Tíminn - 26.05.1967, Blaðsíða 10
22
TÍMINN
FÖSTUDAGUR 26. mal 1967.
Skátamót í Botnsdal
Nú í sumar dagana 29. júní —
2. júlí mun Steátafélag Alkraness
gangast fyrir skátamóti í Botns-
dal í Hvalfirði. Er boðið til þess
skáturn Ihivaðanæiva af iandinu, en
aðailega ætlað skátum af Suður-
og Vesturl'ándi.
Náttúrufegurð d Botnsdal er
margrómuð. Tjaldað verður í
gróskumikilum skógi, sem er um-
kringdur fjölium: Þyrill, Hival-
fell, og Botnssúlur, svo að noikkur
séu nefnd. Slik mót sem þetta
hafa áður verið haldin 3-svar í
Biotnsdal 1957, 1960 og 1963 og
hafa tekizt mjög vel.
Dagskrá verður að skátaivisu
fj'ölbreytt þar sem fara fram störf
við tjaldbúðir, leikir ásamt keppni
í skátaíþróttum, en hverju kvöldi
lýkur með varðeldi.
Farið verður í gönguferðir um
nágrennið á fagra og skemmtilega
staði m. a. að hæsta fossi lands
ins, Glym, sem felilur fram í hrika
legu gljúfri. Gengið verður á fjöll
í nágrenninu og getur hver valið
ferð við sitt haafi.
Fjöliskyldubúðir, sem sérstak-
lega eru ætlaðar eldri skátum með
fjölskyldur sínar, verða staðsett
ar í fögru rjóðri á árbakika. Geta
þeir keypt sér mat á mótsstað
ásamt því að taka þátt í daglegum
störfum mótsins. Þetta er orðinn
fastur liður í skátamóbum hérlend
is og hefur gefizt vel. Var byrjað
á þessu í Botnsdal 1960.
Heimsóknardagur er á laugar-
dag síðdegis. Er foreldrum og
ailmenningi þá heimilt að heim
sækja mótið.
Skátafélögum hafa verið sendar
nánari upplýsingar um mótið og
er skátum bent á að hafa sam
band við foringja sína.
Þátttökugja'ld verður 450 krón
ur og innifalið í því allir matur,
aðsbaða á mótinu, mótsmerki og
söngbók.
Þátttökutilkynningar sku'lu
'hafa borizt fyrir 15. júní.
Starf forstjóra Norræna
hússins
Stjórn Norræna hússins 'hefir
ákveðið að auglýsa iaust tii m-
sóknar starf forstjóra stofnunarinn
ar, og er starfið auglýst á öllum
Norðurlöndum. Starf forstjórans
er ákveðið í samþykktum fyrir
stofnunina. Er það fólgið í að
veita forstöðu þeirri starfsemi,
sem fram fer í stoifnuninni, en
henni er ætlað að stuðla að auk
inni þekkingu íslendinga og áhuga
á norrænum menningarmálum svo
og að sbuðila að aukinni þekkingu
og álhuga manna á hinum Norður
löndunum á ístenzkri tungu. Starf
ið verðut veitt frá 1. janúar 1968
til fjögurra ára og er hægt að
endurráða fonstjórann eftir lolk
þess tíma.
Árslaun eru 322.000.— ísl. kr.
og nýtur forstjóri leigulausrar
íbúðar í Norræna húsinu eftir að
hún er titbúin. Uanisóknir um starf
ið ber að senda til háskólarektors
Ármanns Snævars fyrir 15. júlí
n. k.
íbúaskrá Mýra- og
Borgarf jarðarsýslu
Nýlega er komin út á vegum
Sögufélags Borgarfjarðar ibúa-
9krá Biorgarfjarðar og Mýrasýsilu
S'amkv'æmt 1. des. 1964. Rit þetba
greinir nöfn þeirra bæja er þá
voru í byggð ásamt nöfnum, fæð
ingardegi og ári og fæðingarstað
al'lra er þá áttu lögheimili á þessu
svæði, ásamt stöðu 'hvers og eins
á heimili. Petra Pétursdóttir á
Skarði tók rit þetta saman að
i ni'estu leyti.
Félagar Sögufélags geta vitjað
rits þessa til Sigurðar Jónssonar
frá Haukagi'li, Víðimel 35, og er
þess vænzt, að ársfélagar greiði
þá um leið árgjald 1967.
100 þús. kr. gjöf í Utan-
fararsjóð hjartveikra barna
Fyrirjujkjkru^íðaji.kallaði stjórn
LíknarSjióðS^Utúku'ftnar. „Þorkeill
Máni“ innan Odd Fellow-reg'lunn
ar á íslandi á stjórn „Utanfarar
sjóðs hjartaveikra barna við Barna
spdtaila Hringsins Landspítalan-
um“, þá Baldur Möller, ráðuneyt
isstjóra, Bj'örn Júlíusson, lækni
og undirritaðan, og aflhenti okikur
sem gjöf til sjóðsins kr. 100.000.
eitt hundrað þúsund krónur.
