþega ... blasir við hverjum manni sem horfir f kringum sig í þessu þjóðfé- lagi að það eru stórir og fjölmennir hóþar sem hafa sjáfdæmi um þaö hvaða laun þeir telja fram á skattframtölum sínum og komast uþþ með það þrátt fyrir augljósan lúxuslífsstíl, aö greiða jafnvel minna heldur en þetta erfiðis- vinnufólk til sameiginlegrar þjónustu." Jón minnti á vitnisburð launamálaráðs Bandalags háskólamanna um löggjöf rfkis- stjórnarinnar í skattamálum. Þar kemur fram sú niðurstaða, að hlutur launafólks í samneysl- unni hafi aukist, að hlutdeild atvinnutekna i þjóðarframleiðslunni hafi minnkað, en á sama tíma bendir margt til þess að hlutdeild fjár- magns og fyrirtækjaeigenda í samneysiu- kostnaóinum hafi minnkað og hlutdeild þess- ara aðila f þjóðarframleiöslunni hafi farið mjög vaxandi. Þessar niðurstöður segja sína sögu um stefnu ríkisstjórnarinnar. Það erekki síst í gegnum skattakerfið sem hún hefur beitt sér fyrir auknu misrétti. Beint með skattaívilnun- um til atvinnurekstrarins og óbeint með þögn og aðgeróarleysi gagnvart stórlega gölluðu skattakerfi. Þetta er ríkisstjórn sem kýs að beina spjót- um sínum að almennu launafólki, með aðgerð- um áborð við hækkun söluskatts, fremuren að sækjafé í vasaþeirraefnuðustu í þjóðfélaginu, t.d. með stighækkandi eignarskatti, eins og AI-‘ þýðuflokkurinn hefur lagt til. - FG. Þjóðarátak gegn krabbameini Ixrabbamein er eitt allra mesta böl þessarar þjóóar. það verðurófáum íslendingum að fjöru- tjóni ár hvert. Nú eru fimm ár frá því undirbún- ingur hófst að uþpbyggingu krabbameins- lækningadeildar á Landspitalalóð. Hvað hefur gerst í þessu máli? í stuttu máli sagt hefur framkvæmdum lítið sem ekkert miðað vegna fjárskorts. Samþykkt var að veita 12 milljónum króna til byggingar- innarárið 1984, en leyfi til að hefjaframkvæmd- ir hefur ekki fengist og í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1985 en ekki gert ráð fyrri neinu fé til framkvæmda. Jóhanna Sigurðardóttir, varaformaður Al- þýðuflokksins, mælti nú f vikunni fyrir þings- ályktunartillögu sem hún hefur flutt ásamt fleirum þingmönnum, þess efnis að stofnað verði tii þjóðarátaks til að fullgera megi krabba- meinslækningadeildina á næstu 3-4 árum. Fjáröflunin á að vera á þá leiö, að gefinn verði út sérstakur skuldabréfaflokkur að upþhæð aö minnstakosti 125 millj. kr. til 6 ára með verð- tryggðum kjörum og á vöxtum sem Seðlabank- inn ákveður. Skuldabréfin skulu undanþegin skattskyldu. Ríkissjóður leggi árlega þá uþp- hæð sem á vantar til að Ijúka megi fram- kvæmdunum og örva skuldabréfasöluna með skipulegri upplýsingamiðlun í fjölmiðlum um nauðsyn þessa þjóðarátaks sem til er stofnað. Á þingi minnti Jóhannaá hversu brýnt þetta verkefni væri, tækjakostursem fyrirværi sé nú að úreldast og mikill kostnaðurværi fólgin í því að sjúklingar væru nú sendir til útlanda í með- ferð. Lagði hún fram Ijóslifandi dæmi um hversu mikinn sþarnað mætti fá fram með því að Ijúka þessum framkvæmdum. Árlega fara nálægt 60 milljónir króna í það að senda sjúki- inga út í geisiameðferð vegna krabbameins. Til samanburðar gat Jóhanna þess að til að full- gera krabbameinslækningadeildina þyrfti ár- lega næstu fjögur árin um helmingi lægri upþ- hæð til framkvæmdanna. Þessar tölur tala sfnu máli um hversu mikill miskilningur það er að ætla sér að sþara með því að skjóta þessum framkvæmdum á frest. Vonandi ber Alþingi gæfu til að samþykkja þessa