Tíminn - 14.06.1967, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.06.1967, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 14. júní 1967 TIMINN Þýzkir útgefendur hafa úhuga ú íslenzkum bókum RÆTT VIÐ ERLEND HARALDSSON OÓjRoykj avik, þriðjudag. Erlendur Haraldsson, rithöf undur og blaðamaður, er nú staddur í stuttri heimsókn hér á landi. Hann hefur undan- farin ár stundað nám í sál- fræði í Munchen, en hefur jafnframt farið nokkrar ferðir til Kúrdistan og dvalið með Kúrdum og skrifað greinar fyr ir blöð og útvanpsstöðvar í Bvrópu um frelsisíbaráttu þeirra og kynrnt málstað þjóð- arinnar á Vesturlöndum, en hún hefur átt í margra ára frels- isstríði. Brlendur hefur einnig skrifað bók um Kúrda, Með uppreisnarmönnum í Kúrdis- stan, og kom hún út á íslandi fyrir þrem árum. Bókin kom úit s.l. haust í Þýzkalandi og Mkur eru til að hún verði gefin út,í Noregi á næstunni. í viðtali við Tímann sagði Erlendur, að þýzka út- gáía bókarinnar væri nokkru lengri en íslenzka útgáfan, en eftir að bóikin kom út hér divaldi hann um tíma með Kúrd um, sem þá höfðu lýst ytfir sjláltfstæði sínu og bætti hann nokkrum köflum við bókina. Verða þeir einnig í norsku út- gáíunni. s Erlendur Haraldsson Þegar Erlendur leitaði til útgefenda í Þýzkalandi, til að koma bök sinni á framfæri, kvaðst hann hafa orðið var við talsverðan áhuga hjá mörgum þeirra á að gefa út íslenzkar bækur, — en frómt frá að segja, sagði Erl. — hafa þeir sára- litla möguleika á að kynnast íslenzkum nútímabókmennt- um„ þar sem fáar bækur eru þýddar k v ierid tvnvumál ca erfitt er fyrir bókaforlög að fá hæfa þýðend'ir s°m snarað geta úr íslenzku og hafa ekki í sinni þjónustu fólk, sem les málið og eiga því erfitt með að mynda sérskoðun um ís- lenzkar bækur. — Þýzkumælandi þjóðir telja samtals um 100 milljónir íbúa og gefa út fjölmarga bóka- titla árlega og væri eitthvað gert til að koma íslenzkum bókmenntum á framfæri hj'á þessum þjóðum tel ég öruggt að útgefendur mundu fást. — Ég get nefnt sem dæmi, að þegar ég bauð stóru og grónu forlagi bók mína til út- gáfu var henni hafnað þar sem fyrirtækið gefur aðallega út skáldsögur, en hins vegar var ég beðinn að benda þeim á nýja íslenzka skáldsögu, sem forlagið kynni að hafa áhuga á að getfa út. Geta má þess að þetta forlag, Herder Verlag, gaif út allar Nonnabækurnar á þýzlku á sínum tíma, svo að þeir hafa nokkur kynni af ís- lenzkum bókmenntum. — Þegar ég var beðinn að benda á íslenzka skáldsögu, sem gerist á íslandi, nútímans, datt mér strax Indriði G. Þor steinsson í hug. Vildi svo vel til, að nýjasta bók hans, Land og synir var til í sænski þýð- ingu, en hún var þýdd vegna þess, að bókin kom til greina við úthlutun bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs. Þar sem bókin var þegar til í þýð- ingu á má'li sem er tiltölulega Framhald á bls. 15. Helrmith Reinhard yfirmaður Gestapo í Noregi fyrir rétti SKELLIR SKULDINNI Á YFIRBOÐARA SÍNA NTB-Baden-Baden, 13. júní. Fyrir rétti í Baden-Baden í Þýzkalandi er nú fyrrverandi SS- foringi, Hellmuth Reinhard, yfir maður Gestapo í Noregi árin 1942 til áramóta 1945, ákærður fyrir hlutdeild að drápum fjölda Norð manna. Sakborningurinn neitaði ákveðið sekt sinni fyrir réttin- um og skcllti skuldinni á aðra. Einnig sagði hann, að skoða yrði mörg drápin sem stríðsaðgevðir. I — Það var ekki ég, sem gaf skip- un um að taka þetta fólk af lifi, heldur var það Terboven. Sa'k- borningurinn greip oft fram í fyr ir dómara, en þögn hans var djúp, þegar dómarinn las upp gamalt skeyti frá Þýzkalandi, um flutning á norskum Gyðingum í útrýmingabúðir. Þetta voru skeyta I skipti milli yðar og Þýzkalands, Quisling, Terboven, Fehlis eða Rediess kómu þar hvergi nærri, sagði dómarinn. Finnið þér ekki til ábyrgðar Helmuth Reinhard er sérstak- lega ákærður fyrir að bera á- byrgð á aftöku Einar Hærland, Sig urd Roll, ræðismanni, Gunnar Spangen, lögtfræðingi og frá Hammerö. Með eigin hendi skaut Reinhard til bana Olav Sanden, veitingahúseiganda í kjallaran- um undir veitingahúsinu í Hokk- sund. Þá er Reinhard einnig , á- kærður fyrir að hafa fyrirskipað flutning um 532 Gyðinga til út rýmingabúðanna í Auschwitz. Þegar ákærði var sérstaklega yf irheyrður varðandi drápið á Olav Sanden lcom oft til snarpra orða hnippinga milli hanis og dómara. Reinhard sagðist hafa skotið í