Alþýðublaðið - 02.04.1985, Síða 2
2
Þriðjudagur 2. apríl 1985
'RITSTJÓRNARGREIN'
Ráðherrar Sambandsins
Jón Helgason, kirkjumálaráðherra, ætlar sér
að afhenda sambandsfyrirtækinu íslandslax
hf., vatnstökurétt úr landi Staðar við Grindavík
átombóluverði. Ekki I fyrsta sinn sem ráöherr-
ar Framsóknar gerast vagnhestar SÍS. Karl
Steinar Guðnason vakti athygli á þessu
hneyksli I síðustu viku. Hann krafði ráðherra
svara. Þau voru öll í skötullki og ekki ráðherra
samboðin — ekki einu sinni ráðherra SÍS.
Ábyrgð ráðherra Sjálfstæðisflokksins er
mikil. Þeir eru nú samábyrgir kirkjumálaráð-
herra í þessu máli. Eftir umræðuna á Alþingi
virðast þeirhafagert sérgrein fyrirþví, aðþetta
erstóralvarlegt mál. Framsóknarfyrirtæki eraf-
hentur hluti af vatnsforðabúri Suðurnesja fyrir
slikk. Það dylst engum að þetta er fordæmi.
Aðrir munu koma og biðja um sömu fyrir-
greiðslu. En vatnið á Suðurnesjum er takmark-
að. Og þaðerekki ávaldi kirkjumálaráðherraað
breyta því.
Sér kapítuli I þessu máli er hvernig unnið var
að samningsgerðinni. Mánuðum saman stend-
ur íslandslax í samningum við Hitaveitu Suður-
nesja. Þegar samningar eru komnir á lokastig
er máliö saltað. Fáum vikum síðar eru sam-
bandsmenn komnir með samning Jóns Helga-
sonar ( hendurnar. Fróðlegt væri að vita hvern-
ig þeir samningar gengu fyrir sig. Á venjulegu
máli heita þessi vinnubrögð undirferli og svik.
Grindvfkingar hafa brugðist ókvæða við
áheilindum af þessu tagi. Þeir neita að stað-
festa framsóknarsamninginn. Samningurinn
erauk þess hnefahögg f andlit sveitarstjórnar-
manna á Suðurnesjum. Varað hefur verið við
aukinni ásókn f vatnsforða Suðurnesja. Betra
Það hefur vart fariö framhjá neinum að undan-
farið hefur Framsóknarflokkurinn vart getað
haldið vatni af ótta við kosningar. En um leið
ríkir innan flokksins megn óánægja með
frammistöðu ríkisstjórnar þeirrar sem flokkur-
inn leiðir og framsóknarmenn horfa upp á fylg-
ið reitast af flokknum. Kannanir benda til þess
að flokkurinn sé að hruni kominn. Óvinsældir
rfkisstjórnarinnar bitna hart á flokknum og
ekki spilar þar Iftið inn í harkaleg frammistaða
ráðherra flokksins f húsnæðismálum.
Gagnvart megnri óánægju flokksmanna hef-
ur forysta Framsóknarflokksins kosið að láta
undan þeirri viðleitni sinni að sitja sem fastast
f stjórn, hvað sem það kostar. Ástæðan er öll-
um Ijós. Framsóknarflokkurinn er stjórnmála-
deild SÍS og það gengur betur að hygla því fyrir-
tæki innan stjórnar en utan. Gjöf Jóns Helga-
sonar kirkjumálaráðherra til sambandsfyrir-
tækisins Islandslax er bara nýjasta dæmið af
mýmörgum um hin beinu tengsl þarna á milli.
m
I leiðara Nútímans — málgagns Framsóknar-
flokksíns — nú um helgina, veittist blaðið aó
formanni Alþýðuflokksins og kallaði hann
lýðskrumara. Þetta eru viðbrögð þessara
manna við þvf að nú er Alþýöuflokkurinn í stór-
sókn á sama tfma og fylgið hrynur af Fram-
sóknarflokknum. Formaður Alþýðuflokksins
hefur ferðast um iand allt og haldið harðpóli-
tískafundi og talað tæpitungulaust. Hann hef-
er þar kapp með forsjá, ef fylgja skal ráðum
vísindamanna. Regla kirkjumálaráðherra, að
hver landeigandi taki það vatn sem hann telur
sig þurfa, er forkastanleg.
