Alþýðublaðið - 05.01.1985, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 05.01.1985, Blaðsíða 3
Laugardagur 5. janúar 1985 3 Bifreiöaeftirlitsmenn: Átök gegn um- ferðarslysum Aðalfundur Félags íslenskra bif- reiðaeftirlitsmanna var haldinn í Reykjavík í síðasta mánuði. Var þar vakin athygli á því, að margt bendir til að vanbúnaður bifreiða sé oftar meðvaldur í umferðarslysum en al- mennt hefur verið talið liér á landi. „Fundurinn telur aðkallandi að hrint verði i framkvæmd átaki gegn umferðarslysum, en orðin ein ekki stöðugt látin duga. Með tilliti til þess hve umferðar- slysin skapa miklar þjáningar hjá mörgurn þegnum þjóðarinnar, telur fundurinn nánast furðulegt hve að- gerðir til slysavarna í umferðinni eru fjársveltar og látnar sitja á hak- anum. Vænlegasta leiðin til úrbóta er að bæta verulega aðstöðu bifreiðaeft- I lok september sl. varð Bóka- klúbbur Almenna bókafélagsins 10 ára. í árslok 1983 voru félagsmenn 17.000 talsins. Á þeim tima sem klúbburinn hefur starfað hefur hann gefið út 93 mánaðarbækur og irlitsmanna, þannig að þeir geti bet- ur sinnt störfum sínum í bifreiða- skoðun og í eftirliti með ökutækj- um úti á vegum. Fundurinn harmar hve illa hefur verið staðið að uppbyggingu á skoðunaraðstöðu bifreiðaeftirlits- manna. Virðist svo sem skortur á ákvarðanatöku ráði mestu um það vandræðaástand sem nú ríkir I hús- næðis- og peningamálum bifreiða- eftirlitsins. Bifreiðaeftirlitsmenn eru opnir fyrir nýjum skipulagsleiðum sem líklegar eru til að ná betri árangri í uppbyggingu bifreiðaskoðunar." boðið upp á rúmlega 300 valbækur og 160 hljómplötur, auk listaverka- tiiboða og utanlandsferða. í tilefni afmælisins var leitað til félagsmanna í BAB með þá hug- mynd að félagarnir sjálfir skrifuðu bók fyrir klúbbinn. Þessari uppá- stungu var vel tekið og barst allmik- ið af margvíslegu efni. Smásögur og frásögur í smásöguformi var öðrum greinum fremur ráðandi í hinu aðsenda efni. Hefur nú hluta af þessum frásögunr verið safnað í eina bók, sem klúbburinn hefur gefið út. Bókin heitir Haukur í horni. Hún er sem sagt safn smásagna og frá- sagna í smásöguformi, rituð af höf- undum, sem ekki Ieggja ritstörf að jafnaði fyrir sig, en stinga niður penna í stopulum tómstundum. Efni smásagnanna er vitaskuld mjög fjölbreytilegt, úr borg og sveit og jafnvel dýrasögur. Sögunum er raðað eftir stafrófsröð höfunda sem eru: Bragi Jóhann Ingibergs- son, Bragi Sigurjónsson, Eiríkur Brynjólfsson, Guðbjörg Tómas- dóttir, Guðni Már Henningsson, Guðjón Sveinsson, Ingibjörg Jón- asdóttir, Ingibjörg Möller, Ingólfur Pálmason, Ragnar Ingi Aðalsteins- son, Sigríður Gunnlaugsdóttir, Sig- ríður Rósa Kristinsdóttir, Sigrún Björgvinsdóttir, Sigurður Óskar Pálsson, Stefán Þór Sigurðsson og Valborg Bentsdóttir. Bókin er um 200 bls. Maður í manns stað Inga Jóna Þórðardóttir, við- skiptafræðingur, hefur verið skip- uð formaður útvarpsráðs frá 1. jan- úar 1985 að telja í stað Markúsar Arnar Antonssonar, sem tekið hef- ur við starfi útvarpsstjóra. Ármúla 38— Sími 81866 Tökum að okkur hverskonar verkefni í setningu, umbrot og plötugerð, svo sem: Blöð í dagblaðafortni Tímarit Bœkur o.m.fl. Ármúla 38 — Sími 81866 ! MEINHORNIÐ Mitmum enn einusinni á kjarnorkuhármeðalið okkar. Skjótvirkt og handhœgt. Útrýmir flösu m. a. Notist einkum og sér ílagi þegar fréttamenn erufjarverandi. Útsölustaður hvítahúsið, einnig hœgt að fá það ípóstkröfu frá Kreml. PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar aö ráða skrifstofumann v/gagnaskráningu vélritunarkunnátta æskileg. Skrifstofumann æskilegt er að umsækjendur hafi vélritunarkunn- áttu auk nokkurrar bókhalds- og málakunnáttu. Nánari upplýsingar verðaveittarhjástarfsmanna- deild stofnunarinnar. Hjúkrunarfræðinga vantarað sjúkrahúsinu Egilsstöðum. