Alþýðublaðið - 21.02.1986, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.02.1986, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 21. febrúar 1986 RITSTJÓRNARGREIN- Hlutur kvenna í kjarasamningum I þeim kjarasamningum, sem nú standa yfir, er mjög brýnt að huga vandlega að launakjörum kvenna. Það er staðreynd, sem enginn neitar, að konur á vinnumarkaði bera mun minna úr býtum en karlar. Mikill meirihluti þeirra er í þeim hópi launþega, sem lægstu launin hafa. Konur vinna iðulega störf sem enginn karimað- ur fengist í. Margir vinnuveitendur Ifta á konur sem annars flokks vinnuafl. I fataverksmiðjum og ýmsum léttum iðnaöi starfa konur að miklum meirihluta. Verk- smiðjuvinnan er illa borguð og álag á vinnu- stað oft með því versta, sem þekkist hér á landi. í sjúkrahúsum landsins er yfirgnæfandi meirihluti starfsliðs konur. Þarvinnaþærí eld- húsum, við hverskonar ræstingu og yfirleitt eru þeim ætluð flest óþrifalegustu störf, sem til falla. H in svokallaða jafnlaunastefna er lítið annað en orðin tóm. Sömu laun fyrir sömu vinnu eru lögbundin, en þó fá karlar nær undantekninga- laust hærri laun. Þeir vinna nefnilega ekki störfin, sem konurnar verða að sætta sig við. Þeir njóta ýmissa hlunninda og yfirborgana, sem konum stendur alla jafna ekki til boða. Konurermikill meirihluti þess vinnuafls, sem er í hinum eiginlegu láglaunastörfum. Stað- reyndir tala sínu máli i þeim efnum. Konur eru hið eiginlega hreyfiafl fiskvinnslunnar í land- inu. Daglangt standa þær við snyrtingu og pökkun í frystihúsunum, og mjaka launum sín- um eitthvað uppá við með bónus, sem eykur vinnuálagið gifurlega og veröur að einhvers- konar þrældóms—vítahring. Pað eru konur, sem þrífa skóla landsins og skrifstofubyggingar, eftir að venjulegum vinnu- degi lýkur. í lakast launuðu störfunum í skrif- stofum og verslunum eru konur. Þær hamast á ritvélum og tölvuborðum prentsmiðja og þær gæta barna á dagheimilum og gæsluvöllum. Það eru konur, sem sitja við afgreiðsluborð stórmarkaðanna, gjaldkerastúkum bankanna, þar sem karlmenn sjást varla, nema ( stöðum yfirmanna. Það eru yfirieitt konur, sem stjórna símaborðum fyrirtækja og eru ritarar forstjór- anna. r Ohætt er að fullyrða, að ef þessi störf væru betur launuð, myndu karlmenn sækja í þau af meiri áhuga en raun ber vitni. Vinni karl og kona hlið við hlið að sama starfi, má nánast ganga að því vtsu, að karlmaðurinn nýtur ein- hverrar launauppbótar, sem konan ekki fær. Flestar þessara kvenna hafa hvergi nærri lok- ið vinnudegi, þegar hinum launaða dagvinnu- tíma lýkur. Þátaka heimilisstörfin við; matseld, þvottar, barnauppeldi, — húsfreyju og móður- hlutverkið. — Þó má fullyrða, að fá hiutverk kvenna á vinnumarkaði eru jafn erfið og það sem einhleypar mæður hafa fengið. Eða hver kannast ekki við ungu konuna í strætó, sem fyrir klukkan átta á morgnana keppist við að koma barni eða börnum til dagmömmu, svo hún geti mætt á réttum tíma í vinnuna. Kjör og aðstaða þessara kvenna eru með slíkum ólík- indum, að erfitt er að skiija hvernig þær náend- um saman, ef það á annað borð tekst. Sannleikurinn er sá, að kjör kvenna á íslensk- um vinnumarkaði eru til háborinnar skammar. Karlaveldið við samningaborðið verður að gefa máistað þeirra meiri gaum og veita kjörum þeirrameiri athygli en gert hefurverið. Jafnrétt- ishugsjónin er hljómið eitt á meðan hlutskipti íslenskra kvenna á vinnumarkaði er óbreytt. Bætt launakjör kvenna er í mörgum tilvikum spuming um einföld mannréttindi. Ekki bara eiga konur að standa jafnfætis körlum á þessu sviöi, heldur jafngilda bætt kjörþeirra bættum kjörum heimilanna í landinu. Ef menn gaum- gæfa stöðu launakvenna sjá þeir mikið mis- rétti, sem verður að leiðrétta. Þetta er ein af mikilvægustu kröfum