Alþýðublaðið - 21.02.1986, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 21.02.1986, Qupperneq 7
Föstudagur 21. febrúar 1986 7 Hins vegar hef ég stundum verið að gæla við þá hugmynd, hvort það væri ekki tilraunarinnar virði, að reyna t.d. um tveggja til þriggja ára skeið, að nota einhvern hluta af út- flutningsuppbótunum, sem greidd- ar eru með landbúnaðarafurðum, til þess að gera stórkostlegt átak í sölumálum landbúnaðarins. Ég held nefnilega að með því að gera betur úr garði þær afurðir, sem við seljum og á ég þá bæði við kjöt, osta og jafnvel smjör, með því að búa um þetta í glæsilegri umbúðir, ganga betur frá því til neyzlu á er- lendirm markaði, þá ættum við að geta fundið fyrir þennan varning meiri markað en nú er. Hver eru markmiðin? Ég vil ræða nánar um útflutn- ingsbæturnar. Það má segja, að lögin frá 1959 banni jöfnuð á halla útflutnings með verðhækkun á inn- anlandsmarkaði. Hallinn á útflutn- ingi landbúnaðarafurða hefur því ekki verið jafnaður með beinum hætti af neytendum. Lögin um verðábyrgð ríkissjóðs vegna útflutnings landbúnaðaraf- urða hafa einungis af mjög tak- mörkuðu leyti náð tilgangi sínum. Þau, að mínu mati, hvorki tryggja hagsmuni neytenda né framleið- enda og hafa beinlínis stuðlað að óhagkvæmri framleiðslu. Það ófremdarástand sem ríkti í fram- leiðslu- og verðlagsmálum land- búnaðarins, kallaði því á aðgerðir til framleiðsluhömlunar, sem loks var gripið til árið 1979. Ef við frá þessu hlaupum yfir til þeirra mark- miða, sem ég tel að við ættum að hafa fyrir augum til næstu alda- móta í tengslum við þær tölur, sem ég gat um í mannaflaspá orkuspár- nefndar, þá vil ég nefna þessi mark- mið: Stefnunni í landbúnaðarmál- um verði hagað með tilliti til fjög- urra meginmarkmiða: 1. Framleiðendum búvöru verði tryggð afkoma, sem er sambæri- leg við afkomu verkafólks og iðnaðarmanna. 2. Landsmönnum verði tryggð stöðugt framboð landbúnaðar- afurða, með sem lægstum til- kostnaði og án þess að langtíma hagsmunum og öryggi sé stefnt í hættu. 3. Byggð verði í meginatriðum haldið í sveitum Iandsins í líkum mæli og nú gerist. 4. Landnýtingu verði stillt í hóf þannig að ekki verði of nálægt landinu gengið. Réttur lands- manna til útivistar og samskipta við náttúru landsins verði viður- kenndur. Erlendur markaður Út frá almennu réttlætis- og jafn- aðarsjónarmiði, verður að teljast sjálfsagt, að framleiðendur búvöru njóti í heild afkomu, sem sambæri- leg er við afkomu annarra helztu starfsstétta í þjóðfélaginu. í þessu tilliti er beinn tekjusam- anburður að sjálfsögðu ekki ein- hlítur mælikvarði á lífskjör, þar sem kemur ýmislegt mat aðstæðna og aðstöðu einnig til álita. Ekki sýnist líklegt, að á næstu árum eða áratugum, verði unnt að afla hag- stæðra markaða fyrir íslenzkar bú- vörur á erlendum mörkuðum, nema til komi mjög umtalsvert átak í sölumálum og markaðsöflun. Engar líkur eru til þess, að unnt verði að bæta afkomu framleið- enda búvöru, ef áfram væri í veru- legum mæli treyst á erlendan mark- að. Saindráttur í framleiðslu er því nauðsynlegur að því marki, að bú- vöruframleiðslan