Alþýðublaðið - 31.05.1985, Page 1
Föstudagur 31. maí 1985
101. tbl. 66. árg.
Skoðanakönnun Hagvangs:_
Alþýðuflokkurinn
heldur sínu striki
Þrumuhátíð í kvöld:
Nýjung sem
höfðar til margra
Stórhátíð og hundraðasti fundur
Alþýðuflokksins í fundaröðinni
„Hverjir eiga ísland?” verður í
Laugardalshöllinni í kvöld og Ijóst
að þar mun engum leiðast og útlit
fyrir fjölmenni.
„Mér líst mjög vel á þessa hátíð
og er viss um að undirtektirnar
verði mjög góðar og hef heyrt á
fólki að það ætli að fjölmenna í
Laugardalshöllina” sagði Jóhanna
Sigurðardóttir er Alþýðublaðið
ræddi við hana í gær. Sagðist hún
hafa orðið vör við mikinn áhuga á
hátíðinni, enda væri um nýjung að
ræða sem hér væri bryddað upp á.
„Mér sýnist að það sem þarna er
boðið upp á hljóti að höfða til mjög
margra. Um leið er það ljóst, að Al-
Jóhanna Sigurðardóttir
þýðuflokkurinn er í stórsókn um
þessar mundir og í þeirri sókn ætlar
fólk ekki að láta sitt eftir liggja”
sagði Jóhanna.
Á þrumuhátíóinni verður séð til
þess að gestum leiðist svo sannar-
lega ekki, því auk ávarps Jóns Bald-
vins Hannibalssonar, formanns Al-
þýðuflokksins og Jóhönnu Sigurð-
ardóttur, varaformanns flokksins,
munu koma fram margir af þekkt-
ustu skemmtikröftum landsins,
Aðgöngumiðar að hátíðinni
verða seldir við innganginn og er
verðlaginu mjög stillt í hóf, því
miðinn mun aðeins kosta 200 krón-
ur.
Ihaldið í úlfakreppu:
einangraður!
Albert
—fcer Steininú
stólinn sinn?
Hitinn innan Sjálfstæðisflokks-
ins nálgast nú suðumark eftir að
Albert Guðmundsson fjármálaráð-
herra hefur einangrað sig frá ráð-
herrum og formanni flokksins.
Hnúturnar ganga nú þarna á milli,
sérstaklega milli formannsins og
fjármálaráðherrans.
Málgögn Sjálfstæðisflokksins
eru ekkert að fela þennan ágreining
og eru yfirlýsingarnar ansi skraut-
legar og bera vott um djúpstæðan
stefnulegan og persónulegan
ágreining. „Það flytur einhver ann-
ar málið ef fjármálaráðherra gerir
það ekki” segir Þorsteinn í Morg-
unblaðinu, en á yfirboðinu snýst
ágreiningurinn um ráðstafanir í
húsnæðismálum, þar sem þing-
flokkar stjórnarflokkanna hafa
gegn vilja Alberts samþykkt sér-
stakan eignaskattsauka, skyldu-
sparnað á hátekjur og hækkun
söluskattsprósentu. Albert hefur
aðeins eitt atkvæði í þinginu ítrekar
formaðurinn og þingflokksfor-
maðurinn hellir salti í sár fjár-
málaráðherra.
Viðbrögð fjármálaráðherrans
eru svo með eindæmum. Lúsarleg-
an eignarskattsauka á stóreignir
kallar hann eignaupptöku og segir
formanninn bregðast stefnu flokks-
ins. Væntanlega er það þá að bregð-
ast stefnu flokksins að reyna með
einhverjum hætti að koma til móts
við það fjölmenni sem býr við neyð-
arástand í húsnæðismálum!
Greinilegt er á yfirlýsingum þess-
ara kumpána að ekki er um ein-
angrað mál að ræða, heldur að nú
telji Albert mælinn vera orðinn
fullan eftir ótal árekstra. Uppgjör
er í nánd. Kannski fær Þorsteinn
Pálsson stólinn sinn brátt þrátt fyrir
allt!
Alþýðuflokkurinn heldur sínu
striki meðal kjósenda eftir því sem
fram kemur í skoðanakönnun sem
Morgunblaðið hefur keypt af Hag-
vangi hf, og framkvæmd var fyrr í
þessum mánuði. Um þriðjungur
aðspurðra í 1000 manna úrtaki fyr-
irtækisins gáfu ekki upp ákveðna
afstöðu, en meðal þeirra sem af-
stöðu gáfu var fylgi Alþýðuflokks-
ins 21.3%, sem er um það bil hið
sama og meðaltalið i síðustu 6
skoðanakönnunum á þessu ári.