Hefir C/d Fellow-reglan á ís-
landi löngum verið kunn fyrir
stuðning sinn við líknarmálin í
þessu landi, ekki sízt að því, er
veit að börnum og færi ég hér
með fyrir sjóðsins hönd stúikunni
„Þorkell mána“ og stjórn Líknar
sjóðsins hiugheilustu þakkir.
Garðar Svavarsson.
ÞAKKARÁVÖRP
Hjartans þakkir sendi ég vinum og vandamönnum, sem
glöddu mig með bréfum, gjötum blómum og skeytum
á sjötugsafmæli mínu á Landsspítaianum 16. maí s.l.
Læknum og starfsliði sjúkraoússins þakka ég ógleym-
anlega alúð og hlýju.
Haflína J Guðjónsdóttir.
Garpsdsl
Útför eiginmanns míns,
Benedikts Björnssonar,
BarkarstöCum,
fer fram laugardaginn 27. maí n. k. Athöfnin að Efra-Núpskirkju
hefst kl. 14. Jarðsett verður í heimagrafreit.
Jenný Sigfúsdóttir.
B
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðar-
för,
Benedikts Svnínssonar,
bókara Borgarnesi.
Jóhanna Jóhannsdóttir
systkini hins látna og sysfkinabörn.
Frá Barnaverndarnefnd
Á fundi sínum 10. maí s. 1.
gerði Barnaverndarnefnd Reykja
vfkur eftirfarandi áyilktun:
„Barn'averndarnefnd Reyikja-
V'í’kiur beinir þeim tilmælum til
foreldra og annara uppalanda, að
þeir sendi ekki böm yngri en
6—7 ára á sumardvalarheimi'li,
neni'a brýna nauðsyn beri til.
Nefndin telur, að börn innan
6—7 ára aldurs haifi yfirlleitt allJs
ekki öðlast nægilegan þroska til
að þola margra vikna nauðsynja
lausan aðskilnað við foreldra sína
og heimili. Nefndin telur ennfrem
ur, að þróun sú sem átt hefur sér
stað hérlendis varðandi sumar-
dvalir ungra barna sé óheppileg
frá uppeldislegu sjónarmiði, en
stefna beri að því að aufka skilm
ing foreldra á nauðsyn þess, að
þeir annist böm sín sem mest sjálf
ir og veiti þeim þá vernd og um-
hyggju, sem þau þarfnast.“
Þes's má geta, að Barnavernd
arnefnd hefur átt viðtal við Rauða
kross íslands og forsvarsmenn
barnuíheimilisins Vorbóðans þess
efnis, að stefnt skuli að því í
framtíðinni að hækka aldurslág
mark þeirra barna, sem tekin eru
1 til sumardvalar. Jafnframt munu
Rauði kross íslands og barna-
heimilið Vorboðinn leitast við,
eftir því sem .tök eru á, að stytta
sumardvalir yngstu bamanna, sem
dvelja munu á sumardvalarheim
i'lum þessara aðila í suimar, en
flest þeirra eru tökin vagna erfiðra
heimiiliisiástæðna.
Aðalfundur.
A'oalfundur Sjóstangaveiðifélags
Reyivjavíkur var haldinn 3. des s.
I. Fóru fram venjuleg aðalfundar
störf og stjórnin gaf skýrslu um
starfið á hinu iiðna ári. Eftirfald
ir meun voru kjörnir í stjórn:
Magnús Valdimarsson, formað-
ur, Hákon Jóliannsson, varaformað
ur Bolli Gtinnarsson, ritari, Jón B.
Þórðarson, gjaldkeri. Egill Snorra
son, meðstj. Varamenn: Birgir J.
J. Jóhannsson, Ragnar Ingólfsson.
Stiórnin hefur ákveðið að halda
eða taka þátt í eftirtöldum mótum
á sumrinu: Alþjóðamót í Vest
mannaeyjum 13. — 15. maí, Bæj
i arkeppni í Keflavík 10. — 11.
!júni. Hákarlaveiði við Gíbraltar
21.—24. apríl, Evropumeistaramót
ið á írlandi 9.—16. september. Þá
verður mót á vegum Sjóstanga-
veiðifélags Akureyrar 2. — 3.
sep'ernber og farið / verður til
Grurdarfjarðat um verzlunar-
mannahelgina og fiskað í Breiða
firði.