miðist einungis við þarfir innanlandsmarkaðar. Þarfir innanlandsmarkaðar eru að sjálfsögðu afstæðar og þær eru einnig breytilegar. Hér verður eink- um að hafa í huga verð vörunnar á innanlandsmarkaði, kaupmátt neytenda og Ioks hagsmuni iðn- greina, sem byggja á aðföngum frá landbúnaði. Nyting innlends iðn- aðar til framleiðslu á ullar- og skinnavörum, hefur lengi verið slæm, þar sem lítil áherzla hefur verið lögð á fullvinnslu afurða, en meira á magn. Ýmislegt bendir til þess, að sam- dráttur í framleiðslu ullar og skinna þurfi alls ekki að þýða fækkun at- vinnutækifæra í þessum úrvinnslu- greinum. Ef aukin áherzla væri lögð á að vinna afurðir betur en nú er gert. Kvótakerfið Þær aðferðir til framleiðslu- hömlunar, sem gripið var til árið 1979, voru tvíþættar. Annars vegar var heimilað að ákveða mismun- andi verð á búvöru til framleið- enda, þ.e. kvótakerfi, en hins vegar var lagt gjald á innflutt kjarnfóður. Kvótakerfið er í grundvallaratrið- um að mínu mati rangt. Það felur í sér vísbendingar um að mannafli í landbúnaði skuli vera óbreyttur. Afleiðing þessarar stefnu getur ekki orðið önnur en sú, að kostnað- ur á hverja framleidda einingu hækkar og framleiðnin minnkar. Kjarnfóðurgjaldið er allt annars eðlis og hefur sannast á síðustu ár- um, sem áður var reyndar vitað, að verð kjarnfóðurbætis hefur afger- andi áhrif á magn mjólkurfram- leiðslu. Ljóst er þó, að enn má draga nokkuð úr mjólkurfram- leiðslu, einkum ef unnt verður að jafna mjólkurframleiðsluna. Það virðist augljóst, að hag- kvæmt muni reynast að greiða sér- stakar verðbætur á mjólk þá mán- uði sem framleiðslan er minnst. Al- mennt verður að álíta, að kjarnfóð- urgjaldið eitt verði til þess, að stýra mjólkurframleiðslunni á þann veg, að hún falli vel að þörfum lands- manna. Samdráttur á sviði sauðfjárfram- leiðslu er mun erfiðari en á sviði nautgripaframleiðslu. Á undan- förnum árum hefur framleiðsla kindakjöts á stundum farið 50% fram úr innanlandsneyzlu. Ef miða ætti framleiðsluna í einu vetfangi að þörfum innanlandsneyzlu, þyrfti því að draga framleiðsluna saman um nálægt þriðjung. Slíkur samdráttur mundi valda þeim byggðum landsins, sem þegar standa höllustum fæti miklu tjóni. Aðlögun framleiðslu sauðfjáraf- urða að þörfum landsmanna hlýtur að verða að eiga sér stað á allmörg- um árum. Það þarf að skapa að stæður fyrir samdrátt í framleiðslu sauðfjárafurða. Þessar aðstæður verða því aðeins til staðar að mark- visst verði unnið að fjölgun at- vinnutækifæra í sveitum landsins. Hér þarf að mínu mati að leggja megináherzlu á eftirfarandi: 1. Stuðning við nýjar búgreinar. Hér má nefna loðdýrarækt, fiskirækt í ám og vötnum og ræktun jarðávaxta. 2. Eflingu skógræktar. 3. Stuðning við ferðaþjónustu. 