Alþýðublaðið - 21.12.1984, Page 1

Alþýðublaðið - 21.12.1984, Page 1
Föstudagur 21. desember 1984 225. tbl. 65. árg. Kjartan Jóhannsson um söluskattshœkkunina: Alvitlausasta leiðin var farin Fjárlögin: Öll markmiðin brugðist hafa Alþýðubiaðið greindi í vikunni frá breytingatillögum Alþýðu- flokksins við fjárlög ríkisstjórnar- innar fyrir 1985 og enn hafa bæst við breytingatillögur. Sameiginlega flytja þingmenn Alþýðuflokksins breytingatillögur í 15 liðum, sem hér hefur verið greint frá. Jóhanna Sigurðardóttir flytur ásamt Guðrúnu Helgadóttur, Guðrúnu Agnarsdóttur og Guð- mundi Einarssyni tillögu um að í fjárlögunum verði gert ráð fyrir 1,5 Fjárveitinganefnd hefur sem kunnugt er lagt fram breytingatil- lögu við fjárlögin, sem hækka út- komutölu þeirra um nálægt 2%. Hefur Pálmi Jónsson, formaður nefndarinnar, lýst því yfir að hann sé þokkalega ánægður með hversu viðbótin er lítil, en gefið í skyn að viðbætur vegna ákvörðunar ríkis- stjórnarinnar hafi verið helst til miklar. Hvað sem um breytingatillögur nefndarinnar almennt má segja er ljóst að henni hefur þótt sem fram- lögum til „æðstu stjórnar ríkisins" hafa verið stillt um of í hóf. Þannig á að verða sú breyting frá uppruna- legu frumvarpi að til forseta Islands milljóna króna framlagi til fíkni- efnadeildar lögreglustjórans í Reykjavík og aðrar 1,5 milljónir til sérstakra aðgerða gegn eiturlyfjum. Sömu þingmenn, að viðbættum Helga Seljan, flytja tillögu um að framlag til Framkvæmdasjóðs fatlaðra hækki úr 40 milljónum í 75 milljónir króna og að framlag til Erfðasjóðs hækki úr 19,4 milljón- um í 25 milljónir króna. Jón Bald- vin Hannibalsson flytur þá breyt- ingatiílögu að framlag til húsfrið- bætast 3.2. milljónir króna, annars vegar vegna opinberra heimsókna og hins vegar vegna viðhalds fast- eigna. Þá þótti við hæfi að bæta við útgjöld Alþingis alls 10 milljónum króna, mest vegna skrifstofu- og rekstrargjalda og vegna Norður- landaráðs, sem og vegna útgáfu Al- þingistíðinda, en nefndin lét sér nægja 180 þús. kr. viðbót vegna „sérfræðilegrar aðstoðar fyrir þingflokka. Og ríkisstjórnin á að fá sína launahækkun, alls eiga laun ráð- herranna að hækka úr 14 milljón- um 380 þúsund í 14 milljónir 830 þúsund eða um 450 þúsund krónur. unar Viðeyjarstofu og Nesstofu hækki úr 750 þúsundum króna í 5 milljónir 750 þús. kr. Jóhanna Sigurðardóttir, ásamt öðrum kon- um í hópi þingmanna, flytja tillögu um að „85-nefndin“ svokallaða, samstarfsnefnd í lok kvennaáratug- ar Sameinuðu þjóðanna, fái einnar milljón króna framlag á fjárlögum. Eiður Guðnason flytur ásamt þeim Gunnari G. Schram og Haraldi Ólafssyni tillögu um að 65 þúsund krónum verði varið til Félags Sam- einuðu þjóðanna á Islandi. Loks má geta breytingatillögu frá Hjör- leifi Guttormssyni og Karvel Pál- masyni þess efnis, að nýr liður bæt- ist við í tekjuöfluninni: Tekjur af hækkun raforkuverðs til stóriðju, sem samtals á að nema um 356 milljónum króna, sem og að út- gjöld til lækkunar á húshitunar- kostnaði hljóði upp á 556 milljónir króna. Nú eru þingmenn teknir til við þriðju umræðu um fjárlögin og ljóst er að frumvarpið er stöðugt að breytast. Minnihluti fjárveitinga- nefndar, sem skipa þau Karvel Pálmason, Geir