Tíminn - 14.06.1967, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 14. júní 1967
T3MÍNN
Bændaskólinn á
Hólum
3. maí var Bændaskólanum á
Hólum í Hjaltadal slitið. 21 'bú-
fræðin'gair lauk prófi (19 piltar
2 stúllkur), Iþar af 11 etftir tveggja
vetra nám, en 10 eftir eins vetnar
nám.
í yngri deild gemgu 12 undir
próf. 3 í eldri deild hlutu 1. ágæt
is eink'unn. Hiæstur varð Þórður
Jónsson, Ártoæ, Reyikhólasveit,
hlaut 9,64. Bjarni Ásgeirsson Ás-
garði, 'Hölum 'fékk 9,33 og Friðrik
Steinsson Dölum Fáskrúðsfirði
9,24.
Hæstur í yngri deild var Ingvar
Jónsso'n, Sólvangi í Fnjúskadal
9,10. ,
Bókaverðlaun Búnaðarlfél. ís-
lands Ihlaut Þórður Jónsson og
einnig fóðurfræðiverðlaun S.Í.S.
Verölaun úr sjóði Tómaisar Jó-
'hannessonar ifyrir toeztan árangur
í smíðum, Ihlutu Bjarni Ásgeirs-
son og Friðrík Steinsson. Verð-
laun fyrir toeztan árangur í leik-
fimi fékik Guðmundur Viðar Vil-
hjóknsson, iSiigliufirði. Silfurverð
laun Morgunfolaðsins fyrir tamn-
ingar hlaut Pétur Ó. Hélgason
Hrannarstöðum, Eyjatfirði. Verð-
laun tfná Dnáttarvéhim Ih.f. fyrir
meðlferð véla Ihlutu Friðrik Steins
son og. Þórður Jónsson. Verðtaun
Kaupféiags Skagfirðinga fjn-ir
snyrtilega umgengni, Mubu Jásep
iáöndal, Siglufirði og Hlákon
Antomsson>, Akureyri.
Sénsbaklega var ti'l Iþess tekið
aif öilnm þeim er siáu smíðisgripi
nemenda, Ihvað þeir vonu vel gerð
ir. ffifemendur færðu skólanum
að gjöf vandað hljóðfæri og
magnarakenfi.
f vetur hafa nemendur verið
með hljómsveit í skólanum. Skóla
líf og framkoma nemenda var
með ágiætum. Skólastjóri gat þess
þó, að erfitt væri að fá nemend-
ur til að koma fram á fundum
og taldi það stafa mest af því,
hvað ungir þeir væru.
Að skólalokum fóru nemendur
í niámsferð til Eyjafjarðar og
skoðuðu þeir ýmislegt í bæ og
byggð. Margir hafa þegar sótt
um skólavist næsta vetur.
Til viðbótar má geta þess að
fyrir nokkrum dögum barst skól
anum mjög myndarleg gjöf frá
aldraðri konu, sem ekki vill láta
natfns síns getið. Sendi hún
gjöf þessa e'ftir að einn ættingi
hennar kom heini að námi loknu
úr skóianum. Vill skólinn færa
henni alúðarþakkir.
í sumar er fyrirlhugað að byrja
á toyg'gingu starfsimannahúss á
staðnum.
Gisti og greiðasala verður rek-
in frá júlí toyrjun.
Ilofsósi 23.5 1967.
Vélskóli íslands
. Laugardaginn 6. maí fór fram
afihending vélstjóra- og rafmagns
deildans'kírteina í Vélskóia ís-
landis.
Að þessu sinni gekk alls 31
nemandi lil vélstjóraprófs, sem
er það síðasta með því sniði, sem
verið 'hefur samikv. eldri reglu-
gerðum. Alls stóðust 29 . menn
prófið, þar a.f hlutu 5 nemendur
ágætiseinkunn, 8 I. einkunn, 5 II
eink. betri og 11 II. eink. lakari.
Einn nemandinn, Birkir Fann-
dal Magnússon frá tlúsavílk hlaut
hæstu einikunn í véifræðigreinum
sem nokkru sinni hefur verið gef
in við skólánn;' 'eða’ 102.2 stig - af
104 mögulegum. — Fékk Birkir
farand-verðlaunabikar, sem vélsm
Fjalar hefur gefið, ásamt siifur-
peningi, sem Sjómannadagsráð
veitir. Einnig hlaut Birkir séT-
stök bókarverðla.un frá skólanum.
