Tíminn - 07.06.1967, Síða 2
2
TÍMINtl
MIÐAmOJDAGUR 7. Jfiní 1967.
i
Ályktanir 14. uppeldismála-
þings Sam'bands ísl. barnakennara
og Landssambands framhalds-
skólakennara haldið í Melaskólan-
uœ dagana 3.-4. júní 1967.
1
Fjórtánda uppeldismálaþing S.
Í.B. og L.S.F.K. skorar á stj'órn-
ir samtakanna að beita sér fyrir
eftirfarandi við yifirstjórn mennta
miála:
1 Stóraukin verði fræðsla um
gildi íslenzks þjóðernis og þörf-
ina á traustri varðstöðu um ísl.
menningarverðmæti í breyttum
heimi.
2. Aukin rækt verði lögð við
fræðslu um órofa teng'Sl ísi. þjóð-
ernisverðm'æta við hinn norræna
menningarlheim. Iíaldið verði upp
teknum hætti að kenna norræna
tungu fyrsta erlendra mála í
skyldunámsskólum landsins.
3. Romið verði í veg fyrir, að
Inokkur erlend þjóðtunga eða
þjóðmenning nái óeðlilega mik'l-
uim áhrifum og ítökum hér á
'landi.
4. íslenzku, norrænu og öðr-u
evrópsku fræðslu- og skem'mtiefni
verði meira teflt fram til mót-
vægis gegn ensk- amerísku efni í
sjónvurpi þjóðarinnar. Sama gild
ir um suma iþætti útvarpsiiis
(Ihljóðvarpsins), til að mynda létt
l'ög dansl'ög.
Stjómir samtakanna vinni að
því, að menntamálaráðherra skipi
nefnd til að skipuileggja aukna
fræðslu um þjóðernismál og kynn
ingu þjóðernislegra verðmæta
í skyldunáimss'kólum landsins.
Nefndin verði að meiri hluta
skipuð kennurum. Enn fremur
skipi s'tjórninnar nú þegar sam-
eiginlega nefnd, sem vinni mark-
visst að framivindu þessara mála,
kynni þiau meðal kennara og búi
þau undir næstu ful'ltrúaþing.
Framhald á bls. 11.
Átta daga bið á sam-
tölum við Jerúsalem
IGÞ-Reykjavík, þriðjudag.
Samkvæmt upplýsingum frá
Guðna Þórðarsyni, forstjóra
ferðaskrifstofunnar Sunnu,
heldur íslenzki ferðamannahóp
urinn til í Hótel Victoria í
Jerúsalem. Hótel þetta er f jög-
urra ára gömul bygging úr
steini og rammbyggilegt mjög.
Þúsundir ferðamanna eru nú
í Jerúsalem frá ýmsum þjóð-
um. Er ferðafóDdnu haldið
innan dyra, en flugvellimir
eru lokaðir enn fyrir umferð
ferðamanna. Tíminn athugaði
í dag hvort hægt væri að ná
símasambandi við ferðafólkið,
en blaðinu var tilkynnt, að
átta daga bið væri á samtölum
til Jerúsalem.
Guðni Þórðarson sagði að
strax og kyrrðist myndi
íslenzki hópurinn verða fjuttur
í bílum til Libanon, oig taka
flugvél í Beirut. Tuittugu og
þrír íslendingar eru í hópn-
um, fólk á ölluim aldri, og er
ekki ástæða til að ótbast tnn
það innan ramm'byggfl’egra
steinveggja hótelsins. Alveg er
talið útilokað að gerðar verði
loftárásir á Jerúsalem, sem er
helg borg í augum játenda
þriggja trúarbragða.
Verður stór hluti útvegs-
manna gjaldþrota í haust
EJjBeykjayí'k, þriðjudag.
Útvegsmannafélögin í Reykja-
vík og Hafnarfirði héldu fund
fyrir nokkur, og var aðalmál
þessa fundar skýrsla nefndar, sem
kosin var af sömu félögum á fundi
í janúar s.I., en hlutverk hennar
var það helzt að leita eftir við
ráðherra og aðra, sem mál heyrðu
undir, að fá í framkvæmd þær
ráðstafanir, sem bátaútvegsnefnd-
in lagði til að gerðar yrðu til
lagfæringar á rekstrargrund »elli
bátaflotans, en ekki hafði enn ból-
að á, og einnig að fá aflétt inn-
flutningshöftunum á veiðarfærum
sem þá höfðu nýlega verið aug-
lýst. f tilkynningu um fundinn
segir, að „ríkisstjórnin treystist
ekki til áð framkvæma eitt ein-
asta atriði af tillögum bátaútvegs-
nefndaf og þótti fundarmönnum
allfurðulegt, svo ekki sé meira
sagt.“
Blaðið hafði samband við
Guðna Sigiurðsson, útvegsmann
og skipstjóra, en bann var einn
þeirra, sem saeti átti í viðræðu-
nefndinni við ríkisstjórnina, og
rabbaði við hann úm árangur við-
ræ^nanna og ástandið í dag.