merku þingsályktunartillögu. - FG Kynning á nýjum bókum Hundrað ára afmælið Hundrað ára afmælið, heitir barnabók sem nú er komin út. Myndskreytingar annaðist Brian Pilkington, sem er flestum börnum kunnur fyrir myndir sínar í bókun- um „Gilitrutt" og „Ástarsaga í fjöllunum". En textann samdi Þrá- inn Bertelsson kvikmyndaleikstjóri og útvarpsmaður. í bókinni segir frá tröllapiltinum Steina, sem kynnist krökkununr Óla og Stínu á berjamó. Steini á ein- mitt hundrað ára afmæli um þessar nrundir, svo að Óli og Stína bjóða honum í heimsókn til bæjarins til að halda upp á afmælið. Frá þessari óvenjulegu heimsókn segir i bók- inni Hundrað ára afmælið og þarna koma við sögu margar skemmtileg- ar persónur eins og Guðmundur lögregluþjónn, sem lætur sig dreyma um að eitthvað óvenjulegt gerist svo að hann komist í blöðin, og þarna (Tþ^æðákonan jSísW s«JTi fylgist grannt með bæjarlifinu í sjónauka út um gluggann sinn. Hin nærsýna Gunna frænka hittir í fyrsta sinn einhvern, sem er fljótari að borða vöfflur heldur en hún að baka þær. Trölladrengurinn Steini kynnist ýmsu nýstárlegu í mann- heimum og lætur það ekki á sig fá þótt hann valdi umferðartruflun- um. Hann sefur í bílskúr þótt þröngt sé um hann þar og hann skoðar mannabústaði og sýnir eftirminnileg tilþrif í knattspyrnu. Á þriðja tug fallegra litmynda prýða þessa bók og lesmálið er heldur ekki sparað. Þeir Brian og Þráinn hafa í sameiningu búið til bók, sem er líkleg til að verða vin- sæl hjá börnum í langan tíma, og ekki einungis hjá íslenskum börn- um, því að Hundrað ára afmælið kemur einnig út í Danmörku á næstunni, auk þess sem unnið er að þýðingu hennar á fleiri tungumál. Það er kvikmyndafélagið Nýtt líf sf., sem gefur bókina Hundrað ára afmælið út. Nafn Rósarinnar Bókarforlagið Svart á hvítu hef- ur sent frá sér bókina „Nafn Rósar- innar“, eftir ítalann Umberto Eco. Bók þessi kom fyrst út árið 1980 og hefur síðan farið óslitna sigurför um heiminn. Hún hefur selst í millj- óna upplögum í Bandaríkjunum og V-Evrópu. Saga þessi gerist í ítölsku munka- klaustri á 14. öld, og er í aðra rönd- ina morðgáta í besta Sherloc Holmes stíl, en jafnframt er hún bókmenntalegt stjórvirki og verður hún eflaust talin í hópi merkustu bóka þessarar aldar er tímar líða fram. Um bók þessa hefur hinn þekkti rithöfundur og bókmenntagagn- rýnandi, Anthony Burgess, sagt: Ég gleðst og hinn gjörvalli lesandi heimur mun gleðjast. Og í tímarit- inu Books and Bookmen birtist eftirfarandi klausa um skáldverkið: Einsog frægt er orðið freistaði Mefistófeles Fásts með bók sem hafði allt að geyma. Signor Eco ger- ir okkur samskonar tilboð á mun sangjarnara verði. Bókin er tæpar 500 síður á stærð og þýddi Thor Vilhjálmsson hana, en hann hlaut í fyrra bókmennta- verðlaun DV fyrir þýðingu sína á Hlutskipti manns eftir André Malraux. Viðskiptavinir athugið Ás, verndaða vinnustofan sem Styrktarfélag vangef- inna hefur rekið undanfarin þrjú ár inn við Stjörnugróf, hefur flutt alla sína starfsemi f Brautarholt 6, 4. hæð. Nýtt símanúmer er 62 16 20 og pósthólf 5110, 125 Rvfk. Opið 9—16. Ás mun kappkostaað hafaávallt til á lagerafþurrkunar- klúta, gólfklúta, borðklúta, bónklúta, handklæði, þvottapoka, diskaþurrkur og bleiur. Vönduð vinna úr góðum efnum ásamt sanngjörnu verði stuðlar að ánægju í viðskiptum. VINNUSTOFA STYRKTARFÉLAGS VANGEFINNA í REYKJAVÍK

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.