Alþýðublaðið - 21.12.1984, Page 2

Alþýðublaðið - 21.12.1984, Page 2
Föstudagur 21. desember 1984 —RITSTJ ÓRNARGREIN ■■ ■■■■■■■■■■■. Hraðsuða á þingi Það er eins og sumu sé ekki hægt að breyta, enda þótt allir séu sammála um nauðsyn við- komandi breytinga. Þannig er um starfshætti Alþingis. Árum og áratugum saman hefurþjóö- in horft upp á furðuleg vinnubrögð á Alþingi, sem birtast í því aðánokkrumdögum fyrirjóla- leyfi og síöan aftur á fáeinum dögum fyrir þingslit á vorin, þá umtumast öll starfsemi innan þinghússíns. Þá eru stórmál afgreidd á færibandi, án viðhlítandi umræðu og athugun- ar. Og ævinlega er skýringin sú, að tímapressa hafi kallað fram þessa færibandaafgeiðsiu. Þingmenn sjálfir hafa margoft viðurkennt að vinnubrögð af þessu tagi væru óverjandi og meðöllum tiltækum ráöum yrði að skipuleggja störf þingsins þannig að ekki kæmi til þess að Hver islendingur skuldar 200 þúsund krónur I útlöndum. Hér er um glfurlegar upphæðir að ræða, sem bersýnilega á aó velta yfir á kom- andi kynslóðir — arftakana. Þessar skuldir hafa farið stighækkandi á slðustu árum og ekkert bendirtil þess að núverandi stjórnvöld vilji reyna að stemma stigu við þeirri óheilia- þróun. Þvert á móti á að auka enn skuldabyrð- ina frá þvl sem var. Það birtist glöggt í fjárfest- inga- og lánsfjáráætlun rlkisstjórnarinnar. löggjafarvaldið þyrfti að renna í gegn mikil- vægum málum á mettíma vegna einhverra til- búinna tímatakmarkana. Alþýðublaðið bendir á þessi mál nú, vegna þess að einmitt síðustu dagana hefur allt verið sem i suðupotti á Alþingi. Jólin framundan og fjöldamörg mál verður að afgreiða fyrir frí þing- manna. Fjárlagafrumvarpið tekur vitanlega mikinn tima þingmanna, enda tekur það frum- varp til svo margra óilkra þátta þjóðfélagsins. En þau eru langtum fleiri stórmálin sem hafa verið keyrð áfram á Alþíngi á liönum dögum. Hér veröur ekki farið ofan I saumana á tillög- um til úrbóta á þessum afleitu vinnubrögðum á Alþingi, en á það minnt að innan þings sem Jafnaðarmenn hafa mjög varað við aukinni erlendri skuldasöfnun og bent á þá hættu sem henni er samfara. Það er óhætt að fullyrða það umbúöalaust, aö með óbreyttri þróun þessara mála, þá er veriö að stefna efnahagslegu sjálf- stæði islensku þjóðarinnar I stórhættu. Það verður að stíga á hemlana, hvað þetta varðar. Ef svo fer fram sem verið hefur, þá verða íslend- ingar bókstaflega háðir erlendum skulda- drottnum. utan hefur verið bent á leiðir í þeim efnum. Hitt er mikilvægast að þingheimur taki sér tak og breyti vinnuháttum á þann veg, að til fyrirmynd- ar verði. Eitt iítíð atriði, sem oft hefur verið nefnt, gæti fært þessi mál i betra horf, og það er að allar nefndir þingsins starfi jafnar og bet- ur yfir allan þingtímann, en ekki að þær sitji aðgerðarlausarmeiraog minnaþartil tíminn er orðinn knappur og þásé allt sett á harðasprett. Fram að þessu hefur það farið mjög eftir atorku og krafti formanna einstakra þing- nefnda, hvernig þær hafa starfað. Setja þarf nefndunum ákveðnaðri ramma um vinnubrögð og afköst, en nú er. —GÁS. mann Það er brýn nauösyn til þess að stjórnmála- menn sem og aðrir þjóðfélagsþegnar átti sig fyllilega á þessum vanda og bregðí skjótt við. Of lengi hefur verið talað um þetta vandamál, en of lítið verið gert til að mæta þv{. Raunveru- lega ekki neitt. Þvert á móti hefur vandanum verið velt undan eins og snjóbolta, sem sffellt hleður utan á sig. Mál er aö linni. —GÁS. 200 þúsund á Fjárlögin 1 lög með verulegum halla. Al- menn rekstrarútgjöld rikissjóðs hafa hækkað umfram verðlags- breytingar. Heildarútgjöld ríkissjóðs hal'a aldrei verið hærri að raungildi en t?au eru áætluð á næsta ári. 2. Á sama tima og þjóðarfram- leiðsla