Tíminn - 21.06.1967, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.06.1967, Blaðsíða 2
*■ + * l'i' . TÍMINN MIÐVIKUDA1GUR 21. júní 1967 / 12 DAGA BÆNDAFOR TIL NORÐURLANDANNA FB-Reyikjaivík. Þessa dagana er áttatíu manna hópur frá Búnaðarfélagi íslands á ferðinni um Noreg og Dan- mörku. Hópurinn lagði af stað á í siðustu viku með Loftleiða- vél frá Keflavíkurflugvelli og flaug þaðan til Stavangurs í Nor- egi. Fararstjórar eru Agnar Guðnason ráðunautur og Kristín Gísladóttir. Fyrstu þrjár næturnar dvaldist hópurinn í Trygglheim, en á dag- inn var ekið um í nágrenninu, skoðaðar landbúnaðarvélaverk- smiðjur, tilraunastöð norska rfk- isins og setin boð ýmissa búnað- arfélaga og sambanda á þessum slóðium. Á föstud. óik hópurinn svo til Kristjánssands, en næsti dagur var frjáls dagur fyrir þáttfakend urna. Á sunnudaginn var siglt frá Noregi til Hisfhals á Norður Jótlandi. Ferðalangarnir koma m. a. til Álaborgar, Viborgar og r- ósa, skoða bændaskóla fyrirmynd- arbúgarða og kynna sér stanfsemi Heiðafélagsins danska. Frá Jót- landi verður haldið í átt til Kaup- mannahafnar, með viðkomu m. a. í Odense og Tostrup en í Tost- rup verður skoðuð fræræktar og tilraunastiöð ein mikil. í Kaupmannahöfn dveljast þátt lakendurnir í fjóra daga, og þar gefst þeim kostur á að fara á stærstu landbúnaðarsýningu Dana Bellahoj-sýniniguna. Einnig geta þeir sem vilja farið eina dagstund yfir til Svíþjóðar og ekið í nokkra tíma um Skán, og komið við á búgörðum þar. Síðasti heili dag- urinn í Kaupmannahöfn verður notaður til þess að fara í Dýra- garðinn og heimsækja Tívoli, en 25. júní verður lagt af stað heim aftur, og komið hingað klukkan tíu um kvöldið. Þeir, sem taka þátt í þessari miklu bændaför, eru alls staðar Framhald á bls. 15. IVHakil adsókn að íslandskvöldi OÓ-Reykjavík, fimmtudag. f vor var Suirtseyjarkvikmynd 0 ivaldOT Knudsens frum- sýnd í Sviiþjóð í bænum Arvika. Var myndin sýnd á sérstöku Ísiandskvöldi sem haldið var þar á vegum Fræðslusambands ins (Förelasningsförening) í Ámotfors. íslandskvöldið var haldið í stærsta kvikmyndahúsi bæjarins og var svo fjölsótt að áheyreindur komust ekki allir fyrir í sjálfum kvikmyndasialn um og urðu margir að hlusta á það sem fram fór í minni sal sem er í húsinu. Blaðið Arvika Nyheter sagði að ekkert fræðslukvöld sam- bandsins hafi verið jafn fjöl- sótt og ísiandskvöldið, enda hafi mjög verið til þess vand- að. Hafi til dæmis verið komið fyrir sýningu með munum frá íslandi. Voru þar sýndir hraun molar, steinateguíidir, frímerki, mynt, blöð og tímarit, íslenzkir búningar og fleira. Um þessa sýningu sáu þeir fil. mag. Bengt Runestam og Harry Ny- kvist. Aðalfyrirlesari var Börje Larsson sem sagði frá sögu ís- lands í stórum dráttum og skýrði síðan landkynningarkvik mynd sem sýndi atvinnulíf og lifnaðarhætti á íslandi í dag. Þá var Surtseyjarkvikmynd sýnd og vakti hún óskipita hrifn ingu áhorfenda eins og annars staðar sem hún hefur verið sýnd. Að íslandskvöldinu loknu þakkaði Einar Jansson, þeim sem fyrir þvi stóðu fyrir hönd áheyrenda. Myndln er tekln kl. 9 að morgni s. I. þriðjudag (13. júní), er rúmlega 80 með leiguflugvél Loftleiða h. f. manna hopur fra Bunaðarfelagi Islands lagði upp í Kaupmannahafnarför Önnur vill ná sér í ís- lending, en hin koma hingað í brúðkaupsferð GÞE-Reykjavík, þriðjudag. Þrjú vestur-íslenzk systkini, Inga, Signý og Þór Fridrikson á aldrinum 12—19 