Alþýðublaðið - 30.01.1985, Blaðsíða 1
Jón Baldvin:
Miðvikudagur 30. janúar 1985
20. tbl. 66. árg.
Okkar markmið gengið upp
„Það kemur í Ijós með þessu að
mestu pólitísku umskipti í íslensk-
um stjórnmálum hafa átt sér stað.
Og það vekur athygli hversu það
hefur gerst á skömmum tíma,“
sagði Jón Baldvin Hannibalssun,
formaður Alþýðuflokksins í sam-
tali við Alþvðublaðið um könnun
DV.
Jón benti á að í október síðast-
liðnum hefði könnun DV bent til
6% fylgis flokksins og 3 þingmenn,
en nú rúmlega 20°/o fylgi og 12—13
þingmenn. Hér sé því allt að fjór-
földun að ræða. Ólíkt 1978 ætti Al-
þýðuflokkurinn við fjölgun þing-
flokka um tvo að glíma og þar af
flokk sem væri í samkeppni við Al-
þýðuflokkinn um fylgi jafnaðar-
manna. Samanlagt hefðu þessir
Framhald á bls. 2
Alþýðuflokkurinn er orðinn
næststærsti flokkur landsins
samkvæmt þeim niðurstöðum
sem fram komu í skoðanakönn-
un DV um helgina. Þessi könn-
un og aðrar á undan benda til
þess að þúsundir kjósenda ieiti
nú til Alþýðuflokksins og að um
þessar mundir njóti hann fylgis
um 20°/o kjósenda. Virðist það
hlutfall þó um þessar mundir
hækka dag frá degi.
í könnun DV fékk Alþýðuflokk-
urinn 20,1% fylgi meðal þeirra sem
afstöðu tóku, en hafa verður í huga
að um 47% svarenda tóku ekki
ákveðna afstöðu til flokka. Bendir
þó könnun NT til þess að Alþýðu-
flokkurinn eigi verulegan hljóm-
grunn meðal þess fólks. í könnun
DV var fylgi Framsóknarflokksins
Alþýðuflokkurinn sá nœststœrsti:
Þúsundir leita
Alþýðuflokksins
13,2% (var 19% í síðustu kosning-
um), Bandalags jafnaðarmanna
6% (7,3%), Sjálfstæðisflokksins
37,3% (39,2%), Alþýðubandalags
13,5% (17,3%) og Kvennalistans
10% (5,5%). Sé miðað við meðaltal
skoðanakannana frá október 1983
til nóvember 1984 kemur hins vegar
í ljós að fylgi Alþýðuflokksins hef-
ur samkvæmt tölum þessum aukist
um 151%, fylgi Framsóknarflokks-
ins minnkað um 22%, fylgi Sjálf-
stæðisflokksins minnkað um tæp
20%, fylgi Alþýðubandalagsins
minnkað um 14%, fylgi BJ aukist
um tæplega 18% og fylgi Kvenna-
lista aukist um þriðjung.
Með öðrum orðum: Fylgi Al-
þýðuflokksins var rúmlega 15.000
atkvæði í síðustu kosningum, en er
nú samkvæmt þessu á milli 26 og 27
þúsund atkvæði og ættu því 11-12
þúsund kjósendur að hafa leitað til
flokksins á þeim tima, en hins vegar
18—19 þúsund kjósendur ef miðað
er við það hlutfall þegar flokkurinn
virtist njóta minnst stuðnings, 6%.
Miðað við sömu forsendur hefur
hins vegar Sjálfstæðisflokkurinn
glatað stuðningi um 20 þúsund
kjósenda frá því kannanir bentu til
þess að 51—52% þeirra studdu
flokkinn. Framsóknarflokkurinn
hefur samkvæmt þessu glatað fylgi
um 7 þúsund kjósenda frá kosning-
um og Alþýðubandalagið glatað
fylgi um 5 þúsund kjósenda. Aftur
á móti virðast Kvennalistakonur
hafa bætt við sig um 6 þúsund kjós-
endum frá síðustu kosningum.
