Alþýðublaðið - 21.03.1986, Side 1

Alþýðublaðið - 21.03.1986, Side 1
alþýðu, blaðiö Bankarnir í skotgrafarhernaði? Skemmdarverk“ segir forseti ASÍ um ávöxtunarkröfu bankanna af viðskiptavíxlum. Svona vinnubrögð verður að stöðva tafarlaust. 99 Föstudagur 21. mars 1986 58. tbl. 67. árg. „Það liggur i augum uppi að slík vaxtakrafa er hrein og klár skemmdarverkastarfsemi," sagði Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, þegar Alþýðublaðið bar undir hann tækjum, en ekki einstakiingum, þar sem um viðskiptavíxla væri að ræða. Það hlyti hins vegar að vera Okrið 60 millj. — Hermann Björgvinsson fékksjálfur20 milljónir ívasann. Tekjurhans hafa verið um milljón á mánuði. Opinberar ákœrur gefnar út í gœr. 123 aðrir ákœrðir fyrir okurbrot en saksóknari neitar að birta nöfn þeirra ávöxtunarkröfu bankanna, sem illmögulegt að standa undir slíkri Alls tóku okrararnir inn yfir eitt- hundrað milljónir króna í vexti af lánum á árunum 1984 og 1985. Sá hluti vaxtanna sem reyndist um- fram lögleyfða vexti var samtals nærri 63 milljónir króna. í gær var gefin út opinber ákæra á hendur Hermanni Björgvinssyni og 123 öðrum okrurum. Hermanni Gunnari Björgvins- syni er gefið að sök að hafa tekið samtals yfir 20 milljónir króna í vexti umfram leyfilegt hámark. 134 öðrum er gefið að sök að hafa lánað Hermanni fé og tekið samtals yfir 40 milljónir króna í vexti af því fé, umfram leyfilegt hámark. Jónatan Sveinsson, saksóknari vildi í gær ekki gefa upp nöfn þess- ara 123 einstaklinga sem séð hafa okurköngulónni fyrir fjármagni til að lána út, en sagði að það væri á valdi hvers dómara fyrir sig að meta hvort og hvenær þessi nöfn yrðu birt. Þessir einstaklingar búa lang- flestir á höfuðborgarsvæðinu. Eftir því að dæma hvar mál er höfðað á hendur þeim, búa 73 í Reykjavík, 28 í Hafnarfirði og Garðabæ og á Sel- tjarnarnesi, 14 búa í Kópavogi og 8 annars staðar á landinu. Samkvæmt þessu hafa „umboðs- Framh. á bls. 2> skýrt var frá hér í blaðinu í gær. Allir bankar nema Landsbanki og Búnaðarbanki kaupa nú svo- nefnda viðskiptavíxla á ákveðnu kaupgengi, þ.e. með afföllum og þetta gerir það að verkum að vextir af þessum víxlum eru nú kringum 40%, örlítið mismunandi eftir bönkum. Verðbólga er um þessar mundir svo Iág að stærsti hluti þess- arar ávöxtunar eru raunvextir. Ásmundur Stefánsson, kvaðst reikna með að þessi vaxtataka bitn- aði fyrst og fremst á atvinnufyrir- vaxtabyrði, sagði Ásmundur. „Það er óhjákvæmilegt að skoða svona mál“ sagði hann ennfremur. Ásmundur sagði erfitt að gera sér grein fyrir því, hversu víðtæk áhrif þetta gæti haft á verðlagsþróunina, það færi eftir því hversu mikil brögð væru að þessu. Hins vegar væri þetta bein skemmdarverka- starfsemi gagnvart kjarasamning- unum og þeim efnahagsaðgerðum sem fylgdu í kjölfar þeirra. „Það verður tafarlaust að gera ráðstafanir til að stöðva svona vinnubrögðþ sagði hann. Spörum fjórðung í matarinnkaupum Enn ódýrast í Kostakaupum! Kostakaup í Hafnarfirði er ódýrasta matvöruverslunin á Stór- Reykjavíkursvæðinu, að því er fram kemur í verðkönnun Verðlags- stofnunar, sem sagt er frá hér til hliðar. Kostakaup er eina verslunin á svæði því sem könnunin náði til sem gat boðið innkaupakörfuna á innan við 21.000 krónur, en verðið gat farið yfir 26.000 krónur