Alþýðublaðið - 27.07.1985, Blaðsíða 4
alþýðu-
■ D hT'JT'M
Laugaraagur 27. júlí 1985
Alþýðublaðið, Ármúla 38, 3. hæð, 108 Reykjavík., Sími: 81866
Úlgefandi: Blað hf.
Ritstjórn: Kriðrik Þór Guömundsson (ábm.) og Sigurður Á. Friðþjófsson.
Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson.
Skrifstofa: Helgi Gunnlaugsson, Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsd.
Setning og umbrot: Alprent hf., Ármúla 38.
Prentun: Blaðaprent hf, Siðumúla 12.
Áskriítarsíminn
er 81866
Æskusparnaðarreikningar AIþýðubankans og Búseta
Spöru þáttur og Eydda
I Alþýðublaðinu í gær var greint frá
þvi að Búseti hafi tekið upp sam-
starf við Alþýðubankann í sam-
bandi við húsnæðissparnaðar-
reikninga og æskusparnaðarreikn-
inga. Til að kynna þetta æsku-
sparnaðarform, settu þeir hjá Bú-
seta og Alþýðubankanum saman
þessa stuttu sögu, sem hér fer á eft-
ir.
Sagan um stúlkuna
SPÖRU og piltinn
EYDDA
SPARA og EYDDI eru jafnaldrar.
Þau fengu bæði 2.000 krónur í af-
mælisgjöf á fyrsta afmælisdeginum
sínum frá öfum sínum og ömmum,
sem lögðu upphæðina inn á
ÆSKUSPARNAÐ í Alþýðubank-
anum. Afarnir og ömmurnar héldu
áfram að leggja inn 2.000 krónur á
ÆSKUSPARNAÐ krakkanna á af-
mælisdegi þeirra ár hvert. Þannig
áttu bæði SPARA og EYDDI kr.
39.200 með vöxtum á fermingarár-
inu, auk verðbótanna, sem eru jafn-
háar verðbólgunni. Bæði fengu
15.000 kr. í peningum í fermingar-
gjöf. SPARA setti 10.000,- inn á
ÆSKUSPARNAÐINN, en keypti
reiðhjól fyrir hin 5 þúsundin.
EYDDI keypti sér líka hjól, en
eyddi svo afganginum í svona ýmis-
legt, sumpart kannski í hreinan
óþarfa.
SPARA ákvað að halda áfram að
leggja inn á ÆSKUSPARNAÐINN
í Alþýðubankanum kr. 5.000r á ári,
en EYDDI hugsaði gott til glóðar-
innar, að taka út allt sitt á 16 ára af-
mælinu þegar ÆSKUSPARNAÐ-
URINN er laus til útborgunar og
hann bætti engu við. Á 16 ára af-
mælinu stóðu ÆSKUSPARNAÐ-
ARREIKNINGAR þeirra þannig:
SPARA kr. 64.500,-
EYDDI kr. 43.200r
EYDDI ákvað að geyma að taka út
þar til á 17 ára afmælinu. Þá átti
hann kr. 45.375; auk verðbótanna,
og notaði til að kaupa sér bíldruslu.
SPARA ákvað hinsvegar að láta
sinn ÆSKUSPARNAÐ liggja ó-
hreyfðan um óákveðinn tíma, en
stofnaði til Húsnæðissparnaðar
BÚSETA í Alþýðubankanum, enda
orðin félagsmaður þeirra samtaka í
því augnamiði að eignast þar bú-
seturétt til frambúðar.
SPARA lagði fyrir lágmarksupp-
hæð á Búsetusparnað, sem er kr.
1.000 á mánuði.
Á 19 ára afmælinu á hún möguleika
á Búseturétti, en er í iðnnámi, trú-
lofuð og ákveður að bíða í eitt ár
með að nýta hann, enda þá búin að
ljúka iðnnáminu.
Staðan gerð upp
Á 20 ára afmælinu gerir SPARA
upp stöðuna.
ÆSKUSPARNAÐUR:
— Afar og ömmur - innl.
— SPARA sjálf innl.
— Alþýðubankinn vextir
Samtals
tökurétt sem er 2,3 sinnum sparn-
aðurinn að loknum fjórum árum.
Lántökuréttur SPÖRU nemur því
kr. 171.500r krónur.
Nú víkur sögunni til EYDDA.
Hann er líka í iðnnámi, sem lýkur á
20 ára afmælisdegi hans. Eins og
við munum tók hann út ÆSKU-
SPARNAÐINN sinn þegar hann
varð 17 ára og fékk ökuskírteini,
keypti sér bíldruslu, sem nú er varla
lengur ökufær og búinn að kosta
mikið í viðhald og rekstur. Hann er
trúlofaður eins og SPARA og er að
líta í kringum sig eftir húsnæði.
