Alþýðublaðið - 27.07.1985, Blaðsíða 1
Laugardagur 27. júlí 1985
141. tbl. 66. árg.
Hvaleyrin fær
ekki lán
Segir varnarliðinu
stríð á hendur
Albert Guðmundsson fjármála-
ráðherra er kominn í heilagt stríð
við varnarliðið.
Svo virðist sem honum hafi svið-
Rafveita Hafnarfiarðar:
Innheimtir
dráttarvexti
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hef-
ur heimilað Rafveitu Hafnarfjarð-
ar að reikna dráttarvexti á gjald-
fallna reikninga. Þykir slikt ■ sjálfu
sér ekkert óeðlilegt að Rafveita fái
dráttarvexti reiknaða, og gátu flest-
ir bæjarstj.órnarmenn verið sam-
mála um það. Hinsvegar lagði Al-
þýðuflokkurinn áherslu á að sam-
tímis væri vinnubrögðum Rafveit-
unnar breytt þannig að Rafveitan
greiddi vexti af inneign einstaklinga
hjá fyrirtækinu.
Einsog fólki er kunnugt er raf-
magnsnotkun heimila áætluð og
gerist það ekki ósjaldan að hún sé
áætluð of mikil. Það kemur því oft
fyrir að Rafveitan verður að greiða
afnotendum til baka þegar raf-
magnsneyslan er gerð upp. Þótti
eðlilegt fyrst Rafveitan ætlaði að
innheimta dráttarvexti að hún borg-
aði jafnframt vexti af því sem hún
hefur ofáætlað á neytendur.
Meirihlutinn var þó ekki á því og
vísaði til þess að slíkt væri ofviða
nýjum tölvum Rafveitunnar. Þær
kunna semsagt bara að reikna út
dráttarvexti en ekki vexti af inneign.
Eru margir undrandi á þessari við-
báru, því ekki þarf merkilegra tæki
til slíkra reikninga en blað og blý-
ant, venjuleg vasatölva getur hins-
vegar auðveldað reikninginn, hvað
þá þegar komin er stór tölva í fyrir-
tækið. Alþýðuflokkurinn greiddi
því atkvæði gegn þessari tillögu.
ið svo meðferð bandarískra stjórn-
valda á íslensku skipafélögunum
með því að veita — í skjóli banda-
rískra einokunarlaga — skipafélag-
inu Rainbow Navigation flutninga
fyrir varnarliðið, að hann hafi séð
ástæðu til að hefna harma þeirra.
Hann fyrirskipaði stranga tollskoð-
un á gámum Rainbow Hope
og hugðist stöðva flutning á
kjötvö’rum inn á völlinn — í skjóli
laga frá 1928 um bann við innflutn-
ingi á hráu kjöti vegna hættunnar á
gin- og klaufaveiki! Þó þessi lög séu
gömul þá eru þau þó nýrri á nálinni
en bandarísku lögin sem kveða á
um að bandarískir aðilar sjái um
flutning á vörum fyrir bandaríska
herinn. „Hermennirnir verða að
borða mat sem við höfum alist upp
á“ er haft eftir Albert.
Eiginleg tollskoðun á innflutn-
ingi varnarliðsins til eigin þarfa hef-
ur sama og aldrei átt sér stað. Albert
fyrirskipaði að nú skyldi skoðað
grannt og lögunum frá 1928 fylgt
eftir. Albert vísar til þess að í
Bandaríkjunum séu íslensk skip
vandlega tollskoðuð og vísar til
þess að ef íslendingar eigi að lúta
Fiamh. á bls. 2
„Það er orðið sem orðið er og nú
verður ekki aftur snúið,“ sagði
Guðmundur Árni Stefánsson, bæj-
arfulltrúi Alþýðuflokksins í Hafn-
arfirði, þegar við spurðum hann út
í þá afstöðu bæjarstjórnarinnar að
þrýsta á bankayfirvöld að veita
Hvaleyri hf. lánafyrirgreiðslu vegna
fyrirhugaðra endurbóta á nýkeyptu
fiskiðjuveri Bæjarútgerðar Hafn-
arfjarðar og togurum BÚH.
Ástæðan fyrir þessu er sú að Út-
vegsbankinn hefur ekki viljað veita
Hvaleyri afurðalán út á framleiðslu
sína, en birgðir fyrirtækisins nema
nú um 7—8 milljónum króna.