4. Eflingu smáiðnaðar í sveitum. Aðlögunartímabil Samhliða aðgerðum af þessu tagi, þarf að vinna að því, að ullar- og skinnaiðnaður lagi sig að fram- leiðslusamdrætti með aukinni vinnslu afurða. Á alllöngu aðlög- unartímabiii, t.d. 4—8 árum, kæmi til greina, að ákveða flöt skerðing- armörk kvótakerfis, þannig að t.d. væri um verðskerðingu að ræða á 5% afurða allra framleiðenda sauð- fjárafurða. Það sem hér hefur verið rakið, miðar allt að því að fyrsttalda markmiði landbúnaðarstefnunnar verði náð. Þessar aðgerðir eru einn- ig forsenda þess, að neytendum sé tryggt stöðugt framboð afurða á sem hagkvæmustu verði. Það er ljóst, að landbúnaður hef- ur notið verulegrar sérstöðu meðal atvinnuvega Iandsmanna og er þar mjög samsíða sjávarútvegi. Þar hljóta hagkvæmnissjónarmið að víkja nokkuð fyrir öryggis- og at- vinnusjónarmiðum. Eyþjóð á borð við íslendinga verður að gæta þess, að vera ævinlega sjálfbjarga um brýnustu nauðsynjar í mat, hvað sem aðflutningum til landsins kann að Iíða. Þetta grundvallarsjónar- mið ásamt með markvissri fjölgun atvinnutækifæra til sveita er enn fremur ætlað að tryggja, að þriðja meginmarkmið landbúnaðarstefn- unnar verði haldið í sveitum lands- ins. Fækkun býla Það er þó fullkomlega ljóst, að við náum ekki þeim efnahagslega ávinningi, sem við viljum ná með breyttri landbúnaðarstefnu nema að nokkur fækkun býla eigi sér stað. Hér er ekki um það að ræða að leggja niður búskap í einhverjum tilteknum byggðarlögum, heldur felst í þessu að þeir framleiðendur, sem rýrasta afkomu hafa og þeir eru dreifðir um land allt, dragi sam- an framleiðslu sína eða hætti henni, en verði gefin ný tækifæri til bættr- ar afkomu í heimabyggðum. Nokkur atriði Ég ætlaði að geta hér að lokum, nokkurra atriða, sem ég tel að verði að taka fullt tillit til, þegar menn vilja ræða í alvöru stefnuna í land- búnaðarmálum. Ég held að karp- umræður af því tagi, sem hafa átt sér stað hér í þinginu undanfarin ár, þjóni nákvæmlega engum tilgangi fyrir landbúnaðinn. í fyrsta lagi vil ég segja það, að það er grundvallaratriði fyrir lýð- frjálsa þjóð, að hún haldi uppi þeirri matvælaframleiðslu sem hún getur. Og eins og ég sagði í upphafi ræðu minnar, þá er það auðvitað hörmulegt, þegar á það mál er litið, að það skuli þurfa með „þvingun- araðgerðum" að draga úr matvæla- framleiðslu. Það er auðvitað skelfi- legt í sveltandi heimi að það skuli þurfa að gera. Og ég endurtek það, að ég held að það væri ekki vitlaus- ara en hvað annað, að nota hluta út- flutningsbóta, t.d. 10—15%, jafn- vel 20% af þeim til þess að setja það fjármagn beint inn í markaðsöfiun fyrir íslenzkan landbúnað næstu árin. Og ég er nánast sannfærður um að út úr því, ef vel væri að mál- um staðið hér heima, gæti komið umtalsverður árangur. Þá vil ég nefna, að ég vil að það verði stöðvuð sú arðlausa fjárfest- ing, sem hefur átt sér stað i land- búnaði. Þegar ég segi það og tala um arðlausa fjárfestingu, þá á ég við það, að það eru allt of mörg bú í þessu landi, sem eru rekin án þess að nokkur arður sé af því starfi, sem þar er unnið og það auðvitað gengur ekki. Við vitum það allir. Arðlaus fjárfesting á íslandi und- anfarin ár, hefur komið okkur inn á kreppuskeið, sem við eigum eftir að líða fyrir næstu árin. Ég er í þriðja lagi þeirrar skoðun- ar, að við höfum gert allt of lítið af því, að haga búskap og búskapar- háttum eftir landsháttum. Ég er al- farið þeirrar