Alþýðublaðið - 15.10.1985, Page 1

Alþýðublaðið - 15.10.1985, Page 1
Stórmarkaðir í Danmörku. Þriðjudagur 15. október 1985 196. tbl. 66. árg. Framfærslan hækkar enn — Framfærsluvísitalan komin í 2% fram úr viðmiðun kjarasamninga. Skófatnaður hækkaði um 10% milli mánaða Hagstofan hefur reiknað vísitölu framfærslukostnaðar miðað við verðlag í byrjun þessa mánaðar. Þessi vísitala reyndist nú komin upp í 152 stig í stað þeirra 149 sem ráð var fyrir gert þegar kjarasamning- arnir voru undirritaðir í júní. Þessi hækkun er 2,2% frá því í byrjun síðasta mánaðar og sam- Hafnarfjörður: Heimili fatlaðra Á laugardaginn var opnað nýtt heimili fyrir fatlaða að Klettahrauni 17 í Hafnarfirði. Það er Svæðisstjórn fyrir fatl- aða á Suðurnesjum sem stendur að þessu framtaki og er reiknað með að 7 fatlaðir muni að stað- aldri búa á heimilinu. Klettahraun 17 er um 300 fer- metra hús auk bílskúrs, byggt á tveimur hæðum. Á heimilinu verða 4 starfsmenn, en hinir fötluðu sem þarna búa þurfa mikillar þjónustu við. Þór Þór- arinsson, framkvæmdastjóri svæðisstjórnarinnar sagði í spjalli við Alþýðublaðið að reiknað væri með að íbúarnir nytu þjónustu annars staðar að degi til en starfsfólk heimilisins sæi um þá á kvöldin og nótt- unni. svarar það 30% verðbólgu á árs- grundvelli. Þetta gæti e. t. v. verið vísbending um það að verðbólgan sé á hægri leið niður á við því sið- ustu 12 mánuði hefur vísitalan hækkað um nærri 38% og verð- bólguþróun síðustu þriggja mán- aða bendir til rúmlega 36% verð- bólgu. Af einstökum útgjaldaliðum vísitölufjölskyldunnar hafa 'föt, einkum þó skórnir, hækkað mest. Fatnaðarliðurinn vegur 0,4% í heildarhækkuninni. Að örðu leyti orsakast hækkunin einkum af hækkunum á verði landbúnaðar- afurða og húsnæðis, svo og af auknum kostnaði við að eiga og reka bíl. Þessir liðir vega hver um sig 0,3% í hækkuninni. Hækkanir þeirra einstöku kostn- aðarliða, sem til samans mynda framfærsluvísitöluna, eru reyndar ákaflega misjafnar. Þannig virðast skór hafa hækkað í verði um rétt tæp 10% frá því í síðasta mánuði. Að sögn skósala sem Alþýðublaðið hafði samband við stafar þessi hækkun af hækkuðu verði Evrópu- gjaldmiðla að stórum hluta. Sami skósali sagði einnig að haustsend- ingarnar væru enn ekki farnar að koma í búðirnar nema að litlu leyti og mætti því jafnvel vænta þess að skófatnaður ætti eftir að hækka eitthvað til viðbótar. Allra mest hækkun einstakra kostnaðarliða varð þó á ýmissi þjónustu sem ekki er skilgreind sér- staklega í skýrslum. Þessi þjónusta hækkaði um tæp 14%! Hrikalegur aðbúnað- ur afgreiðslufólks VR: Astandið langt frá því að vera svona alvarlegt hér Sumar missa hreinlega minnið (blackout), sumar fara á taugum, margar hafa ekki orku í annaó en að fara beint í rúmið. Trúnaðar- menn hafast ekkert að vegna þrýst- ings vinnuveitenda, uppsagnir vofa almennt yfir. Afgreiðslufólk er oft kært fyrir þjófnað sem aðrir eiga sök á. Þetta eru lýsingar úr dönsku blaði á aðbúnaði afgreiðslustúlkna i stórmörkuðum Danmerkur. Sannarlega hrikalegar lýsingar og vaknaði upp sú spurning, hvernig aðbúnaður afgreiðslufólks verslana væri hér á landi. Eitthvað í