DV reiknar út að samkvæmt töl-
um þessurn fengi Alþýðuflokkur-
inn 12 þingmenn af 60 ef kosningar
færu á þessa lund, en 13 þingmenn
af 63 ef af fjölgun verður. 1978 fékk
Alþýðuflokkurinn 14 þingmenn af
Kosn. apr.83 meðalt oktffý- nóv84. MT I ja.n85 HP í J a.n85 D: í jan8p
A1 pv ðuí'l okkur inn 11.7 ; 8.0 15. K/ 15.37ó 20.1
Framsóknarflokkur 19.0 16.9 17.7 17.8 13.2
Bandalap; .iafnaðarm. 7.3 5.1 6.6 5.4 6.0
S.iálf stæðisf lokkur 39.2 46.3 35.4 39.7 37.3
Alþýðubandalap; 17.3 15.7 14.6 CTð ■—I 13.5
Sarot/ Kvennalista 5.5 7.5 7.7 6.5 10.0
Annað. 0.0 0.5 2.6 o.2 o. O
A þessari töflu má sjáfylgiflokkanna ísíðustu alþingiskosningum, með-
altalsfylgi þeirra i skoðanakönnunum siðustu mánuði og loksfylgið sam-
kvœmt 3 síðustu könnunum.
60. Sameiginleg þingmannatala Al- manna yrði nú samkvæmt þessu 15
þýðuflokksogBandalagsjafnaðar- Framh. á bls. 2
Þarna getur ríkissjóður sparað:
111 milljónir
í húsaleigu!
Á síðasta ári greiddu ríkissjóöur
og ríkisstofnanir alls rúmlega 111
milljónir króna í húsaleigu. Alls
munu 202 ríkisstofnanir vera í
leiguhúsnæði og var meðalverð á
fermetra rúmlega 79 krónur eða
tæplega 8000 krónur á hverja 100
fermetra.
Þessar upplýsingar komu fram
hjá fjármálaráðherra á Alþingi í
gær, er hann svaraði fyrirspurnum
Jóns Baldvins Hannibalssonar um
þessi atriði. Fyrirspurnir þessar
voru fluttar í tengslum við og i
framhaldi af þingsályktunartillögu
Alþýðuflokksmanna þess efnis að
ríkissjóður tæki yfir byggingu
Seðlabankans til eigin nota. Af
svörum fjármálaráðherra má sam-
kvæmt þessu ætla að ríkissjóður
gæti sparað sér í húsaleigu rúmar
100 milljónir króna á ári. Hér er um
miklar fjárhæðir að ræða, sem
kæmu sér vissulega vel fyrir illa
staddan ríkissjóð. Hvað Seðla-
bankann varðar er í tillögu Alþýðu-
flokksins gert ráð fyrir að hann
yfirtaki byggingu Framkvæmda-
stofnunar ríkisins.
Ef niðurstöður DV vœru kosningaúrslit:
Stjómin fallin!
Niðurstöður skoðanakannana
undanfarna daga benda eindregið
til þess að ríkisstjórnin sé komin
niður fyrir meirihluta hvað fylgi
kjósenda varðar. Um 54% eru
stjórninni andvígir. Þar af eru fjöl-
margir stuðningsmenn þeirra
flokka sem ríkisstjórnina mynda.
Hrun ríkisstjórnarinnar kemur
einnig skýrt fram þegar Iitið er til
niðurröðunar DV á skiptingu þing-
manna í samræmi við fylgi flokk-
anna. Nú hafa stjórnarflokkarnir
37 þingmenn af 60 og því öruggan
meirihluta í báðum deildum þings.
En samkvæmt tölum DV fengju
stjórnarflokkarnir nú, ef tölurnar
Boðum pólitík
21. aldarinnar
— Sjá bls. 2
væru kosningaúrslít, aðeins 31
þingmanna af 60. Þar með væri
stjórnin í raun fallin, því hana
myndi þá skorta meirihluta í
annarri deild þingsins og gæti ekki
tryggt sínum málum framgang
nema til kæmi stuðningur að
minnsta kosti eins þingmanns úr
stjórnarandstöðunni. Ef þing-
mönnum yrði fjölgað í 63 fengju
stjórnarflokkarnir 32 menn og yrðu
þá i minnihluta í annari deild og
þyrfti þá tvo úr stjórnarandstöð-
unni til bjargar.
