Alþýðublaðið - 21.02.1986, Síða 6

Alþýðublaðið - 21.02.1986, Síða 6
6 Föstudagur 21. febrúar 1986 Alþýðuflokkurinn og landbúnaðarmálin: Athugasemdir við ranga stefnumótun Vandinn í íslenskum landbúnaði er nú orðinn svo mikill að liggur við hruni. Fram eru að koma aliir verstu gallar landbúnaðarstefnu síðustu áratuga, sem Alþýðuflokk- urinn hefur varað svo rækilega við, en flestir forystumenn bænda neita að horfast í augu við. Gylfi Þ. Gíslason var fyrstur manna tii að vekja athygli á rangri landbúnaðarstefnu. Það var fyrir nær tveimur áratugum. Síðan hafa þingmenn flokksins hvað eftir ann- að ítrekað þessar skoðanir. — Á al- þingi 1982 urðu miklar umræður um stefnumörkun í landbúnaði. — Þá gerði Árni Gunnarsson, þáver- andi alþingismaður, grein fyrir stefnu Alþýðuflokksins að hluta. Nú, þegar umræður um land- búnaðarmál eru orðnar jafn miklar og raun ber vitni, er ekki úr vegi að gera grein fyrir afstöðu Alþýðu- flokksins, eins og hún kom fram áður en vandinn var orðinn eins al- varlegur og nú er. — Sá pistill, sem hér fer á eftir er hluti af hinum sí- gildu varnarorðum Alþýðuflokks- ins. Pistillinn ber það með sér að hann er fluttur sem ræða: Ég vil aðeins með örfáum orðum gera grein fyrir því á hverju Alþýðu- flokkurinn byggir afstöðu sína í landbúnaðarmálum. Það er svo, að fáar þjóðir hafa upplifað slíka um- byltingu í atvinnumálum, sem ís- lendingar hafa gert á síðustu 100 ár- um. Fyrir einni öld bjó minna en sjötti hluti þjóðarinnar í þéttbýli, en nú er þessu algerlega snúið við, um 14% þjóðarinnar telst nú búa í dreifbýli. Þessi búseturöskun endurspeglar vel þær breytingar, sem orðið hafa á atvinnuháttum þjóðarinnar. Stór- stígar framfarir í veiðitækni og nýt- ingu sjávarafla hafa dregið til sín vinnuafl úr sveitum landsins. At- vinnubyltingunni við sjávarsíðuna fylgdi hliðstæð umbylting í búskap- arháttum landsmanna. Gífurleg framleiðniaukning varð í landbúnaði og það losnaði um það vinnuafl, sem sjávarútvegurinn, fiskvinnslan og vaxandi verzlunar-; iðnaðar- og þjónustustarfsemi gat tekið við og þurfti á að halda. Breytingar þær, sem orðið hafa á atvinnuháttum landsmanna og sú búseturöskun sem þeim hefur fylgt, hefur ekki orðið erfiðleika-og sárs- aukalaus. Þessar breytingar hafa á hinn bóginn fært íslendingum þann efnahagslega ávinning, sem er nauðsynleg forsenda sjálfstæðis þjóðarinnar, enda voru aflvakar þessara breytinga ýmsir þeir sömu og sjálfstæðisbaráttunnar. Efnalegar framfarir hafa ekki einungis skilað fslendingum í hóp sjálfstæðra þjóða. Þær hafa skilað okkur í hóp þeirra þjóða, sem tald- ar eru þróaðar í efnahagslegu tilliti. Þessu fylgir, að tiltölulega lokað og einangrað samfélag hefur breytzt í opið samfélag, sem er meðvitað um umhverfi sitt. íslendingar þekkja vel til lífs- kjara í ýmsum grannlöndum. Þessi þekking og eðlilegur samanburður á efnalegri afkomu hefur nú á nokkrum árum leitt til þess að þús- undir manna hafa flutt af landi brott. Heimsmyndin sjálf er breytt, en jafnframt verður að telja, að ís- lenzkir atvinnuvegir hafi ekki reynzt fyllilega samkeppnisfærir um vinnuafl íslendinga við at- vinnuvegi grannþjóða. Þessi þróun hefur verið uggvænleg og við verð- um, eins og hefur tekizt á síðari ár- um, að hamla gegn henni sem bezt við getum. Það verður þó að segja, að við getum trauðla breytt heimsmynd- inni allri, en við getum eflt og end- urnýjað atvinnuvegi okkar á þann veg, að við búum hér við lífskjör, sem fyllilega standist samanburð við nágranna okkar. Fækkun í landbúnaði Ég vil geta þess, að fyrir nokkru gaf orkuspárnefnd út spá um mannafla í atvinnugreinum og þró- un á árabilinu 1980 til ársins 2000. Þar koma fram tölur, sem renna stoðum undir þann formála, sem ég hef haft að þessum orðum mínum, um það, að það verður ugglaust lítil breyting á þeirri þróun, sem verið hefur hér á landi síðustu áratugina, þ.e. að mannafli færist frá landbún- aði til annarra atvinnugreina. í tölum orkuspárnefndar segir, að miðað við árið 1980, þegar talið er að atvinnutækifæri í landbúnaði séu 7800, þá verði þau 5500 árið 2000, eða