Alþýðublaðið - 31.05.1985, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 31.05.1985, Blaðsíða 4
alþýðu- ■ ■jRuTum Föstudagur 31. mal 1985 Útgefandi: Blað h.f. Stjórnmálaritstjóri og ábm.i Guðmundur Árni Stefánsson. Ritstjórn: Friðrik Þór Guðmundsson og Sigurður Á. Friðþjófsson. Skrifstofa: Helgi Gunnlaugsson og Halldóra Jónsdóttir. Auglýsingar: Eva Guðmundsdóttir. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Rvík, 3. hæð. Simi:81866. Setning og umbrot: Alprent h.f., Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent, Siðumúla 12. Áskriftarsíminn er 81866 í lausasölu 20 kr. Evrópuríkin verða að draga úr spennunni milli austurs og vesturs, segir Willy Brandt Willy Brandt, fyrrverandi kansl- ari V-Þýskalands, var um síðustu helgi staddur í Kaupmannahöfn. Á fundi sem hann hélt sagðist hann vera mjög áhyggjufullur vegna stjörnustríðsáætlunar Reagans Bandaríkjaforseta. Á fundinum sagði Willy Brandt að engar horfur virtust á að vígbún- aðarkapphlaupið hætti í bráðina. — Ég hef miklar áhyggjur af samkomulaginu milli risaveldanna. Ég geri mér fullkomna grein fyrir skoðun sovésku samninganefndar- innar og einnig fyrir skoðunum bandarísku samninganefndarinn- ar, en ég get ekki séð hvernig þessir tveir aðilar geti náð samkomulagi, sagði Brandt á fundinum. Sovétmenn bíða Brandt taldi vafamál að af fundi æðstu manna ríkjanna tveggja yrði í ár. Taldi hann mikla hættu á að Sovétmenn ætluðu að bíða með slíkan fund þar til forsetakosningar hafa farið aftur fram í Bandaríkj- unum. — Slíkt væri mjög bagalegt, því það þýddi að mikilvægustu samn- ingsviðræðurnar yrðu að bíða til 1989. Og þegar ég heyri sagt að það sé allt í lagi að bíða, þar sem við höfum haft frið í 40 ár, verð ég þvi miður að svara því til að tíminn vinnur ekki lengur með okkur, heldur gegn okkur. Nú þegar eru 50.000 kjarnaoddar í heiminum og þeim fjölgar með hverjum degin- um, sem líður, sagði Brandt. Kjarnorkuvopnin byggja á tækni manna og sú tækni getur brugðist, einsog t.d. hefur gerst í tölvukerfi bandaríska hersins. Þegar slíkt ger- ist með kjarnaflaugar, sem þurfa að fljúga milli heimsálfa getur hin mannlega hönd gripið inn í en gerist þetta á styttri vegalengdum einsog Pershing II, sem staðsettar eru í V- Þýskalandi og SS-22, sem staðsettar eru í A-Þýskalandi, eru flugskeytin Kaup mátturinn Meðfylgjandi línurit er fengið úr Fréttabréfi ASÍ og sýnir áœtlaðan kaupmátt 1984—1985, annars veg- ar miðað við óbreytta kauptaxta og hins vegar miðað við að gengið yrði að tilboði Vinnuveitendasam- bandsins nú.(punktalínan). Hagdeild ASI reiknar nokkuð lœgri kaupmátt en VSÍ vegna þess að ASÍ reiknar út frá meðalkaup- hœkkunen VSI af kauphœkkunum í lægri flokkunum, sem og er frávik í verðlagsforsendum. Þannig reikn- ar ASI með því að á fjórða árs- fjórðungi 1985 verði kaupmáttur- inn að óbreyttu 92 stig (miðað við 100 stig á 3. ársfjórðungi 1983) en 97.9 stig samkvœmt tilboði VSÍ. Kaupmátturinn á öllu þessu ári yrði að óbreyttu 95.3 stig en 98.5 sam- kvœmt tilboði VSI eða aðeins 3.2 stigum hærri. Ársmeðaltal kaupmáttarins á síðasta ári reyndist 99.8 stig eða rétt undir kaupmœttinum á þriðja árs- fjórðungi 1983, en gjarnan er mið- að við hann, þó þá hafi mikið kaup- máttarhrap orðið að veruleika eftir fyrstu mánuði ríkisstjórnarinnar. bara um átta mínútur að skotmarki sínu. Stjörnustríðið Willy Brandt hefur mestar áhyggjur af því hversu ófullkomin