Alþýðublaðið - 31.05.1985, Qupperneq 2
2
Föstudagur 31. maí 1985
rRITSTJÓRNARGREIN'
Bylting til hægri á Tíma
TIðindi þau er berast úr herbúðum framsókn-
armanna varðandi framtíöarskipan mála á mál-
gagni flokksins, sem nefnt hefurveriö undan-
farið ár, NT, en bar nafniö Tíminn fram að því,
eru fullrar athygli verð. Það þarf ekki aö rekja
gang mála varðandi blaðarekstur framsóknar-
manna sföustu 12 mánuðina, en eins og kunn-
ugt er lét ritstjóri NT, Magnús Ólafsson af störf-
um fyrir skömmu vegna ágreinings við stjórn
blaðsins. Deilur ritstjóra og rekstraraðila voru
stjórnunarlegs eðlis, en jafnframt stjórnmála-
legs. NT hefur nefnilega á slðustu tveimur
misserum leyft sér það aó gagnrýna ýmis verk
núverandi rfkisstjórnar og blaðið jafnframt
leyft sér að viöra ýmis félagsleg viðhorf til
þjóðmála; viðhorf sem samrýmast illa þeirri
hægri stefnu sem einkennir störf foringja
flokksins I núverandi ríkisstjórn.
Margir félagshyggjumenn I Framsóknar-
flokknum hafa litið svo til, að skrif NT væru ein-
astatýran I því miðaldamyrkri sem til staðarer
I þingflokki og ráðherraliði flokksins. Réttilega
hefurverið bent á, að í núverandi stjórnarsam-
starfi hefur flokkurinn komist jafnlangt frá
uppruna sínum og hugsjónum og hugsanlegt
er. Samvinnuhugsjónin og hin félagslega sam-
hjálp hefur ekki flækst fyrir foringjum Fram-
sóknar hin síðustu misseri. Frá þvi er langur
vegur.
Hins vegar hafa margir haldið því fram, að
Framsóknarflokkurinn dragi einfaldlega dám
af samstarfsflokki eða -flokkum í ríkisstjórn I
það og það skiptiö. Nú sé Sjálfstæðisflokkur-
inn samstarfsaðili I ríkisstjórn og þá sveigist
framsóknarmaddaman samkvæmt náttúrulög-
málinu, „opin i báða enda” sjálfkrafa til hægri,
i átt til frjálshyggju og óhefts frelsis til ofsa-
gróða. Þetta verði þó ekki viövarandi ástand —
fiokkurinn eigi eftir að kúvenda á nýjan leik.
Víkur þá sögunni að Timamálinu. Eftir þvi
sem næst verður komist er það ætlan fram-
sóknarforingjanna að geirnegla hægri halla
flokksins til frambúðar með því að stilla upp
annáluðum hægri mönnum á ritstjórastóla.
Ber þar fyrstan að nefna Indriöa G. Þorsteins-
son primus mótor í ísfilmfyrirtækinu marg-
fræga, fjölmiðlamafíu hægri aflanna í þjóðfé-
laginu. Indriöi hefureinatt verið á þeim vængn-
um í Framsóknarflokknum þarsem afturhaldið
er upphafið og dásamað. Samvinna og jöfnuö-
ur eru stefnumið sem ekki þvælast fyrir þess-
um „ultra” hægri hóp í Framsóknarflokknum;
hópnum hans Indriða. Svipaða sögu er unnt að
segja af Magnúsi Bjarnfreðssyni, sem einnig
hefur verið tilnefndur til ritstjórastóls á Tíman-
um. Hann hefur verið stuðningsmaður þess að
flokkurinn staðsetji sig til frambúðar á hægri
kanti íslenskra stjórnmála. Þriðji maðurinn í
ritstjórakompaníinu áTímanum, Helgi Péturs-
son, hefur verið tiltölulega afskiptalaus um
stjórnmál, enda á stefnuskránni að hann haldi
um fréttastjórn, en þeir hinir tveir fyrrnefndu
stýri hinum pólitisku skrifum blaðsins.
Ef af þessum fyrirætlunum verður, sem allt
bendir til, þá er ekki um neitt að efast lengur;
Framsóknarflokkurinn ætlar sérvist i handar-
krika Sjálfstæðisfiokksins til frambúðar.
—GÁS.