„Hvaleyrin hefur þegar hafið
rekstur fiskiðjuversins og þar eru
nú 80 manns á launaskrá. Þeirri
staðreynd getum við ekki horft
framhjá. Þessvegna er Alþýðu-
flokkurinn tilbúinn að hjálpa til ef
einhver kostur er að koma fyrirtæk-
inu í viðskipti innan bankakerfis-
ins. Það væri mjög bagalegt fyrir
Alþýðuflokkurinn
styður að bœjaryfir-
völd í Hafnarfirði
reyni að koma fyrir-
tækinu í bankavið-
skipti, svo starfsemin
stöðvist ekki einusinni
enn og starfsfólk
fiskiðjuversins verði
atvinnulaust. „Engan
pilsfatakapítalsima í
útgerð Hvaleyrarinn-
ar/‘ segir Guðmundur
Árni Stefánsson.
starfsfólkið ef enn einusinni þyrfti
að stöðva reksturinn.“
Þá sagði Guðmundur Árni að
bæjarfulltrúar Alþýðuflokksins
hefðu séð þetta fyrir og bent á þeg-
ar fjallað var um sölu BÚH á sínum
tíma. „Við bentum á, þegar gengið
Framh. á bls. 2
Bœjarútgerð Reykjavíkur:
Kerfið hrunið!
„Skipulagabreytingin“ sem
meirihluti sjálfstæðismanna í út-
gerðarráði Bæjarútgerðar Reykja-
víkur kom á, er hrunin!
Samkvæmt áreiðanlegum heim-
ildum Alþýðublaðsins má heita að
gamla skipulagið sé í reynd komið í
framkvæmd. Nýja skipulagið gerði
Borgarráð:
Sala Hafnarbúða samþykkt!
A borgarráðsfundi í gær sam-
þykkti meirihluti sjálfstæðismanna
að selja ríkinu Hafnarbúðir fyrir 55
milljónir króna, þar af eiga að
grejðast 5 milljónir við undirskrift.
Áður en borgarstjórn fór í sum-
arfrí bókaði minnihlutinn þá kröfu
sína að ef borgarráð hygðist af-
greiða þetta mál yrði borgarstjórn
kölluð saman til aukafundar. Sá
fundur verður haldinn á miðviku-
daginn kemur.
Tveir borgarfulltrúar sjálfstæðis-
manna hafa lýst sig andvíga sölu,
þeir Páll Gíslason og Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson. Ef þeir mæta á borg-
arstjórnarfundinn á miðvikudag-
inn og standa við orð sín þá er salan
'RITSTJÓRNARGREIN-
fallin, með 11 atkvæðum gegn 10.
Nú velta menn því fyrir sér hvort
Davíð borgarstjóri sé búinn að
keyra yfir þá félaga og fá þá til að
skipta um skoðun eða að minnsta
kosti til að vera fjarverandi á mið-
vikudaginn.
ráð fyrir fimm framkvæmdastjór-
um — fjórum stjórum hinna ein-
stöku deilda og svo yfirfram-
kvæmdastjóra. Þetta kerfi hefur
ekki virkað og hefur sú staðreynd æ
betur komið í ljós. Kerfið er hrunið.
Miklir árekstrar hafa átt sér stað
milli annars vegar framkvæmda-
stjóra fjármáladeildar og hins veg-
ar framkvæmdastjóra fiskvinnsl-
unnar og útgerðarinnar. Nú hefur
framkvæmdastjóri fjármálasviðs
— Vigfús Aðalsteinsson — gefist
upp og látið af störfum. Fram-
kvæmdastjóri útgerðarsviðs hefur
tekið við fjármálasviðinu og sviðin
sameinuð.
Toppunum er því tekið að fækka
aftur og gamla fyrirkomulagið að
komast á að nýju, með því að yfir-
framkvæmdastjórinn hefur ýtt
málum í æ ríkara mæli til núverandi
framkvæmdastjóra fjármála- og
útgerðarsviðs, Bjarna Thors. Sem
sagt tveir forstjórar!
Hagnast á sjúklingum
Skattskráin er komin út. Fjölmiöiar fyllast
spenningi og blöð, útvarp og sjónvarp tfunda
það gaumgæfilega hverjir borga mest og
hversu mikið. Skattskráin er hins vegar talsvert
vafasamt plagg svona i upphafi því að kærur
eiga eftir að sópast inn og þegar að lokum upp
er staðið, getur verið að sá hæsti samkvæmt
upphaflegri skráskili að lokum aðeins smáaur-
um til rikis og sveitarfélags.
