Alþýðublaðið - 03.01.1985, Síða 3
Fimmtudagur 3. janúar 1985
3
Stúdentar frá Flensborg
Föstudaginn 21. desember sl.
voru brautskráðir frá Flensborgar-
skóla 34 stúdentar og 2 nemendur
með almennt verslunarpróf.
Stúdentarnir skiptast þannig á
brautir, að 8 luku prófi af mála-
braut, 8 af viðskiptabraut, 5 af eðl-
isfræðibraut, 2 af náttúrufræði-
braut og 1 af fjölmiðlabraut.
Við brautskráningarathöfnina,
sem fór fram í skólanum, söng kór
Flensborgarskóla undir stjórn
Hrafnhildar Blomsterberg jólalög
og stúdentalög. Skólameistari
Kristján Bersi Ólafsson flutti ræðu
og afhenti prófskírteini. Auk þess
tóku til máls við athöfnina fulltrúi
nýst. , Brynhildur Alfreðsdótlir,
og fulltrúi skólakórsins, Halla
Katrín Arnardóttir, sem færði
stjórnandanum Hrafnhildi Blomst-
erberg blómvönd frá kórfélögun-
um.
Ýmsir nemendur hlutu viður-
kenningu fyrir góðan námsárangur
í heild eða í einstökum námsgrein-
um, þar af þrír sem luku prófi með
ágætiseinkunn: Ása Einarsdóttir
sem lauk stúdentsprófi af félags-
fræðibraut, Vigdís Jónsdóttir sem
lauk stúdentsprófi af uppeldis-
braut, og Guðrún M. Guðjónsdótt-
ir sem lauk almennu verslunar-
prófi.
Framkvcemdanefnd um launamál kvenna:
Tenglahópur um
samstöðu kvenna
Frá því að Framkvæmdanefnd
um launamál kvenna var stofnuð í
októbermánuði 1983 hcfur ncfndin
unnið að margvíslegum verkefnum
til að vekja athygli á stöðunni í
launamálum kvenna og knýja á um
að fá leiðréttan þann launamismun
sem ríkir á vinnumarkaðinum milli
kynjanna fyrir sömu og sambæri-
leg störf.
Á nýafstöðnu ASÍ-þingi boðaði
Framkvæmdanefndin til hádegis-
verðarfundar með konum sem sæti
áttu á þinginu. Var sá fundur mjög
fjölmennur og mættu 170 konur
víðs vegar að af landinu.
Markmiðið með þeim fundi var
að ræða um störf Framkvæmda-
nefndar, svo og að fjalla um þau
mál sem til umræðu voru á
ASI-þingi og sérstaklega snertu
launa- og hagsmunamál kvenna. Á
fundinum kom fram mikil sam-
staða um að auka áhrif kvenna í
verkalýðshreyfingunni.
Á fundinum kynnti Fram-
kvæmdanefndin konum á
ASÍ-þingi þá hugmynd að komið
yrði upp tenglahópum sem
Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarút-
vegsins ákvað á fundi í dag nýtt
fiskverð, er gilda skal frá 21. nóvem-
ber 1984 til 31. ágúst 1985 með
heimild til uppsagnar frá 1. júní
1985. Ákvörðunin felur í sér 20%
meðalhækkun frá því verði, er gilti
til 20. nóvember sl. Einstakar fisk-
tegundir hækka sem hér segir: Verð
á þorski, steinbít, keilu og kola
hækkar um 20%, verð á karfa um
18%, verð á ýsu og skötusel um
46%, verð á öðrurn fisktegundum
hækkar um 15%, nema verð á ufsa,
sem breytist ekki.
Þá var ákveðið með samkomu-
lagi í yfirnefndinni og með sam-
þykki sjávarútvegsráðuneytisins að
greiða á verðtímabilinu verðupp-
bætur úr verðjöfnunardeild Afla-
tryggingasjóðs sem hér segir: 25% á
ufsaverð að undanskildum mars og
störfuðu með sama sniði og Franr-
kvæmdanefndin víðs vegar um
landið.
Markmiðið með stofnun tengla-
hópa er:
— Að styrkja samstöðu kvenna
til að ná fram launajafn-
rétti.
— Að koma á markvissu sam-
ræmdu upplýsinga-
streymi um stöðuna í
launamálum milli allra
tenglahópa Fram-
kvæmdanefndar svo og
til kvenna á vinnustöð-
um.
— Að miðla hugmyndum um
leiðir til að ná fram
launajafnrétti kynjanna.
— Að a.m.k. annað hvert ár
hittist allir tenglahópar
og Framkvæmdanefndin
og beri saman bækur um
ráð og leiðir til að knýja á
um launajafnrétti.
