Alþýðublaðið - 21.02.1986, Page 3

Alþýðublaðið - 21.02.1986, Page 3
Föstudagur 21. febrúar 1986 3 KOSSAR Kossinn hefur án efa fylgt mann- kyninu allt frá forsögulegum tíma og til atómaldar, en þó er ekki auð- hlaupið að því að fræðast til hlítar um þennan þátt mannlegrar hegð- unar. Það er hægt að leika sér að hugmyndinni um það hvernig og við hvaða tækifæri þessi athöfn var framkvæmd á tíma Neanderthals- mannsins; hvort því fylgdu til dæm- is sérstök hljóð eða tilburðir, en allt verða það tómar getgátur. Það krefst ýtarlegra, menningarsögu- legra rannsókna að fá um þetta nokkra haldbæra vitneskju. En svo undarlegt sem það er, þá hafa mannfræðingar, sem annars eru sérlega áhugasamir um táknmál líkamans og merkingarberandi til- burði, sama og ekkert fjallað um þá sérstöku tegund snertingar. Atferlissálfræðin hefur heldur ekki tekið þetta hátterni til sérstakr- ar athugunar og heldur ekki aðrar stefnur innan sálfræðinnar. Jafnvel Margaret Mead, sem hefur fjallað ýtarlega um líkamlega snertingu og rutt burt ýmsum fordómum í því sambandi, nefnir ekki kossa. Aftur á móti fjallar hún ýtarlega um sið- venjur sem hefta frjálsa tjáningu, ekki síst í samskiptum kynjanna og hvernig slíkar hömlur geta hindrað eðlilega þróun persónuleikans. Hún fjallar um sjálfsímynd út frá kynferði og kynferðislegan þroska. — En kossar ekki orð um þá. Bók Elaine Morgan „Hvaðan kom konan“, sem á sínum tíma vakti mikla athygli og fjallar m.a. um tilfinningatjáningu milli kynj- anna tekur þetta efni heldur ekki til meðferðar, hvorki beint né óbeint. Náttúrufræðingurinn Desmond Morris sem er þekktur fyrir að koma fram með sennilega tilgátu um „prímata" sem millistig milli apa og manns veitti því ekki athygli að apar kyssa hver annan. Og sam- bærileg vinahót annarra dýra hafa heldur ekki verið rannsökuð. Hin síðari árin hefur hver kenn- ingin rekið aðra um náið, mannlegt samneyti, ekki síst náin samskipti kynjanna, en engum hefur þótt það ómaksins vert að rannsaka kossa, sem hafa þó táknmerkingu á ótelj- andi vegu. Svo fjölbreyttur er tilgangur og margþætt merking þessarar athafn- ar að það eitt gerir hana að verðugu rannsóknarefni. Kossinn er hvort tveggja í senn, tjáningarmáti bund- inn persónu hvers einstaklings og menningarlegt fyrirbæri sem getur táknað hina ólíkustu hluti, allt frá merkingarlitlum siðvenjum og upp í ýmsar töfrakúnstir. Sums staðar er það ævaforn sið- ur að kyssa fræ, sem er væntanlega einhvers konar frjósemisathöfn, en í ritum sálfræðinga, t.d. hjá Freud mætti ætla að kossinn væri „tabú“. Þótt erótíska hliðin sé látin liggja milli hluta, er kossinn jafnan tákn um nærveru eða nálægð einstakl- ingsins og jafnframt merki um til- vist hans yfirleitt; að hann sé lifandi og móttækilegur fyrir áhrifum um- hverfisins. Menn kyssa það sem veldur viðkvæmni — eða hrifn- ingu, eða einfaldlega í kveðjuskyni. hvernig sem það ber að er tilgangur- inn ávallt sá að láta vita af nærveru sinni eða koma einhverjum boðum til skila án orða. Að tjá sjálfan sig. Einhver kynni að segja að of mikið væri úr þessu gert. Að það sé