— Hverjar vorn helztu tillögur
bátaútvegsnefndar, Guðni?
— B'átaútvegsnefnd var sett á
laggirhar í ársbyrjun 1966, og
lagði fyrst O'g fremst til 10% verð-
hækkun á fiskinuim. í öðru lagi
stóraukin rekstrarlán til fiskiflot!
ans, í þriðja lagi að vanskilaskuld- ’
ir við stofnl'ánadeild og fiskveiði- ■
sjóð, sem nú er komið ■ undir •
eitt, yrðu gerð að föstum lánuni', i
t. d. tiil 5 ára. í fjórða lagi, að;
allar tryggingar væru færðar und j
ir eitt, svo nokkur helztu atriðin í
séu nefnd.
— í tilkynningu fundarins seg-1
ir, að ríkisstjórnin hafi ekki
treyst sér til að framkvæma eiíí
einasta atriði þessara tillagna?
— Já, segja má um afstöðu rík-
isstjórnarinnar, að af þessu hef-
ur ekkert verið framkivœmt.
Nema ef telja skyldi þá fiskryerðs
uppbót, sem feom í 'vetur, en þar
var um að ræða aðeins 5% yfir
vertíðina og þó það séu 11% á
sumarfiskinn, þá kemur þar á
móti, að smáfiskurinn lækkar
núna um 15% frá því sem hann
var í fyrra — þanniig, að hér er
engan veginn um framkvæmd á
tillögum bátaútvegsnefndar að
ræða.
— Heldur þú, að ríkisvaldið
geri ein'hverjar ráðstafanir í ná-
inni fraimt'íð?
— Um það skal ég ekkert full-
yrða, þótt ég sé svartsýnn á að
syo verði.
— í tilkynningu um fund þann,
sem áður hefur verið nefndur,
segir: „Fundurinn feomst að
þeirri niðurstöðu að svo slæmt
sem ástandið var í ársbyrjun
1966, hefði það þó enn versnað
til mikilla muna“. Hvað viltu
segja um þetta atriði?
— Aðstaðan h-efur versnað að
því ieyti, að vinnulaun hafa alit-
af þokaist upp á við mun meira
en fiskverðið hefur hækkað. All-
ur óbeinn kostnaður hefur líka
hækkað.
— Og svo frekar slök vertíð í
ár?
— Já, það er rétt, en ég veit
þó ekki hvort þetta er slakari ver-
tíð beldur en við megum búast
við inn á milli. Það er ekki alltaf
hægt að búast við toppvertíð.
Svona vertíðir koma alltaf inn
á milli, og' fyrir atvinnuvegi eins
og þennar. er alls ekki óeðlilegt,
að við séum undir það búnir að
taka við svona vertíð. Það, sem
gerir svona vertíð tilfinnanlega
erfiða, er að ekkert var upp á að
hilaupa, aliir voru í hönk áður en
vertíðin byrjaði og áttu að bjarga
sér á henni. Og þá geta allir skil-
ið hvernig fer, þegar hún kemur
öfug út.
— Er mögulegt að segja til um
tap bátanna á þessari vertíð?
— Það er ekki svo gott
að reikna það út. En þó má sjá
það á því, að samkvæmt kostn-
aðamtreikningi LÍÚ, sem við
lögðum fram til grundvallar í vet
ur fyrir fiskverðsútreiknin'ginn er
áætlaður vertíðiarafli rúm 600
tonn. Sá afli er áætlaður að
„dekka“ sex mánaða rekstur, og
tapið á þeim rekstri var sam-
kvæmt þessu 460 þúsund á bát.
Þá er hægt að ímynda sér hvert
tapið er, þegar meðalaflinn er í
mörigum verstöðvum ef til vffll að-
eins helmingur þess, sem áæt’að
var.
— í til'kynningu frá fundinum,
sem minnzt var á áðan, segir, að
í viðræðum við bankamála-
ráðherra hafi komið í Ijós að út-
gerðalán til fiskiflotans hafi hækk
að um 19% á sama tíma sem út-
lán til annarra atvinnuvega hafi
bækkað um 50%. Og jafnframt
segir að ráðherra hafi ekki getað
gefið nefndinni loforð um. að
þetta yrði lagfært, hversu brýn
sem þörfin væri. Hivað vfflitu segja
u m þe tta?