í könnun Hagvangs var fylgi
flokka meðal þeirra sem afstöðu
tóku sem hér segir (fylgi í könnun
Hagvangs í febrúar innan sviga):
Alþýðuflokkurinn 21.3% (20.5),
Framsóknarflokkurinn 11.9%
(9.9), Bandalag jafnaðarmanna
5.4% (6.0), Sjálfstæðisflokkurinn
41.2% (40.4), Alþýðubandalag
12.2% (10.8), Kvennalistinn 7.4%
(11.2) og Flokkur mannsins/aðrir
0.6% (1.2).
Oftast hafa kannanir Hagvangs
verið nokkuð á skjön við niður-
stöður kannana blaðanna, en að
þessu sinni eru niðurstöðurnar
mjög svipaðar og hjá Helgarpósti í
apríl. Síðustu mánuði hefur fylgi
Alþýðuflokksins yfirleitt verið
21—23%, Framsóknarflokkurinn
hefur sigið úr 16—17% í 11—12%,
Bandalag jafnaðarmanna hefur
haft 5—6%, Sjálfstæðisflokkurinn
farið úr 34—35% í 41—42 í kjölfar
landsfundar, Alþýðubandalagið
sigið úr 14—15% í 12—13%, og
fylgi Kvennalistans hefur verið
sveiflukennt 5-—8%.
Meðaltalið í 7 síðustu skoðana-
könnunum á þessu ári er sem hér
segir: A: 21.5%, B: 13.6%, C: 5.5%,
D: 37.7%, G: 13.2%, V: 7.8% og
FM: 0.7%.
Félagsmálaráðuneytið:
Skákar borgarstjóra!
Davíð Oddsson borgarstjóri nær
vart upp í nef sitt fyrir reiði um
þessar mundir. Það er hvorki meira
né minna en búið að ógilda ákvörð-
un sem hann hefur tekið. Félags-
málaráðuneytið hefur fellt úr gildi
samþykkt bygginganefndar og
borgarstjórnar um leyfi til byggingu
fjölbýlishúss við Stangarholt.
Talsverðar umræður urðu fyrr á
árinu vegna samþykktar borgar-
stjórnaríhaldsins um leyfi til bygg-
ingar á 32ja íbúða fjölbýlishúsi við
Stangarholt — I breyttri mynd frá
því sem íbúar í nágrenninu höfðu
sætt sig við, enda nýtingarhlutfall
orðið tvöfalt meira en aðalskipulag
leyfir. Fóru íbúarnir á sínum tíma
fram á frestun málsins og flutti Sig-
urður E. Guðmundsson tillögu þess
efnis í borgarstjórn, en hún náði
ekki fram að ganga. íbúarnir
kærðu ákvörðun meirihluta bygg-
inganefndar og borgarstjórnar og í
framhaldi af því hefur félagsmála-
ráðuneytið fellt samþykktina úr
gildi.
Davíð bregst að vonum ókvæða
við og beinir spjótum sínum að
ráðuneytinu, enda búið að fella úr
gildi sérstakan vinargreiða hans við
aðstandendur þess byggingarfélags
sem verkefnið hefur með höndum.
Spurt um
tannlækna
kostnað
Jóhanna Sigurðardóttir hefur
lagt fyrir heilbrigðis- og trygginga-
málaráðherra og viðskiptaráðherra
og óskar skriflegra svara við fyrir-
spurnum um kostnað við tann-
lækningar og um gjaldskrárhækk-
anir tannlækna.
Fyrirspurnirnar til Matthíasar
Bjarnasonar heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðherra hljóða svo:
1. Hver var kostnaður Trygginga-
stofnunar ríkisins og sjúkrasam-
Iaga vegna tannlækninga á tíma-
bilinu 1. janúar 1982 til 1. maí
1985 borinn saman við annan
lækniskostnað á sama tíma?
Óskað er eftir að kostnaður og
Framh. á bls. 2
Fríðindaþjóðfélagið
og aðskilnaðarstefnan
grafa ískyggilega um sig. Fólk fer
óneitanlega að hugsa sitt, þegar það
sér hvernig misréttið þrífst í kring-
um það; sumir geta haft það mjög
gott meðan aðrir lepja dauðann úr
skel þó að þeir leggi nótt við dag”.
