Alþýðublaðið - 26.11.1985, Page 2
2
-RITSTJÓRNARGREIN.-. ....................
Hugmyndir Alþýðuflokksins um kjara
þjoðhagsvisitolu
sáttmála og
Þær hugmyndir, sem að undanförnu hafa ver-
ið ræddar um einhverskonar kjarasáttmála
verkalýðshreyfingar og vinnuveitenda með að-
ild ríkisvaldsins, eru ekki nýjar af nálinni. Fyrir
Alþingiskosningar 1978 lögðu Alþýðuflokks-
menn fram hugmyndir af þessu tagi, og var höf-
undur þeirra Benedikt Gröndal, fyrrverandi for-
maður Alþýðuflokksins.
Um svipað leyti gerði Gyifi Þ. Gislason, fyrr-
um formaður flokksins grein fyrir hugmyndum
um svokallaða þjóðhagsvisitölu. Hans hug-
myndir voru þær, að reiknuð yrði út vísitala,
sem sýndi breytingar á þjóðartekjum á þriggja
mánaða fresti. Hann taidi slíka visitölu síst
óábyggilegri en visitölu framfærslukostnaðar.
Kauphækkanir, sem sigldu i kjölfar slíkrar
þjóðhagsvísitölu, gætu orðið grundvöllur
raunverulegrar kauphækkunar.
<r
I tillögum Benedikts Gröndal voru tilgreind
mörg grundvallaratriði, sem hægt væri að
byggjaákjarasáttmála. Rauði þráðurinn varsá,
að kjarabæturyrðu aldrei tryggðar með krónu-
töluhækkunum, nemaað baki þeim væru raun-
veruleg verðmæti. Samningar um skattkerfis-
breytingar og lagfæringar á almannatrygging-
um, gætu oft verið raunhæfari og vænlegri til
árangurs en hækkanir á kauptöxtum.
I þeim umræðum, sem þá urðu um kjarasátt-
mála, var meðal annars bent á eftirfarandi
dæmi: Ef verðhækkun verður á kaffi erlendis
hækkar verðlag hér innanlands. Kaupmáttur
þjóðarteknanna minnkar. Getur það orðið
traustur eða varanlegur grundvöllur kaup-
hækkunar innanlands? Ef oltuverð hækkar
erlendis, hækkarframfærslukostnaðurog visi-
tala framfærslukostnaðar. Getur kauphækkun
í reynd tryggt það, að kaupmáttur haldist
óbreyttur? Svörin við þessum spurningum
hljóta að verða nei.
Þetta eru skýr dæmi um það, hvernig erlend
áhrif geta gert samninga um krónuhækkanir
að engu. Ákvarðanir rikisstjórna um aðgerðir í
efnahagsmálum geta einnig gert samninga að
engu á örskömmum tima, eins og fjölmörg
dæmi sanna.
A hinn bóginn geta þær breytingar orðið, t.d.
i utanrikisverslun þjóðarinnar, að þjóðartekjur
aukist verulega. Má þar nefna fiskverðshækk-
anir. Núgildandi vísitölukerfi myndu ekki færa
launþegum neinar kjarabætur, þrátt fyrir veru-
lega aukningu þjóðartekna. — Það eru þvi
margir augljósir gallar á visitölukerfinu. Þann-
ig skilar það engu, að hækka allt kaupgjald
hlutfallslega, þegar kaupmáttur þjóðartekna
rýrnar vegna verðhækkana erlendis. Kerfið
skilar launþegum ekki heldur sjálfkrafa kaup-
hækkunum, þegar kaupmáttur þjóðartekn-
anna eykst.
Pað er því orðin brýn nauðsyn, að finna aðrar
leiðir við gerð kjarasamninga, Karl Steinar
Guðnason, varaformaður Verkamannasam-
bandsins hefur um langt skeið talað fyrir þess-
um hugmyndum, um leið og hann hefur krafist
aðgerðatil launajöfnunar í þjóðfélaginu. Hug-
myndir hans fengu góðar undirtektir á þingi
Verkamannasambandsins. Karl Steinar byggir
skoðanir sínar á þessum málum á niðurstöð-
um mikilla umræða, sem fram hafa farið i
Alþýðuflokknum á undanförnum árum um nýtt
fyrirkomulag kjarasamninga; kjarasáttmála,
sem t.d. yrði grundvallaður á nýrri þjóðhags-
vísitölu, breytingum á skattakerfi og almanna-
tryggingakerfi.