Ekki er hér verið að amast við nýsköpun í at-
vinnullfi Suðurnesja. Þar er mikil þörf á átaki.
Engin þörf er hins vegar á bolabrögðum vagn-
hesta Framsóknar og SÍS. Kirkjumálaráðherra
ber að umgangast Suðurnesjamenn sem skyni
gæddar verur. Honum ber að virða lögmæt yfir-
völd.
Hér verður að hafa vit fyrir kirkjumálaráð-
herra. Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa
brugðist. Grindvlkingar geta stöðvað þennan
óheillasamning. Það getur Aiþingi Ifka.
Þ. H.—
Þeirra ær og kýr
ur haldið fjölda vinnustaðafunda og Alþýðu-
flokkurinn hefur f auknum mæli fært starf sitt
út á land. Kjósendur um land allt hafa hlýtt á
boðskap jafnaðarstefnunnar og gert málflutn-
inginn að sfnum. En leiðarhöfundur NT kýs að
kalla þetta fólk „lýð“ og formann Alþýðuflokks-
ins lýðskrumara. Þeir framsóknarmenn eru
enda öllu öðru vanir. Þeir kjósa að vinna á bak
við tjöldin og viðhafa hrossakaup, sitja sem
fastast f stjórn og hygla SÍS. Það eru þeirra ær
og kýr. Að tala milliliðalaust til kjósenda á opn-
um pólitiskum fundum þekkist ekki í þeirra
herbúðum. Þeir kalla það lýðskrum að láta sér
detta það f hug að hitta kjósendur að máli.
FÞG.—
Stofnmælingar
á botnfiski
Nýlega er lokið rannsóknaleið-
angri Hafrannsóknarstofnunarinn-
ar umhverfis landið, en leiðangur-
inn fór fram á fimm togurum, sem
leigðir voru til verkefnisins.
Leiðangurinn stóð yfir frá 8. til
25. mars og var togað á 596 stöðum
allt umhverfis landið.
Meginmarkmið þessa verkefnis
er að rannsaka ástand þorskstofns-
ins, en miklum gögnum er safnað
jafnframt um flesta botnlæga
nytjastofna.
Alls voru lengdarmældir um það
bil 300 þúsund fiskar, sem skiptast
á 25 botnlægar tegundir. Mest var
mælt af þorski, um 100 þúsund
fiskar og karfa um 50 þúsund fisk-
ar, en minna af öðrum tegundum.
AIls var safnað um það bil 11
þúsund kvörnum til aldursgreining-
ar á þorski, ýsu, ufsa, löngu, blá-
Rannsóknatogari Rannsóknasvæói Þorskur
Annar HU 1 NV— og NA-mið 49.3
Drangey SK 1 NA— og A-mið 20,6
Hoffell SU 80 SA— og Austfj.
mið 14,7
Páll Pálsson Breiðafj. og 38,0
ÍS 102 Vestfjarðamið
Vestmannaey SV—mið 7,1
VE 54
löngu, keilu, steinbít, gulllaxi, grá-
lúðu og skarkola.
Fæðusýnum var safnað úr um
það bil 1500 þorskum.
Heildarafli allra rannsóknatog-
aranna var 340 tonn, og skiptist
þannig á helstu tegundir og ein-
staka rannsóknatogara:
Karfi Ýsa Aðrar teg. Allar teg.
4,6 1,9 3,2 59,0
6,6 1,6 3,2 32,0
14,5 17,7 4,6 51,5
53,0 10,7 16,3 118,0
51,6 12,8 8,1 79,6
Samtals 129,7 130,3 44,7 35,4 340,1
(38,1%) (38,3%) (13.1%) (10,4%) (100,0%)
Sáttmálasjóður
Umsóknir um styrki úrSáttmálasjóöi Háskóla íslands,
stllaðar til háskólaráðs, skulu hafa borist skrifstofu
rektors fyrir 1. mal 1985. Tilgangi sjóðsins er lýst 12. gr.
skipulagsskrár frá 29. júnl 1919, sem birt er I Arbók Há-
skóla íslands 1918—19, bls. 52. Umsóknareyðublöð og
nánari úthlutunarreglur, samþykktar af háskólaráði,
liggja frammi i skrifstofu Háskóla íslands hjá ritara
rektors.