kjarabaráttunnar. Arni 7 ég því, að það er eins og það sé að færast meira raunsæi í allar um- ræður um landbúnaðarmál. Það er ekki bara einstefnuakstur lengur. Menn eru farnir að átta sig á því, að það þarf að kanna þennan undir- stöðuatvinnuveg þjóðarinnar, og líta á hann eins og aðra undirstöðu atvinnuvegi og athuga hvernig við getum hagrætt, lagfært og sparað. Beinar greiðslur Beinar greiðslur til bænda fyrir afurðir hafa mikið verið til umræðu að undanförnu. Engri annarri stétt í þjóðfélaginu er gert að brenna hluta launa sinna á verðbólgubál- inu, og er þá átt við það hve seint bændum berst hluti af afurða- greiðslum. Leiðir til úrbóta hafa verið kannaðar, en þar virðast margir Þrándar í Götu. Aðalvand- inn er auðvitað sá, að afurðir berast á markað í miklu magni á ör- skömmum tíma, þ.e. i sláturtíð. Geymslukostnaður verður gífurleg- ur, og afurðalán bankanna full- nægja hvergi nærri þörfinni. Það er því erfitt að ná í það fjármagn, sem þarf til að greiða afurðir að fullu við slátrun. Hins vegar tel ég að slátrun gæti farið frarn oftar á ári en nú er. Þessi mál þarf öll að kanna mun betur en gert hefur verið. Milliliðakostnaður Við athugun á þessum mála- flokki hefur mér fundist milliliða- kostnaður frá bændum til neytenda vera ótrúlega hár, og að hvergi nærri hafi verið gert nægjanlegt átak í markaðsleit. Sláturkostnaður og nýting dýrra sláturhúsa er einnig mikið vandamál, og lítið verið gert til að Ieysa það. Til dæmis væri það vel þess virði að kanna hvort ekki jmætti nýta sláturhúsin til almennr- ar kjötvinnslu, m.a. til að vinna kjöt og sláturafurðir i neytendaum- búðir, bæði fyrir innlendan og er- lendan markað. Þar gæti landbún- aðurinn margt Iært af fiskvinnsl- unni og fyrirtækjum íslendinga í Bandaríkjunum. Þá vil ég enn leggja þunga áherslu á beitarstjórn í landinu. Alltof lengi hefur staðið á þvi, að fyrir hendi væru aðgengileg grunn- kort eða gróðurkort, sem eru algjör forsenda þess, að hægt sé að hefja skipulagða beitarstjórn og ítölu. Þetta er hagsmunamál allra lands- manna. Síðast en ekki síst vil ég árétta þá skoðun mína, sem oft hefur komið fram, að fátt er mikilvægara en að stuðla að skilningi og samvinnu dreifbýlis og þéttbýlis. Talsvert skilningsleysi hefur komið fram í ýmsum myndum á högum og kjör- um stétta. Kannski hefur þetta kristallast hvað best í umræðum að undanförnu um kjördæmamálin og um rétt þjóðarinnar til landsins. En það er þjóðinni lífsnauðsynlegt, að friður ríki á milli íbúa borga og bæja annars vegar og sveitanna hins vegar. Alþýðuflokkurinn 70 ára Alþýðuflokkurinn minnist 70 ára afmælis síns með hátíðarsamkom- um að Hótel Sögu sunnudaginn 16. mars næstkomandi. — Síðdegis þennan dag er boðað til hátíðar- fundar með vandaðri dagskrá. Um kvöldið verður síðan samkoma og dansleikur. Dagskrá hátíðarfundarins verður á þessa leið: Kl. 13:30 Lúðrasveit verkalýðsins leikur. Kl. 14:00 Hátíðarfundurinn settur: Mörg prestsembætti auglýst laus—2 ný Biskup íslands hefur auglýst 10 prestsembætti laus til umsóknar og er umsóknarfrestur til 25. mars n.k. Þau eru: Ný embætti: 1. Staða sjúkrahúsprests þjóð- kirkjunnar. 2. Seltjarnarnesprestakall í Reykjavíkurprófastsdæmi, (Sel- tjarnarnessókn). Óveitt prestaköll 1. Sauðlauksdalur í Barðastrand- arprófastsdæmi, (Sauðlauks- dals-í Saurbæjar-, Brjánslækjar-, Haga- og Breiðuvíkursóknir). 2. Bíldudalur í Barðastrandar- prófastsdæmi, (Bíldudals- og Selárdalssóknir). 3. Staður í ísafjarðarprófasts- dæmi, (Staðarsókn). 4. Hólmavík í Húnavatnsprófasts- dæmi, (Kaldrananess-, Drangs- FÓLKÁFERÐ! Þegar fjölskyldan ferðast er mikilvægt að hver sé á sínum stað með beltið spennt. J MÍUMFERÐAR 1ÍRÁÐ J ness-; Staðar-, Hólmavíkur- og Kollafjarðarnessóknir). 