EYDDI hafði lítið „pælt“ í þessum
málum fyrr en núna, — húsnæði
fokdýrt eins og venjulega og húsa-
leiga jafnvel hærri en útborguð
laun.
kr. 28.000
kr. 20.000
kr. 30.400
kr. 78.400
SPARA stendur svona:
Innstæður í Alþýðubanka Lán tökuréttur í Alþýðubanka
ÆSKUSPARNAÐUR 78.400+ verðb. 60% (30 stig)
HÚSNÆÐISSPARNAÐUR 54.100 + verðb. 230%
LÁNTÖKURÉTTUR 171.500
TIL RÁÐST. í BÚSETUR. 304.000, auk verðb. ’
BÚSETUR. KOSTAR 200.000 (Dæmi: ca. 10% af kostn.v. íbúðar)
AFGANGS TIL ANNARRA NOTA 104.000 (T.d. innbú!)
EYDDI stendur svona:
INNSTÆÐUR í BANKA: SEM SAGT ENGAR (launareikn.)
LÁNTÖKURÉTTUR: ENGINN (e.t.v. skammtímalán)
BÍLLINN: ÓVISS UPPHÆÐ (Lélegur)
HÚSNÆÐISSPARNAÐUR BÚSETA (4ár)
— SPARA sjálf innl. kr. 48.000
— Alþýðubankinn vextir kr. 6.100 (4%)
Samtals kr. 54.100
Samtals á því SPARA kr. 132.500f á
sparnaðarreikningum í Alþýðu-
bankanum á þessum tyllidegi. Þá er
ótalinn skattafsláttur, sem gæti
numið kr. 12.000; aurar sem hún
hefði annars þurft að greiða Gjald-
heimtunni. Og nú kemur rúsínan í
pylsuendanum!
Með reglubundnum sparnaði sín-
um og fyrirhyggju hefur SPARA nú
öðlast lántökurétt í Alþýðubankan-
um. Með þátttöku sinni í Búseta
reiknast henni lántökuréttarstig í
hlutfalli við áunna vexti af ÆSKU-
SPARNAÐl, eitt stig fyrir hverjar
með vöxtum, auk verðbóta
með vöxtum, auk verðbóta
1.000 krónur i vöxtum (breytist m/
vísitölu). Hvert stig gefur 2% lán-
tökurétt miðað við innstæðu á
ÆSKUSPARNAÐINUM. Hús-
næðissparnaður Búseta veitir lán-
Á krossgötum
Og nú standa þau jafnaldrarnir
SPARA og EYDDI á.krossgötum.
Hann hefur, sem sagt varla úr neinu
að spila upp í húsnæði. Það hefði
þó verið hægurinn, ef hann hefði
hugsað út í það, eða venslamenn,
kannski foreldrar, bent honum á,
að með því að leggja fyrir u.þ.b. kr.
800; á mánuði að meðaltali, frá 14
ára afmælinu og láta
ÆSKUSPARNAÐINN standa
óhreyfðan eins og SPARA gerði þá
stæðu þau nú jafnfætis.
SPARA er á góðum rekspöl, 20 ára
með lánstraust í banka og öruggt
þak yfir höfuðið, en EYDDI fer
með mest allt í húsaleigu og er í
bölvuðu basli.
Þetta var sagan um stúlkuna
SPÖRU og piltinn EYDDA.
Eiginkonulíf
Við höfum fjallað hér í blaðinu
um kyngimagnaða grein Dr.
Svans Kristjánssonar um Alþýðu-
bandalagið, þaðan sem hann er
flóttamaður, í tímaritinu Mann-
líf. Svanur er einn af fjölmörgum
allaböllum sem gefist hafa upp á
bandalaginu, en sá fyrsti sem skil-
ar opinberri greinargerð um
ástæðurnar. Þær eru fjölmargar.
Ekki hefur mikið borið á við-
brögðum, fyrr en Össur Skarp-
héðinsson Þjóðviljaritstjóri
klippti og skar í blaði sínu á
fimmtudag. Össur segir svo sem
ekki neitt. „Vantar dýpt“ segir
hann um „mannlífssönginn“, en
sjálfur viðhefur Össur þá dýpt að
stinga litlu tánni i gjálfrið við
fjöruborðið, tekur undir flest það
sem kemur fram hjá Svani og bið-
ur um meira. Skýtur þó föstu
skoti að Dr. Svani með því að
kalla hann prófessor í félags-
fræði, en hann er reyndar prófess-
or í stjórnmálafræði og eins og
allir vita mætir félagsfræðin víða
andstöðu, meðan allir eru hrifnir
af stjórnmálafræðingum!
Uttekt Dr. Svans tekur upp
drjúgt pláss í Mannlífsblaðinu.