óþarfi að gera svo algengan sið að heimspekilegu viðfangsefni og að vel megi komast af án þess að vera síkyssandi til hægri og vinstri. En málið er ekki alveg svo einfalt. Kossar hafa merkingu. Sú var tíð að kossar voru notaðir til að innsigla einhvers konar sam- komulag. Þá var kossinn bindandi athöfn. Þá mun það ekki vera óal- gengt að kossar séu notaðir sem tæki til að fá vilja sínum framgengt eða koma sér í mjúkinn hjá annarri manneskju. Þá er kossinn notaður sem vopn. Einnig er það algengt minni að koss brennimerki menn dauðanum. Júdasarkoss er þekktasta dæmið um það. Kossar hafa löngum verið til marks um virðingu eða undirgefni. í kaþólskum sið tíðkast það að kyssa á biskupshring og trúræknir kaþólíkar sem heimsækja Vatíkan- ið kyssa á tær St. Péturs. Samskon- ar virðingarvott hafa veraldlegir höfðingjar fengið í gegnum tíðina frá undirsátum sínum og ekki er útilokað að enn kyssi menn á hönd fagurrar konu til að votta henni að- dáun sína. í Rússlandi er það siður að menn kyssast á báðar kinnar. Það er vott- ur um vináttu, sem hefur ekkert Það getur borgað sig að hringja fyrst og spyrja um verð, áður en þú ferð með heimilistæki í viðgerð. Verðmunurinn á þessari þjónustu er nefnilega allt að 70% á höfuð- borgarsvæðinu. Þetta kom fram í niðurstöðum verðkönnunar sem Verðlagsstofnun framkvæmdi nú nýverið. Tilgangurinn með birtingu könn- unarinnar er að vekja athygli á því að verðlagning hjá viðgerðarverk- stæðum er mjög misjöfn. Má sem dæmi nefna eftirfarandi: — Viðgerð á heimilistæki sem tekur eina klukkustund og er unnin á verkstæði getur kost- að frá kr. 400 til kr. 678 á höf- uðborgarsvæðinu (um 70% verðmunur). Á Akureyri kostar slík viðgerð 440 til 623 tákngildi umfram venjulegt hand- tak. I vestrænum ríkjum er þessi siður að mestu aflagður og handa- band komið í staðinn, en jafnvel sú snerting er á undanhaldi. Menn vilja halda öðru fólki í hæfilegri fjarlægð. Raunar hafa sumar fjöl- skyldur þann sið að kyssast í hvert skipti sem fjölskylduboð er haldið, en slíkt kossafár er að jafnaði ekki mjög innihaldsríkt. Menning okkar hefur þróast á þann veg að kossar standa nú fyrst og fremst sem tákn um náin sam- skipti kynjanna. Að öðru leyti kær- ir fólk sig ekki um að opinbera fyrir öðrum sinn innri mann. kr. og á Neskaupstað 406 til 521 kr. svo dæmi séu tekin. — Viðgerð á heimilistæki sem unnin er heima hjá þeim sem á tækið og tekur allt að einni klukkustund kostar á höfuð- borgarsvæðinu frá kr. 548 til kr. 1.180 en frá kr. 768 til kr. 1.255 ef Iágmarks aksturs- gjaldi er bætt við (63% verð- munur). Á Akureyri er verð á sambærilegri þjónustu 763 til 1.202 kr. og á Neskaupsstað 521 til 1.143 kr. — Viðgerð á t.d. sjónvarps- og myndbandatækjum sem tek- ur eina klukkustund á verk- stæði á höfuðborgarsvæðinu kostar frá kr. 590 til kr. 766 (30% verðmunur). Utan höf- Viðgerð á verkstæði sem tekur eina klst., samtals verð Fálkinn, Suðurlandsbraut. 