hefur dregist saman um 1% á árinu 1984, en það jafn- gildir um 670 millj. kr., hafa er- lend lán aukist um 3055 millj. kr. eða 4,5 sinnum meira en nemur samdrætti í þjóðarframleiðslu. Erlendar lántökur ríkissjóðs voru í fjárlögum 1984 áætlaðar 1653 millj. kr. Vanáætlun út- gjalda á fjárlögum var mætt sl. vor með stórfelldum nýjum er- lendum lántökum og erlendar lántökur ríkissjóðs á næsta ári eru í fjárlagafrumvarpinu áætl- aðar 2600 millj. kr. Samkvæmt framsetningu Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins á lántökum ríkissjóðs 1984 og 1985, á sama grundvelli bæði árin, hækka erlendar lán- tökur ríkissjóðs nettó um 75,9% á næsta ári. Það er því ekki að ófyrirsynju að formaður Sjálfstæðisflokksins sagði á fundi í Ólafsfirði sl. sumar, samkvæmt heimild blaðsins íslendings, að í fyrsta skipti hafi nú verið tekin erlend lán í beinan rekstur ríkissjóðs. Það hafi valdið mismun miíli at- vinnugreina, uppsveiflu í þjón- ustu, verslun og byggingariðnaði en komið niður á sjávarútvegi. Gera verði því gangskör að því við undirbúning fjárlaga að út- gjöld ríkissjóðs verði ekki meiri en tekjurnar. Nú stefna stjórnarflokkarnir að því að afgreiða fjárlög fyrir næsta ár með 600—700 millj. kr. rekstrarhalla á ríkissjóði og auknum erlendum lántökum. 3. Viðskiptahalli verður um 3500 millj. kr. á þessu ári í stað 100 millj. kr. í þjóðhagsáætlun fyrir árið 1984. „Það er því ljóst að afgreiðsla fjárlaga fyrir árið 1985 er enn ein staðfesting á því skipbroti stjórnarstefnunnar sem blasir hvarvetna við í þjóðfélaginu." Söluskattur 1 hvað er verið að vandræðast með 200 milljónir króna, þegar það hrökkva svona tveir milljarðar upp á borðið aldeilis óforvandis." Síðan sagði Kjartan Jóhannsson i ræðu sinni, að í upphafi hafi það verið hugmynd stjórnarinnar að hækka söluskattinn samfara lækkun tekjuskatts. Síðan hefðu stjórnarliðar haröneitað þessu, þegar um var spurt. Þegar fram liðu stundir gat ríkisstjórnin hins vegar ekki fundið neina aðra leið til að stoppa upp í eitthvað af götunum í fjárlagafrumvarpinu, en hækka söluskattinn. Kjartan Jóhannsson sagði það hins vegar aukaatriði hvaða ástæð- ur stjórnarliðar reyndu að draga fram til réttlætingar þessari hækk- un söluskattsins. Mergurinn máls- ins væri sá, að hér væri ætlunin að auka skattheimtu á almenning i landinu. Þá sagði Kjartan Jóhannsson: „Það heyrir nú sögunni til að fjár- málaráðherra hefur margsinnis sagt við fólkið í landinu, að síst af öllu skyldi hann nokkurn tíma verða til þess að hækka skattana á fólkinu. Ef sú yfirlýsing á að standast, þá er söluskattur ekki skattur!!“ Og Kjartan hélt áfram: „Ríkis- stjórnin hefur líka lýst því yfir að það væri höfuðmarkmið hennarað sjá til þess að verðbólgan yrði sem minnst í landinu. Maður hefði haldið að þegar ríkisstjórnin hefði slíkt markmið, þá mundi hún gjarnan velja sér fjáröflunarleiðir, sem hefðu litla tilhneigingu til að fara inn í verðlagið. Hvernig má það þá vera að það eina sem ríkisstjórn- in getur fundið upp til að stoppa í gatið sitt, það skuli einmitt vera sú eina tegund af skatti og gjaldtöku sem einmitt fer beint inn í verðlag- ið?“ „Það er kannski ekki nema von að ýmsum stjórnarþingmönnum líði illa með þessá framkvæmd sína, — og þeir segi í i£un að af öllu vit- lausu sem ríkisstjórnin gat gert, þá hefði þetta verið hin alvitlausasta. Ríkisstjórnin átti nefnilega ótal möguleika ef nauðsyn bar til að afla viðbótartekna. Hér hafa verið lækkaðir skattar af verslunar- og skrifstofuhúsnæði, hér hafa verið lækkaðir skattar á banka. Það hafa einnig farið fram umræður um stóreignaskatt!