Alþýðublaðið - 02.04.1985, Page 1

Alþýðublaðið - 02.04.1985, Page 1
Þriðjudagur 2. apríl 1985 65. tbl. 66. árg. Könnun NT AÍþýðuflokkur með 22,5% Kjördæmisráðsfundur A Iþýðuflokksins á Austurlandi: Jafnaðarmenn sameinast Grétar Jónsson, efsti maður á lista BJ á Austurlandi í síðustu kosningum geng- ur til liðs við Alþýðuflokkinn Velheppnuð árshátíð Fyrsti þingflokksfundur Alþýðuflokksins utan Reykjavíkur Grétar Jónsson, Stöðvarfirði, sem var efsti maður á lista Banda- lags jaf naðarmanna á Austurlandi í síðustu kosningum, hefur gengiö til liðs við Alþýðuflokkinn. Þessi at- burður gerðist á kjördæmisráðs- fundi Alþýðuflokksins á Austur- landi um síðustu helgi. Konráð Pálmason, Eskifirði, nýkjörinn for- maður kjördæmisráðs, sagði í við- tali við Alþýðublaðið, að alþýðu- flokksfólk á Austurlandi, liti á þetta sem fyrsta skrefið í áttina að sameiningu Bandalags jafnaðar- , manna og Alþýðuflokksins í kjör- dæminu. Sagði Konráð að það hefði kom- ið fram í máli Grétars, að hann vildi ekki bíða eftir að formleg ákvörðun um sameiningu Bandalags jafnað- armanna við aðra jafnaðarmenn undir merki Alþýðuflokksins yrði tekin, heldur vildi hann stíga skref- ið sjálfur til fulls. A fundinum kom fram að óeðli- legt sé að jafnaðarmenn séu sundr- aðir i tvo flokka og að rétt sé að sameinast undir merki Alþýðu- flokksins. Sagði Konráð að í kjölfar þeirrar miklu fylgisaukningar, sem flokkurinn hefur fengið í kjördæm- inu sem og annarsstaðar á landinu, þá ætlar kjördæmisráð Austur- lands að vinna að því að fylkja jafn- aðarmönnum saman. Sagði hann að á komandi vikum og mánuðum yrði unnið ötullega að samruna Bandalags jafnaðarmanna á Aust- urlandi undir merki Alþýðuflokks- ins. Á kjördæmisráðsfundinum var sú nýbreytni tekin upp að hafa kjör- dæmisráð skipað fólki af einum stað, í þetta skiptið Eskifirði, því mjög erfitt hefur reynst að ná kjör- dæmisráði saman vegna mikilla vegalengda og slæmrar færðar oft og tíðum. Þeir sem skipa kjördæm- isráð nú eru þau Konráð Pálmason formaður, Katrín Guðmundsdóttir og Steinn Jónsson meðstjórnendur. Varamaður er Stefán Öskarsson. Einsog fyrr segir eru þau öll búsett á Eskifirði og þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í starfi og uppgangi Alþýðuflokksins á Austfjörðum eru hvattir til að hafa samband við Konráð Pálmason, hótelhaldara í Valhöll á Eskifirði, sími 6360. Ýmislegt annað var á döfinni á Eskifirði um síðustu helgi. Þar var haldinn fyrsti þingflokksfundur Alþýðuflokksins utan Reykjavíkur. Var hann opinn öllu alþýðuflokks- fólki og að sögn Konráðs var hann vel sóttur. Gerðu þingmennirnir grein fyrir þingmálum Alþýðu- flokksins og svöruðu fyrirspurn- um. Á Iaugardagskvöldið var svo haldin fyrsta árshátíð Alþýðu- flokksfélaganna á Austurlandi og sóttu um 150 manns hátiðina. Sagði Konráð að hátíðin hefði verið stór- glæsileg og í alla staði mjög vel heppnuð. Vegna ófærðar komust Framh. á bls. 2 Sterk staða Alþýðuflokksins meðal kjósenda var enn einu sinni staðfest er Nútíminn birti í gær nið- urstööur skoðanakönnunar sem framkvæmd var í síðustu viku. í könnuninni fékk flokkurinn 22,5°7o meðal þeirra sem afstöðu