Tíminn - 26.05.1967, Side 5
FÖSTUÐAGUR 26. maí 1967.
TÍMINN
MINNING
Jens Kristjánsson
bóndi Vonarlandi
Laugardagiim 13. maí var til
moldar borinn Jens Kristjánsson
bóndi að Vonarlandi í Nauteyrar-
hreppi í Norður-ísafjarðarsýslu.
Jens var fæddur 30. nóv. 1899, að
Skarði í Snæfellaherppi. Foreldrar
hans voru Kristján Halldórsson,
bóiidi á Skarði og Hallfríður
Sveinsdóttir. Eftir lát konu sinn-
ar bjó Kristján með ráðskonu,
Halgu Magnúsdóttur, og með
henni átti Kristján tvö börn, Hall-
dór og Signýju. En hjónabands-
börnin voru þau Efemía, Halldóra
og Jens. Árið 1915 flyzt Kristján
með fjölskyldu sína að Lauga-
landi í Nauteyrarihreppi og hóf
þar búskap á eignarparti sínum á
þeirri jörð. Ári síðar andaðist
Kristján, varð bráðkvaddur í
smalamennsku, og nokkrum vik
um síðar andaðist bústýra hans.
Börn þeirra, Halldór og Signý,
sem bæði voru ung, voru tekin í
fóstur, Halldór hjá Þórði bróður
mínum, en Signý af mér, þegar
bú föður Jens leystist upp. Kom
Jens til mín sem vinnumaður, þá
15 ára, og var samfleytt hjá mér
til ársins 1935 að hann hóf búskap
á Vonarlandi.
Fyrstu fcvo veturna var Jens við
nám að Núpi í Dýrafirði. Jens
minntist oft veru sinnar að Núp;,
hve djúpstæð og öll siðgæðisáhrif
skólinn hafði á nemendur sína,
enda var það svo, að nemendur
frá Núpi báru af í siðprýði og
manndyggðum, og svo var með
Jeas Kristjánsson, dagfarsprýði
hans var slík í hvívetna.
Árið 1935 verða þáttaskil í lífi
Jens. Hann hverfur þá frá mér
og stofnar nýbýlið Vonarland. Ég
gaf honum 10 hektara land til
stofnunar nýibýlis úr Melgraseyrar
landi, og samkvæmt gjafabréfi
skyldi beitiland og afrétt vera
sameiginlegt. Jens hafði sem
vinnumaður 45 kindareldi og
átti þann bústofn, er hann hóf
landnám sitt. Fjórum árum áður
hafði hann byggt fjárhús og
hlöðu yfir 100 fjár á þessu landi.
Nú var hafizt handa, landið girt
og þurrkað og byrjað á ræktun og
byggingu íbúðarhúss. Þar með var
hið nýja býli fullbúið að húsa-
kosti. Ræktunin kom síðan hægt
en öruggt. Allt virtist þetta koma
eins og af sjálfu sér, öruggt og
hávaðalaust eins og öll störf, sem
Jens kom nærri. Til þessara fram
kvæmda fékk Jens nýbýlalán, kr.
2500, sem hann svo borgaði upp
tveimur árum síðar. Það mun líka
hafa verið fyrsta og síðasta lánið,
sem hann tók. Samvinnumaður var
Jens mikill og trúði á gildi sam-
vinnunnar og samhjálpar. Hann
skipti rið Kaupfélag ísfirðinga
alla tíð.
Er hér var komið vantaði Jens
meðhjálp, því að hann var ókvænt
ur, og var svo alla ævi. En lánið
var með honum. Húsfreyjan frá
Hraundal, Sigríður Samúelsdóttir,
ekkja Ólafs sáluga Péturssonar,
kom til hans sem bústýra, og var
heimilið þar með fullmótað.
Það var Jens gæfa að fá Sigríði
fyrir bústýru. Hún var reynd að
mannkostum og myndarskap. Með
Sigríði kom yngsta barn hennar,
Hallfríður, þá 8 ára. Hin börn
hennar voru upp komin og farin
að'heiman, allt myndarfólk. Eins
og að framan getur átti Jens tvær
systur, Efemíu og Halldóru. Á
fyrstu búskaparárum þeirra Jens
og Sigríðar deyr Halldóra frá
mörgum börnum ungum. Yngst
þeirra voru tveir drengir, Jón og
Höskuldur. Jens tekur þá báða í
fóstur, en ári síðar óskar Efemía
að fá annan drenginn í fóstur, og
fyrir valinu verður Höskuldur. En
Jón elst upp hjá Jens. Báðir eru
þeir mikilhæfir menn, og Höskuld
ur orðinn viðskiptafræðingur- Um
söimu mundir deyr bróðir Sigríðar
DaníeJ, frá stórum barnahópi.
Tóku þau eitt af yngstu börnum
hans, Þorbjörgu, og ólst hún þar
upp til fullorðinsára. Auk þess
ólst upp hjá þeim dótturdóttir
Sigríðar, sem nú er orðin stúdent.
Það er því ljóst af framansögðu,
að þau Jens og Sigríður hafa innt
af hendi mikið og göfugt ævistarf,
auk þess að hefja landnám og
byggja allt upp frá grunni, að ala
upp og koma til manns fjórum
fósturbörnum.
Það sem einkennt hefur þetta
heimili og er til fyrirmyndar er
hin mikla samlheldni og einlæga
vinátta, sem tengt hefur þau við
þetfca heimili, sem hefur verið
þeim öllum kær miðstöð, er þau
elska sameiginlega og ætla að
hlúa að og gjöra sem vistlegasta,
og hygg ég að þeim sé enn hið
sama í hug, þótt sköpum sé nú
skipt.
Að lokum þökkum við vinir Jens
og stéttarbræður hinum látna
öðlingsmanni samvistir og sam-
starf. Allt hans líf mótaðist af
grandvarleik og hlýhug. Báðum
fjölskyldunum sendum við hjón
innilegar samúðarkveðjur með von
og ósk um áframhaldandi einingu
um Vonarland.
Jón H. Fjalldal.
HESTAMENN!...
Skinnjakki frá „VÖR“
Vatnsvarinn, loðfóðraður skinnjakki sem hentar fslenzkri veðrúttu.
Tilvalin elgn allra sem stunda ferSalSg.
Útsðlustaðir: SÍS, Austurstrsetl 10.
Gefjun ISunn, Kirkjustrœti.
RammagerSln, Hafnarstræti
r
Pillsburv
... ALLIR ÞEKKJA
PILLSBURY HVEITI
jPillsburys
iíBESTS
YYYY .V
• • AAAia. ••
••••.%••*••
FLOUR
FÆST I KAUPFHLÖGUM
VÍDSVEGAR UM LANDIQ
RADI^NETTE
Aðalumboð:
Einar Farestveit &
Vesturgötu 2.
henta þar sem erfið skilyrði
eru. — Byggð fvrir fíoiiianri:
Noregs.
Sérhæfðir menn ua __________
smiðjunum í Noregi annast
þjónustuna af þekkingu.
Radionette-verzlunin
Aðalstræti 18 sími 16995
Reykjavíkurmótið í knattspyrnu:
í kvöld kl. 20,30 keppa
Valur — KR
Mótanefnd.