skoðunar, að við eig- um með einhverjum ráðum, og það ætti nú að vera unnt, þegar gróður- kortagerð lýkur, að vera með sauðfé þar sem bezt er að vera með sauðfé, þar sem það er afurðaríkast, þar sem haglendi er bezt, þar sem af- réttir eru beztir og jafnvel þar sem heimahagar eru beztir, vegna þess, að ég er þeirrar skoðunar jafn- framt, að við þurfum að efla mjög og bæta beit í heimahögum í stað þessa afréttarrekstrar, sem ákveðin rómantík hvílir yfir og menn kannske gera meira af rómantísk- um ástæðum, heldur en hag- kvæmni, Sem sagt; Það verði und- inn bráður bugur að því að við skiptum landinu hreinlega eftir því hvar hagkvæmast er að reka hverja búskapargrein, kúabúskap, jafnvel nautgripabúskap sérstaklega og fjárbúskap. í þessu sambandi dettur mér í hug að skjóta þvi að hæstvirtum landbúnaðarráðherra, að eitt mesta þarfaverk sem hér yrði unnið á næstu árum, væri að fækka hrossa- stofni landsmanna, því að ofbeit af völdum hrossa í þessu landi er stór- kostlegt vandamál og bitnar á bændum m.a. Ég vil taka undir það að auðvitað ber okkur að veita meira fjarmagni til þess að auka hagræðingu í búrekstri. Ég vil að þetta verði gert með það fyrir aug- um að lækka tilkostnað á hverja einingu í framleiðslu. Með nýrri tækni, með vísindalegum rann- sóknum, með öllum þeim ráðum sem við höfum, þá eigum við auð- vitað að reyna að auka framleiðsl- una og við eigum að auka hana pr. bónda, pr. býli, en ég er ekki að tala um að auka heildarframleiðslu- magnið. Eg vil líka, ef ég er kominn að fimmta þætti þessa máls, tryggja það, að bændum, sem búa á arð- lausum búum verði gert kleift að hætta búskap án þess að ævistarf þeirra verði að engu gert. Það er ekki mögulegt að halda þeirri stefnu áfram að bóndi sem vill hætta búskap með konu sinni og jafnvel börnum, sem kynnu að vera eftir heima, selur jörð sína og hús sem standa uppi og hann getur þegar upp ér staðið, kannske eftir ævistarf, keypt kjallaraíbúð í Reykjavík. Þetta dæmi gengur auð- vitað ekki upp og er algerlega for- kastanlegt. Ég er þess vegna þeirrar skoðun- ar, að það væri kannske eitt af brýnustu verkefnunum, sem við ættum að snúa okkur að núna, að stofna sjóð, sem ríki og bændur greiddu í, eða samtök bænda. Fjár- munum þessa sjóðs yrði varið til þess að greiða bændum það verð fyrir bújarðir sínar, sem talist getur hæfilegt og hæfilegur afrakstur af ævistarfi í þeirri grein. í sjötta lagi tel ég, og það er stað- föst sannfæring mín, að það þurfi þrátt fyrir stórvirki sem hafa verið unnin á því sviði, að auka vísinda- legar rannsóknir til að stuðla að bættum búskaparháttum. Við höf- um að vísu margvíslegar niðurstöð- ur af margvíslegum rannsóknum, sem sumir segja að ekki sé alltaf farið eftir, en ég tel, að þessi þáttur málsins þurfi að hljóta miklu meiri umbun en hann hlýtur nú. Ég vil bara nefna tvö atriði, sérstaklega vegna fundar sem ég sat í morgun í þeirri nefnd, sem fylgdist með framvindu mála í landgræðsluáætl- un, geta þess, að t.d. þyrfti að stór efla allar rannsóknir á kalskemmd- um í landinu. Það er Svo, að þetta eru dýrustu