tóku, en samtals tæplega 35% aðspurðra tóku ekki afstöðu í könnuninni. Fylgi Alþýðuflokksins.nú var lít- ið eitt minna en í könnun NT í febrúar, en munurinn er vel innan við skekkjumörk. Fylgi flokksins var nú hins vegar nokkuð meira en í könnun Hagvangs frá því í febrú- ar, sem þá taldist 20,5%. Af einhverjum ástæðum kemst NT að þeirri niðurstöðu að Fram- sóknarflokkurinn hafi aukið fylgi Ævar úr AB Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum Alþýðublaðsins mun Ævar Kjartansson, varadagskrárstjóri út- varpsins, hafa sagt sig úr Alþýðu- bandalaginu nýverið. Ævar hefur nú um nokkurt skeið verið framarlega í röðum alþýðu- bandalagsmanna, en hefur nú kos- ið að fara sömu leið og Björn Arn- órsson, hagfræðingur BSRB, og segja skilið við flokkinn. Alþýðu- blaðið reyndi í gær að ná taii af Ævari, en án árangurs. Vöruskiptajöfnuðurinn í febrúar í ár, var óhagstæður um 723 milljónir króna, en var hagstæður um 82 milljónir á sama tíma í fyrra, sé reiknaö á gengi þessa árs. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hagstofu íslands. Ástæðan fyrir óhagstæðri niður- stöðu vöruskiptanna er einkum lítil aukning á útflutningi sjávarafurða og mikill innflutningur á rekstrar- vörum til álversins og olíuvörum. Fyrir fyrstu tvo mánuði ársins voru vöruskiptin óhagstæð um 490 sitt úr 15% í 18% milli kannanna sinna, en í könnun Hagvangs taldist Framh. á bls. 3 Fundaherferðin:_______ Ypsilon í kvöld Fundaherferðinni „Hverjir eiga ísland?“ verður fram haldið í kvöld, þriðjudag, er Jón Baldvin Hannibalsson og Kjartan Jóhanns- son mæta í Ypsiloni í Kópavogi, halda framsöguræður og svara fyr- irspurnum. Ypsilon-fundurinn hefst kl. 20.30. Næstkomandi fimmtudags- kvöld kl. 20.30 hefst síðan fundur í sömu fundaherferð á Pöbbnum, Hverfisgötu, en þar flytur formað- ur Alþýðuflokksins framsögu og svarar fyrirspurnum. Þess má geta að eftir páskahátíð- ina mun Jón Baldvin Hannibalsson halda til Vestfjarða og halda funda- herferðinni áfram þar, en Vestfirð- irnir eru einmitt eina kjördæmið sem enn hefur ekki verið farið í í þessari fundaherferð. milljónir miðað við 401 milljón á sama tíma í fyrra. Þetta gerist þrátt fyrir að útflutningur hafi aukist um 31% miðað við á sama tíma í fyrra. Útflutningur á sjávarafurðum hef- ur aukist um 36% og á kísiljárni um 67%. Aftur á móti er útflutningur á áli 6% minni en í fyrra. Innflutningurinn hefur líka auk- ist og er hann 27% meiri fyrir fyrstu tvo mánuði ársins í ár, en á sama tíma í fyrra. Innflutningur á olíu- vörum er 70% meiri en í fyrra og annar almennur innflutningur 23% meiri en í fyrra. Frá Eskifirði Vöruskiptajöfnuðurinn Óhagstæður um 723 millj. í febrúar Ahugamenn um úrbætur í húsnœðismálum: Afleiðingar vaxtaránsins rétt klofið slík kaup miðað við íbúð séu vextir 5%, þá verður 2,5% vexti. Hinsvegar á hann hann hafa minnst 28 þúsund kr. í enga möguleika á því að kaupa mánaðarlaun. Mánaðarlaun 2,5% vextir 5% vextir 20 þús. Lítil einstaklíb. Ekkert 40 þús. 4 herbergi Lítil 3 herb. 60 þús. Góð sérhæð 5 herb. (120 m2) 80 þús. Einbýli gott Raðhús (lítið) Er gerlegt fyrir venjulegan laun- þega á íslandi að eignast eigið