Alþýðublaðið - 05.01.1985, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.01.1985, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 5. janúar 1985 SUNNUDAGSLEIÐARI . —...... Byrgjum brunninn I Alþýöublaðinu í gær, föstudag, kom fram I viðtali viö landlækni og fulitrúa í fíkniefnadeild lögreglunnar, að úti í Kaupmannahöfn er um þessar mundir allstór hópur íslendinga, sem failinn er í hyldýpi heróínneyslunnar. Ekki eru til nákvæmar tölur um þá íslendinga, sem hafa orðið þessu banvæna eitri að bráð þar ytra, enda breytilegar frá einum tlma til annars og tilfellin stundum erfið að nálgast, en álit kunn- ugra er, að tala íslenskra heróínneytenda í Kaupmannahöfn gæti rokkað á bilinu 5—20. Landlæknir sagði í nefndu Alþýðublaðsvið- tali að af og til sendu dönsk yfirvöld íslenska heróínsjúklingahingað heim. Það væri fyrst og fremst fólk sem hefði komist í kast við lögin, en einnig gerðist það að fjölskyldur sjúklinganna sæju um að koma þeim hingað. Sagði Guðjón Magnússon, landlæknir, að um tvö til þrjú slík tilvik væri að ræða á ári hverju. Þessum sjúkl- ingum væri komið í afeitrun hér á landi, þá fyrst og fremst á Kleppsspítala. v/þarfi er að fara mörgum orðum um þann skaða, sem heróínið getur valdið. Það er mjög áv/anabindandi, notandinn er orðinn gjörsam- lega háður efninu innan skamms tíma og fljót- legakemst lltiðannað að í huganeytandans en að náí næstaskammt. Þáerog stutt í þjófnaði, glæpi og jafnvel líkamsárásir til að afla fjár til kaupa á eitrinu. Heróínið hefur og leitt til dauða fjölmargra neytenda. Stundum hafa borist um það lausafregnirað þetta manndrápseitur hefði borist til landsins og væri neytt hér. Að sögn lögreglu og heil- brigðisyfirvalda hafa þessar sögur ekki átt við rök að styðjast. En þótt kaldranalegt sé, þá er óhætt að fullyrða að aðeins er tlmaspursmál hvenær þetta efni dauöans berst til landsins. Upplýsingar frá rannsóknaraðilum fíkniefna- máia hafa sýnt, að neysla sterkari lyfja á borð við amfetamín og kókaín hefur aukist verulega slðustu misseri. Reynslan erlendis frá ber að neysla slikra efna er undanfari heróínneyslu. I bókinni „Ekkert mál", sem út kom fyrir jólin er fjallað hispurslaust um vitahring heróín- neyslunnar. Við lestur þeirrar bókar fyllist fólk hryllingi og undrun yfir þeirri mannlegu eymd sem fylgir lifi heróínneytandans. Bók þessi ætti að vera öllum víti til varnaðar. JóhannaSigurðardóttiralþingismaöurhefur með tiliöguflutningi á Alþingi lagt mjög mikla áherslu á aukið fyrirbyggjandi starf vegna þró- unarfíkniefnamálahérlendis. Einnig hefurhún lagt til stóraukið eftirlit í þessum efnum, styrk- ingu lögreglu og tollgæslu og í heildina mark- vissari og ákveðnari aðgerðir til varnar þeim ófögnuði sem fíkniefnin eru. Framkvæmda- valdið hefur á hinn bóginn lítið aðhafst þrátt fyrir ábendingar og tillögur þingmanna. Alþýðublaðið vill ekki aðeins vara mjög sterk- lega við stórháskalegri þróun fíkniefnamál- anna hér á landi, heldur og krefst róttækra að- gerða til varnar þessum ófögnuði. Byrgjum brunninn áður en barnið dettur ofaní. —GÁS. Ný stjórn MFA Stjórn Menningar- og fræðslu- sambands alþýðu er samkvæmt lögum Alþýðusambands íslands kjörin á þingum ASÍ. Á 35. þingi ASÍ, sem haldið var 26. — 30. nóvember sl. voru eftir- taldir kjörin í aðalstjórn MFA: Guðmundur Hilmarsson, Helgi Guðmundsson, Karl Steinar Guðnason, Kristín Eggertsdóttir og Pétur A. Maack. Varastjórn skipa Ingibjörg Sigtryggsdóttir, Hildur Kjartansdókkir óg Sonja Kristen- sen. Á fyrsta fundi nýkjörinnar stjórnar skipti stjórnin með sér verkum þannig: Formaður er Helgi Guðmundsson, ritari var kjörinn Karl Steinar Guðnason og gjaldkeri Pétur A. Maack. Aðrir í aðalstjórn er, eins og áður segir þau Guð- mundur Hilmarsson og Kristín Eggertsdóttir. 