Alþýðublaðið - 27.07.1985, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 27.07.1985, Blaðsíða 3
Laugardagur 27. júll 1985 3 Nyr bókaklúbbur: Blómaklúbburinn blóm, umhirðu þeirra og ræktun. Verður það gert með útgáfu bóka- flokks um blómarækt, fyrst um inniplöntur en síðar um blóma- og trjárækt utan dyra. Þá mun klúbb- félögum berast sérstakt félagsblað, Blómablaðið, með hverri bók. í því verður fjallað um blómarækt, blómafólk og starfsemi klúbbsins. Einnig fá klúbbfélagar plöntufræ í hæsta gæðaflokki með hverri send- ingu frá klúbbnum og sérstök til- boð um kaup á blómavörum með afslætti frá almennu verði. Nýlega kom út fyrsta bókin hjá Blómaklúbbnum. Nefnist hún Svona dafna blómin best, og fjallar um ræktun pottaplantna. Þetta er aðgengileg handbók með ráðlegg- ingum um grundvallaratriði blóma- ræktar qg prýða litmyndir hverja síðu bókarinnar. Bókin er 64 síður, innbundin og plasthúðuð. Fríða Björnsdóttir hefur þýtt bókina og staðfært miðað við íslenskar að- stæður en uppruni bókarinnar er sænskur. Samheiti bókaflokksins er Allt um inniplöntur. Gefur það til kynna að víða verði komið við á þessu sviði og fjölbreytni efnisins verði mikil. Vaka hefur þegar gert samninga um útgáfu átta bóka í þessum flokki, tvær þeirra fjalla um ræktun inniplantna almennt, umhirðu þeirra og meðferð, tvær bókanna eru ítarlegar kynningar- og ráðgjafarbækur um blaðplöntur eða svokallaðar grænar plöntur, þrjár bækur fjalla um blómstrandi plöntur af ýmsum gerðum og ein um blómaskreytingar af ýmsu tagi. Blómabækurnar verða eingöngu boðnar innan vébanda Blóma- klúbbsins, sem er nýstofnaður fræðslu- og ræktunarklúbbur fyrir áhugafólk um blómarækt. Með slíkri klúbbsölu er ætlunin að ná upplagi bókanna verulega upp fyrir það, sem algengt er á almennum markaði, en það gerir bókaútgáf- unni kleift að halda verði þeirra í al- geru lágmarki. Hver bók verður seld á 298 krónur og fylgir ókeypis með henni fréttablað Blóma- klúbbsins og poki með fræjum til ræktunar á vinsælli pottaplöntu. Fyrsta bókin í bókaflokknum býðst aftur á móti á sérstökum kynning- arafslætti sem nemur um 50% af venjulegu klúbbverði og kostar þá umræddur pakki aðeins 148 krónur auk sendingarkostnaðar. Prentsmiðjan Rún sf. annaðist setningu og umbrot bókarinnar Svona dafna blómin best, en prent- un og bókband fór fram í Hollandi. Bokautgafan Vaka hefur stofnað klúbburinn. Megintilgangur nýjan bókaklúbb, fyrir blómarækt- klúbbsins er að veita félagsmönn- unarfólk. Kallast hann Blóma- um aðgengilegar upplýsingar um Kennarar Kennara vantar við Grunnskóla Grindavíkur. Kennslugreinar: Danska, íþróttir og almenn kennsla. Húsnæði fyrir hendi. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í símum 92-8555 og 92-8504. Laus staða Landbúnaðarráðuneytið óskar að ráða starfs- mann nú þegar. Sérmenntun í búnaðarhagfræði eða viðskiptafræði æskileg. Umsóknir ásamt upplýsingum um námsferil og fyrri störf sendist ráðuneytinu. Landbúnaðarráðuneytið, 26. júlí 1985. Kynning á útboði Vegagerð ríkisins kynnir útboð á vegskála í Ós- hlíð á næsta ári. (Lengd áætluð 90 m, steypa 1000 m3). Kynningargögn verða afhent hjá Vegagerð ríkis- ins á Isafirði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 29. júlí 1985. Kynnisferð á byggingarstað verður farin 20. ágúst nk. Vegamálastjóri. Útboð Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum i gerð Borgarfjarðarvegar um Bóndastaðaháls. (Lengd 4,6 km, fylling og burðarlag ca. 55.000 m3). Verki skal lokið 1. desember 1985. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Reyðarfirði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 29. þ. m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 12. ágúst 1985. Vegamálastjóri. JÍjSfc ST. JÓSEFSSPÍTALI Landakoti Lausar stöður á barnaheimilum Litla Kot. Ein staðastarfsmanns á barnaheimilinu Litla Koti (börn 1—3 ára). Upplýsingar veitir for- stöðumaður milli kl. 9 og 16 í síma 19600. Brekkukot. Hálf staða starfsmanns í eldhús á barnaheimilinu Brekkukoti (börn 2—5 ára). Upp- lýsingarveitirforstöðumaðurí Brekkukoti milli kl. 12 og 14 ( síma 19600. Skóladagheimilið. Ein staða fóstru og ein staða starfsmanns óskast á skóladagheimilið (börn 5—9 ára), frá 1. september. Upplýsingar veitir for- stöðumaður milli'kl 9 og 16 í síma 19600. Skrifstofa hjúkrunarforstjóra. ||Í Útboð Til sölu Tilboð óskast í eftirfarandi bifreiðarog tæki sem eru til sýnis í porti Vélamiðstöðvar Reykjavíkur- borgar að Skúlatúni 1: 1. Volvo FB 88, árg. 74. 2. VW sendibifreið, árg. 77. 3. VW sendibifreið, árg. 77. 4. M. Benz L-207 pallbíll, árg. 76. 5. Chevrolet Malibu fólksbifreið, árg. ’80. 6. M. Ferguson 135 dráttarvél, árg. 74. 7. M. Ferguson 165 dráttarvél, árg. 75. 8. PZ 135 sláttuþyrla. Jafnframt eróskað eftirtilboðum (2 strætisvagna sem eru til sýnis hjá Strætisvögnum Reykjavfkur að Kirkjusandi: 9. Leyland vörubifreið með 6-manna húsi, árg. 78. 10. Volvo B. 58 strætisvagn, árg. '68. 11. Volvo B. 58 strætisvagn, árg. ’68. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri, Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík, fimmtudaginn 1. ágúst nk. kl. 14 e. h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 |9RARIK ■k. ^ RAFMAGNSVEmjR RlKISINS Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir að ráða 3 rafeinda- menntaða starfsmenn til starfa á rafeindadeild stofn- unarinnar. Deildarstjóri Starfið er fólgið ( stjórn rafeindadeildar, m. a. umsjón með áætlanagerö, hönnun, framkvæmdum og tækni- legum rekstri á fjargæslu- og fjarskiptakerfum auk um- sjónar með starfrækslu rafeindastofu deildarinnar. Hér er um mjög fjölbreytt og sjálfstætt starf að ræða sem krefst alhliða þekkingará rafeindabúnaði og tölvum og hugbúnaði almennt. Leitaðerað manni með próf (rafeindaverkfræði/-tækni- fræði eða með sambærilega menntun. Tæknimaður Starfið er aöallega fólgið ( áætlanagerð, hönnun og verkumsjón með framkvæmdum og tæknilegum rekstri á fjargæslukerfum. Starfið býður upp á fjöl- breytt og áhugaverð verkefni á sviði rafeinda- og hug- búnaðar. Leitaðerað manni með próf í rafeindaverkfræði/-tækni- fræði eða með sambærilega menntun. Rafeindavirki Starfið er fólgiö I viðgerðum og daglegum rekstri á ým- iss konar rafeindabúnaði og býður upp á fjölbreytt og áhugaverð verkefni. Leitað er að manni með sveinspróf I rafeindavirkjun, símvirkjun eða sambærileg réttindi. Laun eru skv. kjarasamningi við Rafiðnaðarsamband íslands. Upplýsingar um störfin veitir yfirverkfræðingur raf- magnsdeildar tæknisviðs RARIK í síma 91-17400. Umsóknum er greini menntun og fyrri störf ber að skila til starfsmannadeildar Rafmagnsveitna rikisins, fyrir 1. ágúst 1985. Rafmagnsveitur ríkisins, Laugavegur118, 105 Reykjavík.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.