* Kjartan Jóhannsson sagði enn- fremur að cin af orsökum þess að söluskattskerfið heldur svo illa, sem raun ber vitni, er sú hversu undanþágur eru margar. „Það. hefði komið til álita,“ sagði hann, að fækka þeim undanþágum. Það kom mjög glögglega fram í máli embættismanna, sem komu á fund fjárhags- og viðskiptanefndar að ein af skýringunum á því að sölu- skatturinn skilaði sér ekki nógu vel, væri hvað undanþágurnar væru margar og flóknar og það væri ómögulegt að henda reiður á hvað væri söluskattsskylt og hvað ekkií1 2 3 Lokaorð Kjartans Jóhannssonar voru eftirfarandi: „Ég skal ekki fjölyrða öllu frekar um þetta. En ég hygg að það sé rétt sem heyrst hefur frá stjórnarþingmönnum að af öllu vitlausu sem ríkisstjórnin hefði gripið til, þá hafi þessi söluskatts- hækkun verið það alvitlausasta. Og það hlýtur að vera umhugsunar- efni, að það skuli nú vera orðin örlög þessarar ríkisstjórnar að sam- einast í hverju málinu á fætur öðru um það að velja vitlausustu leið- ina“ Jólasöngvar í Langholtskirkju Næstkomandi föstudagskvöld kl. 23:00 (Ath. tuttugu og þrjú) heldur Kór Langholtskirkju jóla- söngva í Langholtskirkju. Kórinn flytur aðventu og jólalög og áheyr-. endur syngja með i nokkrum lög- um. Tilvalinn endir á jólainnkaupunum Árið 1979 hélt kórinn í fyrsta skipti jólasöngva með þessu sniði og var þessi tími, síðasta föstudags- kvöld fyrir jól kl. 11, valinn með tilliti til þess að fólk gæti fullkomn- að jólaskapið eftir jólainnkaupin, en búðir eru opnar til kl.22:00. Þessir fyrstu jólasöngvar voru haldnir í kirkju Krists konungs i Landakoti. Yfirfullt var á tónleik- unum, svo síðan hefur þetta verið fastur liður í starfi kórsins. Næsta ár voru jólasöngvarnir haldnir í fyrsta skipti í kirkjuskipi Lang- holtskirkju og verða öllum við- stöddum ógleymanlegir. Kirkjan var þá ekki fokheld, en lánið lék við okkur því við fengum „jólakorta- veður“ —14 stiga frost og logn —tindraði á stjörnubjartan himin gegnum glerlausa gluggarifurnar miíli strengjabitanna í loftinu. Allir fengu heitt skúkkulaði í hléi, nema þeir sem hlýddu á tónleikana af svölum eð inn um opna glugga á nærliggjandi húsum. — Og þá upp- götvaðist hinn makalausi hljóm- burður hússins. Nú verður hlýtt Jólasöngvarnir verða nú haldnir í fyrsta skipti í fullbúinni kirkjunni og enginn þarf að kvíða kulda, því kirkjan var vígð hinn 16. september sl. Þrátt fyrir það verður hægt að fá sér „jólasúkkulaði" í hléinu í sal safnaðarheimilisins. Óhætt mun að fullyrða að engin kirkja hér á landi hafi aðra eins aðstöðu til tónleika- halds og Langholtskirkja, og mæl- ingar á hljómburði sýna að hún jafnaðst við bestu tónleikasali í heiminum. Meðal tæknibúnaðar má nefna að lýsingu er stjórnað frá tölvuborði og verður það notað til að ná fram mismundandi stemmn- ingu í tónlistinni sem flutt verður. Efnisskrá við allra hæfi Einsöngvari með kórnum verður John Speight. Bernard Wilkinson leikur á flautu, Jón Sigurðsson á kontrabassa og Gústaf Jóhannes- son á orgel. Aðstoða þeir kórinn i nokkrum alþekktum jólalögum sem hér verða flutt í nýjum búningi Anders Öhrwall, sem er einn þekkt- asti kórstjóri Svía nú. Skrifstofa Rafiðnaðarmanna Háa- leitisbraut 68 verður lokuð í dag 21. des. frá kl. 12.00 vegna jarðarfarar Þorsteins Péturssonar. Rafiðnaðarsamband íslands. Gangbrautarljós — Þróunarverkefni Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd gatnamálastjórans í Reykjavlk, auglýsir eftir inn- lendum aöilum sem áhuga hafa á að hanna og framleiða stýribúnað fyrir gangbrautarljós. Frekari upplýsingar liggja frammi á skrifsíofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Skiladagur9. janú- ar1985. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR FrikiVjtjuvegi 3 — Simi 25800

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.