M hlutu þeir Atli Marinósson
og Þorbjörn Brynjólfsson hókar-
verðlaun frá sendiráði V.-Þýzka-
landi fyrir mjög góða frammi-
stöðu i þýzku.
Þá voru einnig afhent skírteini
rafmagnsdeildar skólans. Undir
það próf gengu alls 25 menend-
ur og stóðust allir. Þar af fengu
3 ágætiseinkunn, 9 I. einkunn,
MINNING
Guðjón Kjartansson
F.: 14.2. 1952.
D.: 8«6. 1967.
Er þú í dag verður til moldar
borinn, elsku bróðir og frændi,
þá er löngun okkar að bera fram
þakkir fyrir ljósið sem þú barst
á veg okkar, þakkir fyrir vegvis-
inn, sem þú varst okkur. Við
eigum enn svo bágt með að trúa
fregninni um brottför þína, finnst
sem við hljótum að vafcna til
hennar rangrar. Já, hver fær
lika skilið, er angandi vorjörðin
breytist í einni svipan í frosinn
'haustsvörð? Því meir, sem við
hugsuðum um það, því vanmátt-
ugri s'töndum við eftir, þar
til oikkur skildist, að brottför þín
nú var aðeins fæðing til nýs lífs.
Þá vissu höfum við eignazt fyrir
kenning Krists, er gaf okkur
mynd bæði af himni og jörðu í
einum faðmi, faðmi kærleikans
Guðs. Því er saknaðartregi okk
ar uú mýktur vissunni um það,
að eitt sinn munum við öll hitt
ast á ný.
Ástarþaikkir fyrir samfylgdin'a
hérna megin grafar, samfylgdina
að leik og starfi. Við gleðjum okk
ur við tilhugsunina um endur-
fundi. Guð leiði fót þinn á nýjum
þroskaleiðum og vaiki ytfir ástvin
um okkar öllum.
Bróðir og frænka.
9 II. einkunn betri og 4 II. eink.
lakari. Tveir nemcndur rafmagns
deildar, Þorsteinn Gíslason O'g
Guðmundur Kr. Þórmundsson
hlutu bókarverðlaun frá sendiráði
V-Þýzkalands fyrir Þýzkukunn-
áibtu.
Skólastjóri ávarpaði hina ný-
litskrifuöu prófsveina og árnaði
þeim heilla á lífsbrautinni.
Nú er eftir starfandi í Vél-
skólanum fyrsti bekkur, sem nú
er samikvæmt nýrri reglugerð skv.
lögum frá því í júlí 1966. Þegar
prófun úr honuini lýkur í maí-
lok, fara fram skólaslit, eða hinn
27. maí.
Skólauppsögn í
Skógum
Iiéraðsskólanum að Skógum
var siagt upp miðvikudaginn 31.
maí. Við skólann störfuðu á vetr-
inum auk skólastjóra fimm fast-
ir kennarar og þrír stundakenn-
arar. Nemendur voru lengst af
115 og 113 gengu undir vorpróf.
Fyrsta bekkjar prófi lulku 28.
Hæstu einkunn hlaut Valgeir Guð
mundsson, Skógum, 9,06, og ann-
ar hæstur í fyrsta bekk með 9,00
varð Halidór Óskarsson, IJvols-
velli. Unglingaprófi luku 39.
Hæstu einkunn fékk Sigurður Sig
ursveins'son, Fossi, Mýrdal, með
9,03, og annar hæstun á unglinga
prófi varð Sverrir Ragnarsson,
Árnagerði, Fljótsílilíð, með 9,00
Landspróf þreyttu 18 nemend-
ur. Einn lauk ekki prófi sakir
veikinda. Af hinum náðu 12 fram
haldseinkunn yifir 6,00, en fimm
voru undir því marki. Hæstu eink
uhn á landsprófi 8,89 hlaut G'.ið-
rún Jóhannesdóttir, Ljósatfossi
Árnessýslu, og annar hæstur með
8,41 varð Benedikt Svcinsson,
Víkingaiyatni, N.-Þing.
Gagmfræðapróf þreyttu 28 og
stóðust allir. Hœstu einkunn á
gagnfræðaprófi 9,06 hlaut Heiga
Viðarsdóftir, Suður-Ilvammi,
Mýrdai, og aðra hæstu einkunn
einkunn 8,83 fékk Jóna Jakotos
dóttir, Hörgslandi, Síðu.