— Þessar tölur fengum við upp
i vetur, þegár neifndin fór á fund
bankamálaráðherra. Við héldum
því fram, að við hefðum orðið
afskiptir um rekstrarlán. Hann
vildi ekki viðurfeenna þetta, og
sýndi okkur skýrslu, þar sean kom
fram að lánaaukningin til sjávar-
útvegs í heild hefði verið tilsvar-
andi við aðra atvinnuvegi. Við
þrætitum ekki fyrir það út af fyrir
sdg, en töldum aftur á móti að
l'án til fiskiskipanna sjálfra hefðu
Framhald á bls. 11.
Framsóknarkonur í Hafnarfirði
Garða- og Bessastaðahreppi
Fundur verður haldinn í Félagsheimilinu Goðatúni í Garðahreppi,
fimmtudaginn 8. júní kl. 8.30 sd. Gestir okkar verða Jón Skaftason, al-
þingismaður, og Björn Sveinbjörnsson, hrl. llætuni vel og tökuip með
okkur nýja félaga. — Stjórnin.
YFIRLÝSINGAH
Blaðinu bárust eftirfarandi yfir
lýsingar í gær frá Starfsmanna-
félagi Reykjavíkurborgar, Póst-
málafélagi- Tslands og Félagi ísl.
símamanna.
„í 4. tbl. „Alþýðuibandail!agsins“,
sem út kom í dag er birt opið bróf
til launafólk«“ þar sem skorað er
á alla launþega að .s-tanda saman
af einhug og hollustu og gera
hlut Aiþýðuibandaliagsins sem
mestan“. Undir bréf þetta skrif- j
ar m.a. Lára Gunnarsdóttir Unri-;
ir nafni hennar stendur ,Starfs- j
mannafélag Rv.borgar".
Stjórn Starfsmanna'félags j
Reytkjavíkurborgar, en félagið er:
ópólitísk hagsmunasamtök borg-
arstarfsmanna, harmar einróma,
að nafn félagsins hefur verið dreg
ið ínn í kosningabaráttuna með
þessum hætti, og tekur fram að
það er gert í óþökk stjórnarinn-
ar, enda án hennar vitundar.
Reykjavík 5. júní 1967.
F.h. stjórnar Starfsmannafélags
Reykjavíkurborgar.
Á stjórnarfundi hjtá Póstmanna
félagi íslands er haldin var í dag,
6. júní, var' m.a. eftirfarandi á
lyktun samþykkt í sambandi við
yfirlýsingu i Aiþýðubandalags-
blaðinu.
„Stjórn Póstmannafélags fs-
lands vill taka eftirfarandi iiam.
í sambandi við yfirlýsingu í á-
kveðnu kosningablaði m.a. undir-
ritaðri af tveim póstmönnum með
undirskrift _ vélritaðri „Póst-
mannaféliag íslands" að þessi yfir
lýsing er á engan hátt viðkom-
andi PFÍ.“
„Vegna undirskriftar þriggja fé
lagsmanna Félags ísl. símamanaa
í Aliþyðubandalagsblaðinu, 4. tbl.
Framhald á bls. 11.
Stáíu hundr
uðum eggja
EJ-Reykjavfk, mánudag.
Um helgina var rænt
mörgum hundruðnm æðar-
eggja úr Merkureyjnm -á
Breiðafirði, en þær eru fyr-
ir vestan Stykkishólm. Hér
er um að ræða 5—6 eyjar,
og eggin öll hálfunguð. Það
munu hafa verið veiði-
menn af Snæfellsnesi sem
frömdu þennan níðingslega
þjófnað, og er málið í rann
sókn hjá sýslumanninum í
Stykkishólmi.
Kvenfélag
Borgarness
40 ára í dag
JE-Borgarnesi, þriðjudag.
Kvenfélag Borgarness var stofn
að 7. júní 1927. Stofnendur voru
14 og fyrstu stjórn félagsins skip-
uðu þær Oddný Vigfúsdóttir,
formaður, Ragnhildur J. Björns-
dóttir ritari, Guðrún Jónsdóttir,
gjaldkeri. Lengst hafa starfað «
stjórn félagsins, Ragnliildur J.
Björnsdóttir, Ingveldur Teitsdótt-
ir og Ólöf Sigvaldadóttir. Félag-
ið hefur ávallt haft menningar og
líknarmál á stefnuskrá sinni svo
og ræktunarstörf, og ber Skalla-
Framhald á bls. 11
ÚR RÆÐU Á FRAMBOÐSFUNDI
Á SAOÐÁRKRÓKS 4, JÓNÍ1967
Hér á iandi enn má vrkja og skrifa.
Á okkar iandi dásemd er að lifa.
Því landið ágætf er.
Og ungdómurinn orku hlaðinn.
Útveginn, landbúnaðinn
og iðnaðínn efia ber.
Það er einmitt stóra og stærsta málið:
Að hlynna að því sem íslenzkt er
og eykur gæfu þér og mér,
því valt er að treysta á útlendinga og álið.
Skúli Guðmundsson.
i^«ig—iimwwwwiwi——mrnmmm*