líkingu við ástandið í Danmörku? „Mér er það ánægja að upplýsa að ástandið hér á landi er langt frá því að vera svona alvarlegtý sagði Elís Adolfsson hjá Verzlunar- mannafélagi Reykjavíkur í samtali við blaðið. „Okkur berast einstaka sinnum kvartanir, t.d. út af kulda og trekki, en þá er slíkt yfirleitt lag- að með hraði. Stórmarkaðirnir hér láta fólk yfirleitt skipta reglulega um verkefni, þannig að enginn er samfellt lengi t.d. við afgreiðslu- kassana. Við höfum fylgst nokkuð vel með þessu og höfum einstaka sinnum þurft að gera athugasemd- ir, en almennt held ég að vinnuveit- er.dur hafi skilning á því, að ef þeir Eftir nokkuð stöðugan fjölda dóma hjá Fíkniefnadómstólnum 1981—1984 hefur á þessu ári orðið talsverð fjölgun. Þrjú hin síðustu ár voru dómar um 250—260 á ári, en í byrjun októbermánaðar ■ ár voru dómarnir komnir upp í þennan fjölda, sem bendir til um þriðjungs aukningar. Þessar upplýsingar fékk Alþýðu- blaðið hjá Ásgeiri Friðjónssyni. Ásgeir sagði að sér virtist sem meiri áhersla væri nú lögð á að grípa inn í áður en efnin færu í um- bjóða fólki sínu upp á mikið álag og slæma vinnuaðstöðu, þá fær starfs- fólkið atvinnusjúkdóma, afköst ferð, en Arnar Jenson hjá Fíkni- efnalögreglunni sagði, að hún hefði haldið sínu striki hvað stærri fíkni- efnasala varðar, en auk þess lagt undanfarið aukna áherslu á „götu- lífið“ og haft eftirlitsmann á hinum ýmsu samkomustöðum, á Hlemmi, spilabúllunum og víðar. Þróunin undanfarið hefur verið sú að kannabisefnin halda sínu, amfetamínið er að ná sér á fastan grunn, LSD er að koma aftur og það er farið að örla á enn sterkari efnum. minnka og tilkostnaður eykst. Við segjum gjarnan að við eyðum hálfri ævinni á vinnustaðnum og því þarf fólki að líða vel þarý sagði Elís. Elis sagði enn fremur að mikið álag á vissum tímum hefði verið viðurkennt í hærri launum. VR berðist nú fyrst og fremst fyrir því að fá dagvinnulaunin upp. „Við fá- um ekki skilið hvers vegna ekki er hægt að hækka dagvinnulaunin, því þegar kemur að eftirvinnu- og næturvinnu virðast vera til nógir peningar. Þetta kemur ekki heim og saman við mína rökfræðiý sagði Elís. Grensásdeildin: Nýja sund- laugin vígð Nýja sundlaugin við Grensás- ! deild Borgarspítalans var form- ! lega tekin í notkun á föstudag- inn. Við það tækifæri var sér- I staklega minnst tveggja látinna stjórnmálamanna, þeirra i Magnúsar Kjartanssonar og Jó- ! hanns Hafstein, en þeir voru á j sínumtímaaðalhvatamennþess ! að laugin yrði byggð. Sundlaugin er 17 metra löng og 10 metra breið og mun hún bæta mjög aðstöðu til sjúkra- þjálfunar á staðnum, en fram að þessu hefur verið farið í sund einu sinni í viku með þá sjúkl- inga sem verið hafa ferðafærir. Til viðbótar Grensásdeildinni mun sundlaugin einnig þjóna öðrum deildum Borgarspítal- ans. Við laugina eru tvær setlaug- ar með innbyggðu vatnsnuddi og mismunandi hitastigi. Þá er einnig fullkomin búningsað- staða við laugina og í kjallara undir búningsherbergjunum er gert ráð fyrir göngudeild í sam- bandi við taugarannsóknir. Fíkniefnadómstóllinn: Þriðjungs fjölgun dóma Helgi Skúli Kjartansson: Ekki eitt, heldur allt! Uppstokkun