Þær hugmyndir, sem Þröstur Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri Dagsbrúnar reifaði fyrir
skömmu, eru þvl ekki nýjar af nálinni, en það er
af hinu góða, að hann skuli taka undir með
Alþýðuflokksmönnum í þessu mikilvæga
hagsmunamáli verkalýðshreyfingarinnar.
Hv'ert eftirtalinna atrfða telur öú brýnast
að fá fram tfl að bœta húsnœðfsAJör föJAs I dag?
CRa6i6 eftir mikilvœgi)
TILNEFNINGAR TILNEFNINGAR
'I 1 -3. SfETI T 1. SfETI
X X
Lœkkun vaxtakostnaAar 86,5 58,6
Hœkkun lána til nybygginga 22,8 5,6
Hœkkun lána til kaupa eldra húsn. 44,1 13,3
Lenging lánstima 55,1 7,5
Lœkkun útborgunar vi6 kaup b2,4 18,1
Aukinn skattafrádráttur 59,9 11,6
Styttri biAtíma eftir lánum 29,3 3,4
Hvað ffnnst Þér að œttf að ráða mestu vfð ákv'örðun
uppöceðar opfnöerra búsnæðf sJána? C Raáiai)
TILNEFNINGAR TILNEFNINGAR
T 1. SftTI X T 1-3. SfETIX
A. LAGLAUNAMENN FAI HÆRRI LAN 24,4 79,1
B. STffiRRI FJÖLSKYLDUR FAI HffiRRI LAN 19,1 83,7
C. ALLIR FAI SöMU LAN 7,9 23,7
D. HfERRI LAN TIL FYRSTU TBUÐARKAUPA 46,0 87,1
-
KJRARIK
■L N RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS
Útboð
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboð-
um í eftirfarandi:
RARIK—85014: Aflstrengir og ber koparvír.
Opnunardagur: Þriðjudagur 14. janúar 1986, kl.
14:00.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna
rikisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavik, fyrir opn-
unartíma og verða þau opnuð á sama stað að við-
stöddum þeim bjóðendum er þess óska.
Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagns-
veitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá
og með miðvikudegi 27. nóvember 1985 og kosta
kr. 200.- hvert eintak.
Reykjavík 25. nóvember 1985 RAFMAGNSVEIT-
UR RÍKISINS.
Húsnœði 1
hún býr í. Þegar spurt var um hvað
brýnast væri að leggja áherslu á í
húsnæðismálum landsmanna á
næstunni nefndu flestir aukna nýt-
ingu eldra húsnæðis og auknar ný-
byggingar í einkaeign. Það voru
einkum þeir sem leigja sem nefndu
byggingu búseturéttaríbúða.
Meðalhúsnæðiskostnaður eig-
enda á mánuði var 27.400 krónur,
þar orkukostnaður er með í mynd-
inni, en kostnaðurinn sjálfsagt vel
yfir 20 þúsund án hans. Greinileg
skil eru hvað húsnæðiskostnaðinn
varðar eftir því hversu lengi menn
hafa búið í húsnæðinu og má tala
um þáttaskil fyrir 5—6 árum, þann-
ig að kostnaðurinn er lægri hjá
þeim sem keyptu eða byggðu áður
en kom til almennrar verðtrygging-
ar lánskjara. Húsnæðiskosntaður-
inn er að sjálfsögðu mismikið hlut-
fall af tekjum; hjá fólki með fjöl-
skyldutekjur undir 40 þúsundum á
mánuði var húsnæðiskostnaðurinn
79—80% af tekjunum, en hjá fólki
með 80 þúsund eða meira var hús-
næðiskostnaðurinn kominn í 27%.
Hlutfallið var 60% hjá verkamönn-
um, en 44% hjá vinnuveitendum.
Almennur stuðningur við
skyldusparnaðinn kom fram; yfir
80% svarenda voru honum mjög
eða fremur hlynntir. 61.6% svar-
enda töldu mjög eða nokkuð rétt-
látt að skattleggja óvenju stórt
íbúðarhúsnæði sérstaklega til að
jafna húsnæðiskjör í framtíðinni.
Spurt var um afstöðu til þess hvort
æskilegt eða óæskilegt væri að hús-
næðislán hins opinbera, lífeyris-
sjóða og banka yrðu öll afgreidd í
gegnum einn húsnæðisbanka.