„Heimili og skóli" 25 ára
í síðasta hefti tímaritsins
„He.mili og skóli“, sem gefið er
út a Akureyri af Kennarafélagi
Eyjaijarðar, er þess minnzt, að
ritið befur nu komið út um aldar
fjórðungs skeið. H nnes J Magr.
ússon, fyrrverandi skólastjóri hef
ur frá uppfcafi verið ritstjóri og
gegni: hann ritstjórastörfum enn,
þó ao hann hafi fyrir nokkru lát-
ið aI skóiastjórn.
Stefna ritsins hefur verið frá
uppbafi að ræða nppeldismál í
víðtækustu merkmgu, m. a. þátt
skólanna í uppeldinu, þátt kírkj-
unnar og kristindómsfræðslu, svo
og *3 sjálfsögðu samvinnu heim
ilis '>tí skóla um uppeldismál. Rit
ið komur út í 6 heftum á ári, oft
ast 24 síðurí senn og eftir 25 ár er
rit.ið trá upphafi orðið 7 þykk
bin'í þar sern sanian er kominn
mikr' fróðleikur um íslenzk skóla
og uopeldismál þessa tímabils. Má
þar -lefna greinar eftir ýmsa af
helz' ' forvigismönnum íslenzkra
skóumanna a þessu tímabili, svo
og greinar eftir innlenda og er-
lenda uppeldisfræðinga og sál-
fræðinga.
Af efni þessa afmælisheftis
„Heimili og skóla“ má m. a. nefna
ávarp frá ritstjóranum, Hannesi J.
Magnússyni, Eiríkur • Sigurðsson
skólastjóri, ritar um aldarfjórð-
ungsafmæli ritsins, Sigurjón
Björnsson, sálfræðingur, ritar um
stálræn vandamál heyrnardaufra
barna og upeldi þeirra, ritstjórinn
ritar grein um félagslegt uppeldi,
tveir skólamenn svara spurning
um fciaðsins um uppeldismál, auk
annars efnis.
í útgáfustjórn eru Indriði Úlfs
son, yfirkennari, sem nú er for-
maður Kennarafélags Eyjafjarðar
Edda Eiríksdóttir, kennari, og
Jóhaun Sigvaldason, kennari. Af-
greiðslumaður er Guðvin Gunn-
laugsson, en ritstjóri er eins og
fyrr er sagt Hannes J. Magnússon.
Ritið hefur nokkuð aukið áskrif
endaxölu sína upp á síðkastið, og
gerast‘nú æ fleiri föreldrar
áskrifendur að ritinu. Áskrifta-
beiðnir ber að senda til Guðvins
Gunnlaugs9onar, Vanabyggð 9,
Akureyri. Árgjaldið er 70 kr. fyr-
ir sex hefti á ári.
30 bús. kr. gjöf
KrábbamieinsféLagi íslands
barst nýlega 30 þús. kr. gjöf. Er
það dánargjöf frá Bans Magnús-
syni, Eyjum Kjós. Hefur félagið
ákveðið að liáta þessa gjöf renna
í sjóð, sem félagið stofnaði fyrir
einu ári, til styrktar kraibbameins
sjúklingum, er þurfa að leita sér
iækninga erlendis. Sjóðurinn var
stofnaður með 200 iþús. kr. fram
lagi frá Krahbameinsfélagi ís-
lands, og fyrst um sinn, meðan
sjóðurinn er að eflast, verður að-
eins hægt að veita árlegar vaxtar
tekjur hans. Nýflega var veittur
fyrsti stynkur úr 'þessum sjóði,
sem því miður var ekki nema lítil
upiplhæð, þar sem sjóðuritm er
ennþá vanmegnugur til sfæari
stynkveitinga.
Eins og kunnugt er, eru slíkar
flerðir mjög kostnaðarsamar og á
fárra færi og kosba þær sjélfir.
Það hefur því verið mjög aðball
andi að öflugur sjóðtír væri fyrir
hendi tifl styrktar slfkum sjúkling
um. Vifll því félagið benda á nauð
syn sjóðsins og hvetja fólk til að
styrkja bann.
Frá aðalfundi Krabba-
meinsfélagi Islands
Aðalfundur Krabbameinsfé-
lags íslands var haldinn 25. apríl
sl. í húsi krabbameinsfélaganna
að Suðurgötu 22.
Bjarni Bjarnason læknir, for-
maður félagsins, setti fundinn og
bauð , fundarmenn velkomna. Til-
nefndi hann Helga Elíasson
fræðslum.stj. sem fundarstjóra og
Halldóru Thoroddsen fundarrit-
ara.
Formaður flutti skýrslu félags-
stjórnar:
Breytingar á starfseimi félags-
ins hafá ekki orðið neinar telj
andi hins vegar eru ný viðfangs-
efni í undirbúningi.