Málfreyjuþing
Húsmæðraorlof
á Hyanneyri
Sveinssonar
fer fram í dag
í dag kl. 13.30 fer fram útför
Kristjáns Sveinssonar, augnlæknis,
heiðursborgara Reykjavíkur, frá
Dómkirkjunni í Reykjavík. Útförin
er gerð á vegum Reykjavíkurborgar
og mun séra Þórir Stephenssen
jarðsyngja.
Kristján Sveinsson fæddist að
Rípi í Hegranesi 8. febrúar 1900.
Hann var því 85 ára að aldri þegar
hann lést. Hann var sonur hjón-
anna Ingibjargar Jónasdóttur og
séra Sveins Guðmundssonar. Krist-
ján lauk stúdentsprófi árið 1922 og
kandidatsprófi í læknisfræði frá
Háskóla Islands 1927. Hann stund-
aði framhaldsnám í augnlækning-
um í Danmörku og Þýskalandi.
Árið 1932 opnaði Kristján
Sveinsson augnlæknisstofu í Póst-
hússtræti 17 og rak hana til dauða-
dags. Hann var einnig dósent við
læknadeild Háskólans um 20 ára
skeið.
Árið 1975 var Kristján gerður að
heiðursborgara Reykjavíkur og er
hann annar af tveim Reykvíking-
um, sem hafa orðið þess heiðurs að-
njótandi.
Eiginkona Kristjáns Sveinssonar,
María Þorleifsdóttir, lést árið 1965.
Þau áttu tvö börn, Kristján og Guð-
borgu.
Málfreyjur á íslandi halda sitt
fyrsta landsþing dagana 7.-9. júní
nk. að Hótel Loftleiðum, Reykja-
vík, og hefst það kl. 20.30 með opn-
unarhátíð. Jafnframt munu mál-
freyjur stofna landssamband ís-
lenskra málfreyja. Alls eru starf-
andi 18 deildir innan samtakanna
hér á landi, auk þess er ein deild
starfandi meðal íslenskra kvenna í
Luxemborg.
Núna eru 12 ár síðan fyrsta deild-
in var stofnuð hér á Iandi, sem
starfaði á Keflavíkurflugvelli meðal
bandarískra og íslenskra kvenna,
og er sú deild enn þann dag í dag
enskumælandi, þótt svo að flestir
félagar séu íslenskir.
í lok kvennaársins 1975 var fyrsta
íslenska deildin stofnuð í Keflavík.
Eftir það óx og dafnaði starfsemin
og hver deildináf annarri var stofn-
uð. Þetta sýnir hvað þessi þjálfun er
mikilvæg fyrir konur og þjóðfélag-
ið, að konur skuli geta tjáð sig ann-
ars staðar en heima í eldhúsi.
Alls eru 450 málfreyjur starfandi
hér á landi, og eru deildirnar víða
um land.
Loksins sjá málfreyjur hylla und-
ir stofnun landssambands, en það
verður formlega stofnað á lands-
þinginu, en starfstími þess hefst 1.
ágúst 1985. Þingið mun kjósa sína
fyrstu landsstjórn hér á landi og
samþykkja félagslög og gildandi
reglur fyrir félagsskapinn.
Markmið og stefna félagsins eru:
— þjálfa hæfileika til forystu,
Birta fyrir
blind börn
Dregið hefur verið í happdrættinu,
bifreiðin kom á miða nr. 1063.
Kiwanisklúbburinn Esja þakkar
öllum sem lögðu málinu lið. Ekki
liggur enn fyrir hvað hagnaðurinn
var mikill en fréttatilkynning um
það verður birt strax og það liggur
fyrir.
— auka hæfni sem áheyrandi og
flytjandi,
— þjálfa skipulagshæfileika,
— öðlast þroska með því að
byggja upp sjálfstraust,
— ná meiri viðurkenningu sem
einstaklingur í starfi og sam-
félagi,
— vera þátttakandi í alþjóðleg-
um félagsskap sem starfar á
fræðilegum grundvelli án
gróðasjónarmiða.
Heiðursgestur fyrsta landssam-
bandsins varður fulltrúi frá al-
heimsstjórninni Mary Semenauer,
þingskapaleiðari stjórnarinnar, en
hún er frá Bandaríkjunum. Það er
mikill heiður fyrir íslenskar mál-
freyjur að fá slíkan gest í heimsókn.
Samtök málfreyja eru til um all-
an heim nema í Áustantjaldslönd-
unum. Þau eru í Ameríku, Evrópu,
Suður-Afríku, Grikklandi, Ástralíu
og Nýja Sjálandi.