Og Karitas segir ennfremur:
„Það sem ég veit að fólki blöskrar
mest þessa stundina er að horfa upp
á þau fríðindi og hlunnindi sem
ýmsir njóta við þessar aðstæður.
Það gengur fram af mörgum. Fríð-
indaþjóðfélagið er ekki fyrir verka-
fólk”.
Stefnu ríkisstjórnarinnar og at-
vinnurekenda má helst líkja við að-
skilnaðarstefnu stjórnvalda Suður-
Afríku, verkafólk á íslandi er kom-
ið í hlutverk blökkufólksins þar,
réttindasnautt og kúgað til örbirgð-
ar.
Enn á ný hefur alþýða þessa
lands verið slegin í andlitið með
blautri tusku. Nú hefur það verið
upplýst að nokkrir af óskadrengj-
um þjóðarinnar fá tvöföld verka-
mannalaun fyrir að ferðast og
rabba við útlendinga um stóriðju
hér á landi — I hjáverkum.
Framsóknarmaðurinn Guð-
mundur G. Þórarinsson, sjálfstæð-
ismaðurinn Gunnar G. Schram og
erkibiskup Seðlabankans Jóhannes
Nordal fá á bilinu 37—43 þúsund
krónur á mánuði fyrir aukastörf sín
í samninganefnd um stóriðju, aðal-
lega vegna rabbs við Alusuisse-
furstana. Aðrir starfsmenn og ráð-
gjafar hafa ýmist meira eða minna
upp úr krafsinu, menn eins og
Ragnar Aðalsteinsson og Eiríkur
Tómasson fengu um milljón hver á
síðasta ári.
Og þetta er bara fyrir afmarkaða
bitlinga. Þessir menn eru í fullu
starfi á öðrum vettvöngum og
þiggja •auðvitað engin lúsarlaun
fyrir þau störf, auk ýmiss konar
sporslna, t.d. bifreiðafríðindi og
ekki sakar að geta skroppið í góða
laxveiðitúra á kostnað rikisins, þ.e.
skattborgaranna.
Er nema von að alþýða manna
gapi í forundran, með tómar budd-
ur sínar í höndunum? Meðan kaup-
máttur launa verkafólks hrynur á
degi hverjum og þúsundir manna
glíma við nauðungaruppboðs-
drauginn hræðilega fitnar Stiga-
hlíðarþjóðin eins og púkinn á fjós-
bitanum. Meðan þorri aldraðra býr
við neyðarástand í húsnæðis- og
vistunarmálum og stóraukinn
læknis- og lyfjakostnað byggja rík-
ustu synir og dætur þjóðarinnar sér
ellihallir I Kringlunni I Reykjavík.
Meðan velferðarkerfi launafólks
mætir niðurskurðarhnífi ríkis-
stjórnarinnar þá blómstrar velferð-
arkerfi fyrirtækjanna, bönkum og
stórfyrirtækjum er stórlega ívilnað
og hátekju- og stóreignamönnum
boðið upp á hriplegt skattakerfi.
Þú finnur alþýðu þessa lands púl-
andi fram á kvöld, á skrifstofum
fógeta og sýslumanna, hjá ráð-
gjafaþjónustu Húsnæðismála-
stjórnar, í biðsölum bankastjór-
anna, félagsmálastofnananna,
biðjandi um frest hjá rafmagns- og
hitaveitunum, Pósti & Síma, gjald-
heimtunni og um fyrirframgreiðslu
hjá vinnuveitandanum. Stigahlíð-
arþjóðin er hins vegar að fara í
langt sumarfrí á reikning fyrir-
tækjanna eða skattborgaranna.
Tekur með sér kassa af svissnesku
konfekti sem verkafólk er heilan
dag að vinna fyrir!
Þegar fréttir af misréttinu í þjóð-
félaginu dynja yfir alþýðu landsins
dag eftir dag er varla nema von að
menn setji hljóða. Og að hugurinn
fyllist blöndu af reiði, vonbrigðum
og uppgjöf. í nýju hefti af Vinn-
unni, tímariti ASÍ er rætt við Kari-
tas Pálsdóttur, fiskverkunarkonu
hjá íshúsfélagi ísafjarðar og við
gefum henni orðið:
„Það fer ekki framhjá neinum,
að staða kjaramála er stóralvarlegt
mál I dag. En hitt er ekki síður al-
varlegt, að sálrænu áhrifin af mis-
réttinu í þjóðfélaginu eru farin að