Leitarstöð-A (Almenn skoðun)
Samkv. ósk stjórnarinnar hefiur
Jon G. Ilallgrímsson læknir unn-
ið úr gögn.um stöðvarinnar þau
10 ár, sem hún hefur starfað.
Jón flutti í lok fundarins fróð-
lega skýrslu um starf stöðvarinn-
ar, hvernig unnið væri, hvaða
rannsóknir væru gerðar og hvaða
sjúkdómseinkenni hefðu komið í
ljós við þeissar rannsóknir, og
kom þas margt foftvitnilegt fram.
Fyrirhugað er að bæta starfsskifl-
yrði Leitarstöðvar-A og flytur
hún væntanlega um miðjan maí í
j nýstandsett húsnæði á 1. hæð húss
ins í Suðurgötu 22, en hún hef-
ur haft aðsetur í kjafllaranum á-
samt Leitarstöð-B, en sú stöð
fær einnig bætta aðstöðu méð
þessu fyrirkomulagi. í athugun
er að bæta við rannsóknum og
jafnvel breyta starfstfllhögun, en
trá |>ví verður greint nánar síðar.
Leitarstöð-B (skoðun fyrir kon-
ur.)
| Hennar viðfangsefnd er ein-
göngu legháls- og flegkrahbamein.
Iiafin er önnur umferð, og konur
sem mættu fyrst til skoðunar, eru
nú kallaðar til rannsóknar aftur.
Talið'er, ef öryggi kvennanna á
að vera sæmilega tryggt, þurfi
þær að koma í skoðun á tveggja
ára fresti. í fyrr* umferð voru
skoðaðar 15 þús. konur, eða 73%
þeirra sem boðnar voru. Frá
15.7. ‘65 - 15.7 ‘66 voru skoðaðar
6885 konur. Af. þeim voru 77
með irumubreytingar. Af þessum
77 konum voru 15 með ífarandi
krabbamein í leghálsi. 3 konur
með krabbamein i legbol, 1 með
krabbamein 1 eggjastokk og ein
rneð krabbamein i vulva, eða alls
! 20 konur með krabbamein. 51
' kona fannst með staðbundið
krabbamein í leghálsi og ein með
staðhundið krabbamein í vuflva,
eða aHs 72 bonur (1.004 ‘pro.
miH.)
Krabbameinsskráning.
International Union Against
Cancer hefur gefið út á ensku
rit: „Cancer Incidence in Five
Continents'* undir umsjón dr. R.
Doll. Þetta er rit um niðurstöð-
ur krabhameinsskráninga í 24
löndum og er ísland í hópi þeirra
fáu land'a, sem hafa heildarskrán-
ingu yfir aflifla þjóðina, en mörg
þessara landa hafa aðeins stað-
bundna skráningu og þar á með-
al Bandaríkin N-Am. Unnið er
því að koma krabbameinsskrán-
ingunni á ísfland inn á EBM Ikort
og verður því væntanliega lokið á
þessu ári. Fonmaður kralbhameins
skráningarinnar er prófessor Ólaf
ur Bjarnason.
Magakabbameinsrannsóknir.
Þær hald'a álfiram undir stjórn
próf. Júlíusar Sigurjónssonar og
lýkur þeim vœntanlega á þessu
ári. Tvær greinar etftir prótfessor-
inn hafa birzt um þetta efni í
„Journal og the Natóohal Cancer
Institute" og heita' á ensku:
„Trends in Mortality From Canc-
er, With Special Retference to
Gastric Cancer in Ioeiland" 1,2
og „Geographical Variations in
Mortality From Cancer in Ice-
land Witih Particular Referenot to
Stomach Oanoer. v
Þorsteinn Þorsteinsson lff-
efnafræðingur vinnur einnig að
þessum rannsóknum og eru nið-
urstöður af þeim vœntanlegar á
hessu ári.
Hjörtur Hj'artarson tforstj.,
gjalákeri félagsins, las upp endur-
skoðaða reikninga og voru þeir
samþykktir athugasemdalaust.
Enda þótt rekstur félagsins sé
orðinn allumfangsmikilfl og lagt
hafi verið í fjárfrekar framkvæmd
ir, er afkoma félagsins góð.
Stjórn félagsins er þannig skip-
uð: Bjarni Bjarnason læknir
formaður, Hjörtur Hjartarson fOr
stj. gjafldk., Jónas Hallgrímsson
læknir, Ilelgi Elíasson fræðslum.
stj., dr. med. Friðrik Einarsson,
Erlendur Einarsson forstj. og
Jónas Bjarnason læknir.
Eitt nýtt krabbameinsfélag var
stofnað á sl. ári, Krabbameinsfé-
lag Skaeafjarðar. formaður þess
er Vatgarð Björnsson, héraðsl.
Hof.iosi og eru deildirnar þá sex