tæknin er í vígbúnaðarkerfunum. Þetta á ekki síst við stjörnustríðs- áætlun Bandaríkjanna. Hann var- aði við því að sú áætlun myndi draga úr hættunni á kjarnorku- stríði, þvert á móti taldi hann hana hafa þveröfug áhrif. — Hugmyndin um að bægja burt kjarnorkuóttanum er úr lausu lofti gripin. Fjöldi vísindamanna hefur sannfært mig um að varnar- kerfi í geimnum geti ekki orðið að veruleika fyrr en í fyrsta lagi eftir tíu til fimmtán ár. Auk þess mun slíkt varnarkerfi aldrei vera full- komlega öruggt. Talað er um 95% öryggi. Hvor aðili hefur um 10.000 kjarnaodda. 5% þeirra ættu þvi að sleppa í gegn. Það eru 500 kjarn- orkusprengjur. Viðræður eina vonin Brandt hefur því litla trú á stjörnustríðsáætluninni. Það eina sem getur orðið til þess að draga úr spennunni eru viðræður stórveld- anna, að hans mati. — Það væri til mikillar blessunar ef stórveldin hættu vígbúnaðar- kapphlaupinu nú þegar með fryst- ingu kjarnorkuvopnanna. Hættu öllum frekari tilraunum með ný vopn og frystu núverandi kjarn- orkuvopnabúr sín, sagði hann. En því miður er ekkert útlit fyrir að svo geti orðið. Samkomulagið milli austurs og vesturs versnar stöðugt. Það er ekki síst þriðji heimurinn sem líður fyrir það. Undanfarin ár hefur það færst mjög í aukana að deilur stórveld- anna hafa verið fluttar út til þriðja heimsins. Slíkt leggur miklar skyld- ur á herðar Evrópu. Skyldur Evrópu Eftir því sem deilur austurs og vesturs halda áfram mun þriðji heimurinn fara fram á að ríki Evr- JAHFEBUARAPRUA/jÚNJÓLÁGÚSEPOKTNÍVDeSJANFlBUARAPRUAÍJÚNJÚLÁCÚSEPOKTNÖ/DeS 1984 1985 ópu reyni að beita áhrifum sínum til að sætta þessa aðila. Og samkvæmt skoðun Willy Brandts, þá geta Evrópuríkin og eiga að beita áhrifum sínum til að draga úr spennunni. Það er enn brýnna nú en nokkru sinni fyrr, enda er árið 1985 fyrsta árið sem út- gjöld til vígbúnaðar í heiminum fara yfir 1.000 milljarði dollara. En hvernig geta þau gert það? — Veikleiki vestrænna, sérstak- lega bandarískra stjórnmála- manna, er að þeir skilja ekki þróun- ina í Austur-Evrópu. í lok heims- styrjaldarinnar var heiminum skipt milli austurs og vesturs, sú skipting stenst ekki lengur. Austurblokkin er alls ekki ein heild, hvorki sögu- leg, menningarleg, né stjórnmála- leg. Því verða ríki V-Evrópu að taka upp viðræður við löndin í austri, þ.e.a.s. önnur en Sovétríkin, og stefna að evrópíseringu þessara landa sem liggja á milli Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna. Slíkt sam- starf gæti síðan haft jákvæð áhrif á stórveldin. Með þessu yrði starfið innan hernaðarbandalaganna í austri og vestri ekki rofið, því Brandt er þeirrar skoðunar að þau verði að vera fyrir hendi til að halda jafn- vægi í heiminum. Hann er sann- færður um nauðsyn þess að V- Þýskaland eigi að vera áfram í NATO, en hinsvegar segist hann ekki geta stutt þá stefnu NATO að fjölga stöðugt gereyðingarvopnum á þýskri grund. MOLAR Albert ver aðalinn Nú er ýmislegt að gerjast í hús- næðismálunum og ljóst að vand- ræði ríkisstjórnarinnar eru orðin það mikil að hún er meira að segja farin að hlusta á stjórnarandstöð- una — svona einu sinni. Jú, meðal þeirra hugmynda sem rætt hefur verið um í ríkisstjórninni er sér- stakur stóreignaskattsauki og skyldusparnaður á hátekjur — en þetta eru hugmyndir sem Alþýðu- flokkurinn hefur haldið stíft fram, að breiðu bökin sem mok- uðu inn „stríðsgróðanum“ á verð- bólguárunum taki á sig sérstakar