Tíminn - 22.06.1967, Side 3

Tíminn - 22.06.1967, Side 3
FIMMTUDAGUR 22. júní 1967. TÍMINN 3 ★ Undanfarin tvö ár (hefur verið fyrir dómstólum í Dan- möriku mál, em skat'tayfir- völdin þar í landi Ihöfðuðu gegn józkum bónda, Sigvald Klausen, fyrir að hafa gefið ranglega upp til skatts. Áikær- an byggðist fyrst og fremst á því, að skattayfirvöldin töldu það allsendis ómögulegt, að framfærsluikostnaður Klausen- fjölskyldunnar hafi verið eins lítill og upp var gefið, en samkvæmt skattaframtalinu fyrir tveimur árum nam hann sem svaraði tæpum 32 þús. :ísL króna árlega, eða sem næst 90 krónum á dag að jafnaði. Klausenshjónin eiga tvö böm, 15 ára dóttur og tveggja ára gamlan son. Þetta er ó- sköp venjuleg sveitafjölskylda á danska visu, og búið, sem hún rekur ekki alllangt frá Viborg, er fremur lítið. Ekk- ert vinnufólJk er á bænum, utan ungrar stúlku, sem hjálp- ar til við heimilisstörfin, en fjölskyldan kemst vel af án þessa, og hún hefur átt bíl í nokkur ár. í raun og veru er það ekki nema eðlilegt, að skattayfinvöldin hiki við að taka sem góðar og gildar fyrr- Sigvald Klausen ásamt börnum sínum, Ovenjulegt skattamál í Danmörku nefndar tölur um framfærslu- kostnað fjöLskyldunnar, og hætt er við jþví, að venjulegt breyzk- leika fólk álíti einnig að hér séu einhver brögð í tafli, hvernig í ósiköpunum getur fjögurra manna fjölskylda lif- að fyrir 90 krónur á dag. En Klausen hefur skýringar á reið- um höndum. Vatn og mjólk. Ef einhy(er hér á bænum finnur til þorsta, svolgrar hann vanalega í sig vatn eða mjólk, annað drekkum við ekki, og tóbaksneyzla hefur aldrei nein verið hér á bæ. Hann getur sem sagt sleppt tveimur út- gjaldaliðum, sem tröllríða mörgum fjölskyldum. Og hann heldur áfram. — Þegar við þurfum að fá ný föt, eru þau oftast gerð upp úr gömlum fatnaði. Einu sinni eða tvisvar á ári fær konan mín sér hár- iagningu, en yfirleitt annast hún slíkt sjálf. Þegar aðrir fara í bíó ða sækja aðrar skemmtanir, erum við yfirleitt alltaf 'heima, nema eitthvað sérstakt sé á ferð, en þá tök- ujn við að jafnaði nábúa okkar með obkur og leggjum til benzin, en hann borgar þá að- göngumiðana. Og þegar aðrir taka sér orlof og fara í ferða- lög erum við yfirleitt heima, og njótum fegurðar heimahag- anna, en ef við á annað borð förum eitthvað, er oftast um stuttar helgarferðir að ræða, og þá tökum við með okkur tjald, matar- og drykkjarföng. Það segir sig sjálft, að hús- móðirin hlýtur að vera afar nægjusöm og hagsýn, og hún færir samvizkulega inn í bók, hvern eyri, sem fjölskyldan eyðir í m-ait og drykk. Fyrir tveim-ur árum var fæðisikos-tn- aður fjölskyldunnar sem svar- ar rúmiega 15 þús. ís-1. króna, þar með talinn kostnaður af eigin afurðum. Láklega mundi flestum borgarhúsfreyjum finnast þessi tala alltof lág, til að þetta geti staðizt, en hér ber vitaskuld að taka með í reikninginn, að málið horfir nokkuð öðruvísi við sveitakon- um, sem fá mjólk, kjötmeti og aðrar búsafurðir án allrar á- lagningar, og sleppa því betur með húshaldið fjárhagsleea Allt að helmingi of lágt. Fæðið er óbrotið og það er greinilegt, að fjölskyldan sker mjög við nögl sér, hvað flest varðar, en samt sem áður er það ósk-iljanlegt, hvernig fjögurra manna fjölskylda get- ur komizt af með tæp 32 þús. krónur árlega. Skattayfirvöld- in fullyrða, að allt að því 27 þús. krónur vanti til þess að sk-attaframtalið fyrir tveim-ur árum geti hafa verið ré-tt. Klausen segir reyndar, að í fram-ta-linu hafi hann ekki gert grein fyrir kostnaði við bif- reið sína, sem nemi u.