húsnæði? Þessari spurningu velta Samtök áhugamanna um úrbæt- ur í húsnæðismálum fyrir sér í at- hyglisverðri greinargerð, sem þeir hafa sent frá sér. Greinargerð þessi byggir á útreikningum sem Stefán Ingólfsson hjá Fasteigna- mati ríkisins hefur gert. í útreikn- ingum hans eru mismunandi laun og mismunandi vaxtastig borin saman og þannig fundin út sú íbúðarstærð, sem viðkomandi gæti mögulega ráðið við miðað við ákveðið hlutfall af launum, sem varið væri til íbúðarkaup- anna. Gengið er út frá því að fólk með meðaltekjur geti lagt 25—30% launa sinna til húsnæðiskaupa. Ef reiknað er með því að ein- staklingur hafi 250 þúsund kr. í árstekjur og geti lagt 20% af tekj- unum í húsnæðiskaup, sem er 50 þúsund á ári, gæti hann keypt sér íbúð á 1 milljón króna miðað við að fá allt lánað til tuttugu ára og vextir séu 0%. Séu vextir hinsveg- ar 2,5% gæti hann keypt sér íbúð á 667 þúsund krónur. Séu vextirn- ir 5% á hann möguleika á að kaupa íbúð á 500 þúsund. Hafi einstaklingurinn hálfa milljón í árstekjur og leggi 25% af laununum í húsnæðiskaup, sem er 125 þúsund á ári, getur hann keypt íbúð á 2,5 milljónir króna miðað við 0% vexti af 20 ára láni. Séu vextirnir 2,5% ræður hann við að kaupa íbúð á 1.667 þúsund kr. Séu vextirnir 5% ræður hann við íbúð sem kostar 1.250 þúsund. Eigi fólk 20% af kaupverði íbúð- arinnar áður en farið er af stað lít- ur dæmið þannig út að sá sem er með 20 þúsund í mánaðarlaun getur keypt íbúð á 834 þúsund kr. miðað við 2,5% vexti. Séu vext- irnir 5% ræður hann við íbúð á 625 þúsund kr„ sem ekki er til. Hafi einstaklingurinn 40 þús- und kr. í laun á mánuði og á 20% af kaupverði fyrir, ræður hann við íbúð sem kostar rúmar tvær millj- ónir séu vextir 2,5%. Miðað við 5% vexti ræður hann við íbúð upp á 1,5 milljónir. Miðað við 60 þúsund kr. mán- aðarlaun má kaupa íbúð á rúmar 3 milljónir miðað við 2,5% vexti. Séu vextirnir 5% ræður viðkom- andi bara við íbúð sem kostar 2,35 milljónir. Sá sem hefur 80 þúsund í mánaðarlaun ræður við að kaupa einbýlishús sem kostar 5 milljónir miðað við 2,5% vexti. Séu vextirnir 5% verður hann að lækka standardinn niður i raðhús upp á 3,7 milljónir. Lágmarksverð einstaklings- íbúða er á bilinu 800 þúsund til 1 milljón kr. Sá sem hefur 20 þús- und kr. I mánaðarlaun getur því Hafi einstaklingur tekið 500 þúsund kr. í lán til 20 ára, þarf hann að borga 192.800 í vexti fyrstu 10 árin séu þeir 5% en 96.400 séu vextir 2,5%. Mismun- urinn á fyrri hluta afborgunar- tímans er því 96.400 kr. Hafi kaupandi tekið 1 milljón í lán til 20 ára þarf hann að hafa 375 þúsund kr. í árstekjur miðað við að vextir séu 2,5%. Séu vext- irnir hinsvegar 5% þarf hann að hafa 450 þúsund í árslaun. Til að standa undir þessari vaxtahækk- un þarf 20% kauphækkun. Séu vextir lækkaðir í 2,5% strax á næsta ári og laun hækkuð um 40% og verði jafn há og þau voru 1981, hefur lántakandi þegar beð- ið skaða sem nemur 13,3% af upphaflegum áætlunum. Séu launin leiðrétt með sama hraða og þau voru skert frá 1983 til dagsins í dag og vextir færðir niður í 2,5% hefur lántakandinn beðið 17,8% skaða.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.