Alþýðublaðið - 14.12.1984, Side 3

Alþýðublaðið - 14.12.1984, Side 3
Föstudagur 14. desember 1984 3 Kynning á nýjum bókum Stubbur og Bangsi litli þeirra út á ný: Stubbur og Bangsi litli. Þær eru báðar þýddar af Vil- bergi Júlíussyni skólastjóra, en prentaðar í Prentverki Akraness. Palli var einn í heiminum Bókabútgáfan Björk hefur ný- lega sent frá sér barnabókina: Palli var einn í heiminum, eftir danska rithöfundinn — Jens Sigsgaard — með teikningum eftir Arne Unger- mann. Vilbergur Júlíusson skóla- stjóri þýddi bókina á íslensku. Palli var einn í lieiminuni kom fyrst út hjá Gyldendal í Kaup- mannahöfn 1942, en hefur síðan verið gefin út á 37 tungumálum í milljónum eintaka. Hún kom fyrst út á íslensku 1948 og síðan er ekkert lát á vinsældum bókarinnar. Þetta er 4. útgáfa hennar á íslensku og hefur hver útgáfa selst upp á skömmum tíma. Borgarmálaráð Alþýðuflokksins Fundur verður í Borgarmálaráðinu föstudaginn 14. des. í Félagmiðstöð S.U.J. að Hverfisgötu 106 a Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 12 og stendur til kl. 2. Megin efni fundarins verður umfjöllun um stjórnkerfistillögur. Vinsamlegast mætið stundvíslega. Formaöur Bókabútgáfan Björk hefur í ára- tugi gefið út bókaflokkinn: Skemmtilegu smábarnabækurnar, sem eru valdar með tilliti til barna, sem eru að byrja lestranámið. Hafa komið út 14 bækur í þessum bóka- flokki, sem allar eru þýddar eða endursagðar af þjóðkunnum skóla- mönnum. Bækurnar eru allar prentaðar í litum. í mörgum skól- um hafa bækur þessar verið notað- ar við lestrakennslu og fengið lof- samleg untmæli kennara víðsvegar um landið. Bækur þessar hafa verið prentað- ar aftur og aftur og orðið sígildar smábarnabækur með þjóðinni. Hver nýr aldurshópur hefur tileink- að sér þær. í haust komu tvær Rannveig 1 Svo mælti Rannveig Guðmunds- dóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi, er Alþýðublaðið náði tali af henni í gær um frumdrögin að fjárhags- áætlun meirihlutans í Kópavogi fyrir 1985. Blaðið greindi frá því í gær að ætlunin væri að auka af- sláttinn á fasteignaskattinum fyrir íbúðarhúsnæði og halda útsvars- hlutfallinu í 10.8%. Sagði Rannveig að sárafá sveitarfélög væru með útsvarshlutfallið lægra og væri það merkilegt út af fyrir sig miðað við þá miklu áherslu sem meirihlutinn legði á félagslegar og verklegar framkvæmdir. Útsvarshlutfallið var lækkað í fyrra í 10.8%, en var þar áður 12.1%. „Á kjörtímabili vinstri meirihlut- ans höfum við gert mjög margt í samræmi við þessa áherslu. Það hafa verið opnuð tvö þriggja deilda dagvistarheimili ásamt sérdeild á Traðarvelli og við höfum farið af stað með byggingu þriggja deilda heimilis t Sæbólslandi. Þetta eru áfangar í 10 ára dagvistaráætlun sem hófst hjá okkur 1979. Á næsta ári eru fyrirhugaðar byggingafram- kvæmdir við íbúðir aldraðra á Vogatungureit. Verkamanna- bústaðabyggingar eru stöðugt í gangi og næsta verkefni, i Sæbóls- landi, er hafið. 1 skólamálum hefur mikið verið gert og eru þau sérstak- ur kafli út af fyrir sig. Má nefna framkvæmdir við Digranesskóla, við Snælandsskóla og við Hjalla- skóla í þessu sambandi auk þess sem verið er að byggja yfir mat- væla- og hótelsvið við framhalds- skólann. Allt eru þetta dæmi um þá miklu áherslu sem vinstri meirihlut- inn leggur á félagslegar fram- kvæmdir og er þá ekki nærri allt upp taliðj* sagði Rannveig. Tökum að okkur hverskonar verkefni í setningu, umbrot og plötugerð, svo sem: Blöð í dagb/aðaformi Tímarit Bcekur o.m.fl. Ármúla 38 — Sími 81866 STOFNFJÁRREIKNINGUR SKAITALÆKKUN , OG EIGIN FJARFESTING Framlög einstaklinga til atvinnurekstrar eru frádráttarbœr frá skatt- skyldum tekjum að vissu marki skv. nýjum ákvœðum skattalaga. Frádráttur má vera allt að kr. 20.000.- á ári hjá einstaklingi eða kr. 40.000.- hjá hjónum. SKILYRÐI Til þess að njóta þessara skattafríðinda geta einstaklingar m.a. lagt fé inn á stofnfjárreikning í því skyni að stofna síðar til eigin atvinnu rekstrar. Stofnun atvinnurekstrar má fara fram hvenœr sem er innan 6 ára frá lokum innborgunarárs. INNLÁNSKJÖR Stofnfjárreikningarnir eru sérstakir innlánsreikningar bundnir í 6 mánuði. Innstæður eru verðtryggðar samkvœmt lánskjaravísitölu. HAGDEILDIN AÐSTOÐAR Hefur þú í hyggju að stofna til eigin atvinnurekstrar með þessum hætti? Sé svo getur þú leitað til sérfræðinga Hagdeildar Landsbankans að Laugavegi 7 Reykjavík og ráðfærtþig við þá um rekstur fyrirtœkja þér að kostnaðarlausu. Upplýsingar um stofnun stofnfjárreikninga eru veittar í sparisjóðs- deildum Landsbankans LANDSBANKINN Græddur er geymdur eyrir

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.