þeim fækki um 2300. Um fiskvinnslu er sagt, að þar fækki um 100, úr 5100 í 5000. Þó eru margir sem telja, að þessi fækkun verði ennþá meiri með tilkomu tölvuvæðingar og vélmenna, sem taki að verulegum hluta við störfum fólks í fiskiðnaði. Þá má ætla, að fjölgun í bygging- arstarfsemi verði um 1700 á þessu tímabili, úr 11300 i 13000. Iðnaður- inn þurfi að skapa 6100 ný atvinnu- tækifæri úr 17900 í 24000 og að þjónustugreinar þurfi um 23000 ný atvinnutækifæri, fjölgi úr 54100 i 76800. Arni Gunnarsson skrifar Heildarstefna Til þessara staðreynda verðum við að taka tillit þegar við ræðum um landbúnaðarmál. Og megin- markmið í heildarstefnu í atvinnu- málum hlýtur alltaf að vera að vel- sæld þegnanna verði sem mest. Sá þáttur velsældar, sem nútíma þjóð- félag hefur skipað í öndvegi, er hag- sæld, efnaleg afkoma. Þessi þáttur velsældar er samtvinnaður öðrum þáttum, þar sem gildastir eru jöfn- uður og öryggi. Stefnumótun á sviði atvinnumála verður að taka tillit til þess að atvinnuvegirnir eru samtvinnaðir. Sérhver atvinnugrein sækir að- föng sín og selur afurðir sinar í ein- hverjum mæli til annarra greina. Af þessari ástæðu er nauðsynlegt að stefnan sé heilstæð og nái til allra greina. Jafnframt er æskilegt, að sem víðtækust stjórnmálaleg sam- staða náist um höfuðatriði stefn- unnar, þannig að langtímamark- mið séu skýr og atvinnuvegirnir taki mið af þeim við uppbyggingu sína. Lögin um framleiðsluráð Mig langar að fara nokkrum orð- um um landbúnaðarstefnu liðinna ára. í lögum um framleiðsluráð, frá árinu 1959, er mælt svo fyrir, að tryggja skuli greiðslu á þeim halla, sem bændur kunni að verða fyrir á útflutningi landbúnaðarvara, en þó skal greiðslan vegna þessarar trygg- ingar ekki vera hærri en sem jafn- gildir 10% af heildarverðmæti landbúnaðarframleiðslunnar við- komandi verðlagsár miðað við það verð, sem framleiðendur fá greitt fyrir afurðir sínar. Fram til ársins 1959, þegar þessi ákvæði um verðbætur á útflutning voru í lög leidd með bráðabirgða- lögum, hafði landbúnaðarfram- leiðslan ávallt tekið mið af mark- aðsþörf innanlands. Fram til þess tíma hafði útflutningurinn, þegar hann var allra mestur, aðeins numið 5.45% af heildarverðmæti fram- leiðslunnar. Telja verður, að höfuðmarkmið þessarar lagasetningar hafi verið í fyrsta lagi að tryggja afkomu fram- leiðenda, í öðru lagi að tryggja stöðugt framboð og í þriðja lagi að koma í veg fyrir, að halli á útflutt- um afurðum væri jafnaður með hækkun á verði á innanlandsmark- aði. Það verður að telja jafnframt, að lagasetningin hafi náð því mark- miði að tryggja neytendum stöðugt framboð landbúnaðarafurða. Hins vegar verður að játast, að þetta ákvæði hefur ekki tryggt afkomu framleiðenda. Verðbætur Á síðustu árum hefur mikið vant að á, að 10% verðbætur dygðu til þess, að jafna sívaxandi halla á út- flutningi. Framleiðendur hafa ekki haft neina tryggingu fyrir því, að viðbótarfjárveitingar fengjust og reyndar orðið að taka á sig veruleg- an halla sjálfir. í þessu sambandi er rétt að minna á, að þegar þessi lög voru sett, virð- ist engum manni hafa til hugar komið, að framleiðslan tæki slík stökk, að hámark verðábyrgðar yrði notað ár eftir ár og að hún hrykki jafnvel ekki til. Markmiðið var alls ekki að framleiða langt um- fram þarfir þótt sú hafi orðið raun- in. Átak í sölumálum Ég vil skjóta því inn í hér, að það er auðvitað dapurlegt að þurfa að deila um það á þingi ár eftir ár, að það þurfi að draga úr framleiðslu á matvælum. Ég hef litið svo á, að það hlyti að vera eitt af forgangs- verkefnum hverrar þjóðar, að verða sjálfri sér nóg með framleiðslu á matvælum og að framleiða matvæli fyrir aðra. Nú hefur því miður þróunin orð- ið sú á þeim mörkuðum, sem við höfum kannske helzt getað selt okkar varning á, að þar hafa m.a. Efnahagsbandalagslöndin náð fót- festu og með því fyrirkomulagi, sem nú ríkir, þ.e. stórkostlegar nið- urgreiðslur á öllum þáttum land- búnaðarframleiðslunnar, höfum við engan veginn getað keppt við það verð, sem þar hefur verið í boði.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.