668 dómar á sl. ári Arið 1984 voru kveðnir upp dóm- ar í málum 668 manna við sakadóm Reykjavíkur. Málin skiptast þannig eftir efni, að 359 menn voru kærðir fyrir brot gegn almennum hegning- arlögum, en 309 fyrir brot gegn sér- refsilöggjöfinni, einkum umferðar- lögum. Voru 15 sýknaðir, en málum 5 var vísað frá dómi. Til saman- burðar skal þess getið að árið 1983 gengu dómar í málum 647 sakborn- inga. Þá var málum 1615 manna lokið með dómsátt á árinu, en 1869 árið áður. Beiðnir um dómsaðgerðir á rann- sóknarstigi máls voru alls 199, þar af voru gæsluvarðhaldsbeiðnir 136 og beiðnir um húsleit 22. Gæslu- varðhaldsbeiðnir árið 1983 voru hins vegar 57, en húsleitarbeiðnir 9. Réttarbeiðnir, sem er ýmiss kon- ar aðstoð við mál, sem rekin eru fyrir öðrum dómstólum voru 58. Loks skal þess getið, að dómin- um bárust árið 1984 617 ákærur frá ríkissaksóknara á 777 menn, en ár- ið 1983 656 kærur á 779 menn. SIS____________________________1_ andi hráefnisins. Þegar rannsóknin stóð sem hæst í sumar ákvað stjórn Sambandsins að endurgreiða Kaffi- brennslunni stærsta hluta þessarar upphæðar eða um 18 milljónir ís- lenskra króna. Þá eru eftir vextir af þessum peningum. En hvað varð um þessa peninga? Hluti af þeim fór í að hækka um- boðslaun Sambandsins og annað var fært inn sem afsláttur í bækur þeirra. Rannsókn skattstjóra er nú lokið en nú er gjaldeyriseftirlit Seðlbank- ans að kanna málið og beinist rann- sókn þeirra einkum að því hvað orðið hefur um hálfa milljón doll- ara, sem ekki hefur skilað sér til ís- lenskra gjaldeyrisyfirvalda. Að rannsókn lokinni verður málið sent ríkissaksóknara til meðferðar. Vænta má yfirlýsingar frá stjórn SÍS vegna málsins fljótlega. Gróusögur 1 Reykjavík einni vissi hann um 7—8 tilfelli. Árlega fremja um 20—25 ein- staklingar á íslandi sjálfsvíg. Helgi sagði að þetta væru það lágar tölur, að þó svona margir hefðu fyrirfarið sér í nóvember og byrjun desember væri þetta tölfræðilega ómarktækt, auk jjess sem væri eftir að skoða árið í heild. Þetta gæti verið tilvilj- un. Við spurðum Helga hvort sjálfs- víg væru árstíðabundin, hvort meira væri um að fólk fyrirfæri sér í skammdeginu en á öðrum tímum ársins. Ekki vildi Helgi ætla það. Fyrir tveimur árum var gerð könnun á þessu og kom þá í ljós að það var síst meira um þetta í skammdeginu en á öðrum árstímum. Að lokum sagði Helgi Guðbergs- son að það hefði sýnt sig að það Rauða Það hefur farið hljótt um Alex- ander Solsjenitsyn undanfarin ár og er það ekkert undarlegt sé það skoðað í ljósi þess að nú er að koma út ný bókasería frá honum, sem á að fjalla um rússnesku byltinguna. Samanstendur bókarunan af sjö skáldverkum og er hvert skáldverk tvö til fjögur bindi. Samtals verður allt verkið um 5000 blaðsíður að lengd. Fyrsti hluti verksins er skáldsag- an Ágúst 14, sem er eldri skáldsaga frá honum, en hann hefur nú end- urbætt hana og aukið. Fyrsti hluti nýja verksins er hinsvegar Október 16. Samtals eru þessar tvær bækur um 1500 síður. Þessar tvær bækur gerast á víg- stöðvunum í Þýskalandi í fyrri heimsstyrjöldinni. virtist vera hægt að draga úr sjálfs- morðstilraunum með því að koma ekki af stað óábyrgum Gróusögum, hinsvegar væri erfitt að koma í veg fyrir að maður reyndi að fyrirfara sér væri hann ákveðinn í því. hjólið Þetta mikla verk hefur hlotið nafnið „Rauða hjólið". Er nafnið dregið af hjólunum undir járn- brautarlestum byltingarinnar, en það er ætlun höfundarinar að skrifa endanlega, rétta og full- komna lýsingu á byltingunni. Sol- sjenitsyn lítur á þetta sem lífsverk sitt og nálgast verkið bæði sem sagnfræðingur og meistari skáld- sögunnar. Sér til hjálpar hefur hann hauga af skjölum, endurminning- um og vitnisburð þeirra sem voru viðstaddir atburðina. Þó hann hafi öruggar heimildir fyrir atburðunum mun hann leggja fram tilgátu, sem eflaust á eftir að verða umdeild. Að hans mati var októberbyltingin alls ekki nauðsyn- leg. Hún var ógæfuverk sem óhæfir valdhafar í Rússlandi keisarans voru valdir að. Kaupendur Alþýðublaðsins í Keflavík og Njarðvík! Vinsamlega athugið að nýirumboðs- menn hafa tekið við störfum. Keflavík: Guðríður A. Waage Austurbraut 1, sími 2883 Ingibjörg Eyjólfsdóttir Suðurgötu 37, sími 4390 Ytri-Njarðvík: Kristinn Ingimundarson, Hafnargötu 72, sími 3826 Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkursvæðis Reykjavíkurborg óskar eftir að ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa, vegna eft- irlits með hundahaldi í borginni. Tvo eftirlitsmenn, og veitist sú staðafrá 1. febrúar 1985. Ritara, sem óskast til starfa nú þegar. Umsóknum ber að skila til starfsmanna- halds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð á sérstökum umsóknareyðu- blöðum, sem þarfásþfyrirkl. 16.0014. jan- úar 1985. Rautt þrfliyrnt merki á lyfjaumbúðum táknar að notkun lyfsins dregur úr hæfni manna í umferðinni

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.