Rektor Háskóla íslands.
Auglýsing
um styrki til leiklistarstarfsemi
í fjárlögunum fyrir árið 1985 er 1,4 millj. kr. fjárveiting,
sem ætluð er til styrktar leikstarfsemi atvinnuleik-
hópa, er ekki hafa sérgreinda fjárveitingu I fjárlögum.
Hér með er auglýst eftir umsóknum um styrki af fjár-
veitingu þessari. Umsóknareyðublöð fást I ráöuneyt-
inu.
Umsóknir sendist menntamálaráðuneytinu fyrir 10.
maí næstkomandi.
Menntamálaráðuneytið,
27. mars 1985.
Aflabrögð voru þannig mjög
misjöfn eftir hafsvæðum og aflinn
mestur á miðum suðvestan- og vest-
anlands og var karfi stærstur hluti
aflans þar. Á miðum norðanlands
og austan var afli tregur en uppi-
staða aflans þar var þorskur.
Lauslega áætlað er þetta svipað-
ur þorskafli á sóknareiningu og í
fyrri Ieiðöngrum stofnunarinnar af
þessu tagi. Ekki er þó unnt að
álykta um stærð fiskstofnanna fyrr
en mat á árgansstyrk liggur fyrir.
Úrvinnsla gagna stendur nú yfir
og munu frumniðurstöður væntan-
lega liggja fyrir um miðjan apríl.
Jafnaðarmenn 1
færri en ætluðu sér á árshátíðina. T.
d. ætluðu 30—40 manns að koma
frá Seyðisfirði en komust ekki
vegna ófærðar.
Að lokum sagði Konráð að mikill
hugur væri í alþýðuflokksfólki á
Austfjörðum um þessar mundir og
sagðist hann vonast til að það
heillaspor sem Grétar Jónsson
hefði stigið ætti eftir að verða öðr-
um fordæmi til eftirbreytni, því ef
jafnaðarmenn á Austurlandi sam-
eina krafta sína er engin spurning
um að þingmaður er í höfn.
Einbýlishúsalóðir
Hafnarfjarðarbær hefur til úthlutunar lóðir I Setbergi.
Um erað ræða alltaö þrjátíu lóðireinkum fyrir einbýlis-
hús. Lóöirnar verða byggingarhæfar á sumrinu 1985.
Nánari upplýsingar veitir skrifstofa bæjarverkfræð-
ings, Strandgötu 6, þar með talið um gatnagerðargjöld,
upptökugjöld, byggingarskilmálao. fl. Umsóknum skal
skilaáþartil gerðum eyðublöðum sem þar fást eigi slð-
ar en 15. aprll nk.
Bæjarverkfræðingur.
Staða fulltrúa
Fjárlaga- og hagsýslustofnun óskar að ráða fulltrúa til
starfavið hagsýsluverkefni. Æskilegt erað viðkomandi
hafi hlotið háskólamenntun á sviði viðskipta eða
stjórnsýslu. Hér er um að ræða lifandi og fjölbreytt
starf sem býðuruppámikil mannleg samskipti og sjálf-
stæð vinnubrögð.
Umsóknir sendist til fjármálaráðuneytisins, fjárlaga-
og hagsýslustofnunar, Arnarhvoli, 101 Reykjavfk, fyrir
16. aprll nk.
Fjármálaráðuneytið,
fjárlaga- og hagsýslustofnun,
29. mars 1985.
FÉLAGSSTARF
ALPÝÐUFLOKKSINS
Skrifstofa Alþýðuflokksins
Hverfisgötu 8—10 er opin dag-
lega frá kl. 1—5. Sími 29244.