8, R. 590.00 Friðrik Jónsson, Skipholti 7, R. 684.001* GunnarÁsgeirsson, Suðurlandsbraut 16, R. 750.001) Heimilistæki, Sætúni 8, R. 765.001) Hljómbær, Hverfisgötu 103, R. 621.00 Hljómvirkinn, Höfðatúni 2, R. 730.001) Miðbæjarradíó, Hverfisgötu 18, R. 766.00,) Radíó og sjónvarpsverkst., Laugavegi 147, R. 637.501* Radíóbúðin, Skipholti 19, R. 684.001) Radíóbær, Ármúla 38, R. 600.00 Radíóhúsið, Hverfisgötu 98, R. 615.00 Radíóstofan, Skipholti 27, R. 708.75 Radíóþjón. Bjarna, Síðumúla 17, R. 621.00 Radíóþjón. Stefáns, Laugavegi 89, R. 630.00 Rafmagnsverkst. Sambandsins, Ármúla3, R. 685.00 Sónn, Einholti 2, R. 665.001)2) Tónborg, Hamraborg 7, Kóp. 712.50 ÍSAFJÖRÐUR Póllinn, Aðalstræti 9 594.151) Sería, Aðalstræti 27 599.50 SAUÐÁRKRÓKUR Kaupfélag Skagfirðinga, Aðalgötu 16 501.25 AKUREYRI Akurvík, Glerárgötu 20 765.001) Hljómver, Glerárgötu 32 680.001) Radíóvinnustofan, Kaupangi 678.75 NESKAUPSTAÐUR Ennco, Nesgötu 7 722.501) ESKIFJÖRÐUR Radíóvinnust. Odds, Strandgötu 15 545.00 ATHUGASEMDIR: 1) Uppgefið verð miðast við viðgerðir á sjónvarps- og myndbandstækjum. Viðgerðir á útvarpstækjum og einfaldari tækjum eru ódýrari. 2) Þjónustugjald að upphæð 25 kr. er lagt á hvern reikning og er innifalið í þessari upphæð. Ekki sama hver gerir við tækið Kossinn gefur til kynna nálægð og afhjúpar persónuleika einstaklingsins. uðborgarsvæðisins er verð- dreifing minni. Flest verkstæðin sem könnuð voru eru með s.k. mælagjald inni- falið í verði sínu auk útseldrar vinnu og mörg þeirra innheimta sérstakt þjónustugjald fyrir hvern reikning. Viðgerð á tækjum getur tekið mislangan tíma eftir því hver annast hana auk þess sem hún er misjafn- lega af hendi leyst. Einingarverð á viðgerð gefur því aðeins vísbend- ingu um heildarverð hennar en þess má geta að skv. lauslegri athugun þá taka margar viðgerðir á þeim tækjum sem hér er fjallað um minna en tvær klst. Rétt er að benda á það að mörg verkstæði gera aðeins við tilgreind- ar tegundir tækja þannig að eigend- ur tækja hafa í raun ekki frjálst val um það hvar þeir fá viðgerðarþjón- ustu. Því er það ekki óráðlegt þegar kaup á tæki eru ákveðin að gera verðsamanburð á viðgerðarþjón- ustu. Neytendur eru hvattir til þess að afla sér upplýsinga um verð á við- gerð áður en hún er unnin. Þeir sem hug hafa á því að kynna sér betur verðkönnunina á við- gerðaþjónustu heimilistækja, sjón- varps- og myndbandstækja sem hér hefur verið getið um, geta fengið Verðkynningu Verðlagsstofnunar sér að kostnaðarlausu. Liggur blað- ið frammi á skrifstofu stofnunar- innar og hjá fulltrúum hennar utan Reykjavíkur. Símanúmer Verðlags- stofnunar er 91—27422. Hafnarfjörður: Skært lúðrar hljóma Laugardaginn 22. febrúar n.k., heldur Lúðrasveit Hafnarfjarðar sína árlegu tónleika. Tónleikarnir verða í Iþróttahúsinu við Strand- götu og hefjast kl. 15.00. Að vanda er efnisskráin mjög fjölbreytt. Léttur blús, kvikmynda- tónlist, nútíma lúðrasveitarlög og þyngri verk, að ógleymdum hefð- bundnum mörsum. Sveitin hefur æft mjög vel undir þessa tónleika, og var m.a. í Ölfus- borgum við æfingar um síðustu helgi. Stjórnandi Lúðrasveitar Hafnar- fjarðar er Hans Ploder, og formað- ur hennar er Lárus S. Guðjónsson.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.