Gunnarsson, Kolbrún Jónsdóttir og Kristín Hall- dórsdóttir, segir meðal annars í nefndaráliti um fjárlögin að heild- arstefnan í peninga- og fjármálum hins opinbera sé í ráðleysi. Ríkis- stjórnin hefði sett þrjú meginmark- mið: Að láta minnkandi þjóðar- tekjur nægja fyrir útgjöldum, að hætta eyðsluskuldasöfnun erlendis og að ná jöfnuði í viðskiptum og þjónustu við útlönd. Ekkert af þessum markmiðum hefur náðst: 1. Stefnt er að því að afgreiða fjár- Framhald á bls. 2 Minni hlutinn í fjárhags- og við- skiptanefnd lagði til að 0,5% hækkun ríkisstjórnarinnar á sölu- skattinum yrði felld. Það var Kjartan Jóhannsson, sem gerði grein fyrir áliti minnihlutans. í ræðu sinni sagði Kjartan m.a. að menn skyldu veita því athygli að formaður þingflokks Framsóknar, Páll Pétursson og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Friðrik Sófusson, ljá þessu máli ekki allan stuðning sinn, heldur undirrita málið með fyrirvara. Söluskattstillaga stjórnarinnar náði þó fram að ganga. Stjórnarlið- ar létu kúska sig til hlýðni að Eyjólfi Konráð Jónssyni undan- skildum. Það er hins vegar rétt að gera grein fyrir efnisatriðum þessa máls og verður hér drepið á nokkur efnisatriði í ræðu Kjartans Jó- hannssonar. Hann gerði að umtalsefni þær forsendur sem frumvarpinu um söluskattshækkunina fylgdu. í fystu hefði verið áætlað að hálft prósentustig gæfi 200 milljón króna tekjuauka fyrir ríkissjóð. Síðan hefði sú upphæð hækkað í 250 milljónir með einu pennastriki. Fyrir skömmu var tekin fyrir í Bygginganefnd Reykjavíkurborgar umsókn Hagkaups um leyfi til að byggja verslunar- og skrifstofuhús úr steinsteypu við Kringluna i nýja miðbænum. Umsókninni var á fundinum frestað, en ljóst er að samkvæmt áætlunum er hér ekki um neitt smá- smíði að ræða. Umsóknin hljóðar upp á þriggja hæða stórmarkað, 1. hæðin á að vera 12.993 fermetrar, 2. hæðin 12.162 fermetrar og sú þriðja 4.110 fermetrar og er byggingin fyrirhugaða alls 157.200 rúmmetr- ar. Stórtækir menn í Hagkaupum. Þá gat Kjartan þess að það hefði hrokkið upp úr einum embættis- manni í fjármálaráðuneytinu að áætlaðar tekjur af söluskattinum á næsta ári væru 10,3 milljarðar kr. í fjárlagafrumvarpinu hins vegar væri gert ráð fyrir 8,4 milljónum vegna söluskattsins. Og Kjartan sagði orðrétt í þessu sambandi: Menn hljóta auðvitað að spyrja sig, Framhald á bls. 2 Á sama fundi byggingarnefndar- innar var tekin fyrir umsókn Sam- bands ungra jafnaðarmanna um leyfi til að byggja skrifstofu-, versl- unar- og félagsheimlisbyggingu úr steinsteypu á lóðinni við Laugaveg 163. Fyrirhuguð stærð er sem hér segir: Kjallari 527.2 fermetrar (bíla- geymsla og verslanir), 1. hæð 370.4 fermetrar (verslanir og félags- heimili), 2. og 3. hæð hver 394.3 fermetrar, alls um 5.795 rúmmetrar. Umsókninni var frestað á meðan málið er kynnt fyrir eigendum Laugavegar 161, 159a og 160. Fjárveitinganefd: Æðsta stjórmn gleymdist ekki Hagkaup: Risamarkaður við Kringluna Við eigum rétt á skýrari svörum „Eins og mér er Ijóst að yður er kunnugt hefur það um langt ára- bil verið fastmótuð stefna Atlantshafsbandalagsins og Bandaríkjanna að játa hvorki né neita heimildargildi skjala sem sögð eru trúnaðarskjöl Banda- ríkjanna eða bandalagsins" Þannig hefst