Þessi hugmynd er nú til athugun-
ar hjá konum innan heildarsamtaka
ASI og er niðurstöðu að vænta í
febrúarmánuði n.k.
apríl, 16% á karfaverð, 16% á verð
á grálúðu og lúðu, sem veidd er á
línu frá 1. júní til 31. ágúst og 6% á
annað botnfiskverð, þó ekki á ýsu-
verð. Verðuppbót þessi greiðist að-
eins á afla, sem landað er til vinnslu
hér á landi.
Aðrir verðskilmálar breytast
ekki.
Verðið var ákveðið með atkvæð-
um fulltrúa fiskkaupenda og odda-
manns gegn atkvæðum fiskselj-
enda.
í yfirnefndinni áttu sæti: Jón
Sigurðsson, forstjóri Þjóðhags-
stofnunar, sem var oddamaður
nefndarinnar, Eyjólfur ísfeld Ey-
jólfsson og Friðrik Pálsson fulltrú-
ar kaupenda og Kristján Ragnars-
son og Óskar Vigfússon fulltrúar
seljenda.
Framkvæmdanefndin telur
mikilvægt að stöðugt sé í gangi um-
ræða í þjóðfélaginu um stöðuna í
launamálum kvenna. Fram-
kvæmdanefndin hefur nú látið út-
búa merki fyrir nefndina og hafa
verið útbúin gjafakort og drykkjar-
krúsir með þessu merki nefndar-
innar.
Tilgangurinn auk fjáröflunar er
að vekja umræður í þjóðfélaginu
ekki síst á vinnustöðum um launa-
kjör kvenna.
Gjafakortin og drykkjarkrúsirn-
ar fást hjá Verkakvennafélaginu
Framsókn og Thorvaldsens basar,
Austurstræti 4.
Innan skamms er gert ráð fyrir
því að tilbúin verði launakönnun
sem Framkvæmdanefndin hefur
staðið að þar sem fram koma mjög
fjölþættar upplýsingar um stöðuna
í launamálum kvenna. Hugmyndin
er að gefa niðurstöðurnar út í sér-
stöku riti á vegum Framkvæmdar-
nefndarinnar.
í undirbúningi er einnig á fyrri
hluta iþessa árs að boða til sam-
eiginlegs fundar með konum i sam-
inganefndum stéttarfélaganna þar
sem rætt verður um stöðuna í
launamálum kvenna og hvernig
konur í stéttarfélögum geta sam-
eiginlega knúið á um að uppræta
þann launanrismun sem rikir milli
kynjanna.
Lyf sem hafa áhrif á athyglisgáfu
og viðbragðsflýti eru merkt með
RAUÐUM VIÐVÖRUNAR-
ÞRÍHYRNINGI
ísr"
Nýtt fiskverð
Eimskip í Rotterdam
Fýrsta janúar næstkomandi opn-
ar Eimskip eigin umboðsskrifstofu
i Hollandi. Skrifstofan heyrir undir
meginlandsdeild félagsins. Verður
megin verkefni hennar að styrkja
enn frekar þá þjónustu Einskips á
meginlandinu, sem fyrir er með sér-
stakri áherslu á markaðsfærslu.
Forstöðumaður skrifstofunnar hef-
ur verið ráðinn Guðmundur Hall-
dórsson en hann hefur starfað á
vegum Eimskips í Rotterdam und-
anfarin tvö ár.
Sú ákvörðun að opna eigin skrif-
stofu í Rotterdam er tilkonrin vegna
þess að Rotterdam er lykilhöfn í
flutningakeðju Einskips. Um höfn-
ina í Rotterdam, sem mikilvægasta
miðstöð alþjóðlegra flutninga í
Evrópu, eru skipula&ðir flutningar
á vegum Eimskips inn á meginland
Evrópu og frá meginlandi Evrópu
til íslands; þar fer fram umskipun i
Ameríkuskip félagsins og þaðan
eru skipulagðir framhaldsflutning-
ar til ýmissa landa.
Á skrifstofunni í Rotterdam
munu starfa níu manns, þar af tveir
íslendingar og sex starfsmenn sem
áður unnu hjá Meyer & Co. fyrrum
umboðsaðila Eimskips í Hollandi.
Auk Guðmundar hefur Hulda
Hákonardóttir, sem starfað hefur í
meginlandsdeild félagsins, verið
ráðin á skrifstofuna.
Við viljum lifa
„Við viljunr lifa“ er yfirskriftin á
skemmtun fyrir alla í Laugardals-
höll sunnudaginn 6. janúar 1985 kl.
16.00—18.00.
Skemmtun þessi er til styrktar
sveltandi fólki í Eþíópíu og hafa
helstu skemmtikraftar landsins tek-
ið saman höndunr við íþrótta- og
æskulýðsráð Reykjavíkur.