Ríkisstjórnin, sem fyrir ári tald-
ist njóta stuðnings rúmlega 75%
kjósenda, er nú rúin öllu trausti og
nyti ekki, ef á reyndi, meirihluta á
Alþingi. Hún á að gera það sem leg-
ið hefur í loftinu um margra vikna
skeið: Að segja af sér. Það hefur
sýnt sig að stjórnarflokkarnir eru
tilbúnir með langa lista yfir mögu-
leg stjórnarslitamál. Nú er bara að
velja og fara frá.
ífyrrakvöldhéldu þeirJón Baldvin og KarlSteinar Guðnason opinn fundíFesti, Grindavík. Einsog aðrir
opnir fundir með forystumönnum Alþýðuflokksins að undanförnu, þá var þessi fundur mjög vel heppn-
aður og mikið fjölmenni samankomið til að hlýða á málflutning þeirra Jóns Baldvins og Karls Steinars,
eða 115 manns.
Réttindi fiskverk-
unarfólks tryggð
— í nýju lagafrumvarpi
Á Alþingi í gær tók Karl Steinar
Guönason til máls utandagskrár og
vakti athygli á því atvinnuleysi, sem
nú hefur ríkt hjá fiskverkunarfólki
á Suðurnesjum og víöar auk þess
sem hann ræddi um slæma stöðu
útgerðarinnar.
Á Suðurnesjum hefur það gerst
að þrjú skip hafa verið seld burt af
svæðinu og með þeim farið 9000
tonna kvóti, sem aldrei mun koma
aftur á svæðið, því engin ný skip
koma í stað þeirra sem seld voru,
þar sem útgerðarmenn hafa ekki
bolmagn til að endurnýja flotann.
Nú er svo komið að útgerðin er að
koðna niður á þessu svæði, sem
löngum hefur verið með mjög
öfluga útgerð. í kjölfar þess að út-
gerðin veslast upp skapast mikið at-
vinnuleysi og atvinnuleysið nú í
kringum áramót er bara forsmekk-
ur þess sem koma skal, verði ekki
spyrnt við fótunum og leitað ráða
til úrbóta.
Einsog fram kom hér að ofan þá
ræddi Karl Steinar einnig um
öryggis- og réttindaleysið, sem fisk-
verkunarfólk hefur orðið að búa
við. í framhaldi af því er rétt að geta
þess að Guðmundur J. Guðmunds-
son, Jóhanna Sigurðardóttir,
Margrét Frímannsdóttir og Karvel
Pálmason, hafa lagt fram frumvarp
til laga um breytingu á þeirri um-
deildu lagagrein í lögum frá 1979,
þar sem atvinnurekanda er veitt svo
til ótakmörkuð heimild til að segja
fiskverkunarfólki upp með viku
fyrirvara, og skiptir þá engu, hvort
viðkomandi hefur unnið í einn
mánuð eða 30 ár.
Samkvæmt lagabreytingunni er
atvinnurekanda enn heimilt að
senda starfsfólk fiskiðjuvera i
launalaust frí með viku fyrirvara.
Nú er hinsvegar sett þak á hversu
lengi hann getur haft fólk í launa-
lausu fríi, auk þess sem skilgrein-
ingin á ófyrirsjáanleg tilvik er
þrengd. Samkvæmt lagabreyting-
unni er ekki hægt að senda starfs-
mann í launalaust starfshlé lengur
en í 160 klukkustundir á ári, eða 1
mánuð og að hámarki 80 klukku-
stundir samfellt ef um hráefnis-
skort er að ræða, enda er óheimilt
að segja starfsmönnum upp störf-
Framh. á bls. 2