svar ríkisstjórnar Bandaríkjanna við fyrirspurn Geirs Hallgrímssonar, utanríkis- ráðherra, um það hvort til séu skjöl undirrituð af forseta Banda- ríkjanna þar sem Bandaríkjaher er veitt heimild til að flytja 48 kjarnorkudjúpsprengjur til ís- lands á stríðstímum. Forsögu þessa máls er óþarfi að rekja, hún er mönnum enn í fersku minni því þó nokkuð fjöl- miðlafár spannst i kjölfar þess að William Arkin kom með þessar upplýsingar og afhenti ríkis- stjórninni afrit af þessum skjöl- um. í svari Bandarískra stjórnvalda stendur einnig: „Um leið og mér hefur verið falið að ítreka að Bandaríkin hafa í einu og öllu far- ið eftir og munu halda áfram að fara eftir ákvæðum varnarsamn- ingsins við Island frá 1951 og sam- þykkt Atlantshafsbandalagsins varðandi staðsetningu kjarna- vopna sem áskilja að sérhver heimild til Bandaríkjahers til þess að flytja kjarnavopn til íslands muni aðeins vera veitt að fengnu samþykki íslensku ríkisstjórnar- innar.“ Einsog sjá má, þá eru ekki gefin hér nein svör við því hvort þetta leyniskjal sé til. Það er fastmótuð stefna Bandaríkjanna og Atlants- hafsbandalagsins að „játa hvorki né neita heimildargildi skjala, sem sögð eru trúnaðarskjöl". Við erum því engu nær um það hvort þessi áætlun sé til. í seinni hluta svarsins er hinsvegar ítrekað að hér verði ekki staðsett kjarnavopn nema „að fengnu samþykki ís- lensku ríkisstjórnarinnar". Það er yfirlýst stefna íslend- inga að hér verði aldrei staðsett kjarnavopn, eða eldflaugar, sem gefa borið slík vopn, hvorki á frið- artímum né þegar stríðsástand ríkir. í byrjun þessa mánaðar lögðu þingmenn úr öllum þing- flokkum fram þingsályktunartil- lögu til að árétta þessa stefnu auk þess sem þeir lögðu til að kosin yrði sjö manna nefnd, sem kann- aði hugsanlega þátttöku íslands í umræðu um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd. Þarna myndaðist þverpólitísk samstaða um þetta mikilvæga mál og voru flutnings- menn bæði úr röðum hernáms- andstæðinga og þeirra sem hlynntir eru aðild íslands að Atlantshafsbandalaginu og veru varnarliðsins hér. Þarf reyndar engan að undra það því að í könn- un sem Ólafur Þ. Harðarson gerði um afstöðu íslendinga til þessara mála, kom vilji þjóðarinnar mjög berlega í Ijós. Islendingar vilja ekki og munu aldrei samþykkja að landið verði notað sem skot- pallur fyrir útrýmingarvopn. Sé yfirlýsing bandarískra stjórnvalda skoðuð í þessu ljósi verður að viðurkennast að hún er alls ekki nógu afdráttarlaus. Við höfum lýst þvi yfir að hér verði aldrei staðsett kjarnorkuvopn. Utanríkisráðherra á því að krefjast skýrari svara. Ef ekki er hægt að fá þessi skjöl staðfest á hann að heimta afdráttarlausa yfirlýsingu um að hér á landi, eða í hafinu í kring, verði aldrei stað- sett kjarnavopn og sú yfirlýsing verður að vera án allra varnagla. Það er mikilvægt að við íslend- ingar séum vakandi um þessi mál, hver svo sem afstaða okkar til varnarliðsins er. Við megum ekki láta þá ógæfu dynja yfir okkur að land okkar verði vettvangur fyrir hráskinnsleik stórveldanna. Hátíð friðarins er nú haldin í skugga ógnar. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að bægja þeirri ógn frá. Sáf.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.