Við skólauppsögn tóku til máls
auk skólastjóra Jóns R. Hjálmars
son formaður skólanefndar,
Björn Er. Bj<>i-nc?ou vdi'msftur
og íéra Sváfnir Sveinbjarnar-
son, BreiðatoóLstað, sem verið
hafði prófdómari ásamt séra
Stefáni Lárussyni í Odda.
Ileilfiufar var gott í skólamun
á vetrinum og fólagislff með
blónia. íþróttaáhugi var mikill
og m.a. luku 90 nemendur merkja
kopþni Í.S.Í. Margir góðir geStir
'heiimsóttu skólann á vetrinum.
Að loknum prófum fóru Skóga
nemendur í tveggja daga
skemmtiferð á bílum austur í
Öræfi. Ileppnaðist för sú með á-
gætum, þrátt fyrir vötn og vog-
leysur. Mun sjaldgæft að fært
sé austur yfir Skeiðarársand á
þesisum árstíma.
Héraðsskólinn á
Laugarvatni
Héraðsskólanum á LaugavaLii
var slitið að kvöldi 29. máí síð-
astliðinn. —- Benedikt Sigvalda-
son skólastjóri rakti í sfcólaslita-
ræðu sinni helztu þætti skóla-
starfsins á liðnu skólaári. Fyrst
minntist hann skólanefndar-
manna, er lótizt hefðu á skóla-
árinu, þeirra Böðvaiis Magnús-
sonar, svo og Teits Eyjólfssonar
frá Eyvindartungu. er lengi var
endurskoðandi skólans. Risu
nienn úr sætum í virðingarskyni
við þá látnu, er verið höfðu sloð
og stylta skólans áratugum sam-
an.
Einnig þakkaði skólastjóri frá-
farandi formanni skólanefndar-
innar, Sigurði Ó. Ólafssyni alþm.
ómetanlegt starf í skólans þágu,
um leið og hann hauð velkom-
inn nýskipaðan formann skóla-
nofndarinnar, Guðmund Daníels
son, rilhöfund og skólastjóra á
Eyrabakfca.
f skólanum voru sfðasta vetur
125 nemendur í 5 bekkjardeild-
um. Prófum í I. og II. bekk
lauk 5. mai, en gagnfræðaprófuim
og landsprúfum 29. maí. — Ilæstu
aðaleinkunn í I. bekk hlaut Er-
lingur Brynjólfisson frá Galtastöð
um í Gaulverjartoæjarhreppi: 8,02
en í II. bekik Ilallgrímur Guðjóns
son írá Ytri-Njarðvík: 8,30
Ilæslu aðaleinkunn á gagnfræða
prófsdeikl varð Iíaukur Ilalldórs-
son fró Dýrastöðum í Norðurár-
dal, Mýr.: 8,18. Af 20 nemendum,
sem lufcu prófi í landsprófsdeild,
hlutu 19 f ramh aldise inku n n.
Verðlaun frá skólanum vor
veitt þeim nemenduim gagnfræða
deildar og landsprófisdeild>ar, sem
hæstar aðaleinkunnir hlutu. Einn
ig gaf danska sendiráðið í Reykja-
vík bókaverðlaun þeim nemend-
um, sem sköruðu frá,m í
dönsku, eu það voru að þessu
sinni Ilelga Jónsdóttir frá Alkur-
eyri og Borgþór Arngrímsson frá
Höfn í Hornafirði.
Ileilsufar var g'ott í skólanum
síðasta skólaár. — Árshátíð skól-
ans var haldin 11. marz. Nemend
ur fóru ým.sar ferðir út af sfcóla-
staðnuau yfir veturint, svo sem á
listkynningu, sem haldin var í
Félagsiheimilinu á Flúðum að til-
hlutan Menntamálaráðuneytis-
ins, leiksýningar utan héraðs og
innan, eina guðsþjónustu i Skál-
holti o.fl.
í heiid var vetrarstarfið far-
sælt og únægjulegt, og fór skóla-
stjóri hinum lofsamlegustu orð-
um um nemendur III. bekkjar
fyrir ljúflegt samstarf og já-
kvæða forystu innan nemenda-
hópsins á vetrinum.
Að lokum fóru nemendur III.
bekkjar í skólaferðalag til Norð-
urlands undir fararsljórn Óskars
Ólafssonar og Helga Geirssonar,
kennara.
Stýrimannaskólinn í
Reykjavík
Stýrimiannaskólanum í Reykja
vík var siagt upp hinn 11. maí í
76. sinn. Viðstaddir skólauppsögn
voru allmiargir af eldri nemend-
um skólans.