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri (Helga) í síma 97-1400/1631. Haukur í horni LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráðastarfsfólk til eftirtal- innastarfa. Starfskjörsamkvæmt kjarasamn- ingum. Tækniteiknari á modelverkstæði Reykjavík- urborgar, sem allra fyrst. Um er a ræða hálfs dags starf. Upplýsingar veitir Jón G. K. Jónsson í síma 18000. Umsjónarmaður óskast til starfa í Iðnskól- ann í Reykjavík, til aðstoðar húsverði. Upplýs- ingar veitir skólastjóri í síma 26240. Deildarfélagsrádgjafi óskast við þjónustu- hóp aldraðra við Heilsuverndarstöð Reykja- víkur. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri heilsugæslustöðva í síma 22400. Hjúkrunarfræðingar — Sjúkraliðar óskast til starfa við Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, Barnadeild, heimahjúkrun og heilsugæslu í skólum. Um er að ræða heilar stöður og hlutastöður, svo og kvöldvaktir. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 22400. Fóstra, Þroskaþjálfi, eða starfsmaður með aðra uppeldislega menntun óskast til að sinna börnum með sérþarfir. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri og umsjónarfóstrur á skrifstofu Dagvistun barna, Fornhaga 8, sími 27277. Umsóknum berað skilatil starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á séstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást, fyrir kl. 16.00, mánudaginn 14. janúar 1985. Iðntæknistofnun íslands auglýsir eftirtalin störf til umsóknar: Framkvæmdastjóra (verkefnisstjóra) Leitaö er eftir starfsmanni meö fjölbreytta reynslu og háskólapróf í verkfræði, raunvísindum eða viðskiptafræði. Starfið er veitt til fjögurra ára samkvæmt lögum um Iðntæknistofnun Islands. Deildarstjóra fyrirTrefjadeild Leitaðereftirstarfsmanni með reynslu í stjórnun og þekkingu á sviði sauma- og/eða prjónaiðnaðar. Nánari upplýsingar veita Ingjaldur Hannibalsson og Sigurður Guðmundsson í sima 68 7000. Hlutverk löntæknistofnunar er að vinna að tækniþróun og aukinni framleiðni I islenskum iðnaði með þvi að veita ein- stökum greinum hans og iðnfyrirtækjum sérhæfða þjónustu á sviöi tækni- og stjórnunarmála, og stuðla að hagkvæmri nýtingu (slenskra auölinda til iðnaðar. NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun mun í samvinnu við ýmsa að- ila efna til sýningar og dagskrár 1,—4. júní undir yfirskriftinni MYNDBÖND OG SKÓLASTARF Tilgangurinn er að gefa kennurum, skólastjórum, foreldrum og öðrum þeim sem hafa áhuga á og eiga þess kost að kynnast því hvernig unnt er að nota myndbönd í kennslu. Stefnt er að því að sýna það helsta sem er á boð- stólum hérlendis á þessu sviði. Hér má nefna myndbandstæki, upptökuvélar, sjónvarpstæki og skjái, auk hvers kyns myndbandaefnis sem hent- ar í skólastarfi. í tengslum við sýninguna verður efnt til fjöl- breyttrar dagskrár, fyrirlestra, fræðslufunda, kynninga og stuttra námskeiða. Þeir sem hafa áhuga á að kynna tæki, efni, þjón- ustu eða starfsemi á sýningunni eða í tengslum við dagskrána eru vinsamlega beðnir að snúa sér til Kennslumiðstöðvar Námsgagnastofnunarfyrir 1. febrúar 1985 (sími 281 98).

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.