Trúlega er það fámennið og kunningsskap-
urinn hér á landi, sem gerir fólk svona spennt
fyrir skattgreiðslum náungans, sjá hverjir hafa
opinberlega hæstar tekjur og eiga mestar
eignirnar. Skattskráin kemur líka upp um marg-
an huldumanninn, sem greiðir nánast engin
gjöld þrátt fyrir ríkmannlegan lífsstil.
Tekjuskatturinn skilar ríkissjóði tiltölulega
litlum tekjum en hann er ósanngjarn. Skattur-
inn kemurhelst niðuráþeim,semekki hafa að-
stæöurtil þess aðdyljatekjursínar þ. e. hinum
venjulega launamanni. Um leið og einstakling-
ur fer út í einhvers konar rekstur fer hann að fá
allskyns frádráttarliði svo sem bllakostnað,
símakostnað, risnu og ferðakostnað sem
lækkar skattana. Ýsmum stéttum er það líka í
sjálfsvald sett, hvað þær telja fram sem tekjur
sínar. Það ber þvl að leggja niður svo rangláta
skattheimtu sem tekjuskatturinn er af launum
sem lægri eru en 5—6 hundruö þúsund krónur
á ári en afla ríkissjóði teknanna með sölu-
skatti, tolium og eingarskatti á stóreignum.
Það sem vekur mesta athygli við athugun
skattskrárinnar er það, hversu tekjuháir þeir
eru sem hafa llfsviðurværi sitt af veiku fólki.
Það getur alls ekki verið tilviljun, að af tlu
hæstu skattgreiðendum I Reykjaneskjördæmi
eru 6 sem hafa tekjur sínar af þjónustu við
sjúklinga. Einn þeirra er tannlæknir en fimm
lyfsalar. Það virðist þvl vera lang gróðavæn-
legasti verslunareksturinn að reka lyfjabúð.
Tvær byggingavöruverslanir greiða vissulega
mjög há gjöld, en hátekjur lyfjabúðareigend-
anna eru almennar og undantekningarlausar.
Hingað til hefur það verið talið eðlilegt, að stór-
fyrirtæki og athafnamenn I atvinnurekstri, þeir
sem leggja fram áhættufjármagn og uppskera
mikinn hagnað, greiði há opinber gjöld. Það er
aftur á móti alls ekki hægt að telja lyfsala eða
tannlækna I hópi athafnamanna. Tannlækn-
arnirvinnasfn verksem hverjiraðrirhandverks-
menn og hafa þess vegna takmarkaða afkasta-
getu og lyfsalarnir eru undir verndarvæng
stjórnvalda. Lyfjabúðir eru nokkurs konar ein-
okunarfyrirtæki þar sem þær selja lyf á sama
verði samkvæmt gjaldskrá og ráðherra úthlut-
ar lyfsöluleyfum og gætir þess að búðirnar
verði ekki of margar svo að ekki sé hætta á því
að samkeppni skapist. Á skattskránni sést, að
gróði lyfsala er óeðlilega mikill og þess vegna
hlýtur lyfjaverð að vera of hátt. Sjúklingar og
sjúkrasamlög fá að borga brúsann.
Nú mun það svo vera, að aukin samkeppni
lækki vöruverð. Það hefur heldur ekki farið
milli mála, að Sjálfstæðisflokkurinn, sem nú
fer með heilbrigðis- og tryggingarmál, hefur
verið mjög fylgjandi frjálsri samkeppni og
frjálsri verðmyndun. Það eru ekki sjáanlegar
neinarsérstakarástæðurfyrirþvl, að fólk, sem
hefur til þess réttindi, geti ekki stofnað lyfja-
búð hvar og hvenær sem er svona rétt eins og
tískuvörubúö. Það virðist alla vega vera svig-
rúm til þess 1 stærstu kaupstöðunum að bjóða
upp á aukna samkeppni með lækkandi verði.
Eða er þarna aðeins enn eitt dæmið um pils-
faldakapitalisma sjálfstæðismanna. Skal
einkaframtak lyfsalanna þrífast I skjóli stjórn-
valda?
B. P.