þ.b kr. 13 þús. árlega, en samt sem áður ber talsvert á milli. Hann segir: — Skattayfirvöld- in fullyrða, að ég h-afi ey-tt 27 þús. krónum meira en upp var gefið. Ef hæstiréttur álít- ur þetta líka, vil ég fyrst og fremst spyrja, h-vort það eigi að hegna okkur fyrir sparsemi og reglusemi — og einnig, hvaðan ég_ hafi átt að fá þessa peninga. Ég hef gefið all-t upp til skatts, eins heiðarlega og unnt var. Og nú er málið komið fyrir hæstarótt. Landsréttur og undir réttur töldu sekt Klausens augljósa, en það var ek-ki hann sjálfur, sem áfrýjaði dómi.am til hæstaréttar, heldur samtök bænda. Málið er líka mjög mikilvægt fyrir bændur, því að staðfesti hæstiréttur sekt Klau- sens, er líklegt að í kjölfarið fyl-gi svipaðar málsihöfðanir gegn fjölmörgum öðrum bænd- um. Þýtt og endursagt úr Ekstrabladet. Tilboð óskast í eftirtalin tæki, sem verða til sýnis við verk- stæði Strætisvagna Kópavogs, fimmtudaginn 22. og föstudaginn 23. júní: Vörubifreið Bedford, árg. 1963; vörubifreið Mercedes Benz, árg. 1955; vél- grafa Marsey-Ferguson, árg. 1959; beltakrani, grjótflutningsvagn. Tilboðum sé skilað á skrif- stofu bæjarverkfræðings fyrir kl. 11 á mánudag 26. júní. Réttur er áskilinn til að hafna öllum tilboðum. Kópavogi 21. júní 1967. Bæjarverkfræðingurinn. Rýmingarsala hjá Toft Seljum næstu daga, á meðan birgðir endast, nokkuð magn af barna- og fullorðmspeysum úr dralon, orlon, ull og baðmullarjersey á minna en hálfvirði. Einnig orlon-gamasjur og stretch- nylonbuxur á börn 2 til 9 ára. VERZLUN H. TOFT Skólavörðustíg 8 Á VÍÐAVANGI Ráðherrar spara Heimilispósturinn heitir nlað, sem Gísli Sigurbjörnsson gefur út og tu'Likar Eliiheuri- ilinu Grund. Þar er oft að finna athyglisverða oistl® eins og Gísla og von og vísa. í sein- asta Heimilisposti er t. d. að finna hugvekju um sparnað. Þar segir í upphafi: „Nýlega sagði þýzka stórblað ið Spegillinn, sem er eitt ,f mest lesnu blöðum þar » frá því, að nú væru Þj I • farnir að spara á ýmsan „ ,u og með ýmsu móti. — Hefir á síðasta ári orðið talsverður samdráttur í atvinnu og fjármál um landsins og hafa ýmsar ráð stafanir verið gerðar til þess að koma í veg fyrir alvarleg vand ræði. Eitt það fyrsta sem gerðist var það að nú er sparað r ýmsum sviðum. Er t. d. sagt frá því, að ráðherrar í Baden- Wiirtenberg láti þá þóknun, sem þeir fá fyrir ýmis auka- störf renna að mestu í fjár- hirzlu landsins. Þá hafa þing- menn landsins lækkað laun sín um 1000 krónur á mánuði og spara landinu á þann hótt á aðra milljón króna. Risna lands stjórnarinnar lækkaði um 25000 v.-þýzk mörk eða rúm- lega V\ milljón krónur. Þá er nú ákveðið að í staðinn fyrir veizlur, sem haldnar eru á veg um þess opinbera og þar sem 4—5 réttir matar voru fram bornar verður nú aðeins veitt innlent vín og smurt brauð með áleggi. Þá hefir fjármálaráð- herrann í Baden-Wiirtenberg ákveðið að embættismenn, sem þátt taka í alls konar vígslu- og móttökuhátíðum og öðru slíku, verði að greiða úr eigin vasa í þátttökugjald DM 10.— eða liðlega 100 kr.“ Veizluglöð þjóð Þá segir í hugvekju Gísla: „Líklega eru það ekki margir hér á landi, sem skiija slíka sparsemi og aðhald. Veizluglað ari þjóð mun vart finnast en íslendingar. Nýlega kom er- lendur ráðherra til landsins og var Gullfoss fenginn til þess að fara með ráðherra, íslenzka og erlenda, ásamt föruneyti, til Vestmannaeyja. Varðskip var sent út á haf með mannskap inn til þess að sýna fiskimiðin og svo var farið norður. Erind ið var reyndar þangað einna helzt, þar sem mikið er unnið af alls konar ullarvörum og nið ursuðu fyrir Rússa norður þar. Fundarhöld, veizlur og mót- tökur eru aUtaí annað slagið. Ráðlierrafundir, nefndafundir, alls konar þing og mannfundir eru haldin oft og tíðum, en sjaldan án þess að ráðherra eða þá borgarstjóri veiti vel og rausnarlega á kostnað þjóðar innar eða borgarinnar. — Þetta kostar mikið fé — en við erum ríkir og okkur munar ekkert um þetta — enda þótt á ótal sviðum sé að komast á óreiða í viðskiptalífinu og í fjármálum þjóðarinnar vegna peningaleys- is.“ Spörum í tæka tíð Að iokum segir (lísli: „Allt tal um sparnað hefur hingað til verið litið óhýru auga — við getum aUt íslendingar — líka eytt og sóað gengdar- laust. Sílditi kemur og svo verð ur allt í lagi er sagt, um leið Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.