Þorsteins í Thatcer-stíl Það vantar ekki Thatchertil- burðina hjá Sjálfstæðisflokknum þessa dagana, og það fer víst ekki á milli mála að uppstokkunin á ráðherraliði flokksins eigi að vera aðgerð í breskum íhaldsstíl, fyrsta tilraunin til að innleiða þá hefð hér á landi. Hvernig hefur nú Þor- steini tekist að feta í fótspor frú Thatcher? Að auglýsa foringjavaldið Þegar forsætisráðherra íhalds- flokksins breska stokkar upp ráðuneyti sitt á miðju kjörtímabili er hann (eða hún) m. a. að stað- festa og auglýsa vald sitt í flokkn- um og stjórninni, enda vita allir að forsætisráðherranum er full- komlega í sjálfsvald sett hvenær og hvernig hann stokkar upp. Slíkri auglýsingu var Þorsteini blessuðum víst engin vanþörf á, og hann reynir líka að gera sem mest úr valdasýningunni með þvi að skáka til hverjum einasta ráð- herra flokksins. Gallinn er bara sá, að hinn óralangi og hallæris- legi aðdragandi uppstokkunar- innar er löngu búinn að sýna að Þorsteinn ræður ekki yfir þing- flokknum eða ráðherraliðinu, þótt í þetta sinn væri samþykkt að leyfa honum að þykjast. Og með því að færa til alla ráðherrana er Þorsteinn í rauninni að sýna hve lítið vald hann þorir að taka sér til að gera upp á milli þeirra. Að endurnýja forustusveitina Uppstokkun ríkisstjórnar (eða skuggaráðuneytis ef flokkurinn er ekki við völd) gefur breskum íhaldsleiðtoga tækifæri til að lyfta nýjum mönnum til metorða í flokknum, bæði til að verðlauna þá sem vel hafa gert og til að kynna kjósendum með góðum fyrirvara þá nýju menn sem ætl- unin er að leiki áberandi hlutverk í næstu kosningabaráttu. í upp- stokkun Þorsteins Pálssonar er það aðeins einn maður sem hækkar í tign, nefnilega Þor- steinn Pálsson. Endurnýjunin á forustusveit flokksins er engin. Að sníða af kal- kvistina Til að rýma fyrir nýju mönnun- um verður breskur íhaldsleiðtogi að víkja til hliðar einhverjum af æðstu ráðherrunum, ýta þeim kannski upp í lávarðardeild eða gera þá hreinlega að óbreyttum þingmönnum. Þannig losar hann (hún) sig við óþægilega sam- starfsmenn. Þorsteinn hefur ýtt einum ráð- herra algerlega til hliðar, Geir Hallgrímssyni, en einungis af því að hann einn reyndist fús til að fórna sér. Annars hefði það ein- mitt verið Geir af öllum ráðherr- unum sem Þorsteinn hefði mátt trúa til heilinda í samstarfi, svo að líklega blóðsér hann eftir honum. í Bretlandi er líka litið svo á, að leiðtoginn sé að afneita ábyrgð á mistökum eða óvinsældum þeirra ráðherra sem reknir eru úr stjórn- inni, og jafnvel þeirra líka sem fluttir eru gegn vilja sínum í ann- að ráðuneyti ekki veglegra en hið fyrra. Hinir ráðherrarmr, sem sitja kyrrir eða hækka í tign, það eru verk þeirra sem stjórnin vill láta dæma sig fyrir. Hjá Þorsteini er það einkum Albert sem sett hefur ofan við ráðuneytisskiptin, Matthías Mat- hiesen að því leyti líka að hann telst mega missa sig í bili. En allir hinir eru líka færðir til án þess að hækka í tign, sem á breskan mæli- kvarða myndi tákna að Þorsteinn sé að firra sig ábyrgð á verkum þeirra hingað til. Nú situr Þorsteinn, ólíkt Framh. á bls. 2

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.