Spurt 1
samanburður sé sýndur fyrir
hvert ár um sig.
2. Hverjar voru heildargreiðslur
hvers sjúkrasamlags um sig
vegna tannlækningakostnaðar á
árinu 1984 og til hve margra tann-
lækna gengu þessar greiðslur í
hverju tilviki?
Fyrirspurnin til Matthíasar Á.
Mathiesen viðskiptaráðherra hljóð-
ar svo:
Hversu mikið hafa gjaldskrár
Tannlæknafélags íslands hækkað
frá I. janúar 1982 til 1. maí 1985?
Óskað er eftir að fram komi
heildarhækkun á tímabilinu, hve-
nær gjaldskrárbreytingarnar urðu,
hverjar þær voru hveriu sinni, að
hve miklu leyti hver hækkun stafaði
af launahækkun tannlækna og að
hve miklu leyti af auknum rekstrar-
kostnaði og enn fremur saman-
burður á gjaldskrárhækkunum og
verðþróun og almennum launa-
Þegar bílar mætast er ekki nóg
að annar víki vel út á vegarbrún
og hægi ferð. Sá sem á móti
kemur veröur aö gera slíkt hið
sama en notfæra sér ekki til-
litssemi hins og grjótberja
hann. Hæfilegur hraði þegar
mæst er telst u.þ.b. 50 km.
I sumar mun Orlofsnefnd hús-
mæðra í Reykjavík starfrækja or-
lofsheimili í glæsilegu húsnæði
bændaskólans að Hvanneyri í
Borgarfirði. Dvalið verður eina
viku í senn í sex hópum frá 22. júní
nk.
Hægt er að velja um eins eða
tveggja manna herbergi, með sér-
snyrtingu, einnig er á staðnum ágæt
baðaðstaða, sólskýli og heitur pott-
ur.
Boðið verður upp á leikfimi, skoð-
unarferð um Hvanneyrarstað, eins
dags ferð um Borgarfjörð með við-
Alþýðublaðinu bárust eftirfar-
andi vísur og formáli að þeim frá
Haraldi G. Júlíussyni frá Stokks-
eyri.
Nú fara sumarfuglarnir að láta
heyra í sér. Áður fyrr lögðu menn
mikla athygli í það úr hvaða átt
heyrðist fyrst í hrossagauknum.
Hér eru nokkrar vísur sem maður
á níræðisaldri kunni um hrossa-
gaukinn, og trúi ég því að fáir
kunni þær:
í nónstað þegar gaukurinn gólar
giftast þeir sem einsamir róla.
Þeir giftu missa sinn maka
og mæðu fyrir gleðina taka.
í austrinu lætur hann til sín heyra
einskis þarftu að biðja þess fleira
hjá þér skal vera unaður og yndi
og ánægja við tröllkonu vindi.
komu í Borgarnesi og á kvöldin
verða kvöldvökur.
Viðurgjörningur allur er til fyrir-
myndar, Ijúffengur matur og einkar
lipurt starfsfólk. Bókasafn er á
staðnum og guðsþjónusta verður í
Hvanneyrarkirkju hvern sunnudag.
Frá og með mánudeginum 3. júní
verður tekið á móti umsóknum á
skrifstofu orlofsnefndar að Traðar-
kotssundi 6, sem opin verður mánu-
daga til föstudaga milli kl. 15.00 og
18.00. Sími 12617. Orlofsnefnd hef-
ur látið prenta kynningarbækling
til dreifingar og er hann afgreiddur
á skrifstofunni.
í vestrinu vesælsmanns gaukur
þá mun uppskrúfast hörmunga-
baukur
hellast yfir höfuð á þegni
svo húðvökni í sorganna regni.
í suðrinu söngfuglinn leikur
í sælunni verður hann keikur
fullur og feitur, út ganga
í fjarlægð við hallærið stranga.
í skýjunum skellir hans hlátur
skaltu vera glaður og kátur.
Auðurinn í greipar þér gengur
og gleður sig hinn fátæki drengur.
í hánorðri hengir hann niður
hausinn, klærnar, vængi og fiður
orgar svo af ofboði mesta
ekki mun þig spekina bresta.
||| Útboð
Tilboð óskast f rafmótor fyrir dælustöð Hitaveitu
Reykjavfkur við Grafarvog. Útboðsgögn eru afhent á
skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin
verðaopnuð ásamastað þriðjudaginn 18. júní nk. kl. 11
f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800
Gauksspá