sjálfsvörn, en dómarinn benti á vitnaframburði þess efnis, að ekki hefði heyrzt hleyipt af öðr- um skotum, en þeim, sem komu úr byssu Reinhardis. Að því er varðaði aðrar af- tökur hélt sakborningur því fram, að þar hafi verið um gagnaðgerðir að ræða, svör við alls bonar skemmdarvedkum heimavarnarliðs ins norska. Sagðist hann aðeins hafa fengið lista frá æðri stöðum um það, hverja skyldi taka af lífi. Þá reyndi Rcinhard að verja sig með að vísa til alþjóðaréttar og sagði, að í Noregi hefði verið háð stríð, þótt í litlum mæli hefði verið. Gagnaðilinn, heima- varnarliðið hefði okki sýnt neina miskunn að sínu leyti. Búizt er við, að réttarhöld í máli Reinhards standi 1 margar vikur. Hópferö Islendingafelagsins í Seattle og nágrenni til islands 7. júní til 3. júlí Guðrún Ágústa Stefánsdóttir, 3248 — 3'öth Ave W. Seattle, Wasih., og synir hennar Thor 12 ára og Steven 7 ára. Heimilisfang á íslandi, Pálkagata 7 eða Mel- hagi 18 Reykjavík. — Upplýsing- ar gefur Guðrún Stefánsdóttir, Mel haga 18. Ingibjörg Hansína (Emma) Scheving, 7519 — 29 N. W. Seattle. Foreldrar: Ernstina Schou dönsk og Valdimar Gíslason. — Heim á ísl. Stigahlíð 47, R. — Upips. Si'gurður Halldórsson s. st. Inga Margrét Pétursdóttir Lang holt, 20312 — Greenwood Ave N. Seattle. Heim. á ísl.: Úthlíð 13, Seattle. Heim. á ísl.: Úthlíð 13, Reykjavík, uppl. Guðlaug Sig- mundsdóttir s.st. og sonur Ingu: Elías Benediktsson Langholt sama heimilisf. og uppl. Georg L. Sveinsson og kona hans Anna Sveinsson, hann frá Akureyfi, hún frá Reykjavík, 844, E. Quinn Place, Seattle. Heim. á ísl. Skeggjagata 2, uppl. Jón Sig- urðsson s.st. Guðríður R. Bjarnadóttir Berg- Framhald á bls. lh. „Viðreisnarlánáá afhent í dag EJ-Reykjavík, þriðjudag. Hingað er kominn forstjóri „The Resettlement Fund of the Concil of Europe“, sem á íslenzku hefur | hlotið nafnið „Viðreisnarsjóður Evrópuráðsins'*, hvernig svo sem sú nafngift hefur orðið til. Er hann að afhenda þriðja hluta þess 86 millj. kr. láns, sem ísland tók hjá þessum sjóði fyrir tveimur ánun til framkvæmda í samgöngu- málum á Vestfjörðum. Eru þessar framKvæmdir sagðar hluti svo- nefnarar Vestfjarðaáætlunar, sem erfiðlega gekk að finna fyrir kosn ingarnar. Forstjórinn Pierre Schneiter, sem einnig er sérlegur fulltrúi Evr ópuraðsins varðandi byggðavanda- mai, koir. hingað til lands í nótt ásamt itölskum starfsmanni ráðsins F. Catalano. Afhendir hann þriðja hluta lánsins, 500 þúsund dollara, á morgun Framkvæmdasjóði ís- lando Síðasti hluti lánsins afhend ist næsta ár. Sohneiter mun m.a. fara í heim sókn til Vestfjaröa á morgun og koma við á Patreksfirði og ísa- firði. Mun hann skoða hafnarfram- kvæmdir og vegi vestra. Þass skal getið, að „Viðreisnar- sjóðurinn" var stofnaður 1956, og var ísland eitt þeirra átta ríkja, sem stofnuðu hann .Hafði sjóður inn fyrst með höndum aðstoð við flóttamenn, en þegar það vanda- mál eystist að mestu í Evrópu, sneri sjóðurinn sér að þvi, að hjálpa til við að tryggja fólki næga atvinnu í eigin heimalandi og neimahéraði, og eins að að- stoða tólk, sem farið hafði til ann arra landa , atvinnuleit. ájóðurinn hefur einum lánað fé til framxvæmda á Suðurhluta ítaliu. í Grikklandi og Tyrklandi. Souneiter sagði í viðtali við blaðamenn i dag, að ef til þess kæmi að ísland bæði um frekari lán til framkvæmda hér, mætti við oví núast að þeirri ósk yrði fullnægt. Það gæti þó fyrst orðið 1969 Brautskráning kandídata. í dag kl. 2 e.h. fer fram sér- stök athbtr í hátiðasal Háskólans í sarnbandi við brautskráningu kandioata Brautskráðir verða 77 kanuidatar Háskólarektor Ármann Snævarr ávarpar kandídata, en forsetar haskóladeildar afhenda prófskirteini Stúdentakórinn syng ur við athöfnina. Vandamenn kanoidata eru velkomnir meðan húsrúm leyfir Norðurlandadagurinn var í síðustu viku á heimssýningunnl i Montreal. Framlag til Norðurlandadagsins af íslands hálfu var glímusýning og flutningur tónverka. íslenzkir glímumenn sýndu glímu undir stjórn Þorsteins Einarssonar íþróttafulltrúa, en Pétur Karlsson kynnti. Glímusýningin fór fram á leikvanginum Bandshell E skammt frá Norðurlandaskálanum og var þar margt um mann- inn og urðu margir að standa á meðan á sýningunni stóð. íslenzka tónverkið, sem flutt var, var eftir Jón Leifs. Myndin er af glímu- mðnnum á sýningunni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.