þar sem dýrast var að versla. Það vekur athygli í þessu sambandi að þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi verslun kemur vel út úr verðkönnun, heldur hefur hún jafnan verið í hópi verðlægstu verslana í þeim verðkönnunum sem gerðar hafa verið á undanförnum árum. Aðrar verslanir sem koma þokkalega út eru Kjötmiðstöðin, Stór- markaðurinn Skemmuvegi, Fjarðarkaup og Mikligarður. Hæsta verð reyndist hins vegar vera í Kjöthöllinni, Vörðufelli og Sunnubúðinni. Verðlag í matvöruverslunum er ærið misjafnt, svo sem raunar flest- um er kunnugt. Ný verðkönnun Verðlagsstofnunar sýnir svo ekki Samkvœmt niðurstöðum Verðlagsstofnunar má spara fjórðung matar- útgjaldanna með því einu að versla á réttum stöðum. verður um villst að með því að versla að staðaldri í ódýrari verslun- um má spara allt upp í fjórðung út- gjalda í venjulegu heimilishaldi. Að því er segir í niðurstöðum stofnun- arinnar, getur þessi sparnaður numið allt að 70.000 kr. á ári fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Verðlagsstofnun gerði verðkönn- un á mat- og hreinlætisvörum dag- ana 10. til 12. mars s.l. á höfuðborg- arsvæðinu. Við úrvinnslu könnun- arinnar var nrynduð innkaupakarfa sem miðast við almenn innkaup fjögurra manna fjölskyldu á u.þ.b. einum mánuði. Var ávallt miðað við lægsta verð á hverri vörutegund í verslunum þeim sem könnunin náði til. Einnig var kannað hæsta verð á hver'ri vörutegund og voru þannig myndaðar tvær körfur í hverri verslun annars vegar með lægsta Framh. á bls. 2 Framboðslistinn í Hafnarfirði A fundi fulltrúaráðs Alþýðu- flokksfélaganna í Hafnarfirði 18. mars s.l. var framboðslisti Al- þýðuflokksins vegna bæjarstjórn- arkosninganna í vor, samþykktur einu hljóði. Opið prófkjör fór fram um skipan efstu fimm sætin á listanum. En framboðslistinn er þannig skipaður: 1. GuðmundurÁrni Stefánsson, bæjarfulltrúi, Stekkjar- hvammi 40. Guðmundur Árni 2. Jón Ósk Guðjónsdóttir, full- trúi, Öldutúni 6. 3. Ingvar Viktorsson, kennari, Kelduhvammi 4. 4. Tryggvi Harðarson, járna- bindingarmaður, Hvamma- braut 4. 5. Valgerður Guðmundsdóttir, snyrtifræðingur, Túnhvammi 11. 6. Erlingur Kristensson, skrif- stofumaður, Hnotubergi 27. 7. Þórunn Jóhannsdóttir, skrif- Jóna Ósk stofumaður, Þrastarhrauni 1. 8. Sigrún Jonný Sigurðardóttir, húsmóðir, Suðurlandsbraut 14. 9. Eyjólfur Sæmundsson, efna- ■ verkfræðingur, Fagrahvammi 7. 10. Brynhildur Skarphéðinsdótt- ir, bankastarfsmaður, Bröttu- kinn 28. 11. Sigurður Jóhannsson, sjó- maður, Arnarhrauni 4. 12. Guðrún Emilsdóttir, hjúkr- unarfræðingur, Melholti 2. 13. Svend Aage Malmberg, haf- fræðingur, Smyrlahrauni 56. 14. Ingibjörg Danielsdóttir, starfsstúlka, Álfaskeiði 125. 15. Erna Fríða Berg, skrifstofu- maður, Miðvangi 161. 16. Gylfi Ingvarsson, vélvirki, Garðavegi 5. 17. Guðfinna Vigfúsdóttir, sölu- maður, Víðivangi 8. 18. Guðrún Guðmundsdóttir, verkakona, Hringbraut 80. 19. Grétar Þorleifsson, formaður Félags byggingarmanna, Álfaskeiði 84. 20. Guðríður Elíasdóttir, vara- formaður ASÍ og formaður Verkakvennafélagsins Fram- tíðarinnar, Miðvangi 33. 21. Hörður Zóphaníasson, skóla- stjóri, Tjarnarbraut 11. 22. Þórður Þórðarson, fyrrver- andi bæjarfulltrúi, Háukinn 4. Ingvar T>yggvi Valgerður

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.