gróðurskemmdir sem verða. Þær verða á grónu landi, þær verða á landi, sem búið er að ausa áburði, þær verða á landi, sem búið er að vinna og þetta eru dýrustu gróðurskemmdir, sem til eru. Við verðum að efla rannsóknir á þessu sviði og ég vil nota þetta tæki- færi raunar til þess að þakka hæstv. landbúnaðarráðherra fyrir stuðn- ing, sem hann hefur veitt til aðila á Norðurlandi, sem hefur mesta þekkingu allra íslendinga á þessu sviði, stuðning, sem hann veitti framhjá fjárlögum. Það skiptir engu máli hvaðan peningarnir koma, hæstvirtur ráðherra beitti sér fyrir því að þeir færu í þetta og ég tel líka, af þvi að við vorum að ræða þessi mál, að við eigurn að efla rannsóknir á þeim jurtum, þeim grastegundum, sem við helzt getum notað hér. Mér er t.d. minn- isstætt frá því í fyrra, að við skoð- uðum landgræðsluna í Gunnars- holti og sáum þar eitt afbrigði, Ber- ingspunt, sem hefur reynzt afburða vel og virðist ætla að koma mjög vel út, en er erfitt að safna fræi af. Þeg- ar við finnum jurt af þessari teg- und, þá eigum við auðvitað að leggja til fjármagn, til þess að efla rannsóknirnar á þessari tilteknu tegund, og mörg dæmi af þessu tagi gæti ég rakið. Þá vil ég nefna í sjöunda lagi, að ég vil, og það hefur ekki farið neitt leynt, að það hefur verið stefna Al- þýðuflokksins, draga úr útflutn- ingsbótum á skipulegan hátt og í áföngum, í samræmi við skipuleg- an samdrátt í dilkakjötsframleiðsl- unni. Ég nefndi áðan eitt dæmið um það, hvernig við gætum gert þetta og mér er það ekki neitt kappsmál í sjálfu sér, að draga þessa fjármuni frá landbúnaðinum þannig að hann njóti fjármunanna ekki á nokkurn hátt. Ég gæti hugs- að mér, eins og ég sagði áðan, að hluti af þessum fjármunum færi til þess að kanna markaði, færi til þess að auka hagræðingu í búrekstri o.s.frv. Ég er búinn að nefna það, að ég tel að þurfi að efla úrvinnsluiðnað í landbúnaði, og það er mjög mikil- vægt verkefni í sjálfu sér, og gengur ekki lengur að við seljum eins og ég hef oft sagt, seljum úr landi eins og þróunarríki væri, hráefni, sem aðr- ar þjóðir hundraðfalda í verði. Og ég tel að það sé gífurlega margt hægt að gera í þá veru að efla þenn- an úrvinnsluiðnað. Ég minni á það, að það hefur sáralítið verið gert af því að nýta innyfli sauðfjár til lyfjagerðar, það hefur sáralítið verið gert af því að ganga þannig frá dilkakjöti til út- flutnings að væri fýsilegt fyrir út- lendinga að kaupa. Nú, það þarf augljóslega að gera mikið átak í prjóna- og ullariðnaði hér á landi, það þarf að leita nýrra leiða, bæði í sambandi við þau tízkufyrirbæri sem uppi eru hverju sinni og það þarf að efla markaðsrannsóknir. Ég ætla ekki að ræða efnislega um þessar tillögur, sem hér liggja fyrir, en það gefst kannske tími til þess síðar, en ég vildi láta koma skýrt fram þessi sjónarmið, sem ég hef nú gert grein fyrir, svo að það fari ekkert á milli mála, hver skoð- un mín er á landbúnaðarmálum, og í sjálfu sér, þá fagna ég báðum þess- um tillögum og eins og ég hef marg- oft sagt hér í umræðunni, þá fagna

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.