Greinileg óvissa kom fram varðandi
þetta hugtak og svöruðu 29% „veit
ekki“, 23% mjög eða fremuróæski-
legt en 47% mjög eða fremur æski-
legt. Um 57% töldu mjög eða frem-
ur óæskilegt að lán frá Húsnæðis-
stofnun verði aðeins veitt til fyrstu
húsnæðiskaupa, en um 27% töldu
þetta mjög eða fremur æskilegt.
Um 73% svarenda fannst mjög eða
fremur æskilegt að skerða lán frá
Húsnæðisstofnun til þeirra sem
byggja óvenjulega stórt. Um 60%
töldu mjög eða fremur æskilegt að
skattleggja verslunar- og skrif-
stofuhúsnæði sérstaklega til að fá
meira fé inn í húsnæðiskerfið. Nær
helmingur aðspurðra settu í fyrsta :
sæti „hærri lán til íbúðarkaupa“ 1
þegar spurt var um hvað ætti að
ráða mestu við ákvörðun upphæð-
ar opinberra húsnæðislána, en fáir
vildu að allir fengju sömu lán.
Þegar spurt var um hvort
greiðsluáætlanir afborgana hefðu
staðist hjá þeim sem svo átti við,
svöruðu rúmlega 60% að svo væri,
en um þriðjungur svaraði nei og þá
sérstaklega vegna óvenjulegrar þró-
unar verðlags, ónógra tekna eða Ié-
legra lánskjara.
Þegar valkostir voru gefnir um
hver væru brýnustu atriðin til að
bæta húsnæðiskjör fólks í dag
nefndu flestir í fyrsta sæti lækkun
vaxtakostnaðar eða 58.6%. Af öðr-
um atriðum sem oftast voru nefnd
í fyrsta til þriðja sæti voru aukinn
skattafrádráttur, lenging lánstíma
og lækkun útborgunar við kaup.
Loforð 1
stjórnarinnar voru komnar til
framkvæmda, en aðrar aðgerðir
hafa ekki litið dagsins ljós þrátt fyr-
ir þessi loforð. Þá segir í frétt
Áhugamannanna:
„í umræddu sjónvarpsviðtali
segir fjármálaráðherra enn fremur,
að það sé rangt hjá Áhugamönnum
um úrbætur í húsnæðismálum að
það fjármagn sem aflað var með
þessu frumvarpi hafi þyngt láns-
byrðar fólks. Hér skal á það bent að
á meðal þess sem ákveðið var til að
afla 700 millj. til húsnæðismála var
að hækka söluskatt. Það ætti hverj-
um manni að vera ljóst að hærri
söluskattur hefur í för með sér
hærra vöruverð, hærri vísitölu og
þar af leiðandi meiri hækkun lána
og aukna greiðslubyrði. Niðurstað-
an er sú að loforðin hafa verið svik-
in en fjáröflunin hefur þyngt
greiðslubyrðina".
Molar
Bakarar mótmæla vöru-
gjaldi
Landssamband bakarameistara
hélt félagsfund fyrir nokkrum
dögum. Þar var einróma sam-
þykkt ályktun gegn hugmyndum
um að taka upp 30% vörugjald á
framleiðsluverð brauða. í álykt-
uninni segir, að vörugjald sé í eðli
sínu afar órökræn skattheimta.
Þá orki tvímælis að skattleggja
hollustuvörur eins og brauð, þeg-
ar sérfræðingar séu sammála um,
að brauðmeti þurfi að vera stærri
þáttur í fæðu manna.
Bakarar segja, að með fyrir-
huguðu vörugjaldi sé afkomu fyr-
irtækja og starfsfólks í greininni
teflt í tvísýnu, en brauð- og köku-
gerð sé stærsta matvælagrein hér-
lendis, og veiti um 700 manns
fulla vinnu.
Jólafrímerki komin út
Jólafrímerki 1985 eru komin
út. Þau eru að þessu sinni verk
listamannsins Snorra Sveins
Friðrikssonar. Tákn myndanna er
veturinn — tími jólanna.
Listamaðurinn lýsir myndefn-
inu með þessum orðum:
„Vetrarmyndir íslands eru furðu-
myndir úr snjó.
Sólin kveikir ljós í snjókristöllum.
Snjókorn falla, mætast og mynda
form
á hvítum fjallatindum, vörðu á
heiðarbrún".
W