ára litu sem snöggvast inn á ritstjóm Tím J ans í dag, en þau ásamt fjöl- í mörgum Vestur-fslendmgum ) eru i kynnisferð um landið þessa dagana. Þau búa í bænum ' Abbots- ford í British Colombila', faðir þeinra Edvard Friðríksson (son ur Friðriks Þorvaldssonar frkv. stjóra Akraiborgar) er alíslenzk ur en móðir þeirra bandiarísk. Þau hjónin bjuggu í nokkur ár 60 ár frá kosningu fyrstu hreppsnefndar Patreksfjaröar Framha-3 Patreksfirði, 15. júní. í dag er sextíu ára afmæli Pat- reksfjarðarihrepps, sem sjálfstæðs sveitarfólags, en þann 15. júní 1907 var kosin fyrsta hrejpsnefnd til að fara með málefni hreppsins, sfcipuð fimm mönnum. Undanfarið hafði verið vaxandi byggð á Vatneyri og Geirseyri við Patreksfjörð, þótti þá rétt að gera kauptúnið, sem þá var að mynd- Vesrur-isienzku systkinin þrjú. F. v. Signý, Þór og Barbara Inga. (Timamynd Isak) ast ,að sérstöku sveitarfélagi, en fram að þeim tíma tilheyrði byggð in Rauðasandshreppi. Voru þá um 420 íbúar í hinu nýja sveitarfé- algi. í tilefni þessara tímamóta hélt hreppsnefnd Patrekshrepps sér- stakan hátíðafund kl. 17 í dag í nýjum fundarsal í skrifstofu- húsnæði hreppsins við Aðalstræti 63 á Patreksfirði og fór jafnframt fram vígsla á fundarsalnum. Ásmundur B. Ólsen, oddviti hreppsins, flutti vígsluræðu og lýsti því yfir, að salurinn væri tekinn í notkun. Við það tæki- færi afhenti hann hreppnum að gjöf frá sér o? konu sinni. frú HristJbjörgu Óisen, stækkaðar myndir af beim mönnum, sem gengt hafla starfi oddvita í hreppn um á þeim sextíu árum, sem liðin eru frá stofnun hans, en þeir eru alls átta. Fyrsti oddviti hreppsins var Jón M. Snæbjörnsson, símstöðvar stjóri, sem nú er láí.itin fyrir all mörgum árum. Myndirnar voru hengdar upp í fundarsalnum. Gjöf inni veitti móttöku Svavar Jó- hannsson, varaoddviti hreppsins og þakkaði hann fyrir hönd hrepps- nefndar og byggðarlagsins. Enn- fremur þakkaði hann oddvitanum fyrir margra ára óeigingjarnt starf í þágu hreppsfólagsins, en hann hefur setið í hreppsnefnd Framhald á bls. 14. UNGIR MYNDLIST- ARMENN SÝNA í LAUGARDALSHÖLL Ungir myndlistarmenn ‘67 nefn- ist sýning sem opnuð var 17. júní í Lauigardalshöllinni. Um 60 verk eru sýnd þarnia og eru öll gerð af lisibamönnum undir 30 ára aldri. Það er Félag íslenzkra myndlistar maaina sem gengst fyrir sýning- unni og er hugmyndin að halda slíkar sýningar annlað hvert ár. Enginn þeirra sem þátt taka í sýnimgunni er félagsbundinn í FÍM og helmingur þátttakenda, sem eru alls 12 að tölu, hefur ekki sýnt verk sín áður, og eru m.argir þeirra enn við myndlistarnám erlendis. Fjórir þátttakendlannia sýndu á danska Bienn'alnum í fyrra, en þar voru sýnd verk ungra iistamanna frá Norðurlöndum, og fékk einn íslendinganna, Einar Hákonarson, verðlaun. Unga myndlistarfólkið sem sýnir í Laugardalshöllinni eru: Einar Hákonarson, Haukur Þór Sturlu- son, Eysteinn Jónsson, Hreinn Friðfinnsson, Þórður Benediktsson, Kristján Guðmundsson, Jens Krist leifsson, Gunnsteinn Gíslason, Róska (Ragnhildur Óskarsdóttir) Margrét Jóelsdóttir, Sigurjón Jóhannsson og Alfreð Flóki. Verð ur sýningin opin til 27. þ. m. í sýningarskrá segir svo: Félag ís- lenzkra myndlistarmanna gengst fyrir sýningunni Ungir myndlistar menn ‘67. Hugmyndin er ekki ný meðal félagsmínnna, og hliðstæðar Framhald á bls. 15. Eitt listaverkanna á sýningunni. (Tímamynd ísak)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.