í upphafi gaf skólasíjóri, Jón-
as Sigurðsson, yfirlit yfir starfs
semi skólans á skólaárinu og gat
þess jiafnframt, iað þeir farmenn
og fiskimenn, sem nú lykju prófi
væru hinir síðustu, sem braut-
skráðust samkvæmt eldri lögum
og reglugerðum. Á þessu skóla-
ári komu til franikvæmda ný lög
regluigerðir fyrir stýrimannaskól
ann. S-amkvæmt þeim verða fiski
mannaprófin 2, þ. e- fiskimanna
próf 1. stigs, sem tekið er upp
úr fyrsta bekk fiskimiannadeildar,
og fiskimannapróf 1. stigs veitir
skipstjórnarréttindi á fiskiskipum
allt að 120 rúmlcstum á heima-
miðum. Fiskimannapróf 2. stigs
_________________________________7
veitir hins vegar skipstjórn'arrétt
indi á íslenzkum fiskiskipum af
hvaða stærð sem er og hvar sem
er.
Farmanni3prófin verða 3, þ. e.
farmannapróf 1- stigs, sem veitir
sömu réttindi og 1 fiskimannapróf
1. stigs, farmannapróf 2. stigs, sem
veitir tímabundin réttindi sem
undirstýrimenn á verzlunar- eða
vairðskipum, farmannapróf 3. stlgs,
sem veitir skipstjórniHrréttindi á
verzlunar- eða varðskipum af
hvaða stærð sem er og hvar sem
er.
Síðustu dagana í marz, meðan
stóðu yfir skrifleg próf í yngri
deildum, var haldið þriggja daga
námskeið fyrir eldri deildir, þsx
sem eingöngu var kennd meðferð
og notkun fiskileitartækjia. Kenn-
arar á námskeiðinu voru Hörður
Frímannsson, rafmagnsverkfræð-
ingur, og Þorsiteinn Gíslason, skip
stjóri. Þá fluttu þar fyrirlestra
fiskifræðingarnir, Jón Jónsson og
Jakoh Jakobsson.
Að þessu sinni luku 28 nemend
ur farmannaprófi og 44 fiski-
miannaprófi. Við farmannaprófið
hlutu 6 ágætiseinkunn, 17 fyrstu
fyrstu einkunn og 5 aðra einkunn.
Við fiskimannaprófið hlutu 7
ágætiseimkunn, 28 fyrstu einkunn.
Við fiskimannaprófið hlutu 7 ágæt
iseinkunn, 28 fyrstu einkunn, 8
aðra einkunn og 1 þriðju einkunn.
Efslur við farmannapróf var Vil-
mundur Víðir Sigurðsson, 7,68, og
hlaut hann verðlaunabikar Eim-
skipafélags íslands, farmannabik-
arinn. Efstur við fiskimannapróf
var Guðmundur Andrésson, 7,56
og lilaut hann verðlaunabikiar Öld
unnar, Öldubikarinn. Hámarks
einkunn er 8.
Bókavcrðlaun úr verðlauna- og
styrktarsjóði Páls Hialldórssonar,
skólastjóra, hlutu eftirtaldir nem-
endur, sem allir höfðu hlotið
ágætiseinkunn. Úr farmannadeild:
Bjarni Jóhannesson, Guðmundur
Framhald á bls. 12.
Hópferðir
á vegiim L&L
Mið-Evrópa
Vinsælustu ferðir okk-
ar eru tvímælalaust
Mlð-Evrópuferðirnar,
sem segja má að séu
okkar sérgrein. i ár
hefur sérstök áherzla
verið lögð á að hafa
dagleíðir hæfilega lang.
ar svo tíml gefist að
skoða merka staði.
4. JÚLÍ.
er !agt af stað f 15
daga ökuferð um Þýzka
land, Austurríki, Ítalíu
og Sviss. Meðal við-
komustaða: Heidel-
berg, Stuttgart, Munc-
hen, Innbruck, Brixen,
'Feneyjar, Milanó,
Como, Luzern og Bascl.
ÓDÝRT
Verðið er aðeins kr.
13,345,00; hálft fæði.
Akveðið ferð yðar snemma.
Skipuleggjum einstaklingsferðir,
jafnt sem hópferðir. Leitið frekarr
uppiýsinga í skrifstofu okkar.
Opið f hádeginu.
133 LÖND&LEIÐIR
Aöalstræti 8,simi 24313
V >