Og segja má að það sé engin til-
viljun að Dr. Svanur velji sér
þennan vettvang, því ritstjórnar-
fulltrúi blaðsins er engin önnur en
Auður Styrkársdóttir, eiginkona
Svans, en hún flúði með honum
úr Alþýðubandalaginu og um leið
af málgagninu, Þjóðviljan-
um . . .
Raunir aðalsins
Einhvern tímann á næstunni verð-
ur fróðlegur þáttur í sjónvarpinu
um franska aðalinn nú á tímum
sósíalískrar stjórnunar. Mitter-
and-stjórnin hefur ekki verið neitt
ýkja tilhliðrunarsöm við franska
aðalinn og sett á sérstakan stór-
eignaskatt. í sjónvarpsþættinum
verður sérstaklega fjallað um að-
alsfjölskylduna de Ganays og höll
fjölskyldunnar í Courances skoð-
uð, en það hefur borið til tíðinda
að fjölskyldunni hefur verið gert
að opna hluta hallarinnar til sýnis
fyrir almenning. En þrátt fyrir
mótlætið lifir de Ganaysfjöl-
skyldan sínu „eðlilega" lífi sem
best hún getur, hvað sem síðar
verður.
Svarta-Magga
í Lundúnum fyrirfinnast samtök-
in „London against racism“ —
London gegn kynþáttafordóm-
um. Árið 1984 var „ár baráttunn-
ar gegn kynþáttafordómum“ í
Stór-London, en það var sam-
kvæmt samþykkt GLC — Greater
London Concil. Þetta er áhrifa-
mikið ráð sem fylltist af vinstri-
mönnum 1981. Viðbrögð Thatch-
er og annarra íhaldskarla var að
samþykkja að slík ráð (London,
Manchester, Liverpool og víðar)
yrðu lögð niður — í sparnaðar-
skyni eins og það heitir. Þessi
ráðagerð Thatcheristanna hefur
mætt mikilli andstöðu og „ár bar-
áttunnar gegn kynþáttafordóm-
um“ er liður í henni. Um alla stór-
borgina hanga plaköt og slagorð.
Meðal þeirra er plakat þar sem
segir „Hversu langt hefði Marga-
ret Thatcher náð ef hún hefði ver-
ið svört? — Spörkum kynþátta-
fordómum út úr borginni“.
Síðasta ráðgjöfin
Jóhanna Kristjónsdóttir gluggaði
í Mogganum í gær í erlend tíma-
rit. Segir hún að aragrúi rita, viku-
blaða, mánaðarrita og ársfjórð-
ungshefta berist inn á skrifborðið
hennar og kannast Alþýðublaðið
við þetta „vandamál“. Hún fer
höndum um nokkur rit og segir
meðal annars um „Nordisk sosi-
alt Arbeid" (málgagn norrænna
Félagsráðgjafa): „Efalaust gagn-
legt rit fyrir stéttina og væntan-
lega er lika gagnlegt fyrir íslenzka
félagsráðgjafa að taka sem mest-
an og beztan þátt í samstarfi nor-
rænna kollega á þessum síðustu
ráðgjafatímum". Úm öll ritin sem
hún fjallaði um segir hún: „Öll
þau rit sem hér hefur verið minnzt
á þjóna sjálfsagt sínum tilgangi
og hafa öll sinn lesendahóp. Það
er ósköp jákvætt“.
Ósköp hefur þetta verið leiðin-
legt verkefni fyrir hana Jóhönnu.
Dallasdauði
í Mogganum í gær var einnig
„Guðað á skjáinn" og þar upplýs-
ir að lesendur um það í framtfð-
inni muni Bobby Júvíng farast í
umferðarslysi, enda leikarinn
dauðleiður á hlutverkinu. Hann
vilji ekki snúa til baka, þó honum
hafi ekki borist merkilegri at-
vinnutilboð en að leika geit í Lísu
í Undralandi. Þá er upplýst að
þegar Barbara Gel Geddes hafi
orðið veik og hætt að leika Miss
Ellie hafi verið fengin til þess
Donna nokkur Reed. Bel Geddes
fékk heilsuna á ný og hlutverkið
sömuleiðis, en Donna brást
ókvæða við og lögsótti framleið-
endurna. Krefst hún 7.5 milljóna
dollana í skaðabætur, en það gera
samkvæmt gengissérfræðingum
Moggans 315 milljónir króna,
sem er svipuð upphæð og Fjár-
festingafélagið metur öll hluta-
bréf Flugleiða á!
Nema hvað hér skakkar nokkr-
um milljónum. Greinarhöfundur
virðist meta dollarann á 42 krónur
en samkvæmt gengisskráningu
Moggans í gær var hann ekki
nema 41.12 krónur. Þá gera 7.5
milljónir dollara 308.4 milljónir
króna. Mismunurinn er því 6.6
milljónir króna og munar um
minna — að minnsta kosti fyrir
sótsvartan almúgann!