Tíminn - 14.06.1967, Blaðsíða 1
100.000
FLÓTTA-
MENNj
JÖRDANÍU
BÞG-Reykjavík, þriðjudag.
í NTB-fréttom frá Amman
segir, að jórdanska sfjórnin
standi nú frammi fyrir miklu
flóttamannavandamáli. í Jór-
daníu eru nú tugþúsundir
flóttamanna, sem komið hafa
þangað síðan stríð Araba og
ísraelsmanna hófst og er nú
verkefni stjórnarinnar að sjá
fyrir þessu fólki og tryggja
öryggi þess.
Þo virðist svo nú, að flótta-
mannastraumurinn sé í rénun og
sumir eru farnir að hverfa aftur
til síns heima, eftir að bardögum
lauk í Jórdan-dal, þar sem áin
Jórdan rennur.
Eigi að síður er lauslega áœtlað,
að um 100.000 flófctamenn séu nú
í lar.diriu og er stjórnin neydd
til að sjá fólkinu fyrir fæði og
náttstað. Hafa verið reist bráða-
birgðaskýii í því sambandi og einn
ig eru skólar og fleiri opimberar
byggingar samastaður fólksins. —
FólKið ráfar stefnulaust um götur
í Aminan, margir í leit að ættingj-
um og vinum. Rauði krossinn hef
ur aíturiegt starf að vinna og
verðu' auk þess að svara óteljandi
spuir.ingum fólks, aðallega varð-
andi sfdrif ættingja og kunningja,
sem ojuggu handan árinnar fyrir
styrjö'dina Matur, klæði, lyf og
svo framvegis, berst frá mörgum
Arabaríkjum, en hrekkur þó
hvergi til.
m
Jórdönsku hermennirnir báðu
okkur afsökunar á loftárásunum
— sögðu íslenzku ferðaíangarnir, sem komu frá Amman
Reykjavík, þriðjudag.
í kvöld komu til Reykjavík
ur með flugvél Flugfélags ís-
lands sjö íslendinganna sem
verið hafa innilokaðir á hóteli
í Amman í Jórdaníu í viiku-
tíma vegna styrjaldaróslandsins
fyrir bofcni Miðjarðarfiafsins.
Komu þau alla leið frá Teheran
í dag, og skildu við ferðafélaga
sína á Lundúnaflugvelli. Hér
á eftir fara viðtöl sem fréfcta
menn Tímans tóku við fólkið
við komuna hingað og viðtal
sem fréttaritari blaðsins :
London, Páll Heiðar Jónsso
tók við fararstjóra hópsins,
Frank Halldórsson.
Meðal þeirra sem komu til
Reyikjavíkur var Hermann Þor
steinsson fulltrúi í SÍiS.
— Við vorum í Jerúsalem,
sagði Hermann, er átökin brut
ust út. Ætlunin var að fara
skoðunarferð um gamla borgar
hlutann, en þegar við komum
á fætur um morguninn var
ljóst, að eilfchvað mikið lá í
ioftinu, og brátt varð okkur
það ljósara og Ijósara að kom
ið var stríð. Klukkan tíu erum
við komin inn í hópferðabíl-
inn og ökum í ofboði burfcu frá
Jerúsalem og til Betaníu þar
sem bíllinn stanzaði við benz
íntank. Þar var mikil biðröð
og greinilegt, að fólk var far
ið að hamstra benzín. Tókst
okkur að fá benzín, en rétt á
eftir kom herflokkur sem stöðv
aði alla afgreiðslu á benzíni.
Við ókum síðan áfram, en við
áttum eftir að heimsækja
staði við Dauðaihafið. Okkur
Hermann Þorsteinsson (í miðið’) með Sigrúnu og Bjarka við hlið
sér, og á myndinni fyrir neðan eru hinir ferðalangarnir fjórir
í hópi blaðamanna á Reykjavíkurflugvelli. (Tímamynd—GE).
þótti slæmt að missa af þeirri
för, og ákváðum því að renna
niður að því. Bílstjórinn ætl-
aði í fyrstunni ekki að vilja
það, en með aðstoð fararstjór
Framihald á bls. 14.
Mummmmmumummmmmmmmmmumm
SOVETRIKIN KREFJAST AUKA-
FUNDAR ALLSHERJARÞINGS.
Arabar hóta víðtæku viðskiptabanni á Bretland og Bandaríkin
NTB-New York, Beirut, Was-
ílington og Algeirsborg,
þriðjudag.
íe) Sovétstjórnin hefur krafizt
þess, að Allsherjarþing Sam-
einuðu þjóðanna verði hvatt
saman til skyndifundar að
ræða ástandið í löndunúm
fyrir botni Miðjarðarhafs. —
Búiz* er við svari fulltrúa aðild
arríkjanna innan tveggja
daga.
.*•% Arabaríkin hafa hótað því
að setja viðskiptabann á
Bandaríkin og Bretland vegna
meintrar aðstoðar þessara
ríkja og raunar fleiri við
ísraelsmenn. Áður hafði verið
lýst yfir olíubanni á fyrrnefnd
ríki.
Frá Damaskus bárust þær
fregnir í dag, aö Araibaríkin
hyggðu á stórkostlegri aðgerðir
gegn Bandaríkjunum, Bretum og
öðrum ríkjum, sem Arabar segja
að hafi veitt ísraelsanönnum lið
í deilunni fcið Araba, þar á með
al bann við bandarískum og brezk
um vörum í Arabaríkjunum.
I sameiginlegri yfirlýsingu um
þessar væntanlegu aðgerðir seg-
ir, að þær verði látnar standa, þar
til hinni „þreföldu árás“ á Araba
sé lokið. Mun með þessu orða-
lagi vera átt við fyrri fullyrð-
ingar Araba um beinan stuðning
Breta og Bandaríkjamanna við
ísrael í stríðinu við Araba.
Sendiherrar Arabalandanna í
Alsír hvöttu samtímis til bar-
áttu gegn hagsmunum „heims-
valdasinna" i hinum „arabíska
heimi“. í Khartoum hófst um
leið undirbúningur ráðstefnu
æðstu manna Arabaríkja, þar sem
lagt skal á ráðin um sameiginlega
hernaðar- og stjórnmálaáætlun.
Ekki hefur bó enn verið ákveð
ið, hvar og hvenær ráðstefna þessi
verður haldin.
í yfirlýsingunni, sem birt var
i Damaskus : dag segir ennfrem
ur, að Bandaríkjamenn og Bretar
verði að gefa tryggingu fyrir
því að hætta allri hernaðar- og
efnahagsaðstoð við ísrael þegar
í stað vilji ríkin fá viðskipta
banninu aflétt. Þá segir og, að
bann þetta geti einnig náð til
allra annarra ríkja, sem styðja
hernaðarmátt eða efnahagslíf í
ísrael. Yfirvöld í Súdan ákváðu
í dag að banna öll utanríkisvið-
sikipti við Bandaríkin og Bret-
land.
Frá Belgrad berast þær fregnir,
að Júgóslavía hafi slitið stjórn
málasambandi við ísrael og hafa
þá öi' bommúnistariki gert það
að ttúmeníu einni undanskilinni.
í yfirlýsingu júgóslavnesku stjórn
arinnar er allri sök lýst á hend
Framhald á bls. 15.