5. Bólstaðarhlíð í Húnavatns- prófastsdæmi, (Bólstaðarhlíð- ar-; Bergsstaða-; Auðkúlu^ Svína- vatns- og Holtastaðasóknir). 6. Hólar í Skagafjarðarprófasts- dæmi, (Hóla-, Viðvíkur- og Ríp- ursóknir). 7. Laugaland í Eyjafjarðar- prófastsdæmi, (Munkaþverár-; Kaupangs-, Grundar-, Möðru- valla-, Saurbæjar- og Hólasókn- ir). 8. Raufarhöfn í Þingeyjarprófasts- dæmi, (Raufarhafnarsókn). Hin nýju embætti voru samþykkt af Alþingi við síðustu fjárlagagerð. Hin óveittu prestaköll hafa sum ver- ið prestslaus um nokkurt skeið en þjónað af nágrannaprestum. Önn- ur eru laus þar sem þjónandi prest- ar hafa fengið lausn, t.d. vegna ald- urs eins og sr. Bjartmar Kristjáns- son á Laugalandi eða skipunar í annað prestakall, svo sem sr. Dalla Þórðardóttir á Bíldudal, sem er að taka við Miklabæjarprestakalli. Þá er tveimur hinna óveittu prestakalla þjónað af settum prestum, þeim sr. Baldri Rafni Sigurðssyni á Hólma- vík og sr. Bjarna Th. Rögnvaldssyni á Raufarhöfn. Nýlega er útrunninn umsóknar- frestur um Reykhólaprestakall í Barðastrandarprófastsdæmi, um- sækjandi er einn, sr. Bragi Benediktsson félagsmálastjóri í Hafnarfirði. Jóhanna Sigurðardóttir, varafor- maður Alþýðuflokksins. Kl. 14:10 Kristinn Sigmundsson, óperusöngvari syngur við undirleik Jónasar Ingimundarsonar. Kl. 14:30 Ávörp erlendra gesta. KI. 14:45 „Úr 70 ára sögu Alþýðu- flokksins" Leikarar flytja sam- fellda dagskrá. KI. 15:05 Félagar úr Islensku hljómsveitinni leika. Kl. 15:25 Bergþóra Árnadóttir syngur. Kl. 15:45 Ávarp: Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðu- flokksins. Kl. 16:00 Átta Fóstbræður syngja og stjórna fjöldasöng. Kynnir: Gunnar Eyjólfsson. Dagskrá kvöldsamkomu verður á þessa leið: Kl. 19:30 Sameiginlegur kvöld- verður. Haukur Morthens skemmtir matar- gestum. Laddi flytur sína vinsælu dagskrá. Hljómsveit Magnúsar Kjartansson- ar leikur fyrir dansi. Veislustjóri: Birna Eyjólfsdóttir. Á matseðli verður skelfisksúpa, marinerað lambalæri og afmælis- eftirréttur. Almennar upplýsingar: Kaffiveit- ingar á hátíðarfundinum kosta 200 krónur fyrir manninn. Verð að- göngumiða á kvöldsamkomuna er 1.650 krónur fyrir manninn. Vinsamlega tilkynnið þátttöku í kvöldsamkomu til skrifstofu Al- þýðuflokksins klukkan 13—17 dag- lega í síma 29244. Þar eru jafnframt veittar allar nánari upplýsingar um afmælishátíðina. Norræna húsið Keisarinn Á morgun, laugardag, verður sænska myndin Keisarinn (Kejsar- en) sýnd í Norræna húsinu. Myndin er frá árinu 1979, gerð af Gösta Hagelbáck, eftir sögu Birgittu Trotzig „Sjukdommen“ og lýsir líf- inu í litlu þorpi á Skáni á kreppuár- unum. Sýningin hefst kl. 14.30 Þá hefur sýningin Tónlist á Norðurlöndum verið framlengd um eina viku, en henni átti annars að Ijúka nú um helgina. Á sýningu þessari má sjá ýmislegt fróðlegt, sem tengist tónlistarsögu íslands. FÉLAGSSTARF Alþýðuflokksfélögin Akureyri hafa ákveðið að viðhafa opið prófkjör um 2 efstu sætin á framboðslista flokksins til bæjarstjórnarkosning- annaf vor. Kjörgengirtil prófkjörs eru allirflokksbundn- ir Alþýðuflokksmenn sem lögheimili eigaáAkureyri og náð hafa 18 ára aldri á kjördegi bæjarstjórnarkosning- anna. Framboðsfrestur er til laugardagsins 22. febrúar kl. 20. Framboðum ásamt meðmælum 11 flokksbundinna Al- þýðuflokksmanna skal skila á skrifstofu flokksins að Strandgötu 9. Skrifstofaflokksins eropin allavirkadagafrákl. 15—19 og laugardaginn 22. febrúar frá kl. 15—20. Rétt tii þátt- töku í prófkjörinu hafa allir sem lögheimili eiga á Akur- eyri, náð hafa 18 ára aldri fyrir árslok 1986 og eru ekki flokksbundnir I öðrum stjórnmálaflokkum. Dagsetning prófkjörsins og kjörstaður svo og fyrir- komulag atkvæðagreiðslu utan kjörfundar verður aug- lýst rækilega innan skamms.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.