Markmiðið er að safna andvirði
eins flugvélarfarms af matvælum.
Hitann og þungann af skemmtun
þessari bera eftirtaldir listamenn:
Stuðmenn, Mezzoforte, HLH-
flokkurinn, Ríó tríóið. Kynnir:
Þorgeir Ástvaldsson.
Hlutur Reykjavíkurborgar er
þessi: íþróttaráð leggur til húsnæði,
Æskulýðsráð leggur til alla vinnu
fyrir og á þessari skemmtun.
Allir þeir aðilar sem standa að
þessari skemmtun gefa vinnu sína.
Sem sagt: Helstu listamenn þjóð-
arinnar gera átak til styrktar svelt-
andi börnum í Eþíópíu á Alþjóða-
ári æskunnar.
Eimskip heldur uppi vikulegum
áætlunum til Rotterdam með ekju-
skipunum Álafossi og Eyrarfossi en
þau sigla einnig til lmmingham og
Felixstowe í Englandi, Hamborgar í
Þýskalandi og Antwerpen í Belgíu.
Ennfremur annast Eimskip stór-
flutninga fyrir ÍSAL, ÍSJÁ og fleiri
til og frá Rotterdam. Síðan í júní á
þessu ári hefur Eimskip haldið uppi
beinum siglingum á tíu daga fresti
frá Rotterdam með gámaskipunum
Bakkafossi, Laxfossi og City of
Perth til New York og Portsmouth í
Bandaríkjunum. Láta mun nærri
að viðkomur skipa félagsins í Rott-
erdam á þessu ári verði um 140 eða
ein á rúmlega tveggja og hálfs sól-
arhrings fresti og er það því sem
næst 40% aukning frá því á síðasta
ári.
Sovéskar
kvikmyndir
Nú i ársbyrjun hefjast að nýju
reglubundnar sýningar félagsins
MIR, Menningartengsla íslands og
Ráðstjórnarríkjanna, á sovéskum
kvikmyndum. Kvikmyndasýning-
arnar hafa legið niðri um nokkurra
mánaða skeið vegna flutninga fé-
lagsins í nýtt húsnæði að Vatnsstíg
10 og lagfæringa og endurbóta á
því. Þó að enn vanti mikið á að sýn-
ingaraðstaðan við Vatnsstíg sé góð,
er ætlunin að sýna þar kvikmyndir
á hverjum sunnudegi kl. 16 frain
eftir vetri. Fyrstu vikurnar verða
sýndar ýmsar frétta- og fræðslu-
myndir um margvíslegt efni og eru
fluttar skýringar á íslensku (sarndar
og talaðar af Sergei Halipov dósent
við háskólann i Leningrad) með
mörgurn þeirra. Aðrar myndir eru
með skýringum á ensku eða norð-
urlandamálum.
Síðar í vetur mun MÍR sýna
flokk kvikmynda, sent tengdar eru
með einurn eða öðrum hætti at-
burðum er gerðust í síðustu heints-
styrjöld, en i maímánuði verður
þess minnst að rétt 40 ár eru liðin
frá því sigur vannst á herjum nas-
ista í Evrópu.
Eins og áður er aðgangur að
kvikmyndasýningum MÍR að
Vatnsstíg lOókeypis'ogöllum heim-
ill. Fyrsta sýningin verður sunnu-
daginn 6. janúar kl. 16.
ST. JÓSEFSSPÍTALI
Landakoti
Hjúkrunarfræðingar;
— BARNADEILD
— GJÖRGÆSLUDEILD, sérfræðinám í gjör-
gæsluhjúkrun æskilpgt.
— HANDLÆKNINGADEILDIR, l-B, ll-B.
— LYFLÆKNINGADEILDIR, l-A, ll-A
— SKURÐDEILD
Fastar næturvaktir koma til greina á hinum ýmsu
deildum spítalans.
Sjúkraliðar:
— BARNADEILD
— HANDLÆKNINGADEILDIR, l-B, ll-B
— LYFLÆKNINGADEILDIR, l-A, ll-A
Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri
störf sendist hjúkrunarforstjóra sem veitir nánari
upplýsingar í síma 19600 frá kl. 11:00—12:00 og
13:00—14:00 alla virka daga.
Röntgenhjúkrunarfræðingur — Röntgentæknir
óskast sem fyrst við röntgendeild. Upplýsingar
veitirdeiIdarstjóri kl. 11:00—12:00 og 13:00—14:00
alla virka daga.
Starfsmenn við ræstingastörf,
upplýsingar veitir ræstingastjóri kl. 11:00—12:00
og 13:00—14:00 alla virka daga.
Reykjavík, 27.12. 1984
Skrifstofa hjúkrunarforstjóra