byrðar til að aðstoða unga fólkið í dag. Framsóknarmenn hafa áður Iýst sig reiðubúna til slíkra að- ferða, en sjálfstæðismenn hafa ávallt verið á móti öllum slíkum íþyngingum á vini sína úr hástétt- inni. Nú ber svo til að aðeins hefur frést af mótstöðu eins ráðherra úr sjálfstæðisliðinu — og það er auðvitað háklerkur aðalsins Al- bert Cuómundsson fjármálaráð- herra. Hvers vegna skyldi hann vera á móti því að Stigahlíðarþjóðin taki á sig auknar byrðar? Er svo að þessari stétt þrengt? Hefur hún orðið illa úti í baráttu ríkisstjórn- arinnar við verðbólguna? Hefur hún þurft að glíma við tekju- skerðingu og lánskjarapíning- una? Nei, þarna er Albert að taka upp hanskann fyrir vini sína úr viðskiptalífinu, jafnvel þótt um lúsarlegan skattauka sé að ræða sem vart mundi snerta buddu þeirra (eða peningaskápa) að ráði. Svo þykist hann vera að gæta hagsmuna ríkissjóðs! • Gjörningar Ársskýrsla Framkvæmdastofn- unar ríkisins 1984 er komin út og að venju sneisafull af fróðlegum upplýsingum. Almenn lán og styrkir Byggða- sjóðs námu 202,6 milljónum króna, sérstök lán til hafnargerð- ar 10 milljónir, til vegagerðar 16 milljónir, vegna bættra hollustu- hátta og aðbúnaðar á vinnustöð- um 14 milljónir, til aukningar á verkefnum skipasmíðastöðva og endurbóta skipa 92,5 milljónir auk styrks til Framleiðsluráðs landbúnaðarins vegna útflutn- ingsbóta 1980 alls 5 milljónir kr. Alls fóru því úr Byggðasjóði 340,2 milljónir króna. Heildarútlán Framkvæmda- sjóðs námu hins vegar rúmum tveimur milljöróum króna og er þá meðtalin lánveiting til Byggða- sjóðs upp á 247 milljónir kr. Þegar litið er á áðurnefnd al- menn lán og styrki Byggðasjóðs upp á 202,6 milljónir króna kem- ur í ljós að rúmlega 10% upphæð- arinnareða 20,7 milljónir kr. voru vegna greiðslu vanskila við sjóð- inn, þar af rúmlega 4 milljónir króna til Þormóðs ramma á Siglu- firði og 13 milljónir króna til Bú- landstinds á Djúpavogi. í skýrslu formanns stjórnar Framkvæmdastofnunarinnar kemur fram óánægja með þær umræður sem átt hafa sér stað um stofnunina í þjóðfélaginu, sem að hans mati „virðist á stundum gjörningum líkust“. Fjárfestingarsjóðirnir Svokallaðir fjárfestingarsjóðir eru 18 talsins eftir því sem fram kemur í ársskýrslu Framkvæmda- stofnunar ríkisins fyrir 1984. Það árið runnu úr þessum sjóðum alls rúmlega 11.3 milljarðar króna. Sumir sjóðir eru nokkuð magr- ir samkvæmt yfirliti um ráðstöf- un á fjármagni þeirra, t.d. ráð- stafaði Iðnrekstrarsjóður aðeins 10 milljónum króna, Landflutn- ingasjóður 17 milljónum og Veð- deild Alþýðubankans 24 milljón- um. Hlutfallsleg skipting ráðstaf- aðs fjármagns hjá stærstu sjóð- unum er hins vegar sem hér segir: 1. Framkvæmdasjóður 36%. 2. Fiskveiðisjóður 19%. 3. Byggingasjóður ríkisins 16.7%. 4. Byggðasjóður 5.5%. 5. Iðnlánasjóður 4.5%. 6. Byggingarsjóður verkamanna 4.5%. 7. Stofnlánadeild landbúnaðarins 4.2%. Þessir sjóðir ráðstafa því saman yfir 90% fjármagns hinna 18 sjóða. Ef sjóðnum er hins vegar skipað saman eftir atvinnugrein- um kemur þetta í Ijós: Hlutfall Stofnlánadeildar landbúnaðar- ins, veðdeildar Búnaðarbankans Framleiðnisjóðs landbúnaðarins og Stofnlánadeildar samvinnufé- laga er samtals 6.4%. Iðnlána- sjóður, Iðnrekstrarsjóður og Iðn- þróunarsjóður samtals með 7%. Byggingasjóðirnir eru samtals með 21.2% og hinir tveir sjóðir Framkvæmdastofnunarinnar eru með 41.4%.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.